Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Uppgangur efna-hagslífs Kínverjahefur verið mikið
til umtals að undanförnu
enda um ótrúlegt hag-
vaxtaskeið að ræða sem
ekki sér fyrir endann á.
Með áframhaldandi þróun
er talið að kínverska hag-
kerfið verði það stærsta á
næstu tíu til tuttugu árum
sem er stórmerkilegt í
ljósi þess að það var það
sjötta stærsta árið 2003.
Ferðaiðnaðurinn hefur
ekki farið varhluta af þess-
ari þróun og fjöldi kín-
verskra ferðamanna út úr Kína
hefur vaxið úr um fjórum milljón-
um í um þrjátíu milljónir frá árinu
1993 til ársins 2004.
Ef miðað er við ferðavenjur
Kínverja árið 2004 kemur í ljós að
um tvær milljónir fóru til Evrópu,
um fimm hundruð þúsund til
Þýskalands, Bretlands og nyrðri
Evrópulanda. Um hundrað þús-
und Kínverjar fóru til Norður-
landa og þar af um sex til sjö þús-
und til Íslands. Sú tala hefur
aukist talsvert það sem af er þessu
ári en talið er að á milli átta og níu
þúsund kínverskir ferðamenn
komi til landsins á árinu. Til að
mynda var haft eftir Gunnari Má
Sigurfinnsyni, framkvæmdastjóra
sölu- og markaðssviðs Icelandair í
Morgunblaðinu 13. október síðast-
liðinn að fleiri ferðamenn kæmu
frá Kína til Íslands heldur en frá
öllu meginlandi Evrópu í október-
mánuði. Einnig kom fram að Ice-
landair hyggur á mikla markaðs-
sókn í Asíu og Kína sér í lagi og
hafa nú þegar gefið út landkynn-
ingarefni á kínversku og dreift til
aðila í ferðaþjónustu þarlendis.
Fyrr í vikunni var hélt Íslensk/
kínverska viðskiptaráðið hátíðar-
ráðstefnu í tilefni af 10 ára afmæli
ráðsins þar sem aðalumræðuefnið
var ný viðskiptatækifæri fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu í ljósi gríð-
arlegs vaxtar í ferðaþjónustu í
Kína. Samkvæmt spám Alþjóða
viðskiptastofnunarinnar, WTO,
mun til dæmis fjöldi kínverskra
ferðamanna út úr Kína verða um
100 milljónir árið 2020 og bersýni-
legt er að íslensk ferðaþjónusta
þarf ekki að fanga stóran hluta
þessarar fjölgunar til að það hafi
stórtæk áhrif.
Koma á hagstæðum tíma
Aðalferðamannatíminn á Ís-
landi hefur verið yfir hásumarið í
júní, júlí og ágúst en ef litið er á
tölur um ferðamenn frá Kína þá
sést að þeir hafa þá tilhneigingu að
koma síðar á árinu, s.s. í septem-
ber, október og nóvember. Á síð-
asta ári komu flestir Kínverjar til
landsins í september og í ár hefur
þeim fjölgað umtalsvert í október
og nóvember. Telst þetta vera
gríðarlega góður kostur fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu sem dregst
að miklum hluta saman yfir vetr-
armánuðina og er þarna kominn
möguleiki á að lengja ferðamanna-
tímann. Á hátíðarráðstefnunni
kom fram að Kínverjar ferðast
gjarnan mikið í kringum þjóðhá-
tíðardaginn 1. október og í kring-
um verkalýðsdaginn 1. maí. Lítið
hefur hins vegar verið um komur
Kínverja til Íslands á þessum tíma
og vonast er eftir að þar muni
vöxturinn einna helst verða.
Fram kom í máli Þorsteins Arn-
ar Guðmundssonar, forstjóra FL
Travel Group, að á milli átta og níu
þúsund kínverskir ferðamenn
sækja Ísland heim í ár en það er tí-
földun frá árinu 2001. Þorsteinn
segir markaðinn sýna rétta hreyf-
ingu og sérstaklega rétta hreyf-
ingu út frá sjónarmiðum FL Gro-
up. Til dæmis gerir Icelandair ráð
fyrir 25 til 30% árlegum vexti í
komu Kínverja til landsins á
næstu árum og segir Þorsteinn að
Ísland hafi margt upp á að bjóða.
Þar vegur þyngst náttúrufegurð,
hreinleiki og lítil mengun landsins
en talið er að tíu menguðustu
borgir heimsins séu í Kína og að
súrt regn falli í þriðjungi landsins.
Þá heillar einnig sérstæð saga,
menning og vestrænir lifnaðar-
hættir ásamt norðurljósum og dul-
úðunni í kringum álfatrú og trölla-
sögur.
