Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 29

Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 29 UMRÆÐAN ENN á ný leggur Sjálfstæðis- flokkurinn til orrustu við forseta- embættið. Það er eins og forysta flokksins geti ekki fellt sig við það að þjóðin kjósi fulltrúa sinn milliliðalaust. Fulltrúa sem fer með tiltekið vald sem felst í málskotsrétti til að vísa málum til þjóð- aratkvæðis. Vald sem hægt er að beita sem öryggisventli þannig að þjóðin fái að taka af- stöðu beint til stórra mála meti fulltrúi fólksins, forsetinn, það svo að vík sé á milli þjóðarinnar og rík- isstjórnarinnar. Það eru nú öll ósköpin. Að fólkið fái að kjósa beint um ákveðin mál meti forseti nauðsyn á því. Þetta er forystu Sjálfstæð- isflokksins framandi, enda beint lýð- ræði nánast óþekkt á Íslandi. Þar sem flokkurinn hefur deilt og drottnað linnulítið frá lýðveld- isstofnun. Nú er hinsvegar, að því er virðist, að skapast samstaða í stjórn- arskrárnefnd um að leggja til að bætt verði við ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn hluti annar svegar þingmanna og hins vegar þjóð- arinnar geti kallað einstök mál í þjóðaratkvæði. Það eru tímamót í sjálfu sér sem ber að fagna enda verið baráttumál okkar jafnaðarmanna um árabil að efla beint lýðræði í landinu. Þar höf- um við átt marga sterka bandamenn. T.d. Morgunblaðið sem hefur verið óþreytandi við að berjast fyrir beinu lýðræði sem nú loks glittir í að fyrstu skrefin verði tekin í áttina að. Skref sem voru tekin um víða ver- öld fyrir áratugum bæði í Bandaríkjunum, á hinum Norðurlönd- unum og í mörgum Evrópuríkjum. Hemjið heiftina Því er það dapurlegt að Sjálfstæð- isflokkurinn geti ekki hamið heift sína í garð forsetans og forsetaemb- ættisins við endurskoðun stjórn- arskrárinnar, einsog fram kom á landsfundi flokksins á dögunum. Fundurinn ályktaði m.a. „óhjá- kvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi“. Þetta er fráleitt að mínu mati. Ekki síst þar sem forsenda álykt- unarinnar er meint árás á þingræð- ið! Sú túlkun sjálfstæðismanna á þingræðinu er í besta falli brosleg og á einkennilegum misskilningi byggð. Málskotsrétt forsetans á að standa vörð um. Um er að ræða mál- skotsrétt forseta til þjóðar en ekki synjun á lögum. Þetta er sjálfstæður réttur forsetans til að vísa málum til þjóðarinnar. Hann stendur full- komlega sem slíkur ásamt sjálf- stæðum ákvæðum um þjóðar- atkvæðagreiðslur. Þetta á að spila saman en ekki útiloka hvert annað; þing, þjóð og forseti. Í þessu ljósi er sókn Sjálfstæð- isflokksins að forsetaembættinu og inntaki þess fráleit. Sú sókn mun án efa einangra flokkinn á vettvangi stjórnmálanna og gera hann að fjar- lægari kosti til samstarfs í rík- isstjórn. Um leið og ofstopi Sjálf- stæðisflokksins í garð forseta- embættisins þjappar öðrum stjórnmálaöflum í landinu saman. Sjálfstæðisflokkur sækir að forsetaembættinu Björgvin G. Sigurðsson fjallar um ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins ’Í þessu ljósi er sóknSjálfstæðisflokksins að forsetaembættinu og inntaki þess fráleit.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Á FINNLANDSRÁÐSTEFNU sem haldin var í Helsinki dagana 9.