Morgunblaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 27
UMRÆÐAN
SAMTÖK um betri byggð, eins
konar þverpólitísk neytendasamtök
á sviði borgarskipulags, kynntu
starf sitt í sl. mánuði í
Listasafni Reykjavíkur
í boði borgaryfirvalda.
Þar var m.a. kynntur
samanburður flugvall-
arvalkosta, sem vakti
athygli fundargesta.
Þessum samanburði er
nú komið á framfæri
við almenning.
Bornir eru saman
fjórir valkostir fyrir
nýjan innanlands-
flugvöll: A. Miðdals-
heiði, B. Hvassahraun,
C. Keflavík og D.
Löngusker.
Kostnaður
Kostnaður án landverðs er sá
sami fyrir nýja velli. Líklega eru þó
aðstæður á Miðdalsheiði hagstæðari
en í Hvassahrauni og kostnaður við
Löngusker ofmetinn um 10% því
fullgerð landfylling er nánast tilbúin
undir malbik. Kostnaður við innan-
landsflugstöð og flughlöð í Keflavík
var metinn á um 4 milljarða króna
árið 2002.
Flugfjarlægð
Flugfjarlægð frá landsbyggð
styttist um 15 km á flugvöll á Mið-
dalsheiði, er óbreytt í Hvassahrauni
en lengist um 30 km á Keflavík-
urflugvöll. Munur á Miðdalsheiði og
Keflavík jafngildir 6–8 mínútna
flugtíma.
Núvirtur aksturskostnaður
Miðað við akstur að miðborg
Reykjavíkur er niðurstaðan sú sama
fyrir Hvassahraun og Miðdalsheiði.
Keflavík kemur verr út og staðan
versnar enn ef erlendum ferða-
mönnum fjölgar eins
og spáð er.
Nýtingarhlutfall
Í ljós hefur komið
að loka þyrfti flugvelli
í Hvassahrauni í allt
að 4 daga á ári um-
fram völl í Vatnsmýri
vegna sviptivinda.
Flugvellir á Miðdals-
heiði, á Lönguskerjum
og í Keflavík eru tald-
ir jafngóðir og völlur í
Vatnsmýri varðandi
sviptivinda.
Andstaða landsbyggðar
Andstaða landsbyggðar við flutn-
ing innanlandsflugs til Keflavíkur er
mikil og andstaða við flutning í
Hvassahraun virðist vera meiri en á
Miðdalsheiði, í beinu hlutfalli við
lengd flugtíma.
Andstaða
nágrannasveitarfélaga
Andstaða er á Seltjarnarnesi, í
Kópavogi, Bessastaðahreppi og
Garðabæ gegn flugvelli á Löngu-
skerjum, en líklega fagna Sunnlend-
ingar flugvelli á Miðdalsheiði.
Áhrif á byggð
Flugvöllur á Miðdalsheiði hefur
ekki áhrif á byggð í fyrirsjáanlegri
framtíð. Áhrif flugvallar í Hvassa-
hrauni á byggð í Hafnarfirði eru
fyrirsjáanleg og áhrif af flugvelli á
Lönguskerjum verða strax mikil og
vaxandi.
Stækkun í millilandaflugvöll
Flugvöll á Miðdalsheiði má
stækka í millilandaflugvöll þegar og
ef hagkvæmt telst að sameina allt
flug á einum stað. Hagkvæmt verð-
ur að flytja millilandaflug nær höf-
uðborgarsvæðinu ef erlendum
ferðamönnum fjölgar líkt og spáð
er.
Samrekstur innan-
og millilandaflugvalla
Lítill sparnaður næst með sam-
rekstri innan- og millilandaflugs á
einum flugvelli. Rekstur í Reykjavík
kostar um 200 milljónir króna á ári
og í Keflavík um 1.000 milljónir.
Sparnaður gæti numið allt að helm-
ingi rekstrarkostnaðar Reykjavík-
urflugvallar.
