Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 31 MINNINGAR „Hún Dísa frænka er dáin.“ Fréttin kom ekki á óvart þegar Óli sagði mér að Brandur hennar Dísu hefði hringt og sagt að nú væri þessu lokið hjá henni. Veikindin undan- farna mánuði voru þess eðlis að hún vissi hvert þau myndu leiða hana og hún var besti stuðningsmaður ætt- ingja sinna sem fylgdust sorgmædd- ir með framvindunni. Þótt við værum samsýslungar við Dísa, þá kynntist ég henni ekki fyrr en ég fór að venja komur mínar í Álf- heimana, fyrir bráðum 20 árum. Það var eins og Dísa og Steini ættu smá- hlut í sambandi okkar Óla því hjá þeim gisti hann helgina þegar úti- ballið var í Lóni, þar sem við hitt- umst fyrst. Eftir þennan fyrsta fund leið nokkur tími þar til við fundum hvort annað í höfuðborginni, en þeg- ar við náðum saman leið ekki á löngu þar til Óli vildi bjóða mér heim til sín. Ég hafði satt best að segja ekki vanist því að ungir herrar hefðu áhuga á að kynna nýja kærustu fyrir foreldrum sínum svo að segja á fyrsta stefnumóti, en lét þó fljótlega til leiðast og var strax boðin velkom- in í hús hjá Öllu og Óla og eftir það varð ekki kvíðvænlegt að koma þangað, enda urðu þær heimsóknir sjálfsagður og nauðsynlegur hluti af tilverunni. Og ekki nóg með það, ég áttaði mig líka fljótt á því að þau hjón áttu bæði stóran og samheldinn frænd- garð, sem maður kynntist smám saman eftir því sem árin liðu. Dísa var einn af máttarstólpunum í þess- ✝ Vigdís Guð-brandsdóttir fæddist á Heydalsá í Strandasýslu 24. maí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn miðvikudag- inn 21. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarkirkju 1. október. um frændgarði, systir Öllu, tengdamóður minnar. Við Óli höfum gegn- um árin oft notið gest- risni Dísu og Steina. Fyrst á Reyðará, en síðar í Bugðuleirunni eða í Karlsbrekku. Alltaf var manni tekið með kostum og kynj- um; veisluborði og góðum samverustund- um. Einu sinni tóku þau að sér að kenna Óla að spila vist. Þá gistum við hjá þeim í Karlsbrekku og langt fram eftir nóttu spiluðum við vist og hlógum mikið saman. Síð- asta heimsóknin í Karlsbrekku var í júní síðastliðnum. Þá var Dísa búin að leggja á borð og baka pönnukökur og allskyns kræsingar. Hún settist upp í sófa eftir kaffið og sagðist nú bara vera orðin svo löt að hún yrði að hvíla sig. Þá sagðist hún líka vera orðin uppgefin á að þrífa og Steini væri nú farinn að gera það venju- lega. Og ekki orð um það meir, engar kvartanir. En stuttu síðar fór hún á bráðamóttökuna og fékk þá niður- stöðu að hún væri komin með ólækn- andi krabbamein. Það hvernig Dísa tókst á við veikindi sín má vera okk- ur öllum til fyrirmyndar. Hún hélt áfram að njóta samvista við fólkið sitt eftir því sem heilsan leyfði. Þremur vikum fyrir andlátið var hún viðstödd brúðkaup í fjölskyldunni og var sjálfri sér lík þegar hún hnippti í þjóninn í brúðkaupsveislunni og spurði hvernig þetta væri með tón- listina … á ekkert að syngja hér? Leið þá ekki á löngu þar til söng- urinn var kominn í fullan gang og Dísa tók þátt í honum af lífi og sál. Nú syngur Dísa á öðrum sviðum og gerir það örugglega jafn vandlega og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur. Við Óli og börnin þökkum fyrir samveruna og sendum samúð- arkveðjur til Steina, Brandar, Geirs og Gunnars og þeirra fjölskyldna. Jónína Sigurgeirsdóttir. VIGDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR Hann hringdi stund- um hann Óli á Stað, frændi minn og vinur okkar. Alltaf voru sömu upphafsorðin: „Sæl frænka.