Morgunblaðið - 25.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 23
MENNING
Þörfin fyrir ævintýri og töfraer alltaf til staðar,“ segirbreski rithöfundurinn Jane
Johnson sem stödd var hér á landi
um helgina. Erindið var að kynna
nýútkomna bók, Leynilandið, sem
kom út í Bretlandi í vor og hefur
vakið mikla athygli.
„Hugmyndin að þessari bók varð
til fyrir fimm árum, rétt áður en
fyrsta bókin um Harry Potter kom
út, og mig dreymdi tvær persónur
bókarinnar og vissi ekkert hvaðan
þær komu,“ segir Jane. „Þetta var
mjög undarlegt þar sem ég var á
kafi við að ljúka annarri bók og
mátti ekkert vera að því að hugsa
um annað. Ég settist því við skrif-
borðið mitt og ætlaði að berja sam-
an síðasta hluta bókarinnar sem út-
gefandinn beið eftir í óþreyju en í
stað þess skrifaði ég fimm fyrstu
kaflana í nýrri bók, Leynilandinu,
og gat varla hætt því ég var sjálf
svo spennt að vita framhaldið.“
Leynilandið segir frá stráknumBen sem í upphafi sögunnar
fer í gæludýrabúð til að kaupa tvo
mongólska bardagafiska sem hann
hefur lengi safnað sér fyrir. Í búð-
inni ávarpar hann köttur sem sár-
bænir hann um að kaupa sig í stað
bardagafiskanna. Ben áttar sig á
því að hann er sá eini sem heyrir
köttinn tala og eftir að þeir hafa
kynnst betur kemur í ljós að kött-
urinn er úr öðrum heimi þar sem öll
útdauð dýr og kynjaverur goð-
sagna og ævintýra lifa enn góðu lífi
og töfrar eru daglegt brauð en ein-
hver hefur fundið leið til að stela
dýrunum og flytja þau yfir í okkar
heim. Þar veslast þau upp og deyja
vegna skorts á töfrum. Ben og kött-
urinn sameinast um að bjarga dýr-
um töfraheimsins frá þessum illu
örlögum.
Jane Johnson þekkir af eigin
raun flesta þætti bókaútgáfu. Hún
hefur um árabil starfað sem útgáfu-
stjóri hjá HarperCollins útgáfunni í
London og sérsvið hennar hafa ver-
ið ævintýrabækur fyrir fullorðna,
vísindaskáldsögur og fleira í þeim
dúr. „Það er eiginlega mjög skrýtið
að ég skuli skrifa bækur fyrir
börn,“ segir hún. „Ég á ekki börn
og umgengst börn mjög lítið. Bæk-
urnar mínar eru reyndar lesnar af
fólki á öllum aldri enda er þörf
fólks fyrir ævintýri og töfra óháð
aldri.“
Íslenska útgáfa Leynilandsins erein sú fyrsta utan Bretlands en á
næstu vikum og mánuðum kemur
bókin út víða í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Hún hefur þegar vakið
mikla athygli í Englandi, Ástralíu
og Nýja-Sjálandi sem er eitt útgáfu-
svæði. „Mér finnst mjög gaman að
því að bókin skuli koma út á ís-
lensku því ég er með meistarapróf í
forníslensku og hef alltaf verið
mjög hrifin af landinu. Ég kom
hingað í fyrra og ferðaðist um
vegna greinar sem ég skrifaði í bók
um Georg Guðna myndlistarmann
og er gefin út af Viggo Mortensen,
leikara og myndlistarmanni.“
Þegar grennslast er nánar eftir
þessum tengslum kemur í ljós að
Jane er höfundur geysivinsælla
myndabóka sem gefnar voru út í
tengslum við kvikmyndir Peters
Jacksons eftir Hringadróttinssögu.
