Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 19
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Hólmavík | Stefán Jónsson
starfsmaður áhaldahússins á
Hólmavík vann verðskuldaðan
sigur í karókíkeppni vinnustaða
sem veitingastaðurinn Café Riis
stóð fyrir um helgina. Fimmtán
keppendur, fulltrúar flestra
vinnustaða í sveitarfélaginu,
mættu til leiks í fyrri umferð
keppninnar sem fram fór í lok
september. Þeir átta sem eftir
stóðu að henni lokinni kepptu
svo í Bragganum á Hólmavík á
laugardagskvöldið. Þar fylgdust
hátt í tvö hundruð manns með
líflegri keppni þar sem hver
keppandi flutti tvö lög. Auk
þess að hljóta fyrsta sætið í
keppninni var Stefán kosinn
vinsælasti keppandinn af áhorf-
endum í sal. Í öðru sæti, að
mati dómnefndar, var Sigurrós
G. Þórðardóttir starfsmaður
leikskólans Lækjarbrekku og
Salbjörg Engilbertsdóttir,
fulltrúi skrifstofu Hólmavík-
urhrepps í því þriðja. Það var
hólmvíska idolstjarnan Heiða
Ólafs sem afhenti verðlaunin, en
hún átti sæti í dómnefndinni.
Eigendur Café Riis voru afar
ánægðir með viðtökur við
keppninni, sem nú var haldin í
fyrsta sinn.
Karókí-
keppni
vinnustaða
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Sigurvegari Stefán virðir fyrir sér glæsilegan verðlaunagripinn,
sem smíðaður var af Kristjáni Jóhannssyni, einum af eigendum
Café Riis. Til vinstri er Sigurrós G. Þórðardóttir sem var í 2. sæti.
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Í dómnefnd Heiða Ólafs, söng- og Strandakona að störfum.
Fossvogur | Krot og úðabrúsasull
hefur vakið athygli vegfarenda í
Fossvogi og Bústaðahverfi und-
anfarið og segja viðmælendur
Morgunblaðsins í hverfinu krotið
til hins mesta ósóma fyrir hverfið.
Hafa skemmdarvargar einnig vald-
ið miklu tjóni á svæði íþróttafélags-
ins Víkings og hefur stjórn félags-
ins heitið 20.000 króna verðlaunum
fyrir upplýsingar um spellvirkjana.
Gunnlaugur Júlíusson, stjórn-
armaður í Víkingi, hefur und-
anfarið unnið ötullega að því að
skrá og benda á veggjakrot og
subbuskap á opinberum bygg-
ingum, upplýsingaskiltum og svæði
Víkings. Segir hann tjónið hið
minnsta upp á milljónir króna, ef
einungis eigi að reikna með kostn-
aði við að þrífa og eyða krotinu,
svo ekki sé minnst á þann skaða
sem felst í óþægindum fyrir fólk og
sérstaklega yngstu kynslóðina, en
mikið er um krot á leikvöllum
barna.
„Mér blöskraði hreinlega. Það er
hreinlega allt útkrotað. Fótstykki
undir styttum, rafmagnskassar,
umferðarskilti, upplýsingaskilti,
auglýsingaskilti, undirgöng, brýr,
bekkir, brúarhandrið, ruslakassar,
ljósastaurar, veggir, leikvallatæki,
leikskólar, grindverk, skólarnir
Fossvogsskóli og Réttarholtsskóli
eru útkrotaðir, leikskólinn Kvista-
borg og fleira,“ segir Gunnlaugur
m.a. á vefsíðu sinni, gajul.blogs-
pot.com. „Þetta er náttúrulega
hrein skrílmennska hjá þeim sem
stunda þessa iðju og síðan ves-
aldómur hjá borginni að gera ekki
minnstu tilraun til að hamla á móti
óþverranum. Hvað eiga börnin að
halda sem eru í leikskólum og
grunnskólum þegar þeir eru út-
krotaðir ár og síð og alla tíð? Þau
halda vitaskuld að svona eigi þetta
að vera og einhver þeirra næla sér
vitaskuld í brúsa eða breiðan túss
og taka þannig við keflinu.“
Þarf ekki að vera svona
Gunnlaugur segir það óþolandi
að hverfin, sem annars séu hin
ágætustu, „séu útbíuð í þessu
krabbi sem ég get ekki sé að sé
neinum til yndisauka en miklu
frekar til leiðinda og ama fyrir ut-
an hið fjárhagslega tjón sem unnið
er af þessu liði.“ Hann kveðst hafa
orðið sífellt gáttaðri eftir því sem
hann skoðaði hverfið sitt betur, en
hann er ötull skokkari og eyðir því
góðum tíma í útivist í hverfinu.