– 11. september sl. og fjallaði um frjáls félagasamtök byggða, og hvort stofna ætti samevrópsk samtök á því sviði, var einnig boðið nokkrum fulltrúum stórra samtaka, sem vinna á svipuðu sviði og heild- arsamtök byggða. Má þar nefna samtök um evrópsk fjöll eða Euro- montana. Markmið Euromont- ana er að styðja og stuðla að vexti og við- gangi fjallasvæða með áherslu á að draga það fram, sem hver staður hefur gott upp á að bjóða, bæði með tilliti til landslags, útivistar, afurða, matar og drykkjar. Gæði og það að vera öðruvísi er það sem fólk vill og er að sækjast eftir. Á fyrstu tveimur árum hinna frjálsu byggðasamtaka á Íslandi, Landsbyggðin lifi, LBL, var tölu- verður uppgangur í samtökunum og ný aðildarfélög risu upp, hvert af öðru. Árið 2002 komumst við á fjárlög, á breiðu brautina eins og sagt er. Um leið vaknaði verulegur áhugi karla á formannssætinu, sem var jú í hönd- um konu, reykvískrar konu. Á fyrstu tveimur árunum höfðu samtökin LBL vakið athygli sem spennandi félag sem ætti framtíðina fyrir sér. Vildu sum lönd, sem þá voru að vinna að stofnun sinna lands- samtaka, svo sem Eistar, Lettar, Litháar og fleiri, fá hina íslensku konu, sem ruddi brautina að stofnun heildarsamtakanna í sínu heima- landi, í heimsókn til sín til að kenna þeim, hvernig ætti að stofna frjáls fé- lagasamtök byggða svo vel færi. Einkum þótti til fyrirmyndar sú aðferðafræði sem notuð var á Íslandi að hafa yfirvöld viðkomandi staða strax með í ráðum í upphafi ferils við stofnun nýs aðildarfélags að LBL. Slíkt var álitið geta greitt götu hins nýja félags. Oft vildu sveitarstjórarnir vera meðlimir í hinu nýja íbúafélagi. Enda er unnið að svipuðum málum á báð- um stöðum, í sveitarstjórnunum og í grasrótinni, bara við aðrar aðstæður. Þetta gefur forsendur fyrir meiri skilningi á störfum hins aðilans, og um leið grundvöll fyrir meiri sveigj- anleika og tillitssemi þar á milli. Mestu máli tel ég þó skipta, að með vinnu sinni að almannaþörfum á sínu svæði, öðlast íbúarnir sjálfir þá tilfinningu, að þeir skipti meira máli, sjálfstraust þeirra vex og þeir verða sáttari við sig, líður betur. Í þeirri aðferðafræði sem LBL stóð fyrir í upphafi var sérstaklega á það bent að vera ekki að skipta sér af afar heitum málum t.d. virkjana- eða samein- ingarmálum, sem gæti skipt íbúunum í tvær andstæðar fylkingar. Nóg væri af öðrum málum. Að vinna í takt við sitjandi stjórn hlýtur að vera akkur fyrir báða aðila. Grundvallaratriði er að fólk virði hvert annað, geti talað saman, og geti unnið saman eða sér eftir því sem við á að ýmsum verkefnum til góða fyrir heimabyggðina og sam- félagið um leið. Sem sagt íslenska módelið var álitið til fyrirmyndar í fyrstu. Pólitík og klíkuskapur helstu óvinirnir Formaður finnsku landssamtak- anna, Eero Uusitalo, er alveg sann- færður um að það sé veikleiki fyrir frjáls heildarsamtök að hafa mjög pólitískan mann í stöðu formanns. Fólk sé mismunandi glöggt að átta sig á þessu. Að mati Eeros vill póli- tíkusinn fyrst og fremst vekja at- hygli á sjálfum sér, ná völdum og hafa áhrif. Vinna að almannaheill skipti hann minna máli. Ég fór að velta þessu fyrir mér og komst að þeirri niðurstöðu að mjög pólitískur formaður hlyti að fæla hluta fólks frá þátttöku í frjálsum samtökum og eflaust draga úr áhuga og vilja margra til félagslegra starfa. Á sama tíma mætti búast við að skoð- anabræðrum formannsins myndi fjölga innan stjórnar og/eða í nefnd- um á vegum samtakanna vegna þess að þeir yrðu jú, látnir sitja fyrir. Í kjölfarið myndi ímynd félagsins smám saman fá á sig ímynd