Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Samvera eldri borgara fimmtudaginn 20. október kl. 15.00 Gestur samverunnar er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur við Akureyrarkirkju. Hildur Tryggvadóttir sópran syngur við undirleik Hjartar Steinbergssonar. Kaffiveitingar og helgistund að venju. Allir velkomnir. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA ræða efni fyrirlestra og hópstjórar munu safna saman gögnum og skila til undirbúningshóps ráð- stefnunnar. Niðurstöður hópanna verða síðan að sögn bæjaryfirvalda notaðar til að styrkja enn frekar og efla Reykjanesbæ sem fjöl- skylduvænt sveitarfélag. Boðið verður upp á barnagæslu og munu Solla stirða og Halla hrekkjusvín úr Latabæ koma og skemmta börnunum, en skemmti- atriði þeirra hefst kl. 10.10. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hvetja alla bæjarbúa til að taka þátt og eiga saman fróðlegan og skemmtilegan morgun í Holta- skóla. ar og Inga Þórsdóttir, prófessor. Á sama tíma verður fjallað um eldri fjölskyldur og verða fyrirles- arar þar Jón Eyjólfur Jónsson, öldrunarlæknir, Berglind Magnús- dóttir, öldrunarsálfræðingur og Margrét Margeirsdóttir, formaður eldri borgara í Reykjavík. Í þriðja lagi verður fjallað um fjölskyldur með stálpuð börn og verða fyrirlesarar Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri Íþróttaaka- demíunnar, Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur og dr. Sigrún Júl- íusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Umræður verða í lok hvers hluta þar sem ráðstefnugestir Reykjanesbær | „Fjölskyldan í Reykjanesbæ“ er heiti ráðstefnu sem haldin verður í Holtaskóla í Reykjanesbæ laugardaginn 22. október n.k. milli kl. 10 og 13. Á ráðstefnunni verður fjallað um málefni fjölskyldunnar og leitað verður leiða til að skapa fjöl- skylduvænna samfélag. Ráðstefn- unni verður skipt í þrjá hluta. Í fyrsta lagi verður fjallað um fjöl- skyldur sem eru með ung börn þ.e.a.s. frá fæðingu til framhalds- skóla og verða fyrirlesarar í þeim hluta þau Konráð Lúðvíksson, lækningaforstjóri HSS, Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæj- Fjölskylduráðstefna í Holtaskóla AKUREYRI SUÐURNES MIKIL eftirspurn er eftir íbúðar- húsnæði á Akureyri og hefur íbúð- arverð hækkað jafnt og þétt það sem af er ári. Sævar Jónatansson fasteignasali sagði að eftirspurn væri mun meiri en framboð, jafnt á nýjum sem notuðum íbúðum og þannig hefði ástandið verið til nokkuð langs tíma. Hann sagði að það hefðu orðið miklar verðhækk- anir undanfarna mánuði, framboð á íbúðarhúsnæði væri enn lítið en þó væri erfitt að spá í hvert fram- haldið verður. „Hækkunin er orð- in það mikil og spurningin því hvort markaðurinn fari eitthvað að róast.“ Mesta fjörið í nýbyggingum er í Naustahverfi en þar eru fjölmarg- ir byggingaverktakar að byggja eða hefja byggingu hundraða íbúða. Magnús Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Fjölnis ehf., sagði að eftirspurn eftir nýjum íbúðum væri mikil, bæði frá einstaklingum og aðilum sem hefðu áhuga á að kaupa fleiri en eina íbúð. Hann sagði að margir hefðu trú á því að íbúðarverð ætti eftir að hækka enn frekar og að menn litu því á íbúðarkaup sem vænlegan fjár- festingarkost. Magnús sagði að verð á notuðum íbúðum væri jafn- vel enn hærra en á nýjum íbúðum og að það helgaðist ekki síst af því hversu eftirspurnin er mikil. Fjölnir er að byggja yfir 20 íbúðir í Naustahverfi og á lóð undir 6 íbúðir til viðbótar í 3. áfanga hverfisins. Sami aðili keypt hátt í 70 íbúðir Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Hyrnu ehf., sagði að fyrir- tækið hefði selt 33 íbúðir í Nausta- hverfi til eins og sama aðila og að sá aðili hefði jafnframt gert bind- andi kauptilboð í 33 íbúðir til við- bótar í hverfinu. Örn vildi þó ekki upplýsa hver þessi kaupandi er. „Mér hefur gengið vel að selja þær íbúðir sem við byggjum. Við eigum lóðir undir 200 íbúðir til við- bótar í Naustahverfi og ætlum að byggja þær á næstu 3–4 árum,“ sagði Örn en um er að ræða íbúðir í par- og raðhúsum og fjölbýlis- húsum. Hann sagði að raðhús á einni hæð væru alltaf vinsælust, einnig litlar íbúðir í fjölbýli. Vegna þessarar miklu þenslu í byggingaiðnaðinum er mikil eftir- spurn eftir smiðum í bænum. „Mig vantar tíu smiði í vinnu og þú mátt alveg láta það koma skýrt fram,“ sagði Örn. Pólskir starfsmenn í vinnu Tvö fyrirtæki á svæðinu hafa ráðið til sín erlenda starfsmenn í gegnum íslenska starfsmanna- leigu og er það nýlunda í grein- inni, að sögn Guðmundar Ómars