„Það er með ólíkindum hvernig
hverfið lítur út,“ segir Gunnlaugur
og bætir við að segja megi að allt
sem falli undir opinberar eigur sé
útkrassað á einn eða annan hátt en
alltaf ljótan. „Einn leikskóla fann
ég þó upp við Breiðagerðisskóla
þar sem sást ekki strik á einu eða
neinu. Hann var vel afgirtur en
annars veit ég ekki hvaða fæling-
armáttur er þar á ferðinni. Skól-
arnir í hverfinu eru útkrassaðir,
mismunandi þó. Reyndar sést að
yfirvöld hafa verið að reyna að þvo
ósómann af en kemur fyrir ekki.
Það kemur stöðugt nýtt í staðinn.
Mest blöskrar mér að sjá umhverfi
Réttarholtsskóla. Þar eru margir
veggir útkrassaðir og næstu hús og
veggir. Einn leikskóli er þar rétt
hjá og hann er hryllilegur útlits.
Þetta þarf ekki að vera svona og er
ekki í öðrum hverfum. Skaðinn
nemur milljónum ef ætti að skipta
öllu út, þvo og mála. Síðan er mér
sagt að það sé krassað á bílskúrs-
hurðir og nýjar steniklæðningar á
íbúðarhúsum. Þetta er alvöru
vandamál.“
Átaksverkefni framundan
Sighvatur Arnarson, skrif-
stofustjóri gatna- og eignaumsýslu
á framkvæmdasviði Reykjavík-
urborgar, segir nú í bígerð sam-
stillt átak með nokkrum fyr-
irtækjum, þ. á m. Orkuveitunni og
Símanum, þar sem ráðist verði á
veggjakrotið. „Það er nýkominn
starfsmaður hjá okkur sem á að
sjá um þessi verkefni,“ segir Sig-
hvatur. „Það hefur líka verið
vandamál að það er verið að líma
auglýsingaplaköt á rafmagnskassa
og víða á veggi og eigur borg-
arinnar í miðbænum.“
Sighvatur segir að tilhneigingin
sé sú að ef starfsmenn borgarinnar
séu nógu snöggir að mála yfir
skemmdirnar virðist það virka letj-
andi á menn, þar sem „list“ þeirra
endist ekki.
Sighvatur segir erfitt að ná til
þeirra sem stunda þessa iðju, til að
fræða þá, en þegar til þeirra náist,
sé reynt að fræða þá um þann
kostnað sem af verknaði þeirra
hlýst, bæði fjárhagslegan og sam-
félagslegan. „Þetta kemur í bylgj-
um, er mest á haustin þegar fjör
fer að færast í skólana, en svo
minnkar þetta á veturna,“ segir
Sighvatur en bætir við að vissulega
séu hér ekki einungis grunn-
skólanemar á ferð, heldur standi
líka eldra fólk í þessu. „Sumum
finnst þetta vera list, en menn geta
ekki skemmt eigur annarra eins og
þeim dettur í hug. Það væri ágætt
ef borgarbúar væru vakandi fyrir
þessu og létu lögreglu vita af því
þegar þetta gerist, því þetta er
brot á lögreglusamþykkt.“
Íbúar í Fossvogi og Bústöðum ósáttir við faraldur veggjakrots í hverfinu
Tjón sem snertir bæði budduna og börnin
Ófrýnilegt Ekki er leikumhverfi barnanna á þessum leikskóla kræsilegt að sjá.
Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson
Óupplýst Umhverfislistaverk veggjakrotaranna skemma útivistarmögu-
leika borgarbúa og eyðileggja gildi upplýsingaskilta.
MÝVATN varð alísa í síðustu viku enda
fór frostið þá í 15°. Þá færist ró yfir lífríki
vatnsins.
Fyrir löngu sagði eitt af skáldum sveit-
arinnar „silungshöllin skænir“ um það
þegar ísskæni kom á vatnið. Í þíðviðri og
regni síðustu daga safnast vatn á ísinn og
verður það allt sem spegill. Þetta nota
fjöllin sér óspart til að spegla sig á ísnum
svo sem Bláfjall gerir hér á mynd.
Jón Aðalsteinsson í Belg segir þetta eitt
alversta haust sem hann man, er hann þó
aldraður maður og minnugur.
Ekki varð mikil rjúpnaveiði á veiði-
svæðum mývetnskum um helgina þó nóg
væri af byssuhólkum. Tölur um veidda
fugla eru afar lágar, en haft er eftir veiði-
mönnum að eitthvað sé af rjúpu, en hún sé
afar stygg. Ekki mun fjarri að segja að 40
til 50 veiðimenn hafi verið í Búrfells-
hrauni og Lúdent þessa daga og flestir
með aðeins fáeina fugla heyrist mér.
Haraldur Þórarinsson í Kvistási í
Kelduhverfi hér norður undan segist ekki
hafa heyrt byssuskot hinn 15. og er það
nýtt fyrir honum á veiðitíma rjúpu. Hann
hafði þá sögu að segja að mjög lítið hefði
sést af rjúpu þar um slóðir og veiði nær
engin. Þetta styður þá kenningu að mjög
lítið sé af rjúpu í Þingeyjarsýslu.
Morgunblaðið/BFH
Ís á Mývatni