Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RANNVEIG Guðmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, mælti í
gær fyrir tillögu til þingsályktunar
um að ríkisstjórninni verði falið að
endurskoða fyrirkomulag við skipun
ráðuneytisstjóra og annarra emb-
ættismanna Stjórnarráðsins í því
skyni að skilja pólitísk störf frá fag-
lega skipuðum embættismönnum
Stjórnarráðsins.
Í greinargerð tillögunnar er m.a.
bent á að í fyrsta bindi sögu Stjórn-
arráðs Íslands komi fram að á Ís-
landi hafi skilin milli embættis-
manna og stjórnmálamanna verið
óljós allt frá stofnun Stjórnarráðs-
ins. „Ýmsar heimildir styðja þá full-
yrðingu að á þeim hundrað árum
sem Stjórnarráðið hefur starfið hafi
ekki tekist að skilja pólitískar skip-
anir frá faglegum,“ segir í grein-
argerðinni.
„Með setningu núgildandi laga nr.
73/1969, um Stjórnarráð Íslands, var
heimilað að ráðherra gæti kvatt
mann utan ráðuneytis sér til að-
stoðar enda hverfi hann úr starfi um
leið og ráðherra. Með þessari heim-
ild skapaðist forsenda til að styrkja
pólitíska forystu ráðuneytanna.
Ekki eru þó vísbendingar um að
þetta fyrirkomulag hafi dregið úr af-
skiptum ráðherra af skipunum ráðu-
neytisstjóra og annarra embættis-
manna Stjórnarráðsins,“ segir
ennfremur í greinargerðinni.
Í lok greinargerðarinnar er því
m.a. lagt til að það verði metið, með
hliðsjón af fyrirkomulagi í ná-
grannaríkjunum, hvernig best sé að
standa að faglegum skipunum emb-
ættismanna ráðuneytanna.
Pólitísk störf verði
skilin frá faglega skipuðum
embættismönnum
Þingfundur Alþingis hefst kl. 13.30
í dag. Verður þá umræða utan dag-
skrár um stöðu útflutningsgreina.
Kl. 15.30 verður utandagskrár-
umræða um Reykjavíkurflugvöll.
Auk þess verða fyrirspurnir til ráð-
herra.
LÖGMAÐUR 365-prentmiðla og
Kára Jónassonar, ritstjóra Frétta-
blaðsins, hefur krafist þess fyrir
dómi að fellt verði úr gildi lögbann á
birtingu tölvupósta Jónínu Bene-
diktsdóttur og að Kári verði sýkn-
aður af refsikröfu sem Jónína gerði á
hendur honum. Krafan byggist m.a.
á því að fréttaflutningur Frétta-
blaðsins hafi verið fyllilega eðlilegur
og að afrit af tölvupósti Jónínu hafi
ekki verið einkagögn þegar þau bár-
ust blaðinu.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í greinargerð sem lögmaður-
inn, Jón Magnússon hrl., lagði fram í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Þess er krafist að lögbanninu verði
hrundið að öllu leyti og að 365-prent-
miðlum verði heimilað að birta áfram
fréttir og umfjöllun um þau atriði
sem þegar hafa birst í Fréttablaðinu
og að gögnin sem sýslumaður tók í
sína vörslu verði afhent.
Það sé aðalatriði í málinu hvort
Fréttablaðið hafi farið út fyrir þær
hverjir standi að aðför gegn öðrum
borgurum í þjóðfélaginu er ekki
meingerð gagnvart þeim sem stend-
ur að slíku athæfi,“ segir í greinar-
gerðinni.
Ekki einkagögn
Önnur ástæða sem lögmaður 365-
prentmiðla og ritstjóra Fréttablaðs-
ins byggir á er að þau gögn sem vís-
að var til í Fréttablaðinu hafi ekki
verið einkagögn Jónínu þegar þau
bárust blaðinu. Um sé að ræða gögn
sem auðvelt sé að prenta út og fjöl-
falda auk þess sem hægt sé að senda
þau á fjölmarga aðila í einu.
Að mati lögmannsins eiga ákvæði í
almennum hegningarlögum um bann
við að hnýsast í eða skýra frá einka-
málum fólks, ekki við enda sé í tölvu-
póstinum ekki fjallað um einkamál-
efni. Þá hafi Fréttablaðið hvorki
brotið gegn friðhelgi einkalífs eins
og það sé skilgreint í stjórnarskránni
né eigi ákvæði fjarskiptalaga við um
þetta mál. Hið sama gildi um lög um
persónuvernd.