Guðmundssonar, formanns Fé- lags byggingamanna Eyjafirði. „Þetta er nýtt hér og áður óþekkt vandamál, á meðan ekki er vitað hvort þessir erlendu starfsmenn fá greitt samkvæmt kjarasamn- ingum. Ég veit um 7–8 pólska starfsmenn sem hafa verið hér í fáar vikur og eru notaðir sem smiðir af tveimur fyrirtækjum á svæðinu. Starfsmannaleigan hef- ur ekki upplýst okkur um kaup og kjör þessara manna þótt eftir því hafi verið leitað,“ sagði Guðmund- ar Ómar. Hann sagði að áfram yrði unnið að málinu í samstarfi við ASÍ. Verð íbúðarhúsnæðis á Akureyri hefur hækkað jafnt og þétt á árinu Enn mikil eftirspurn Morgunblaðið/Kristján Byggingaframkvæmdir Það er mikið um að vera í Naustahverfi en þar er verið að byggja hundruð íbúða. Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is UPPSELT er á allar sýningar Leik- félags Akureyrar á Fullkomnu brúð- kaupi eftir Robin Howdon en verkið verður frumsýnt annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Bætt var við aukasýningu vegna þessa mikla áhuga og gengur miðasala með ólíkindum vel. Sömu sögu er að segja varðandi söng- leikinn Piaf sem sýndur verður í Sam- komuhúsinu á næstunni, 10., 11. og 12. nóvember. Fljótt seldust allir miðar upp og var bætt við aukasýningu. Þá komust færri að en vildu á Belg- íska Kongó en verkið var sýnt fyrr í haust. Kortasalan stefnir í að verða jafn- mikil eða jafnvel meiri en metsalan á síðastliðnu leikári, en þá sjöfaldaðist kortasala milli ára. Á liðnu leikári voru rúmlega 900 áskriftarkort seld. Mikill leikhúsáhugi Uppselt á allar sýningar Konur í framboð | Á fundi jafnréttis- og fjöl- skyldunefndar voru ræddar hugmyndir um hvatningu til stjórnmálaflokka og framboða um að gæta að kynjahlutfalli á framboðs- listum. Nefndin samþykkti jafnframt að skora á konur á Akureyri að gefa kost á sér á fram- boðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar vorið 2006 sem og í nefndir og ráð að loknum kosn- ingum. Með því móti geta konur haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru og tekið þátt í mótun bæjarfélagsins.Jafnréttis- og fjöl- skyldunefnd hvetur stjórnmálaflokka og vænt- anleg framboð til bæjarstjórnarkosninga á Ak- ureyri vorið 2006 til þess að skipa á framboðslista jafnt hlutfall kvenna og karla. Nefndin minnir á ákvæði Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en þar segir m.a. „Í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skulu, þar sem því verð- ur við komið, sitja sem næst jafnmargar konur og karlar.“ Slíkt markmið næst ekki nema kynjahlutfall á framboðslistum sé jafnt og tryggt að bæði konur og karlar komist að, seg- ir ennfremur í bókun nefndarinnar. LANDSMÓT æskulýðsfélaga kirkj- unnar var haldið á Akureyri um helgina. Það voru Glerárkirkja og Síðuskóli sem voru gestgjafar mótsins að þessu sinni. Á mótinu, sem haldið er árlega, hittast unglingar úr æsku- lýðsfélögum kirkjunnar víðs vegar af landinu. Að þessu sinni voru þátttak- endur rúmlega 320 talsins, á aldrinum 14–17 ára og frá 22 kirkjum. Aðeins einu sinni áður hafa þátttakendur ver- ið fleiri en 320 en það var árið 1997. Fjölbreytt dagskrá var í gangi frá föstudagskvöldi og fram á sunnudag en yfirskrift mótsins þetta árið var; ,,Í örmum Guðs“. Mótið þótti takast mjög vel en því lauk með guðsþjónustu í Glerárkirkju á sunnudag. Fjölmennt landsmót æskulýðsfélaga Morgunblaðið/Kristján Landsmót Á fjórða hundrað ungmenna, víðs vegar af landinu, tók þátt í landsmóti æskulýðsfélaga. Ók gegn rauðu ljósi | Héraðsdómur Norð- urlands eystra hefur dæmt konu í 30 daga skil- orðsbundið fangelsi til tveggja ára, en hún var ákærð fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og um- ferðarlagabrot. Þá var hún svipt ökurétti í tvo mánuði og gert að greiða sakarkostnað, rúm- lega 150 þúsund krónur, auk málsvarnarlauna verjanda síns. Konan ók bifreið sinni yfir gatnamót Þór- unnarstrætis og Hrafnagilsstrætis að morgni dags í janúar síðastliðnum á móti rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hún lenti á dreng sem var á gangbraut á leið yfir götuna. Hann hlaut ýmsa áverka. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi þekkt vel til á umræddum stað, ekið um gatnamótin á leið til vinnu í árabil. Álagstími var í umferðinni er óhappið varð og skyggni slæmt og því vítavert að aka gegn rauðu ljósi, segir í dómnum. Konan á engan sakaferil að baki. Kristinn Halldórsson kvað upp dóminn. Til varnar var Árni Pálsson hrl. en Eyþór Þor- bergsson sýslumannsfulltrúi sótti málið.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.