ákveðins stjórnmálaflokks. Um leið missti fé- lagið gildi sitt og gæti dagað uppi, orðið að eins konar nátttrölli. Fróðir menn telja pólitík og klíkuskap til helstu óvina frjálsra félagasamtaka. Í nútímanum gengur þeim fyr- irtækjum best þar sem einstaklingar búa við ákveðið frelsi til athafna. Frumkvæði og ábyrgð í starfi eru þar mikilsmetin. Þetta leiðir af sér velgengni, vellíðan starfsfólks og gott orðspor fyrirtækisins. Það sama á við um félög. Góður í að afla fjár Margir telja helstu styrkleika finnska formannsins, Eeros Uusi- talo, vera fólgna í trúverðugleika hans, og hversu vel honum gengur að afla fjár til starfseminnar. Að auki á hann gott með að fá ólíkar persónur til að vinna saman. Í inngangsræðu sinni á finnsku ráðstefnunni, minntist Eero formað- ur á að fyrir nokkrum árum hefðu finnsku landssamtökin gengið í gegnum erfiða tíma. Á þeim árum hefði verið lítið um framfarir. Ástæð- an fyrir þessari stöðnun var sú, að ekki hafði verið vel valin stjórn. „Þá var ekki gaman að lifa. En þeir sem raunverulega höfðu áhuga á efninu, þraukuðu þar til aðstæður breyttust. Eftir það fór að birta til og félagið tók verulegum framförum sem haldist hafa nokkuð stöðug síð- an,“ sagði Eero. Það var gott að heyra. Hér á landi þurfum við í samtök- unum LBL að stuðla að umbótum í stjórn, þróun og lærdómi. Íslenska módelið til fyrirmyndar Fríða Vala Ásbjörnsdóttir fjallar um ný samevrópsk byggðasamtök, The European Rural Alliance, ERA ’Hér á landi þurfum viðí samtökunum LBL að stuðla að umbótum í stjórn, þróun og lær- dómi.‘ Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landsbyggð- arvina í Reykjavík og nágrenni. land- lif@simnet.is TENGLAR ..................................................... www.landlif.is Í borgarstjórnarkosningunum í vor verður kosið um borgarskipulagið, um það hvort borgarsam- félag eigi sér framtíð á Íslandi og um það hvort Reykvíkingar sjálfir fái að ráða örlögum höf- uðborgarinnar. Þetta er helsta hagsmunamál ungs fólks og óborinna kynslóða Reykvíkinga, þeirra mál fremur en okkar hinna, sem eldri erum. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins óx verulega sl. vor þegar nýjar áherslur borgarstjórn- arflokks sjálfstæð- ismanna í skipulags- málum Reykjavíkur litu dagsins ljós og nú gæti flokkurinn náð völdum í Reykjavík á næsta kjörtímabili, ef rétt er haldið á spil- unum. Öll hefðbundin borg- armálefni í Reykjavík líða fyrir afleitt borgarskipulag: hagur heimila, at- vinnurekstrar og borgar, útsvarið og aðrar álögur, dagvistun, heilsugæsla, menntun og menning, já og sjálft lýð- ræðið. Því borgin er umgjörð um allt líf íbúanna. Það er mikið verk að vinna og tel ég að næsta kjörtímabil geti orðið örlagaríkt fyrir framtíð borg- arinnar. Ég vil stuðla að því að vel takist til og gef því kost á mér í prófkjöri flokksins, sem fram fer 4. og 5. nóv- ember 2005, augljóslega ekki í krafti æsku og fegurðar heldur vegna mik- illar þekkingar á borgarskipulaginu og á málefnum Reykjavíkur. Í dag kl. 16:30 opna ég kosn- ingaskrifstofu á Suður- landsbraut 8 og eru allir sjálfstæðismenn, velunn- arar og áhugamenn um borgarskipulagið vel- komnir. Ég og félagar mínir lögðum grunninn að þeirri umræðu, sem fram hefur farið um borgarskipulagið sl. tíu ár, umræðu um Vatns- mýrina, um stjórnlausa útþenslu byggðarinnar, um vanda miðborg- arinnar, um