Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 283 . TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Eiga sama
áhugamál
Íslensk feðgin hanna húsgögn í
Svíþjóð | Daglegt líf
Úr Verinu og Íþróttir í dag
Úr verinu | Síldin selst vel Alþjóðlegt bann við botntrolli?
Íþróttir | Þórey Edda setur markið hátt Logi Geirsson byrjaður
að æfa á ný Thierry Henry á skotskónum
SADDAM Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, á
að koma fyrir rétt í dag, sakaður um glæpi gegn
mannkyninu, en mögulegt er þó að réttarhöld-
unum verði frestað um hríð að ósk lögfræðings
hans. Sjónvarpað verður frá réttarhöldunum og
fréttamenn fá aðgang en almenningi verður ekki
hleypt í salinn sem talið er að
sé einhvers staðar í Bagdad.
Einræðisherrann fyrrver-
andi og sjö liðsmenn hans,
sem einnig eru ákærðir,
verða í stálbúrum með hljóð-
nemum. Þeir munu svara til
saka vegna fjöldamorða á
143 sjía-múslímum frá bæn-
um Dujail árið 1982.
Fimm dómarar dæma í
málinu. „Réttarhöldin munu
taka þann tíma sem þörf er á til að hlýða á vitni
og málflutning ákærðra og rannsaka málsgögn,“
sagði dómsforsetinn, Raed al-Juhi. „Hinir
ákærðu munu fá nægan tíma til að verja sig.“
Traustar vísbendingar eru sagðar vera fyrir
hendi um sekt sakborninganna en Saddam lét í
valdatíð sinni myrða mörg hundruð þúsund sjíta
og Kúrda. Var m.a. beitt eiturgasi til að myrða
um 5.000 Kúrda, aðallega konur og börn, í bæn-
um Halabja árið 1988. Fleiri ákærur munu verða
birtar síðar en oft mun vera erfitt að rekja skip-
anir um verstu ódæðin beint til Saddams.
Amnesty og fleiri alþjóðleg mannréttinda-
samtök óttast að brotin verði ákvæði um sann-
gjarna málsmeðferð í réttarhöldunum.
Niðurstöðum seinkar
Niðurstöður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í
Írak um stjórnarskrána verða sennilega ekki
birtar fyrr en eftir nokkra daga, að sögn kjör-
nefndar. Hyggst hún fara vandlega yfir kjör-
gögn frá nokkrum svæðum þar sem kjörsókn
þótti óeðlilega mikil eða úrslitin ótrúverðug.
Saddam
fyrir rétt
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Saddam Hussein
HÆKKUN vaxta af íbúðalánum
úr 4,15% í 4,35% er ein af þeim
forsendum sem greiningardeild
KB banka gengur út frá í nýrri
spá deildarinnar um þróun á fast-
eignamarkaði á næstu tólf mán-
uðum.
Um er að ræða vexti af nýjum
lánum, en vextir af eldri lánum
kvæmdir á árunum 2007 til 2009
og enn fremur sé því spáð að fólki
á húseignaraldri fjölgi um 50 þús-
und fram til ársins 2020. Það
muni kalla á mikla útþenslu höf-
uðborgarsvæðisins á þeim tíma.
Verðþróun fasteigna á þessu
tímabili muni þó velta að miklu
leyti á lóðaúthlutunum sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu, að
mati greiningardeildar KB
banka.
að markaðurinn myndi lækka í
niðursveiflunni 2007 og 2008. Það
hefði alltaf gerst í niðursveiflu í
efnahagslífinu.
Telur horfur vera góðar
Hins vegar sagði hann að þeg-
ar til lengri tíma væri litið séu
horfur hins vegar mjög góðar á
fasteignamarkaði og í bygging-
ariðnaði. Ákveðið hafi verið að
leggja út í töluverðar stórfram-
haldast óbreyttir. Þá spáir deild-
in því að fasteignaverð muni
hækka um 6% á næstu 12 mán-
uðum.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur
hjá greiningardeild KB banka,
sagði á ráðstefnu sem bankinn
hélt í gær um horfur á fasteigna-
markaði, að markaðurinn hefði
nú náð nokkru jafnvægi eftir
miklar hækkanir síðustu tólf
mánuði. Þá væri nánast öruggt
Spá því að vextir af íbúða-
lánum hækki í 4,35%
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
STARFSMENN Fosskrafts í Fljótsdal vinna nú
hörðum höndum í stöðvarhúshelli Kára-
hnjúkavirkjunar við að steypa undir og utan um
vélbúnað sem kemur ofan á risastóra járnsnigla.
