Morgunblaðið - 25.10.2005, Side 46

Morgunblaðið - 25.10.2005, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl.10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 og 8 ENGINN SLEPPUR LIFANDI Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök “Fótfrá gamanmynd” Variety Gamanmynd úr íslenskum raunveruleika frá framleiðendum Blindskers FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins.  VJV Topp5.is  Kóngurinn og Fíflið, XFM Sýnd kl. 6 B.i. 16 ára Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. Africa UnitedHörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Africa United HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. 450 kr. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA kl. 4, 6, 8 og 10 “Fótfrá gamanmynd” Variety Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir . Munu þau fíla hvort annað? Sýnd kl. 3.50 Sýnd kl. 4, kl. 6, 8 og 10 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Gamanmynd úr íslenskum raunveruleika frá framleiðendum Blindskers  S.V. Mbl.  S.V. Mbl. SÁLIN hans Jóns míns heldur enn dampi eftir að hafa verið að í tæpa tvo áratugi. Í gær kom út tólfta plata sveitarinnar, Undir þínum áhrifum, sem sýnir að þeir félagar eru ekki við það að láta deigan síga. Margir þeir sem heyrt hafa plöt- una hafa haft á því orð að léttara sé yfir tónlistinni en oft áður og Guð- mundur Jónsson gítarleikari og helsti lagasmiður sveitarinnar tekur undir það, segir að vinnan við þessa plötu hafi verið óvenju skemmtileg og það komi ekki á óvart að það skuli skila sér í tónlistinni. Platan var annars tekin upp á tiltölulega skömmum tíma, enda segir Guð- mundur að þeir félagar hafi komið að verkinu vel hvíldir og fullir áhuga. „Við hittumst eftir átta mán- aða frí og vorum mjög samtaka um að hafa plötuna heldur léttari en síð- ustu plötur okkar sem voru óneit- anlega þyngri en það sem við höfð- um gert áður, nokkurskonar söngleikur á tveimur plötum og svo plata með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands,“ segir Guðmundur og bætir við að þeir hafi líka einsett sér að hafa léttara yfir textunum til að allt myndi nú haldast í hendur. „Text- arnir eru léttir og bjartsýnir, jafnvel væmnir sumir, en Stefán getur manna best sungið slíka texta, hefur einlægnina sem þarf til að skila til- finningunni sem í þeim felst.“ Unnið af krafti Platan var tekin upp að mestu í Danmörku, í hljóðverinu skammt frá Randers á Jótlandi. Guðmundur seg- ist að það hafi gefist einkar vel að vinna þar, aðstaðan góð og miklu hafi skipt að losa sig frá argaþrasi daglegs lífs. „Það var frábært að vera þarna úti og okkur gekk mjög vel að taka upp, tókum 70% af plöt- unni upp á einni viku, enda unnum við af krafti, fjórtán tíma á dag.“ Fjögur laganna hafa þegar komið út áður sem smáskífur, það fjórða gátu eigendur iPod spilastokka sótt sér á dögunum, en Guðmundur segir að þeim Sálarfélögum þyki mjög gaman að geta tekið þátt í slíkri út- gáfu enda sé smáskífuformið að ganga í endurnýjun lífdaganna með nýrri tækni. Lögin á skífunni eru flest eftir Guðmund að vanda, en Jens Hans- son leggur einnig til lög – Guð- mundur á níu lög og Jens tvö. Hann segir að þeir hafi haft það að leið- arljósi að hvert einasta lag á plöt- unni yrði að vera líklegt til vinsælda, „eins og hjá Bítlunum,“ segir hann og hlær við. „Við höfum alltaf reynt að hafa plötunar þéttar, að vera ekki með neitt uppfyllingarefni og hefur tekist mjög vel hingað til að mér finnst.