Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 16
Reykjarfjörður | Á haustdög- um er freistandi að heimsækja Hornstrandir og sleppa burt frá amstri hins daglega lífs, burt frá áreiti gemsa og tölvu- pósta. Líney Sigurðardóttir, fréttaritari Morgunblaðsins, fór ásamt fjölskyldu sinni í ljúfa ferð um Hornstrandirnar á dögunum og naut veðurblíðu, friðsældar og náttúrufegurðar. Á sandkassa við hús í Reykj- arfirði er neglt stórt hvalbein og á því situr ætíð ein kría. Segist „heimafólk“ visst um að hér sé alltaf um að ræða sömu kríuna. Lítill snáði sem var með í för var farinn að líta út um gluggann áður en hann fór út til að gá hvort einhver væri á „kríuvaktinni“ og ef svo var leit hann á afa sinn áhyggju- fullur og sagði: „O–ó, kía á beini“ og þorði ekki í kassann nema með afa sínum. Krían virtist þó hin spakasta þar sem hún sat. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir „O – ó, kía á beini“ Spök Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hansaverslun fagnað | Hafnfirðingar geta kæst næstu helgi, en Hansadagar verða haldnir í Hafnarfirði dagana 21.–23. október í tilefni þess að bærinn fékk nýverið inn- göngu í Hansasamtökin, Städtebund Die Hanse, enda Hansakaupmenn ráðandi í Firðinum á 16. öld. Markmiðið með dögunum er að efla versl- un og þjónustu í Hafnarfirði, kynna sögu Hansakaupmannanna og efla tengsl við Þýskaland. Fyrirtæki og ferðaþjónustuað- ilar taka virkan þátt í að skapa þýska stemn- ingu í bænum og verður dagskrá fjölbreytt. Meðal þess sem gestir Hansahátíðar geta gert sér til dægrastyttingar verður að skoða Þýskubílinn, sem kynnir HM í knattspyrnu í Þýskalandi árið 2006. Þá verður Hansa- borgasýning á göngustíg við Fjarðargötu þar sem saga Hansaborga verður rakin um leið og sérstök áhersla er lögð á Hansabæinn Hafnarfjörð. Þýskt þema verður á bókasafn- inu og auk þess verður sýning á ljósmyndum Bernt Schlüsselburg frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar, í kaffistofu Hafnarborgar. Þá verður októberfest á Fjörukránni. Menningarsinnaðir Hafnfirðingar geta einnig mætt á fyrirlestra í Byggðasafni Hafnarfjarðar í Pakkhúsinu að Vesturgötu 8, en þar mun dr. Gísli Gunnarsson, prófess- or í sagnfræði, fjalla um Hafnarfjörð, Ham- borg og Hansasambandið á 16. öld og Guð- mundur Mar Magnússon bruggmeistari mun segja frá fornum þýskum ölgerð- arhefðum og ölneyslu á Íslandi fyrr á öldum. Frekar má fræðast um Hansadagana á vef Hafnarfjarðar, www.hafnarfjordur.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Atvinnuhúsnæði | Nú er hafin gerð nýrrar götu fyrir atvinnustarfsemi á Laug- um. Gert er ráð fyrir fjórum lóðum við göt- una fyrir atvinnuhúsnæði. Nú þegar hefur Iðnbær ehf. tryggt sér fyrstu lóðina og mun félagið byggja 400 m² atvinnuhúsnæði. Húsið skiptist í þrjú jöfn bil og er á hverju þeirra sérstakur inngangur og háar inn- keyrsludyr. Það er Jón Ingi Björnsson, Jóngi, verktaki sem sér um gatnagerðina í samstarfi við Jarðverk. Lóðirnar eru stað- settar í alfaraleið, við þjóðveg 1. Frá þessu er sagt á vef Þingeyjarsveitar. Nýtt hús | Verið er að reisa nýtt 720 fer- metra stálgrindarhús fyrir Samgöngu- minjasafnið á