Steypt er látlaust frá morgni til kvölds en alls
starfa nú um 130 manns hjá Fosskrafti. Þeim gæti
eitthvað fjölgað þegar vinna hefst á ný næstu
daga við fóðrun tveggja fallganga niður í stöðv-
arhúsið. Sú vinna lagðist niður fyrir um mánuði
vegna gjaldþrots Slippstöðvarinnar. Aðrir verk-
þættir eru á áætlun og er enn stefnt að því að
gangsetja fyrstu túrbínu virkjunarinnar af sex í
apríl árið 2007. Setja á hverfla stöðvarhússins nið-
ur næsta vor. | 9
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Steypt undir vélbúnað við Kárahnjúka
MIKILL flutningur hefur verið á
aflamarki innan krókaaflamarks-
kerfisins frá því sóknardagakerfið
var lagt niður. Þannig hafa verið
fluttar heimildir sem svara til
1.840 tonna af þorski frá Vest-
fjörðum á síðasta fiskveiðiári.
Langmest hefur verið flutt á
Reykjanesið, eða ígildi 2.900 tonna
af þorski.
Mestur þorskkvóti í krókaafla-
markskerfinu er nú í Grindavík,
3.200 tonn, en næst kemur Gríms-
ey með ríflega 2.000 tonn, þá
Ólafsvík með 1.700 tonn, Bolung-
arvík með tæp 1.200 tonn og Höfn
í Hornafirði með 1.100 tonn.
Bátum í krókaaflamarkskerfinu
hefur fækkað mikið að undan-
förnu, en jafnframt hafa þeir
stækkað. Eru þeir rúmlega 100
færri en fyrir ári. Skýringin er sú
að með aflagningu sóknardaga-
kerfisins hafa aflaheimildir verið
sameinaðar á stærri bátana og
þeir smærri verið úreltir. | B1
Miklar afla-
heimildir
fluttar frá
Vestfjörðum
SÝNING Vesturports á Woyzeck í
Barbican-listamiðstöðinni trónir
efst á lista Nicholas de Jongh,
gagnrýnanda Evening Standard,
yfir áhugaverðustu sýningarnar í
London þessa viku.
Gagnrýnandinn setur Woyzeck í
fyrsta sæti en aðrar sýningar á
listanum eru ekki af verri end-
anum; Grafskrift fyrir George Dil-
lon eftir John Osborne með Jos-
eph Fiennes í aðalhlutverki,
söngleikurinn um Mary Poppins,
uppfærsla Trevors Nunns á Rík-
harði II eftir Shakespeare með
Kevin Spacey í aðalhlutverki og
söngleikur Mel Brooks, Framleið-
endurnir (The Producers), sem
slegið hefur í gegn beggja vegna
Atlantshafsins.
Woyzeck í
góðum
félagsskap
♦♦♦
KOMIÐ hefur í ljós að ratsjá til hraðamæl-
inga með leysigeisla, sem notuð er m.a. í
Bretlandi og Noregi, sýnir stundum kolrang-
ar niðurstöður. Vefsíða norska blaðsins Aft-
enposten vitnar m.a. í breska fjölmiðla en þar
kemur fram að tækið hafi gefið til kynna að
bíll, sem hafði verið lagt í stæði, væri á 14 km
hraða. Annars staðar var húsveggur á 27 km
hraða. Hjólreiðamaður, sem í reynd var á
þriggja km hraða, taldist vera á 20 km hraða.
Enn fremur kom í ljós að tækið mældi
stundum hraðann á bílum sem ekið var fram
hjá en ekki þeim sem athyglinni var beint að.
Félag norskra bíleigenda hefur gagnrýnt rat-
sjármælingar lögreglunnar og efast um ná-
kvæmni þeirra og gæði. „Rafmagnskaplar og
endurkast geta brenglað niðurstöður mæl-
inganna. Einnig hefur verið bent á að tækin
hafa ekki náð að mæla hraða vélhjóls og hafa
þá í staðinn mælt hraða bílsins aftan við hjól-
ið,“ segir talsmaður félagsins, Egil Otter.
Leysitækið sem notað er hjá umferðarlög-
reglunni í Noregi til hraðamælinga heitir LTI
20.20. „Það er rétt, við notum þessa gerð,“
segir yfirmaður umferðarlögreglunnar, Roar
S. Larsen. „En á döfinni er að kaupa ný tæki.“
Að sögn Jóns Friðriks Bjartmarz, yfirlög-
regluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra,
er eina hraðamælingatækið sem lögreglan
hér á landi notar af gerðinni Pro Laser II.
Kyrr í stæði en
hraðinn 14 km
♦♦♦