“ Þetta verður gaman Útgáfutónleikar Sálarinnar verða á óvenjulegum stað, í tónleika- klúbbnum Vegas í Kaupmannahöfn 5. nóvember nk. Guðmundur segir að þeir félagar hafi ekkert verið áfjáðir í að halda tónleikana þar þegar hugmyndin kom upp en síðan lítist þeim æ betur á það eftir því sem nær dregur. „Þetta verður gam- an, við spiluðum síðast í Kaup- mannahöfn fyrir fjórtán árum og vorum þá ekkert mjög ánægðir með að vera að spila þar og syngja á ensku. Tónleikarnir núna verða venjulegir Sálartónleikar, þriggja tíma keyrsla, blanda af gömlum og nýjum lögum,“ segir hann og bætir við að það verði gaman að fá að spila fyrir þann fjölda Íslendinga sem búi þar ytra. „Mér skilst að þetta sé einn sterkasti tónleikastaður Kaup- mannahafnar, 1.500 manna staður, og það verður gaman að fá að spreyta sig þar. Þeir sem heima sitja fá mörg tæknifæri til að sjá okkur á tónleikum áður en við förum í næsta frí, til dæmis næstkomandi laug- ardag, en þá leikum við á Nasa.“ Sálin hans Jóns míns, anno 2005. Létt yfir Sálinni Tónlist | Undir þínum áhrifum kemur út ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational sýnir heimildarmynd um dauðarefsinguna í Alþjóðahúsinu í kvöld. Myndin heitir Too Flawed to Fix og „skoðar og afhjúpar brotalam- ir í bandarísku réttarkerfi, sem gera það að verkum að saklausir ein- staklingar eru teknir af lífi fyrir glæpi, sem þeir frömdu ekki“, segir í tilkynningu frá Amnesty. „Þó að heimildamyndin líti sér- staklega til beitingar á dauðarefsing- unni í einu ríki Bandaríkjanna, Illin- ois, horfir heimildamyndin einnig til dauðarefsingarinnar almennt, fjallar um röksemdir, sem fylgjendur dauðarefsinga halda fram, og reynir að svara þeim,“ segir þar ennfremur. Að myndinni lokinni gefst gestum kostur á að skrifa undir bréf til stjórnvalda í Japan og þrýsta á afnám dauðarefsingar í Japan. Einnig að skrifa undir bréf til stjórnvalda í Sádi-Arabíu vegna einstaklinga, sem eiga á hættu að verða afhöfðaðir. Heimildarmynd um dauðarefsingu Myndin er sýnd í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Ofurfyrirsætan Kate Moss hefursnúið sér að því að yrkja ljóð en hún dvelur nú á endurhæfingarhæli í Arizona í Banda- ríkjunum í þeim tilgangi að losa sig við eitur- lyfjafíkn sína. Kate, eða „Kóka- ín-Kata“ eins og hún er kölluð í breskum götu- blöðum, les ljóð sín upp í símtölum við elskhuga sinn Pete Doherty. Þetta hefur breska dagblaðið Daily Mirror eftir vinkonu fyrirsætunnar. „Henni finnst afar róandi að færa hugsanir sínar á blað. Vinir hennar og fjölskylda eru hæstánægð með að hún hafi fundið sér eitthvað að gera til þess að beina athyglinni að á með- an hún jafnar sig,“ segir vinkona hennar. Mamma Kate heimsótti hana á hælið í seinustu viku og hefur stutt dóttur sína af mikilli ástúð í baráttunni við fíknina.    Fólk folk@mbl.is Vinir leikkonunnar Keiru Knig-htley segja að hún hafi grátið nær stanslaust í sólarhring eftir að hún las gagnrýni um frammistöðu sína í nýjustu kvikmynd sinni Domino í banda- ríska tímaritinu New Statesman. Í tímaritinu er leikkonunni líkt við fimm ára barn sem hafi fengið þau válegu tíðindi að kremið á afmælistertunni hennar hafi verið úr vanillu en ekki úr súkkulaði. Í kvikmyndinni á persóna Knight- ley að dansa eggjandi kjöltudans. en gagnrýnanda fannst dansinn heldur ómerkilegur. Þótti honum skrif- stofustóll, sem hann eitt sinn henti út um gluggann hjá sér, hafa sýnt mun meira eggjandi tilburði en stúlkan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.