Fórnarkostnaður vegna fram-
kvæmda og pólitískra ákvarðana
myndast við það að í Vatnsmýri
liggja a.m.k. 200 milljarðar króna
ónýttir. Miðað við 6% vexti af
bundnu fé glatast einn milljarður
króna á mánuði. Útreiknuð tímatöf í
mánuðum vegna pólitískrar and-
stöðu er summa úr línum 5 og 6
margfölduð með 3 því miðað er við
að það taki samfélagið 3 mánuði að
yfirvinna hverja einingu pólitískrar
andstöðu. Útreiknuð tímatöf vegna
undirbúnings, hönnunar, útboðs og
framkvæmda byggist á reynslu og
skýrir sig sjálf.
Samanburður
flugvallarvalkosta
Örn Sigurðsson ber saman
kosti og galla flugvallarstæða
fyrir innanlandsflug
Örn Sigurðsson ’Bornir eru saman fjór-ir valkostir fyrir nýjan
innanlandsflugvöll.‘
Höfundur er arkitekt.
Samanburður á flugvallarvalkostum á höfuðborgarsvæðinu
A Miðdalsheiði B Hvassahraun C Keflavík D Löngusker
1. Kostnaður v. flugvöll, flugstöð ofl. ca. 10 milljarðar ca. 10 milljarðar ca. 4 milljarðar
ca.10 milljarðar
Landfylling
(ca. 6-8 mi.)
2. Flugfjarlægð til landsbyggðar X + 15 km X km X + 30 km X km
3. Núvirtur aksturskostnaður í miðborg ca. 6 milljarðar ca. 6 milljarðar ca. 12 milljarðar ca. 1 milljarður
4. Nýtingarhlutfall lokunardagar m.v: Vatnsmýri 0 dagar 4 dagar 0 dagar 0 dagar
5. Pólitísk andstaða landsbyggðar á skala 1–10 2 4 9 1
6. Pólitísk andstaða í nágrannasveitarfél. á skala 1–10 1 3 0 9
7. Áhrif á núverandi og framtíðarbyggð á skala 1–10 1 3 1 9
8. Stækkun í millilandaflugvöll JÁ ! NEI ! NEI !
9. Samrekstur á millilanda- og innanlandsflugi Allt að
100 milljónir 0 kr.
Allt að
100 milljónir 0 kr.
10. Fórn vegna pólitískra ákvarðana, fórnarkostn.
um 12 milljarðar kr. á ári
3 X 3 =
9 mánuðir
9 milljarðar
3 x 7 =
21 mánuður
21 milljarður
3 x 9 =
27 mánuðir
27 miljarðar
3 x 10 =
30 mánuðir
30 milljarðar
11. Fórn vegna undirbún., hönnunar og framkv.
um 12 milljarðar kr. á ári
33 mánuðir
33 milljarðar
27 mánuðir
27 milljarðar
6 mánuðir
6 milljarðar
49 mánuðir
49 milljarðar
12. Samfélagslegur kostn. summa úr röðum 1, 3, 10, 11 58 milljarðar 64 milljarðar 49 milljarðar 96–98 milljarðar
Samtök um betri byggð í september 2005
w
w
w
.is
ak
w
in
th
er
.c
om
Í dag, miðvikudaginn 19. október, stendur
áskrifendum Morgunblaðsins til boða að
kaupa miða í forsölu á tónleika Sigur Rósar
í Laugardalshöll þann 27. nóvember.
Salan fer fram á mbl.is undir "NÝTTÁ ",
vinstra megin á forsíðu vefsins. Miðaverð er
kr 4500 í stúku og kr 3500 í stæði. Salan
hefst kl 10:00 og miðafjöldi er takmarkaður.- meira fyrir áskrifendur
Meira á mbl.is/greinar
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan siðblind-
an mann fyrri tíma má nefna
Rockefeller sem Hare telur
einn spilltasta mógúl spilltustu
tíma...
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Páll Gíslason, læknir, styður
Vilhjálm G. Vilhjálmsson
Baldur Dýrfjörð styður Krist-
ján Þór Júlíusson
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar