Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 21 DAGLEGT LÍF ÝMISS konar örverur geta lifað góðu lífi í rúmdýnum mannanna. Færri vita að sveppir geta lifað góðu lífi í koddanum. Á vefnum for- skning.no er greint frá því að undir hreinu koddaveri geta sveppir dafn- að og sumir hverjir geta valdið of- næmi eða astma. Geoffrey Scott, talsmaður styrktaraðila rannsókn- arinnar, segir að nýjar uppgötvanir sem þessar geti haft mikla þýðingu fyrir fólk með ofnæmi, astma eða skaddað ónæmiskerfi, sérstaklega það sem er sent heim af sjúkrahúsi. Vísindamenn við Háskólann í Manchester rannsökuðu kodda sem höfðu verið í notkun í allt upp í tutt- ugu ár og fundu ýmislegt. Tíu kodd- ar voru rannsakaðir og í ljós kom að í hverjum voru yfir milljón sveppir af 4–16 tegundum. Algengasta teg- undin var Aspergillus fumigatus. Sá sveppur getur haft áhrif á fólk með veikt ónæmiskerfi og ef hann er einu sinni kominn í lungu eða öndunarveg getur verið erfitt að losna við hann. Koddarnir sem voru rannsakaðir voru bæði dúnkoddar og koddar fylltir með gerviefni. Þeir síð- arnefndu reyndust frekar laða sveppina að. Auk áðurnefnds svepps fundust einnig myglusveppir. Morgunblaðið/Kristinn  HEILSA Sveppir í koddanum an er að finna í fleiri tannkrems- tegundum og þá helst þeim sem hafa orðið Total í nafninu, að því er m.a. kemur fram á vef Aftenpost- en. Einnig er Triklosan í snyrtivör- um og sápu. Talsmaður danskra heilbrigðisyf- irvalda segir jákvætt að mat- vöruverslunin taki frumkvæði eins og þetta þegar framleiðandinn taki ekki ábyrgðina. Talsmaður Irma segir að verslunin vilji ekki eyða hilluplássi í vöru sem ekki er örugg og framleiðandinn tekur ekki frum- kvæðið að því að fjarlægja TANNKREMIÐ Colgate Total hefur verið fjarlægt úr hillum verslana dönsku matvörukeðjunnar Irma vegna þess að tannkremið inniheldur Triklosan, að því er fram kemur í norrænum fjöl- miðlum. Efnið Triklosan er á lista ESB yfir skaðleg efni en Colgate fyrirtækið hefur lýst því yfir að ekki standi til að fjarlægja efnið úr tannkreminu. Því dró Irma tann- kremið úr sölu. Leitt hefur verið að því getum að Triklosan geti m.a. átt þátt í því að gera bakteríur ónæmar fyrir sýklalyfjum. Triklos- Morgunblaðið/Jim Smart Triklosan er að finna í fleiri tannkremstegundum og þá helst þeim sem hafa orðið Total í nafninu.  NEYTENDUR Colgate Total úr hillum danskra verslana SÆNSK rannsókn bendir til þess að mikið notuð blóðþrýstingslyf hafi minni áhrif en áður var talið og vís- indamennirnir mæla með því að notk- un þeirra verði smám saman hætt. Í Svenska Dagbladet er rætt við Lars Hjalmar Lindholm, prófessor við Há- skólasjúkrahúsið í Umeå, sem er einn af þeim sem standa að rannsókninni. Grein um hana birtist í vísinda- tímaritinu The Lancet. Boðskapur þeirra er að svokallaðir betablokkerar, þ.e. ákveðinn flokkur blóðþrýstingslyfja sem fyrst komu á markað fyrir þrjátíu árum, hafi nú sinnt sínu hlutverki og þá beri að taka af markaði. Ástæðan er að sögn vís- indamannanna að áhrif lyfjanna eru verri en annarra og geti m.a.s. haft í för með sér meiri hættu á hjartaáfalli. Þeir vilja meina að fólk sem þjáist að- eins af of háum blóðþrýstingi en hafi ekki aðra kvilla samhliða, ætti ekki að fá betablokkera. „Áhrif betablokkera eru sem sagt miklu minni en við héldum, segir Lindholm. Talið hefur verið að lyfin minnkuðu líkur á áfalli um 38% eða meira en rannsóknin bendir til þess að talan sé aðeins um 19%. Þessi lyf eru í flestum tilvikum efst á lista lækna yfir lyf til að vinna gegn of háum blóðþrýstingi. Meðal lyfja í þessum flokki eru Tenormin, Ateno- lol og Seloken. Niðurstöðurnar eru settar fram eftir söfnun og greiningu á gögnum úr tuttugu rannsóknum á áhrifum þessara lyfja þar sem þau eru annað hvort borin saman við lyfleysu eða önnur blóðþrýstingslyf. Síðarnefndu rannsóknirnar hafa verið gerðar til þess að kanna áhrif nýrri lyfja og því voru eldri lyfin ekki skoðuð sem skyldi en það er gert með þessari rannsókn. „Við getum slegið því föstu að góð áhrif af nýrri og dýrari blóð- þrýstingslyfjum, má a.m.k. að hluta útskýra með því að betablokkerar virka verr en við héldum,“ segir Lind- holm í SvD.  HEILSA Blóðþrýst- ingslyfin ekki eins góð og haldið var Reykjavíkurborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.