Ystafelli í Kaldakinn. Stór- hugur ríkir á safninu enda er nýja húsið umtalsvert stærra en það sem fyrir er og hýsir marga dýrgripi. H. Hauksson flytur húsið inn. Sverrir Ingólfsson safnstjóri fagnar góðviðri undanfarna daga á heima- síðu safnsins, ystafell.is, enda kærkomið tækifæri núna til þess að standa í bygging- arframkvæmdum. Patreksfjörður | Skólasund hófst á mánudag í nýju sundlauginni í Íþróttamiðstöðinni Brattahlíð, en það voru börn í fyrsta bekk Grunn- skólans sem stungu sér þar til sunds í indælis blíðviðri haustsins. Þetta kemur fram á fréttavef Tíðis, www.patreksfjordur.is. Brynjar Þór Þorsteinsson íþrótta- kennari kveðst ánægður með að- stöðuna og sagði í samtali við frétta- mann Tíðis að kennsla í lauginni væri draumur þar sem sundlaugin nýja væri töluvert öruggari og tær- ari en sú gamla. Í gær var hafist handa við að leggja parket á íþróttasalinn. Guðmundur Baldursson, nýr umsjónarmaður Íþróttamiðstöðvarinnar sagði í sam- tali við fréttamann að vænta mætti þess að sundlaugin verði opnuð almenningi í nóv- ember og íþróttahúsið í desember. Laugin, sem er tilbúin til notkunar, er 113 cm á dýpt í grynnri endanum og 160 cm í þeim dýpri. Þá eru við hana tveir heitir pottar. Spriklað Yngstu börnin sprikluðu kát í tærri og fallegri nýrri sundlaug Patreksfirðinga. Fyrstu bekkingar vígja nýja sundlaug D avíð Hjálmar Har- aldsson yrkir á Akureyri: Stangar hrútur. Stingur mý. Stálma baular kýrin. Krækir rottu köttur í. Kæfir Rauðku mýrin. Syngur fuglinn. Súrnar mjólk. Selur dauður morknar. Þorskur syndir. Fitnar fólk. Flot í kæli storknar. Hani veit í haugnum orm. Hundar éta ruður. Brakar rúm með brotinn gorm. Bráðum skrepp ég suður. Umsjónarmaður girnt- ist vísurnar, bað um birt- ingu hjá þessum alkunna hlaupara og vísa fylgdi: Aftur vinnur afrek glæst er með rjóðar kinnar Davíð Hjálmar hleypur næst til höfuðborgarinnar. Davíð Hjálmar svaraði að bragði: Legg af stað með þrek og þor þegar nálgast vetur en kannske verður komið vor er kem ég suður, Pétur. Af hlaupara pebl@mbl.is Ísafjörður | Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að veitt verði hálfri milljón króna til kaupa á sneið- myndatæki til Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Var þetta ákveðið á fundi ráðsins í gær. Þetta kemur fram á fréttavef Bæj- arins besta, www.bb.is. Bæjarins besta skýrir enn fremur frá því að hópur áhugamanna hafi staðið fyrir söfnun svo hægt verði að kaupa sneið- myndatæki til sjúkrahússins og hafi nú safnast hálf fjórða milljón króna, að því gefnu að bæjarstjórn samþykki tilmæli bæjarráðs. Tækið kostar tæpar 11 millj- ónir og er talið að það muni auka öryggi og hagræði vestfirskra sjúklinga til muna. Bæjarráð styrkir kaup á sneiðmyndatæki       Styrkja kaup á flygli | Stjórn Verka- lýðsfélags Húsavíkur hefur samþykkt að styrkja kaup á flygli í Þorgeirskirkju um kr. 100.000,-. Áætlaður kostnaður er um 1,5 milljónir. Kirkjan hefur notið mikilla vinsælda sem hljómlistarhús enda hljóm- burður þar afar góður en gott píanó hefur vantað segir á vef félagsins. Söfnun stend- ur nú yfir vegna kaupa á nýjum flygli í kirkjuna. Þorgeirskirkja gegnir lykilhlutverki í