Farið var fram á að málinu verði
flýtt sem kostur er.
skorður sem settar séu við tjáning-
arfrelsinu í stjórnarskrá. Það hafi
blaðið ekki gert og í stjórnarskránni
séu engar heimildir sem réttlætt geti
lögbannið.
Birting eðlileg
Í greinargerðinni segir að það sé
rangt að Fréttablaðið hafi hagað
birtingu úr einkagögnum á þann veg
að samhengi hlutanna hafi verið fært
úr skorðum eða lagt út af efni þeirra
á villandi hátt. Þá hafi fréttaflutn-
ingur blaðsins verið mikilvægur m.a.
vegna þess að í umræddum gögnum
kæmi fram hvernig Jónína og nokkr-
ir aðrir þekktir einstaklingar í þjóð-
félaginu hefðu borið saman bækur
sínar og lagt á ráðin um að einstak-
lingur, Jón Gerald Sullenberger,
kæmi fram kæru á hendur forráða-
mönnum Baugs, eins stærsta fyrir-
tækis landsins.
Á öðrum stað í greinargerðinni
segir að aðili eins og Jónína geti ekki
búist við að þagað verði yfir slíku at-
hæfi þegar upp kemst eða litið á slík-
ar aðgerðir sem einkamálefni við-
komandi. „Það að skýra frá því
Greinargerð 365-prentmiðla og ritstjóra Fréttablaðsins lögð fram í héraðsdómi
Krefjast þess að lög-
bannið verði fellt úr gildi
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í Morgunblaðinu í gær misrituðust
ummæli Sivjar Friðleifsdóttur, þing-
manns Framsóknarflokksins, í um-
ræðum á Alþingi. Hið rétta er að hún
sagði: „Framsóknarmenn eru sein-
þreyttir til vandræða og við reynum
að sýna samstöðu með samstarfs-
flokknum í viðkvæmum málum þótt
okkur finnist það ekki alltaf jafn auð-
velt.“ Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Leiðrétting
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp um að stjórnvöld-
um verði skylt að veita almenningi
aðgang að upplýsingum um um-
hverfismál. Í frumvarpinu eru þó
settar ákveðnar takmarkanir á þá
upplýsingaskyldu. Hún nær t.d.
ekki til upplýsinga sem sérstök
lagaákvæði um þagnarskyldu taka
til.
Samkvæmt frumvarpinu verður
heimilt að bera synjun stjórnvalds
um aðgang að upplýsingum undir
úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
Í athugasemdum við frumvarpið
segir að frumvarpið sé samið í þeim
tilgangi að uppfylla skyldur íslenska
ríkisins vegna EES-samningsins. „Í
alþjóðlegum umhverfisrétti hefur
aukin áhersla verið á það lögð að al-
menningur hljóti fræðslu um um-
hverfismál og hafi aðgang að upp-
lýsingum um umhverfismál sl.
áratugi,“ segir í athugasemdum
frumvarpsins.
Frumvarpið er á sumum sviðum
víðtækara en upplýsingalögin. Til
dæmis taka ákvæði frumvarpsins
ekki bara til upplýsinga í gögnum
mála eins og upplýsingalögin heldur
einnig til upplýsinga um umhverf-
ismál í skrám og gagnagrunnum.
Aðgangur
að upp-
lýsingum
Sigríður Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra.
FRAM kom í máli Halldórs Ás-
grímssonar forsætisráðherra á Al-
þingi í gær að ekki stæði til að falla
frá áformum um skattalækkanir rík-
isstjórnarinnar, þrátt fyrir ábend-
ingar í þá veru í skýrslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Hann sagði að
meginþungi skattalækkananna yrði
á árinu 2007 þegar stóriðjufram-
kvæmdir yrðu að mestu gengnar yf-
ir. „Þetta eru mjög mikilvægar
skattalækkanir sem auka kaupmátt
ráðstöfunartekna á næsta og þar-
næsta ári,“ sagði hann.
Halldór var þarna að svara fyr-
irspurn Steingríms J. Sigfússonar,
formanns Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs. Steingrímur sagði
að í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins væri lagt til að áformum
um skattalækkanir yrði slegið á
frest. Sérfræðingar sjóðsins teldu að
skattalækkanirnar myndu auka á of-
hitun hagkerfisins.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði að ríkisstjórnin fengi
mikið hrós í skýrslunni m.a. fyrir tök
sín á efnahags- og fjármálum. Í
skýrslunni væru þó gerðar athuga-
semdir við áform um skattalækkan-
ir. Hann sagði að í forsendunum fyr-
ir þeirri niðurstöðu væri gert ráð
fyrir mun minna aðhaldi á þessu ári
en raunin yrði. „Það er gert ráð fyrir
því að afgangur af ríkissjóði á þessu
ári verði 1,4% á landsframleiðslu í
staðinn fyrir 2,8%,“ sagði hann.