“ Við vorum svo sem ekki mikið skyld, fjórmenningar, bæði ættuð frá Stokkseyri. Við vorum eiginlega meira andlega skyld. Við höfðum sem sé sama áhugamál; ís- lensku sauðkindina. Reyndar henti það stundum þegar þeir Stakkavík- urfeðgar voru nýbyrjaðir í útgerðinni að Óli fór út í svakalegar umræður um sjósókn og fiskirí. Þá varð ég al- veg klumsa, en gat yfirleitt beint um- ræðunni út í sauðfjárrækt. Óli var ekki með hálfkák í neinu, annaðhvort var hann með kindur eða ekki og þá auðvitað á fullu í kynbótum og sauð- fjársæðingum. Einhverju sinni á að- ventunni var hann sem oftar að hvetja mig til þess að láta sæða. Ég sagðist ekkert nenna því, það gengi alltaf svo fjandi mikið upp. „Hvað heldurðu að þú þurfir að láta sæða á ÓLAFUR KETILS GAMALÍELSSON ✝ Ólafur KetilsGamalíelsson fæddist í Reykjavík 14. desember 1935. Hann lést á heimili sínu 21. september síðastliðinn og var úför hans gerð frá Grindavíkurkirkju 1. október. hverju ári,“ sagði ég, „með fullt af góðum sæðingshrútum.“ „Frænka,“ sagði hann, „þetta er mitt hobbí, ég fer ekki í golf, ekki í laxveiði, ekki til sólar- landa eða annað svo- leiðis.“ Mér finnst svona eftir á að hyggja að það hafi verið ein hans mesta ánægja í seinni tíð að fá hrútaskrána frá Sæðingastöðinni í hendurnar. Þá kom hann í heimsókn, afhenti okkur auka- skrá sem hann hafði fengið og brosti breitt. Undir það síðasta voru tröpp- urnar í Vík honum of erfiðar og lét hann þá barnabarn sitt færa okkur blaðið. Okkur var farið að finnast þetta kærkomin sending því fátt gleð- ur augað meira en mynd af fallegum hrúti, nema ef vera kynni mynd af flottum stóðhesti. Og viti menn, við létum sæða í fyrra og þetta er bara skrambi gaman. Áður fyrr þegar Óli var upp á sitt besta komst hann stundum á flug þegar hann talaði um kindurnar sín- ar, til dæmis þessa hyrndu, baugóttu í Geitahlíðinni, hana Svört sína, að ógleymdri þeirri með hamarsmark- inu sem stökk út úr fjárhúsinu með hurðarkarminn utan um sig. Þá datt mér oft í hug Bjartur í Sumarhúsum og séraguðmundarkynið. Þegar við vorum bæði búin að lesa síðasta hrútablað upp til agna sl. vetur sagði Óli við mig: „Frænka, ég verð víst sjötugur eftir ár. Það eina sem mig langar að fá í afmælisgjöf er stór lit- mynd af mér þar sem ég held í annað hornið á fallegum heimaræktuðum sæðingslambhrút.“ Óli sagði við mig að áliðnu sumri, var þá að fara í lækn- isskoðun: „Ef ég fæ slæman dóm þá sker ég allar rollurnar.“ „Hvaða rugl er þetta?“ sagði ég, „þú hefur nú gaman af að eiga svona fimm til tíu kindur.“ „Nei,“ sagði hann, „þær fara allar ef ég get ekkert sinnt þeim framar.“ Svo nokkru seinna hringdi hann, þá var aðeins mildara hljóð í honum. Hann sagði að sig langaði mest að eiga bara fjóra til fimm sauði. Hann hringdi daginn sem hann dó, u.þ.b. klukkutíma áður, og sagði að sér liði ekki vel. Óli var ekki vanur að kvarta þrátt fyrir að hann fengi ríf- legan skammt af þrautum og þján- ingum. Ég er viss um að Óli frændi hefði ekki viljað enda inni á stofnun, rúmliggjandi og ósjálfbjarga, eins duglegur og atorkumikill og hann var. Við munum sakna Óla á Stað, hann var góðmenni og glaðsinna. Það var margra áratuga vinskapur og sam- vinna um sauðfé á milli bæjanna Staðar og Víkur, þeir Óli og Gaui mestu mátar og ræddu oft saman. Ekki kæmi mér á óvart að Óli myndi fljótlega fara að huga að sauðfjár- ræktinni í himnaríki. Við færum fjölskyldu hans og ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Óla á Stað. Viktoría og Guðjón, Vík. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Ástkær kona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR frá Krókvöllum, Garði, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. október kl. 14.00. Fyrir hönd sona, foreldra, systra og annarra vandamanna, Þórarinn Þórarinsson. Minningarathöfn verður haldin um ástkæran son, föður og bróður, BJARNA ÞÓRI ÞÓRÐARSON, síðast til heimilis í Thysted, Jótlandi, Danmörku, sem lést miðvikudaginn 5. október, í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. október kl. 13.00. Þórður Vilhjálmsson, Ægir Máni Bjarnason, Álfrún Auður Bjarnadóttir, Ísak Logi Bjarnason, Þórdís Þórðardóttir, Ægir Þórðarson, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Inga Hildur Þórðardóttir. Þökkum samúð og vinarkveðjur við andlát og útför ÓSKAR SNORRADÓTTUR frá Hlíðarenda í Vestmannaeyjum. Umönnun og hjartagæsku starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja var við brugðið öll þessi ár. Ólafía Ásmundsdóttir, Páll Ingólfsson, Snorri Hafsteinsson, Jónína Ketilsdóttir og fjölskyldur. Ástkær systir okkar, INGVELDUR JÓNATANSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Laufvangi 8, Hafnarfirði, sunnudaginn 16. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Jónatansdóttir, Ingibjörg Jónatansdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 17. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Örn Ingólfsson, Anna Ingólfsdóttir, Guðmundur Ingólfsson og fjölskyldur. HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR ✝ Hólmfríður Ein-arsdóttir fædd- ist á Bjarmalandi í Hörðudal 2. maí 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. sept- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þorsteins Einarssonar og Guðbjargar Snorra- dóttur. Bræður Hólmfríðar eru Snorri, bifreiða- stjóri í Reykjavík, og Þorsteinn, látinn. Eiginmaður Hólmfríðar er Magnús Kristins- son bifreiðastjóri. Hann er sonur hjónanna Kristins Sigurvinssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur frá Svarfhóli í Miklaholtshreppi. Hólmfríður vann við bú for- eldra sinna, en á vetrum við önnur störf þar til að hún tók við búinu um 1960. Útför Hólmfríðar var gerð frá Fossvogskirkju 5. október. Það var mikil gæfa fyrir ungan dreng að vera sendur í sveit til hennar Fríðu á Bjarmalandi en þar bjó hún ásamt Magn- úsi frænda mínum. Ég fann það fljótt að ég var á heimili þar sem félagskapur hennar hafði mikið aðdrátt- arafl. Hún var hlýleg í viðmóti og fann ávallt verkefni við hæfi og ef vel tókst til var hún fljót að verðlauna vel unnið verk. Ég fann líka til ábyrgðar á þeim störfum sem að mér voru rétt, þar dugði ekkert hálfkák. Mað- ur átti líka að vera góður við dýrin og fara vel að málleysingjunum, því þeir svara ekki fyrir sig, eins og hún orðaði það. Það var ekkert betra en að koma inn í bæ og njóta þeirra veitinga sem hún töfraði fram á nokkrum mínútum eftir að komið var inn því hún sinnti jafnt úti- sem innistörfum. Það var enginn svangur á hennar heimili, dagurinn hófst með morgunmat og lauk fimm mál- tíðum síðar á mjólkurglasi og köku- sneið áður en farið var að sofa. Henni þótti líka vænt um að heyra börnin mín kalla hana ömmu í sveit- inni, eftir að ég eignaðist mína fjöl- skyldu sá ég að þeim þótti jafnvænt um hana og mér. Það er margt sem fer í gegnum huga minn þegar kom- ið er að kveðjustund en fyrst og fremst þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar. Megi minningin góða um þig lifa með okkur alla ævi. Hvíldu í guðs friði elsku besta Fríða, við vitum að þú vakir yfir okkur sem eftir lifum. Arnar, Hafdís og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.