„Þessar bækur gerbreyttu lífi
mínu,“ segir hún. „Ég hef ferðast
um allan heim og kynnst fjölda af
yndislegu fólki. Þetta var gríð-
arlega mikil vinna því ég þurfti að
skoða yfir 70 þúsund ljósmyndir til
að velja myndir í bækurnar og það
bætti ekki úr skák að þær voru í
upprunalegri tökuröð kvik-
myndanna þriggja sem voru teknar
allar í einu eins og kunnugt er og
alls ekki hver af annarri í réttri at-
riðaröð.“
Jane Johnson á sér reyndar ann-að höfundarnafn, Jude Fisher,
og hefur gefið út margar bækur
fyrir bæði börn og fullorðna undir
því nafni. Hún segir að sér hafi
fundist þægilegra að fólk í útgáfu-
bransanum vissi ekki að hún væri á
bakvið nafnið, þar sem þá nyti hún
meira sannmælis sem höfundur.
„Ég leit ekki á mig sem höfund fyrr
en ég var búin að skrifa 12 bækur,
fram að því fannst mér ég vera út-
gefandi fyrst og fremst. En þetta
hefur breyst eftir að ég skrifaði
Leynilandið og núna vinn ég hluta-
starf við útgáfu og sinni skriftunum
aðallega.“
Hún kveðst nú þegar hafa lokið
við annað bindi Leynilandsins og
vera komin vel á veg með það
þriðja. „Þetta verða þrjár bækur og
þær munu koma út árlega næstu
tvö árin.“
Dreymdi upphaf sögunnar
Jane Johnson rithöfundur.
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
’„Bækurnar mínar erureyndar lesnar af fólki á
öllum aldri enda er þörf
fólks fyrir ævintýri og
töfra óháð aldri,“ segir
Jane Johnson.‘
havar@mbl.is
MEÐ gagnrýnisgleraugun á nefinu
sökktum við, ég og 8 ára gömul dótt-
ir mín, okkur yfir barnabókina Al-
gjöran Milla eftir söngkonuna Mad-
onnu eitt síðkvöld fyrir skömmu.
Fjórar fyrri bækur söngkonunnar
góðkunnu eru til á heimilinu og því
höfðum við mæðgurnar beðið
spenntar eftir að ljúka upp fimmtu
og síðustu bókinni í ritröðinni. Dóm-
ur dóttur minnar var eindreginn.
„Algjör Milli er frábær bók,“ sagði
hún eftir að hafa hlýtt á söguna og
grandskoðað hverja einustu mynd-
skreytingu. Ekki var heldur komið
að tómum kofunum hjá henni þegar
falast var eftir rökstuðningi fyrir lof-
inu. Lítið eitt ásakandi minnti hún á
að í bókinni lærði Algjör Milli hvern-
ig ætti að fara að því að verða ham-
ingjusamur.
Eins og í fyrri bókum söngkon-
unnar felst kjarni sögunnar í sígild-
um siðaboðskap. Algjör Milli er rík-
ur og hrokafullur kaupmaður í
fjarlægu landi. Hann lifir í rauninni
algjöru draumalífi eða hvað? Nei, því
að þó að hann geti keypt allt sem
hugurinn girnist hefur honum ekki
enn tekist að finna ham-
ingjuna. Eftir að hafa liðið
vítiskvalir ákveður Algjör
Milli að fara að ráðlegg-
ingu ekils síns og leita ráða
hjá öldungi nokkrum í fjar-
lægu landi. Skemmst er
frá því að segja að Algjör
Milli hefur ráð öldungsins
að engu og áttar sig ekki á
sannleiksgildi orða hans
fyrr en í lærdómsríkum
leiðangri undir styrkri stjórn hins
lífsreynda herra Fullsæls.
Rétt eins og fyrri sögur Madonnu
er Algjör Milli fremur einföld saga.
Fullorðinn lesandi fær fljótlega á til-
finninguna að hann hafi lesið hana
oft áður. Söguþráðurinn er engu að
síður nægilega spennandi til að
halda einbeitingu ungra barna.
Textinn er ágætlega grípandi og
þrælskemmtilegur upplestri á köfl-
um. Sannleikurinn er engu að síður
sá að ekki sagan sjálf heldur mynd-
skreytingarnar hefja verkið upp yfir
meðalmennskuna. Rui Paes yfirfær-
ir söguna yfir í aðra heima með frá-
bærum myndskreytingum sínum.