Skattalækk-
anir standa
LAGT var til að settar verði reglur
til þess að vernda Elliðaárnar fyrir
ágangi manna á fundi borg-
arstjórnar í gær, og var samþykkt
samhljóða tillaga þess efnis að um-
hverfisráð Reykjavíkurborgar beiti
sér fyrir því að reglurnar verði sett-
ar.
„Það er ljóst að það er vaxandi
ásókn í að nota Elliðaárnar sem leik-
völl af ýmsu tagi fyrir bæði íþrótta-
og útivistarfólk. Það er vaxandi um-
ferð hestamanna, hundamanna og
hjólamanna, og ýmissa sem vilja
skipuleggja uppákomur í Elliðaár-
dalnum með Elliðaárnar sem vett-
vang fyrir starfsemi sína,“ sagði
Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlista og formaður sam-
ráðshóps um Elliðaárnar, þegar
hann kynnti afrakstur starfs hópsins
á fundi borgarstjórnar í gær.
„Ég tel að það sé rétt að umhverf-
isráð beiti sér fyrir því að skil-
greindar verði ákveðnar umgengn-
isreglur sem eigi að sjá til þess að
ánauð manna við árnar aukist ekki.
[...] Við teljum að það eigi að virða
árnar á þeim forsendum sem þær
renna og hafa runnið um borg-
arlandið, en séu ekki eins og hvert
annað baðkar eða leikvöllur fyrir alls
konar starfsemi sem ófyrirsjáanlegt
er hvernig getur orðið á næstu ár-
um, en við sjáum fyrir okkur að
ásókn í slíkt muni aukast mjög.“
Léleg hrygning
ofarlega í ánum
Meðal annars sem hópurinn lagði
til var að skilgreind verði eðlileg
vatnshæð Elliðavatns, sem sé í raun
miðlunarlón fyrir árnar. Með því að
halda yfirborðinu stöðugu mætti
varðveita hrygningarstaði bleikj-
unnar við fjöruborðið. Einnig þurfi
að halda flæði í báðum kvíslum ár-
innar stöðugu til að m.a. tryggja við-
gang seiða, sagði Stefán.
Hrygning laxastofnsins ofarlega í
ánum hefur ekki gengið eins vel und-
anfarin ár eins og áður þekktist, og
sagði Stefán Jón enga eina skýringu
á því. Hugsanlegt sé að eftir
kýlaveikiáfallið fyrir um áratug hafi
laxi í ánni fækkað svo mikið að ekki
sé tilefni til þess fyrir þá laxa sem
eftir eru að fara ofarlega í árnar til
að hrygna.
Hins vegar sagði Stefán Jón að
hrygning hafi gengið vel í neðri hluta
Elliðaáa, á svæði virkjunarinnar, og
þakkaði hann það einkum því að árn-
ar fengju ekki að þorna upp lengur.
Undanfarin tvö sumur hafi verið
gerðar tilraunir með að flytja laxa
upp árnar til þess að auka líkur á
hrygningu þar, og virðast þær að-
gerðir bera einhvern árangur.
Aðeins 1 af 32 aðgerðum
framkvæmd
Guðlaugur Þ. Þórðarson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, minnti á
fundi borgarstjórnar á að á síðasta
kjörtímabili hafi borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks flutt tillögu um að
Elliðaárnar og umhverfi þeirra yrði
skoðað nákvæmlega. Fulltrúar
Reykjavíkurlista hafi tekið vel í það,
en víkkað starfið út til að ná yfir öll
vatnasvið borgarinnar þar sem væri
lax- eða silungsveiði.
Í framhaldi af því hafi verið sam-
þykkt stefnumörkun og aðgerð-
aráætlun, þar sem nefndar hafi verið
ákveðnar dagsetningar fyrir alls 32
aðgerðir sem grípa átti til. Guð-
laugur sagði að þegar síðast hafi ver-
ið spurst fyrir um stöðu aðgerð-
aráætlunarinnar, í ágúst árið 2004,
hafi einungis ein af 32 aðgerðum ver-
ið framkvæmd að fullu.
Umhverfisráð mun beita sér fyrir því að Reykja-
víkurborg setji reglur um umgengni við Elliðaár
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Vernda þarf Elliðaárnar fyrir ágangi almennings, sem fyrirsjáanlegt er að aukist verulega á næstu árum, segir
Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður samráðshóps um Elliðaárnar.
„Vaxandi ásókn í að nota
Elliðaárnar sem leikvöll“
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is