þingeyskum sagnagarði. Hún er fyrsta ís- lenska „vegkirkjan“ sem felur í sér að hún er opin gestum og gangandi yfir sum- artímann, þar tekur „staðarhaldari“ á móti fólki, fræðir það og leiðbeinir Laugarvatn | Grunnskóli Bláskóga- byggðar á Laugarvatni hefur staðið sig vel í umhverfisvernd og umhverf- ismennt og hefur því hlotið umhverf- isviðurkenninguna Grænfánann. Að sögn Tryggva Felixsonar, fram- kvæmdastjóra Landverndar, er að- staða skólanna að Laugarvatni fyrir útikennslu og náttúrufræðslu frá náttúrunnar hendi afar góð. Þá hefur verið útbúin einstök aðstaða fyrir náttúrufræðikennslu í gróðurhúsi skammt frá. „Starfið á þessu sviði er afar fjölbreytt og finnst tæplega ann- að sambærilegt á Íslandi,“ segir Tryggvi m.a. og bætir við að grunn- skólinn hafi tekið upp samstarf við KHÍ um útikennslu og verið sé að skipuleggja rjóður við vatnið fyrir úti- kennsluaðstöðu, en þar muni Græn- fáninn blakta til vitnis um góða við- leitni og árangur. „Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og um- hverfisstefnu í skólum,“ segir Tryggvi. „Fánann fá skólar í kjölfar þess að hafa leyst fjölþætt verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um um- hverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau efla þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla.“ Tryggvi seg- ir reynsluna í Evrópu jafnframt sýna að skólar sem taka þátt í verkefninu geti sparað talsvert í rekstri. Fáninn er veittur til tveggja ára í senn. Að baki Grænfánanum stendur Sjálfseignarstofnun sem heitir Foundation for Environmental Education (FEE) og var stofnuð árið 1981. Landvernd á aðild að FEE og hefur umsjón með Grænfánanum á Íslandi. Verkefnið nýtur stuðnings bæði menntamálaráðuneytis og um- hverfisráðuneytis. Sífellt fleiri skólar á Íslandi leggja áherslu á umhverfismennt og um- hverfisvernd í samstarfi við Græn- fánaverkefni Landverndar. Frekari upplýsingar um Grænfán- ann er að finna á heimasíðu Land- verndar, www.landvernd.is/graenfan- inn. Grænfáni í Bláskógabyggð ♦♦♦ ♦♦♦ Vesturland | Nemendum við framhalds- skólana á Vesturlandi fjölgaði um 141 á milli ára. Á síðasta skólaári voru 749 nem- endur við framhaldsskólana á Vesturlandi en árið þar á undan voru þeir 608. Þarna leikur tilkoma Fjölbrautaskóla Snæfell- inga stórt hlutverk, en á síðasta skólaári voru nemendur þar 132 talsins. Þá hækkar hlutfall þeirra sem búa og stunda nám í landshlutanum. Á síðasta skólaári var það 52,4% og hafði aukist úr 44,5%. Svo virðist því sem tilkoma Fjölbrauta- skólans á Snæfellsnesi hafi aukið nokkuð hlutfall þeirra nema sem búa á Vesturlandi og kjósa að stunda nám sitt þar því Fjöl- brautaskóli Vesturlands hefur ekki misst sína hlutdeild í nemendum úr landshlut- anum. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is. Þá kemur ennfremur fram að háskóla- nemum á Vesturlandi hefur fjölgað um 67% frá árinu 2001. Þannig fjölgaði nem- endum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri úr 100 í 166, en á Bifröst úr 254 í 590. Hefur háskólanemendum búsettum á Vesturlandi fjölgað um 122% frá 1997. Framhaldsskóla- nemum fjölgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.