Aðalpersónurnar eru ekki menn eins
og liggur beinast við að lesa út úr
textanum heldur dýrateg-
undir eins og hundar, uglur,
íkornar og naut. Mynd-
skreytingarnar eru í senn
frumlegar, fallegar og upp-
fullar af óborganlegum smá-
atriðum eins og brosandi,
tré, dansandi músum og
spekingslegu uglubarni.
Ekki má heldur gleyma
því hversu vel texti og mynd-
ir spila saman í frumlegri út-
litshönnun. Skemmtilegast er sam-
spilið þegar textinn nær í eins konar
teningaspilsviðmóti að túlka ferð Al-
gjörs Milla og ekilsins til öldungsins
góða.
Að framansögðu er því ljóst að Al-
gjör Milli fær bestu meðmæli okkar
mæðgna. Dóttir mín vill reyndar
koma þeim skilaboðum til Madonnu
að hún eigi endilega að skrifa fleiri
bækur. Þeim skilaboðum er hér með
komið á framfæri.
Skýr skilaboð
BÆKUR
Barnabók
Eftir Madonnu. Rui Paes Myndskreytti.
Mál og menning, Reykjavík, 2005.
Algjör Milli
Madonna
Anna G. Ólafsdóttir
TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj-
unnar, er hófust 15. þ. m. og lýkur
13. nóvember, buðu sl. laugardag
upp á orgelleik Guðnýjar Ein-
arsdóttur. Guðný tilheyrir
yngstu kynslóð íslenzkra
orgelleikara og kvað í
þann mund að ljúka námi
í Kaupmannahöfn. Sjö liða
dagskrá hennar var alsett
stórnöfnum frá barokk-
gullöld orgelsins er flest
(ef ekki öll) höfðu áhrif á
bezt sjálfmenntaða tón-
skáld sögunnar, J.S. Bach.
Leikar hófust með Tok-
kötu í F-dúr BuxWV 156 eftir
Dietrich Buxtehude; kaflaskiptri
fantasíu er skartaði í bland tveim
fúgatóum, hið seinna valið hvöss-
um trompetröddum. Verkið var
leikið af smitandi fersku fjöri, og
hvað „Daninn mikli“ getur enn
komið hressilega á óvart mátti
meðal annars heyra á nærri djass-
skálmuðum stað er hljómaði engu
líkara en að Fats Waller hefði haft
hönd með í bagga.
Íðiltært Kóralforspil Georgs
Böhm um Vater unser im Him-
melreich hljómaði þar næst í þýðri
registrun á hægt röltandi göngu-
hraða, og mátti merkilegt heita
hvað náðist mjuk legatóáferð þrátt
fyrir varla hálfrar sekúndu óm-
tíma kirkjuskipsins. Fótspilslaus
2. tokkatan úr II. tokkötubók Gi-
rolamos Frescobaldis var í kunn-
uglegu frjálsu fantasíuformi
ítalskrar síðendurreisnar og lip-
urlega leikin, þótt verkaði ögn
slitrótt í fyrstu. Samt ekki meira
en svo að varla hefði greinzt neitt
misdægurt í t.a.m. fimbulheyrð
Hallgrímskirkju.
Þá var komið að langkunnasta
leikprófsteini dagsins: Tokkötu,
Adagíói og Fúgu Bachs í C-dúr
BWV 564. Sjálfur ku sá mýill sam-
inn sem prófverk fyrir nýsmíðuð
orgel – og e.t.v. líka inntónun
þeirra, ef marka má dramatísku
alþagnirnar í I. og III. er gefa
upplögð tækifæri til að meta óm-
hnig („decay“) viðeigandi kirkju-
rýmis. Því miður er engu slíku
fyrir að fara í Dómkirkjunni, og
þurfti því sterkar taugar til að
flýta hvergi á umræddum stöðum í
verkinu. En þær hafði hins vegar
Guðný, er lék útþættina á glæsi-
legum og jöfnum hraða – án þess
að þurfa að lúffa fyrir hvorki
raddfjölgun fúgunnar né pedal-
sólói tokkötunnar. Í einu orði sagt
var frammistaða hennar afbragð,
og mátti sem fyrr ætla að þær fáu
þreytufinkur er fuku heyranlega
hjá í sveiflandi dansfúgunni fyrir
miskunnarlausa ómþurrð staðarins
hefðu farið fram hjá flestum í
musterinu á Skólavörðuhæð. Ada-
gíóið í miðju náði fallegu
flæði, og í heild má segja
að með aðeins meiri
yfirvegun á einstökum
stað hefði túlkunin átt
rakið erindi inn á hljóm-
disk.