Margt sem laga þarf
En þó svo að Kínverjar sæki í
margt sem Ísland hefur upp á að
bjóða eru ýmsar hindranir sem
ryðja þarf úr vegi svo ekki dragi
úr vexti kínverskra ferðamanna til
landsins.
Meðal þess sem nefnt var til
sögunnar eru erfiðleikar við vega-
bréfsáritanir en oft tekur langan
tíma fyrir kínverska ferðalanga að
fá áritanir, á það þó við um flesta
ef ekki alla viðkomustaði. Hátt
gengi krónunnar veikir þá sam-
keppnisstöðu ferðaþjónustunnar
hér á landi sem er í samkeppni við
til dæmis lönd frá A-Evrópu og
aðra staði þar sem gengið er mun
hagstæðara og hægt að bjóða upp
á svipaða eða sömu þjónustu á
betri kjörum.
Ennfremur er mikill skortur á
upplýsingum og ferðagögnum á
kínversku og lítið sem ekkert um
kínverskar merkingar á algeng-
ustu ferðamannastöðum. Leið-
sögumenn á Íslandi sem tala Kín-
versku heyra til undantekninga og
þá er einnig nefnd sem hindrun
vanþekking Íslendinga á kín-
verskri menningu.
Fréttaskýring | Veruleg aukning í fjölda
kínverskra ferðamanna til Íslands
Spáð gríðar-
legum vexti
Fjöldi kínverskra ferðamanna til
Íslands hefur tífaldast frá árinu 2001
Kínverjar á góðri stund.
Ísland hefur upp á mikið
að bjóða fyrir Kínverja
Hvergi í heiminum er jafnmik-
ill uppgangur og í Kína um þess-
ar mundir. Með bættum lífs-
kjörum hafa Kínverjar aukið og
breytt ferðavenjum sínum um-
talsvert en fjöldi kínverskra
ferðamanna út úr Kína hefur
vaxið úr um 4 milljónum árið
1993 í um 30 milljónir árið 2004.
Sérfræðingar segja að það sé að-
eins byrjunin og spá því að árið
2020 verði kínverskir ferðamenn
orðnir í kringum 100 milljónir.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FJALLGÖNGUMAÐURINN Ívar
F. Finnbogason komst ekki á tind
Pumori í Nepal í byrjun nóvember
og sneri við í 6.100 metra hæð eða
rúmum 1.000 metrum neðan við tind-
inn sem er í 7.161 m hár. Veikindi
leiðangursmanna settu strik í reikn-
inginn og gáfust fjórir af átta leið-
angursmönnum upp. Ívar slapp við
veikindi og gerði tilraun til að ná
tindinum ásamt einum sherpa eftir
að leiðangursstjórinn hafði blásið
leiðangurinn af vegna snjóflóðs sem
féll í fjallinu. Að auki hafði annað
snjóflóð nokkru áður eyðilagt 1.
tjaldbúðir á fjallinu sem gerði leið-
angurinn erfiðari en ella. Vitneskja
um síðarnefnda flóðið lá fyrir hjá
skipuleggjendum leiðangursins en
var ekki kynnt fyrr en þátttakendur
mættu á svæðið og telur Ívar það
hafa verið mjög gagnrýnisvert. Þá
hafi snjóflóðið sem féll á meðan hóp-
urinn var á fjallinu ekki verið það al-
varlegt að það þyrfti að hætta við
leiðangurinn. Ívar telur reynsluleysi
leiðangursstjórans hafa spilað þarna
inn í.
„Vegna þess að ég var ósáttur við
framvindu mála ákvað einn sherp-
anna að reyna við tindinn með mér
en þar sem ég var nýbyrjaður í hæð-
araðlöguninni fann ég að ég átti ekk-
ert í þetta. Um þetta leyti var hóp-
urinn að yfirgefa fjallið þannig að ég
hafði ekki meiri tíma til að gera aðra
tilraun. Þess í stað fórum við á annan
tind í nágrenninu Island Peak (6.165
m) sem er mjög skemmtilegt fjall
þótt það teljist ekki stórt markmið út
frá sjónarhóli fjallamennskunnar.
Þrátt fyrir að þetta hafi farið
svona var auðvitað gaman að koma á
þessar slóðir og sjá náttúruna og
landslagið að ekki sé talað um góð
kynni af sherpunum sem eru sann-
kölluð ofurmenni.“
Sneri við í 6.100 metra
hæð á fjallinu Pumori
Ívar á Island Peak-fjallinu. Íslendingar hafa áður klifið það.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is