Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 36
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
VARÚÐ
HUNDUR
ÞARNA VAR GREINILEGA VÆGT
TIL ORÐA TEKIÐ
LEGGÐU ÞAÐ HÉRNA. VIÐ
ÆTLUM AÐ BÚA
TIL LUKT ÚR ÞVÍ
FYRST TEIKNUM VIÐ Á
ÞAÐ ANDLIT
RÉTTU
MÉR STÓRA
SKEIÐ,
HOBBES
HVAÐ
MEÐ
DEYFILYF?
ÁÐUR EN ÚTSKURÐUR
GETUR HAFIST, ÞÁ
ÞURFUM VIÐ AÐ SKAFA
INNAN ÚR ÞVÍ
HERRA GRASKER! ÞAÐ ER
KOMINN TÍMI FYRIR
HEILAUPPSKURÐ
ÉG OG AÐSTOÐARMAÐUR
MINN ERUM HÉR TIL AÐ
BRJÓTA Á BAK AFTUR ÖLL
SKATTSVIK Í LANDINU
TIL HVERS
ÞARFTU ÞENNAN
AÐSTOÐARMANN?
HANN SÉR UM
AÐ BRJÓTA Á
BAK AFTUR
ÉG KEM RÉTT
BRÁÐUM. ÉG
ÆTLA BARA AÐ
FÁ MÉR SMÁ
LÖGG FYRIR
HÁTTINN
AKRAFJALL OG
SKARÐSHEIÐI, EINS
OG FJÓLUBLÁIR
DRAUMAR...
KLUKKAN ER ORÐIN
MARGT. EIGUM VIÐ EKKI
AÐ FARA AÐ KOMA OKKUR
Í HÁTTINN?
VEISTU HVAÐ? SIGGA Í BÓKAKLÚBBNUM
MÍNUM ER AÐ REYNA AÐ
STELA BARNAPÍUNNI OKKAR
Í
ALVÖRU?
ER
HÚN EKKI
VINKONA
ÞÍN?
ÉG HÉLT ÞAÐ,
EN SVO VIRÐIST
EKKI VERA
SAGT ER AÐ ALLT SÉ LEYFI-
LEGT Í ÁSTUM, STRÍÐUM OG
BARNAPÖSSUN
ÞAÐ
ER
EKKI
RÉTT!
ÞÚ BJARG-
AÐIR MÉR
ÞAÐ ER MITT STARF,
AÐ BJARGA FÓLKI
BÍDDU
SVO HÉR
EFTIR
LÖGGUNUM
ÉG ÆTTI
ALLAVEGA AÐ
VERA ÖRUGGUR Í
FANGELSINU
ÉG SKULDA
ÞÉR GREIÐA.
ÉG SKAL
SEGJA ÞÉR
HVAR UGLAN
HELDUR SIG
LÁT
HEYRA!
Dagbók
Í dag er miðvikudagur 19. október, 292. dagur ársins 2005
Eplauppskeran er íhámarki bæði í
löndunum í kringum
okkur og einnig í
Bandaríkjunum þar
sem Víkverji var á ferð
nýlega.
Í matvöruverslunum
þar voru eplin sér-
merkt sem ný upp-
skera og hægt að for-
vitnast um bragð og
uppruna með því að
lesa á skilti þar sem
ávextirnir voru.
Víkverji hefur ótal
sinnum pirrast á því að
geta ekki séð uppruna-
land vörunnar á skilti í matvörubúð-
inni þar sem hann verslar og hann vill
einnig geta lesið sér til um bragðgæði
vörunnar. Ímyndið ykkur hversu frá-
bært það væri líka ef hjá eplunum
stæði að þau væru splunkuný, tekin
upp fyrir nokkrum dögum í Hollandi
eða Frakklandi eða í Bandaríkjunum.
Víkverji skilur bara alls ekki hvað
það er sem hamlar verslunarkeðjum
frá því að gera þetta.
Víkverji hefur áður hælt banda-
rískum matvörubúðum og hvetur nú
bara alla sem til Bandaríkjanna fara
á næstunni til að kíkja í matvörubúðir
á við Kowalskis, Byerlys eða Whole
foods og upplifa sjálfir hvernig það er
að fara og kaupa inn í
alvöru matvörubúð þar
sem natni er í fyr-
irrúmi, hvort sem það
er úrval, gæði matvöru
eða þjónusta.
x x x
Og meira um mat-vöruverslanir. Það
er nefnilega ein mat-
vöruverslun í Reykja-
vík sem er í uppáhaldi
hjá Víkverja þótt ekki
sé hún stór í sniðum.
Yfirburðakostir þess-
arar verslunar komu
einmitt í ljós um dag-
inn. Þá vantaði Víkverja svokallað
Jello með jarðarberjabragði sem
hann ætlaði að nota í kökubakstur
þann daginn. Hann fór í Bónus, Hag-
kaup, Nóatún og aðra Hagkaupsbúð
því að í þeirri fyrri hafði Jello verið til
með appelsínubragði en ekki jarð-
arberjabragði. En allt kom fyrir ekki,
Víkverji fann hvergi vöruna. Þá
ákvað hann að gera sér ferð í Mela-
búðina og viti menn. Þar fékkst Jello
með ýmsum bragðtegundum og líka
með jarðarberjabragði.
Það er svo merkilegt að þar er úr-
valið með ágætum miðað við það sem
gengur og gerist á Íslandi en búðin
en samt sem áður ekki stór.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Tónlist | Svavar Knútur Kristinsson, sigurvegari Trúbadorakeppni Rásar 2
2005 og söngvari hljómsveitarinnar Hrauns, mun í kvöld leika „dapra og
sorgmædda“ tónlist á Café Rosenberg við Lækjargötu. „Markmiðið er að
skapa góða skammdegisþunglyndisstemmningu og bæta þannig líðan gesta
með því að setja skammdegið í rétt samhengi, því þegar út er gengið er heim-
urinn fegurri og dásamlegri fyrir vikið,“ segir Svavar. Þá inniheldur frum-
samið efni Svavars ætíð einhvern boðskap um von og bjartsýni, þrátt fyrir
sorgarslikjuna sem liggur yfir öllu.
„Skemmtunin“ hefst kl. 22 og biður Svavar gesti um að taka með sér
dramatíska leikmuni ef þeir vilja, s.s. þunglynd málverk, innbundið heild-
arsafn ritverka Sören Kierkegaard eða finnskar jólasögur.
Morgunblaðið/Ásdís
Skammdegistónar
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem
ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jh. 17,5.)