Niðurlenzkur aldurs-
forseti dagskrárhöfunda,
Jan Pieterszoon Sweelinck
(1562–1621), kom næst við
sögu með Ekkó-fantasíu í
d-moll, einni af sex slíkum berg-
málshugkviðum hans þar sem leik-
ið er með stuttum steffrumum til
skiptis á sterku eða veiku með því
að stökkva á milli hljómborða.
Kallaði sú hnyttni einnig á tals-
verða hittni, en það vafðist auð-
heyranlega ekki fyrir organist-
anum er laðaði fram marga
glettnina úr þessu barnslega
gáskafulla náttúruhermiverki –
þótt líklega hefði það þolað
nokkru meira rúbató.
Burtséð frá smá óþolsvotti af
skyldum meiði var hin smám sam-
an viðameiri kóralfantasía Slésvík-
ingsins Nicolaus Bruhns í Húsum,
Nun kommt der Heiden Heiland,
engu minna en glæsilega leikin.
Þjónaði þar aðdáunarverð
spiltækni hinu enn aðdáunarverð-
ara hlutverki innsærrar túlkunar.
Loks var klykkt út með magn-
aðri Tokkötu Jóns Nordal (1985) í
tilefni af 20 ára vígsluafmæli
Dómkirkjuorgelsins. Þótt vekti
stundum upp hugskotsmynd af
kapteini Nemó í fútúrískum ham á
Nátílusarorgel hafdjúpsins, var
tilfinningaheimur verksins furðu-
víðfeðmur og kallaði á fjölbreytta
tjáningu. Hana fékk hann svo
sannarlega í bak og fyrir með
litríkri úttekt Guðnýjar, er gæti
eftir mörgu að dæma jafnvel átt
eftir að setja hérlendum orgelleik
nýjan staðal þegar hún snýr heim
úr framhaldsnámi.
Afbragð!
Guðný
Einarsdóttir
TÓNLIST
Dómkirkjan
Verk eftir Buxtehude, Böhm, Fresco-
baldi, J. S. Bach, Sweelinck, Bruhns og
Jón Nordal. Guðný Einarsdóttir orgel.
Laugardaginn 22. október kl. 17.
Orgeltónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Á ÞRIÐJA hundrað manns sóttu
sýninguna „Islandsk kunst og de-
sign“, sem haldin var á dögunum
í tengslum við menningarnótt í
Kaupmannahöfn. Að sýningunni
stóðu Sossa Björnsdóttir, mynd-
listamaður og þær Steinunn Sig-
fúsdóttir og Bryndís Stef-
ánsdóttir, sem reka Gallerí
Nordlys í Kaupmannahöfn. Sendi-
ráð Íslands í Kaupmannahöfn,
Icelandair og Viðskipta- og iðn-
aðarráðuneytið aðstoðuðu einnig
við skipulagningu sýningarinnar.
Sýningin fór fram á tveimur hæð-
um í 18. aldar húsnæði við
Nybrogade í hjarta Kaup-
mannahafnar, sem m.a. hýsir
vinnustofu Sossu, og í lokuðum
garði þar fyrir framan. Kynntur
var fatnaður frá Ástu Guðmunds-
dóttur, fatahönnuði, skartgripir
eftir Höllu Bogadóttur og frá
SMAK sem rekur verslun í Kaup-
mannahöfn með skartgripi frá
Jens. 18 sýningarstúlkur komu
fram og sýndu föt og skartgripi.
Hugmyndin var að kynna list og
hönnun á menningarnótt í miðbæ
Kaupmannahafnar. Fengnir voru
fagmenn til að skipuleggja uppá-
komuna og til að sjá um alla um-
gjörð sem vakti mikla athygli.
Tónlist var meðal annars í hönd-
um Gunnars Þórðarsonar og Jóns
Rafnssonar og Þorsteinn Pálsson
sendiherra flutti ávarp.
Íslenskur ævintýraheimur
í Kaupmannahöfn