Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jpv.is ÞETTA ER BÓKIN SEM UNGA FÓLKIÐ ER AÐ TALA UM Meira en tvær milljónir eintaka seldar í 37 löndum. Kvikmynd eftir sögunni væntanleg í júní 2006. „Hæfileikaríkur höfundur, frábært verk.” The New York Times „Christopher Paolini spinnur töfravef og kemur fram sem þroskaður höfundur í þessari fyrstu bók sinni.” People Metsölubók um allan heim, skrifuð af 15 ára dreng! „Eitt óvenjulegasta verk ársins“ The Observer RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að skipa starfshóp til að yfirfara hvort rétt sé að end- urskoða verklagsreglur um útboð og sölu ríkisfyrirtækja í ljósi reynslunnar og eftir atvikum hvort rétt sé að lögfesta þýðing- armestu reglurnar í þeim efnum. Umboðsmanni Alþingis hefur jafnframt verið tilkynnt um þetta, en hann óskaði í fyrra mánuði eftir upplýsingum um framtíð- arfyrirkomulag varðandi sölu ríkiseigna í framhaldi af því að hann taldi ekki ástæðu til að skoða hæfi forsætisráðherra vegna sölu Búnaðarbanka Íslands, en þingflokkar stjórnarandstöðuflokkanna höfðu beint til hans erindi þess efnis. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytis og skal hafa samráð við fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu hvað þetta varðar. Í bréfinu til umboðsmanns kemur jafn- framt fram að tæp tíu ár séu liðin frá því núgildandi verklagsreglur voru settar og nú sé ráðrúm til endurskoðunar þar sem far- sællega sé lokið umfangsmikilli einkavæð- ingu Landsíma Íslands hf. og ekki hafi verið teknar ákvarðanir um frekari sölu ríkis- eigna. Bent er á að lagaumhverfi stjórnsýsl- unnar hafi mikið breyst á ofangreindu tíma- bili með setningu upplýsingalaga 1996, laga um fjárreiður ríkisins 1997 og laga um op- inber innkaup 2001. „Forsætisráðuneytið telur að við fyrr- nefnda endurskoðun verklagsreglnanna sé rétt að meta einnig hvort gera beri stöðu þeirra aðila sem koma að sölu ríkiseigna, þ.m.t. nefnda, embættismanna, ráðgjafa, sérfræðinga og umsýsluaðila, skýrari og hvort taka þurfi betur fram með hvaða hætti reglur stjórnsýsluréttarins eigi við um störf þeirra,“ segir orðrétt í bréfinu til umboðs- manns. Fram kemur einnig að við upplýsingagjöf af hálfu þeirra sem komið hafi að undirbún- ingi og töku ákvarðana á grundvelli verk- lagsreglnanna hafi verið fylgt meginreglum stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga. Stjórnsýslurétturinn gildi „Komið hefur fyrir að einstakir aðilar sem ætlað var að koma að söluferlinu hafi ekki tekið þátt í einstökum sölumálum af þeim sökum. Hæfi aðila með vísan til stjórn- sýslulaga og reglna stjórnsýsluréttarins hef- ur því komið til umfjöllunar innan fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu af ýmsum tilefnum. Af hálfu nefndarinnar hef- ur þess verið gætt, svo sem kostur hefur verið á, að allir sem að málum koma væru hæfir til þátttöku í meðferð mála samkvæmt grunnreglum stjórnsýsluréttar. Í störfum framkvæmdanefndar um einkavæðingu hef- ur verið gengið út frá því að almennar regl- ur stjórnsýsluréttarins gildi eins og þær birtast í II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993,“ segir einnig. Jafnframt segir að forsætisráðuneytið telji að einnig sé rétt að meta hvort ástæða sé til að útfæra nánar hinar almennu reglur stjórnsýsluréttarins á þessu sviði. Verklagsreglur um sölu ríkiseigna endurskoðaðar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Nær 10 ár eru liðin síðan núgildandi regl- ur voru teknar upp ÁKVÖRÐUN borgaryfirvalda um að heimila móttökuanddyri og bílastæðakjallara við Skaftahlíð 24, þangað sem starfsemi 365 – miðla mun flytjast, var mótmælt í ályktun sem fundur íbúa í Hlíða- hverfi samþykkti í gærkvöldi. Fundurinn fór fram í sal Ísaks- skóla og var vel sóttur. Hilmar Sigurðsson, einn íbúa í hverfinu, skipulagði fundinn og kom fram í máli hans að óánægja væri með fyrirsjáanlega aukn- ingu á umferð í hverfinu sem mun hljótast af því að fjölmiðla- samsteypa flytjist þangað með alla sína starfsemi. Hilmar rakti feril málsins og rifjaði upp að alls hefðu 112 íbúar í hverfinu mót- mælt ákvörðuninni auk þess sem borgaryfirvöldum bárust tólf at- hugasemdir frá íbúum og hús- félögum á svæðinu. Hann sagði lítið mark hafa verið tekið á and- mælum íbúanna, sem meðal ann- ars komu fram á grenndarkynn- ingu. Hilmar benti á að nýtnihlutfallið á lóðinni væri komið upp í 1,47 sem væri á við það sem gerist á þjónustusvæð- um. Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir, lögfræðingur íbúa á svæð- inu, sagði að húsnæðið að Skafta- hlíð 24 væri á íbúasvæði samkvæmt skilgreindu að- alskipulagi. Á slíku svæði mætti einungis vera íbúabyggð eða svo- kölluð nærþjónusta, s.s verslun. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, sagði það hafa leg- ið ljóst fyrir í málinu að starf- semi 365 – miðla myndi flytjast í Skaftahlíð 24 með tilheyrandi umferð. Um það hvaða starfsemi færi fram í einstökum byggingum hafi borgaryfirvöld ekkert að segja og í stöðunni hafi því verið að annaðhvort veita leyfi fyrir móttökuanddyri og fá þá í leið- inni 70 bílastæði í kjallara undir húsið eða að synja beiðninni og bíða og sjá hvaða önnur starfsemi kæmi í húsið. Því hafi verið ákveðið að veita leyfið, til þess að fjölga bílastæðum á svæðinu. Ákvörðunin um að veita leyfið fyrir byggingunum sem slíkum hafi ekki verið til umfjöllunar nú, hún hafi verið tekin fyrir þremur áratugum og ekki væri hægt að afturkalla þau leyfi. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagðist ekki hafa kynnst öðrum eins vinnu- brögðum og benti á að rétt hefði verið að skoða umferðarmál í hverfinu heildstætt áður en þessi ákvörðun hefði verið tekin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stækkun við Skaftahlíð 24 mótmælt á fjölmennum íbúafundi Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is JÓN Þórisson hefur verið ráðinn til Sam- son-samstæðunnar og mun þar sinna sér- verkefnum í tengslum við fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum, jafnt innlendum sem er- lendum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samson. Jón er fyrr- verandi aðstoðarforstjóri Íslandsbanka og gegndi því starfi þar til fyrr á þessu ári en síðan þá hef- ur hann unnið við rekstrarráðgjöf og verið í fleiri verkefnum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að það væri ánægjulegt fyrir sig að vera kom- inn í hóp Samson-manna og fá tækifæri til að vinna að þeim fjölmörgu spennandi og krefjandi verkefnum sem þar bíða. „Ég á nú frekar von á því að reynsla mín og þekk- ing muni nýtast vel á þeim vettvangi. Eins og allir vita á Samson fjölbreytta hagsmuni í íslenskum og erlendum fjármálafyrirtækj- um og það er mjög ánægjulegt að fá tæki- færi til að nýta þekkingu sína þar,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki geta farið nánar út í þau verkefni sem hans bíða. „En mér finnst þetta vera spennandi vettvang- ur,“ sagði Jón. Jón Þórisson til Samson Jón Þórisson ÍSLAND er það land heimsins þar sem minnst spilling þrífst innan stjórn- kerfisins að mati stofnunarinnar Transparency International, sem birti árlega skýrslu sína í gær. Ísland hefur lengi verið í 2. sæti á þessum lista á eft- ir Finnlandi en á síðasta ári var Ísland í 3.–4. sæti ásamt Danmörku. Alls er lagt mat á 159 ríki í skýrslu stofnunar- innar, sem telur spilltustu ríki heims vera Tsjad og Bangladesh. Á skalanum 1–10 þar sem 10 táknar enga opinbera spillingu fær Ísland 9,7 í einkunn, Finnland og Nýja-Sjáland fá 9,6, Danmörk 9,5, Singapúr 9,4, Sví- þjóð 9,2, Sviss 9,1, Noregur 8,9, Ástr- alía 8,8, Austurríki 8,7, Holland og Bretland 8,6, Lúxemborg 8,5, Kanada 8,4 og Hong Kong. Minnst spilling á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.