Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skuldabréf
á morgun
A
U
G
LY
SI
N
G
A
ST
O
FA
SK
A
PA
R
A
N
S
1. Inngangserindi
Dr. Björn Karlsson, brunamálastjóri.
2. Dæmi um áhættugreiningu og áhættumat
Gestur Pétursson, Inpro.
3. Áhættumat og viðbragðsáætlanir
Helgi Jensson, Umhverfisstofnun.
4. Dæmi um hollustu og öryggi á vinnustöðum
Inghildur Einarsdóttir, Vinnueftirlitinu.
5. Umræður og fyrirspurnir
ER ALLT Á HREINU
Í ÞÍNU FYRIRTÆKI?
F U N D U R U M
Á H Æ T T U G R E I N I N G U O G Á H Æ T T U M A T :
- UM AUKNAR KRÖFUR, FRAMKVÆMD OG TÆKIFÆRI
SAMTÖKUM ATVINNULÍFSINS
BORGARTÚNI 35, 6. HÆÐ
26. OKTÓBER 2005, KL. 8:30-10:30
Skráning á sa@sa.is og í síma 591 00 00
DAG S K RÁ
Fyrsta flokks
fjármögnunar-
kostur
FINNUR Árnason, forstjóri Haga,
sendi í gær frá sér fréttatilkynn-
ingu í tilefni ummæla Guðmundar
Ólafssonar, lektors í hagfræði, í
fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Til-
kynning forstjóra Haga og með-
fylgjandi línurit um þróun vísitölu
matvöru og fatnaðar fer hér á eftir:
„1. Ummæli Guðmundar eru
ómakleg og órökstudd. Líta verður
á ummælin sem vangaveltur Guð-
mundar, en um leið róg gegn ís-
lenskum framleiðendum og ís-
lenskri verslun.
2. Fyrirtæki Haga bjóða lægsta
vöruverð á Íslandi í flestum þeim
vöruflokkum sem fyrirtækin selja.
Þar með talið matvöru og fatnaði.
3. Bónus hefur í 16 ár boðið
lægsta vöruverð í matvöru á Ís-
landi og gerir enn. Hagkaup hefur
boðið lægsta vöruverð á Íslandi í
mörgum öðrum vöruflokkum.
4. Bæði Hagkaup og Bónus hafa
verið talin vinna íslenskum heim-
ilum meira gagn en margir, sem
gefa sig út fyrir að sinna eingöngu
störfum í almannaþágu.
5. Hlutur matvöru í ráðstöfunar-
tekjum heimilanna hefur lækkað
svo um munar frá stofnun Bónuss
og vegur nú um 15% af heildar-
útgjöldum heimila.
6. Álagning verslana á matvöru-
markaði hefur lækkað undanfarið
ár vegna samkeppni á markaði.
7. Álagning í matvöruverslun á
Íslandi er ekki hærri en álagning
matvöruverslana í nágrannalöndum
okkar. Álagning verslunar er eini
mælikvarðinn sem er raunhæfur,
til þess að meta frammistöðu versl-
unar hvað varðar verðlagningu í al-
þjóðlegu samhengi.
8. Hagkvæmni í rekstri og gæði
íslenskrar matvöruverslunar stenst
allan alþjóðlegan samanburð.
9. Fáar, ef nokkur önnur at-
vinnugrein en matvara, er undir
jafnmiklu eftirliti opinberra aðila,
samtaka launþega, neytendasam-
taka, fjölmiðla og neytenda, hvað
varðar verðlagningu.
10. Lækkun tolla og vörugjalda á
grænmeti fyrir nokkrum misserum
skilaði sér til neytenda og engin
ástæða er til að fullyrða að frekari
lækkun opinberra gjalda á mat-
vöru, hvort sem um tolla, vörugjöld
eða virðisaukaskatt er að ræða,
skili sér ekki til neytenda.
11. Tollar, vörugjöld, tæknilegar
hindranir og almenn skattlagning á
matvöru er í mörgum tilfellum
óheyrileg. Stjórnvöld hafa algjör-
lega í hendi sér, ef þau vilja lækka
verðlag á matvöru á Íslandi. Eðli-
legast væri að þau sýndu það í
verki.
12. Aðgangur að matvörumark-
aði er opinn öllum og krefst ekki
mikillar fjárfestingar miðað við
aðrar atvinnugreinar. Á höfuðborg-
arsvæðinu starfa nokkrir tugir lög-
aðila á matvörumarkaði.
13. Þróun verðlags á matvöru
undanfarin ár sýnir, svo ekki verð-
ur um villst, að verðlag þar hefur
hækkað mun minna, en t.a.m. vísi-
tala neysluverðs, sbr. meðfylgjandi
mynd.
14. Stór hluti vara, sem neyt-
endur skilgreina sem matvöru, ber
24,5% virðisaukaskatt, en ekki
14%, dæmi um það er kex og app-
elsínusafi. Umræða um lækkun á
virðisaukaskatti á matvöru úr 14%
á því eingöngu við um hluta þeirrar
vöru sem almennir neytendur skil-
greina sem matvöru.
15. Ég hvet alla hlutaðeigandi
aðila til þess að skoða einstaka
þætti í verðlagsþróun, sérstaklega
þá þætti sem mynda vísitölu
neysluverðs, og bera saman við
vísitölu matar og drykkjarvöru. Sá
samanburður mun sýna ótvírætt að
almenn umræða um matvöruversl-
un á Íslandi byggir ekki á stað-
reyndum.
16. Gera má ráð fyrir að vel inn-
an við 5% af beinum vörukaupum
matvöruverslunar á Íslandi sé
tengd bandarískum dollar. Ástæð-
an er m.a. tæknilegar hindranir
stjórnvalda, vörugjöld og tollar,
sem gera það að verkum að Íslend-
ingar geta ekki nýtt sér þá hag-
kvæmni sem gæti falist í auknum
innflutningi frá Bandaríkjunum. Í
Bandaríkjunum eru stærstu og
hagkvæmustu verksmiðjur verald-
ar í matvöru.
17. Á milli 60 og 70% af inn-
kaupum matvöruverslunar á Ís-
landi er tengdur íslenskri krónu,
þar sem varan er framleidd á Ís-
landi. Vegna haftastefnu stjórn-
valda og skattlagningar í formi
tolla og vörugjalda á ýmsan inn-
flutning, á íslensk matvöruverslun
enga valkosti í þessu efni.
18. Beinn innflutningur matvöru-
verslana á Íslandi er innan við 15%
af heildarinnkaupum. Matvöru-
verslunin getur því eingöngu skilað
þeim gengisávinningi sem þau inn-
kaup skapa.
Af framangreindu er ljóst að
lækkun opinberra gjalda af mat-
vöru, hvort sem um niðurfellingu
tolla, vörugjalda eða virðisauka-
skatts er að ræða, þá mun sú lækk-
un koma íslenskum neytendum til
góða.“
Forstjóri Haga
mótmælir ummælum
lektors í hagfræði
!"
'
,-! ), "+
(
*.//0 "1*.//2
#$%$&&'& GUÐMUNDUR Ólafsson lektor í
hagfræði við Háskóla Íslands sagði
í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að
ólíklegt væri að lækkun á mat-
arskatti skili sér í vasa neytenda.
Líklegra væri að verslanir og heild-
salar hækki álagningu sem skatta-
lækkuninni nemur. Allsherj-
arskattalækkanir skili sér mun
betur til almennings.
„Við búum við frjálsa verslun og
kaupmenn eru ekkert skyldugir til
þess að lækka verð þó að þessi
skattur væri eitthvað lækkaður,
samanber það til dæmis að nú hefur
innkaupsverð á vörum lækkað
vegna hærra gengis en vöruverðið
hefur jafnvel hækkað,“ sagði Guð-
mundur.
Hann sagði í fréttaviðtalinu að
við þær aðstæður sem nú ríkja sé
mjög ólíklegt að lækkun virð-
isaukaskatts af matvælum myndi
skila sér í miklum mæli til neyt-
enda. „Ég gæti trúað að það væri
kannski 20%. 80% myndu fara til
framleiðenda og seljenda og ef
maður gerir ráð fyrir að Baugur sé
til dæmis með 30% meðalálagningu,
þá myndi þetta þýða 500 til 600
milljóna styrk til verslunarkeðj-
unnar,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði einnig að þetta væri
einhver dýrasta aðferð sem til er til
að koma peningum aftur til fátæks
fólks. „Það eru kannski 100 til 200
milljónir sem myndu rata til fátæk-
linga en það kostar ríkið fjóra millj-
arða, þannig að þetta er ekki skyn-
samleg leið til að dreifa peningum
til fátæklinga, ef að það var hug-
myndin.“
Ummæli Guðmundar
Ólafssonar á Stöð 2
Ólíklegt að
lækkun mat-
arskatts skili
sér í vasa
neytenda