bíla- samfélagið, stofnbraut- irnar og Hringbrautina svo eitthvað sé nefnt. Ég tel það vel við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn ryðji úr vegi þeim hindr- unum, sem nú hamla eðlilegri þróun menning- arlegs og skilvirks borg- arsamfélags á 21. öldinni og þar vil ég leggja hönd á plóg. Upplýsingar um baráttumál mín er að finna á heima- síðu minni: internet.is/arkorn Opnuð kosninga- skrifstofa Örn Sigurðsson vekur athygli á kosningaskrifstofu sinni Örn Sigurðsson ’Ég vil stuðlaað því að vel takist til og gef því kost á mér í prófkjöri flokks- ins…‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi arki- tekt, stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð, formaður Höfuðborg- arsamtakanna og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík UPP hafa komið áhugaverðar spurn- ingar í framhaldi af grein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Greinin fjallaði um Rope-æfingar og að mínu mati óréttlæt- anlega tengingu þeirra við jóga. Ef einhver reynir að misnota jóga eða tengja nafn þess við vöru sína eða þjónustu án þess að tengingin sé réttlætanleg, hver á þá að koma til varnar jóga? Hver á að standa upp og segja hingað og ekki lengra? Jóga hefur verið skil- greint sem ástand, fræðigrein, upplifun, æfingar, heim- speki og margt fleira. Jóga rekur upp- runa sinn aftur um þúsundir ára. Mið- að við þessar víðfeðmu skilgreiningar getur enginn sagst eiga jóga eða neitt sem því er tengt. Það þýðir t.d. að hver sem er getur sagst vera jógakennari án þess að nokkuð liggi að baki því. Hver sem er getur notað orðið jóga í tengslum við hvað sem er án þess að þurfa að gjalda fyrir það með einum eða öðrum hætti. Í þau fáu skipti sem ég hef tekið að mér hlutverk verjandans vakna aðrar spurningar: Er það raunverulega mitt hlutverk að verja jóga? Ef ég geri það ekki, hver gerir það þá? Þetta er vand- meðfarið mál. Hér á landi þurfa allir sem unna jógafræðunum að leggjast undir feld og hugsa vandlega um það hvernig fræðin verða best varðveitt. Svipuð umræða hefur ítrekað komið upp í Bandaríkjunum en þar eru vin- sældir jóga í formi líkamsæfinga hvað mestar. Talið er að rúmlega tuttugu milljónir Bandaríkjamanna stundi jóga reglulega. Flestar lausnir sem komið hafa fram á alþjóðamarkaði beinast í átt að aukinni fræðslu, jafnt fyrir almenning og jógakennara. Aukin fræðsla á öllum víg- stöðvum skilar vissulega árangri. En hverjir eiga að taka að sér þessa fræðslu? Miðað við auk- inn áhuga og þann gíf- urlega fjölda fólks sem útskrifast hefur hér á landi úr leiðbeinanda- og/ eða jógakennaranámi af einhverju tagi ættu mun fleiri að geta lagt lóð sín á vogarskálarnar. Á síð- ustu öld var fjöldi bóka þýddur og skrifaður um jóga. Hvar er sú blóm- lega útgáfa núna? Best er að líta til meistaranna eftir leiðsögn en skrifa leiðbeiningar á tungu- máli fólksins í dag. Ef enginn stendur upp og kemur jóga til varnar mun nafnið smám saman þynnast út og missa alla merkingu. Til varnar jóga? Guðjón Bergmann skrifar um jóga Guðjón Bergmann ’... þá munnafnið smám saman þynnast út og missa alla merkingu.‘ Höfundur er jógakennari og rithöfundur. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan siðblind- an mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor PRÓFKJÖR Heimir L. Fjeldsted styður Kjartan Magnússon. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.