Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Asparhvarf 19D Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög glæsilega neðri hæð í tvíbýli með sér inngang, 134,3 fermetrar, ásamt stæði í bílageymslu, vel staðsetta á frábær- um útsýnisstað í austurhlíðum Vatnsendahvarfs. Hæðin stendur hátt og er fagurt út- sýni yfir Elliðavatn og Heiðmörk og allt að Hengilssvæðinu, Vífilfelli og Bláfjöllum. Hæðin skiptist í anddyri, gang, gestasnyrtingu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, hjóna- herbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi, geymslu og þvottahús. Glæsilegar innrétt- ingar frá HTH, tæki frá AEG og gólfefni hlynparket og mustangflísar. Eign í algjörum sérflokki. Verð 34,9 millj. Myndir af eigninni á mbl.is . EGYPTAR gengu að kjörborðinu í gær en þá fór fram fyrsta umferð þingkosninga í landinu. Stjórn- arandstaðan gerir sér vonir um að styrkja verulega stöðu sína á þingi en almennt er talið að valdaflokk- ur landsins, hinn Þjóðlegi lýðræð- isflokkur Hosni Mubaraks forseta, verði eftir sem áður allsráðandi í egypskum stjórnmálum. Þátttaka í þingkosningum hefur jafnan verið lítil í Egyptalandi, oft um 10%. Stuðningur við menn og flokka mótast enda oftlega af öðr- um viðmiðum en þekkjast í rót- grónum lýðræðisríkjum. Í Egypta- landi er algengt að menn greiði atkvæði þeim sem þeir telja að fært geti þeim hinum sömu at- vinnu. Þá er og alsiða að fé sé borið á kjósendur. Margir Egyptar hafa lítið álit á þingheimi. Þeir telja tilgang þingsins þann einan að leggja blessun sína yfir ákvarðanir Mub- araks forseta. Margir telja því næsta tilgangslítið að ganga á kjörfund. Andstæðingar stjórn- valda benda á að Þjóðlegi lýðræð- isflokkurinn hafi haft öll ráð Egypta í höndum sér undanliðin 30 ár. Helsta afrek flokksins felist í að hafa komið upp viðamiklu kerfi flokksgæðinga og alltumlykj- andi spillingar. Þrátt fyrir yfirburðastöðu hins einráða Mubaraks í egypskum stjórnmálum er litið svo á að þing- kosningarnar nú geti talist mik- ilvægar. Mubarak hefur boðað ákveðnar pólitískar breytingar í landi sínu sem margir telja að feli í sér „umbætur“ þótt afar hægt verði farið. Stjórnarandstaðan tel- ur stöðu sína hafa verið að styrkj- ast og flokkar sem hana mynda horfa mjög til forsetakosninganna árið 2011 en þá munu stjórn- málaflokkar, sem fengið hafa meira en 5% fylgi á landsvísu, geta boðið fram. „Íslam er lausnin“ Innan stjórnarandstöðunnar, sem myndað hefur bandalag fyrir kosningarnar nú, ber mest á Múslímska bræðralaginu, ísl- ömskum flokki, sem bannað hefur verið að bjóða fram. „Íslam er lausnin“ er slagorð flokksins, sem berst fyrir því að Egyptaland verði lýst íslamskt ríki. Flokks- menn sinna ýmsum félagslegum verkefnum, sem stjórnvöld hundsa, og sýnast njóta umtals- verðs „grasrótarfylgis“ af þeim sökum. Flokkurinn hefur verið gerður útlægur úr stjórnmálum landsins en fulltrúar hans fara hins vegar fram sem „óháðir“ og gera þeir sér vonir um að vinna allt að 50 þingsæti. Slík niðurstaða þætti umtalsverð tíðindi í stjórnmálum Egyptalands. Gera ýmsir ráð fyrir að stjórnvöld hyggist ekki taka slíka áhættu og muni því beita brögðum. Verði á hinn bóginn ekki gripið til kosningasvika kunna kosning- arnar nú að leiða í ljós raunveru- legan styrk Múslímska bræðra- lagsins. Þá telja ýmsir að gott gengi „óháðra“ frambjóðenda, sem raunar koma einnig úr flokki Mubaraks, geti haft veruleg áhrif í stjórnmálum landsins þ.e.a.s. fari svo að menn þessir kasti ekki hamnum og gangi til liðs við flokka eftir kosningarnar. Á þingi landsins sitja 444 menn. Kosið var til 164 sæta í gær og voru um 1.600 manns í framboði. Önnur umferð kosninganna fer síðan fram 20. þessa mánaðar og hin síðasta 1. desember. Alls bjóða um 5.000 manns sig fram í kosn- ingum þessum. Á kjörskrá í gær voru ellefu milljónir manna. Mub- arak forseti hvatti landsmenn til að nýta sér atkvæðisréttinn. Sagði hann „þátttöku sona og dætra þjóðarinnar“ afar mikilvæga og vísaði til „góðrar“ kjörsóknar í forsetakosningunum fyrr í ár en hún kann að hafa náð 15%. Þá var framboð (heldur lítt þekktra manna) gegn Mubarak í fyrsta skipti heimilað en fram til þessa hafði þingið tilnefnt einn fram- bjóðanda. Það kerfi fól í sér að Mubarak varð jafnan fyrir valinu en hann hefur farið með völdin í landinu frá 1981. Kosningarnar sigraði Mubarak með miklum yf- irburðum og kom sú niðurstaða engum á óvart en samhliða þeim fór fram áður óþekkt umræða um pólitískar umbætur í landinu. Þingkosningarnar nú vekja því ef til vill einkum athygli með tilliti til langtímaþróunar á stjórn- málasviðinu í Egyptalandi. Stjórnarandstaðan í sókn í Egyptalandi? Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is AP MAKAREM el-Deiri (fyrir miðju) er eini kvenframbjóðandi Múslímska bræðralagsins þótt formlega fari hún fram sem „óháður“ frambjóðandi þar eð flokkurinn má ekki bjóða fram í kosningum í Egyptalandi. Múslímska bræðralagið berst fyrir því að Egyptaland verði lýst íslamskt ríki og telur að konum beri einkum að sinna heimili og fjölskyldu. Makarem er 55 ára gömul og hefur doktorspróf í arabískum bókmentum. Með henni á mynd- inni er Nehad Ahamed, kosningastjóri hennar. Konur eru lítt áberandi í þingkosningunum í Egyptalandi. Eftir því sem næst verður komist voru 36 konur í framboði í fyrstu umferðinni í gær en frambjóðendur voru alls 1.635. Auk Makarem el-Deiri hefur borið einna mest á stjórnmálafræðiprófessornum Makram Eibed, sem er kristin kopti, og vel þekkt fyrir stjórnmálastörf í heimalandi sínu. Hún hefur m.a. verið skipuð þingkona af forseta landsins en hefur oftlega skipt um flokka. Hálf öld er nú liðin frá því að hin egypska Rawiyya Attiya var kjörin til setu á þingi, fyrst kvenna í ríkjum Araba. Eini kvenframbjóðandinn Múslímska bræðralagið með „óháða“ frambjóðendur New York. AP, AFP. | Demókratar bættu við sig verulegu fylgi í ýms- um kosningum, sem fram fóru í Bandaríkjunum í fyrradag, en þá voru meðal annars kjörnir ríkis- stjórar í tveimur ríkjum, margir borgarstjórar, dómarar og til ann- arra embætta. Einna mesta athygli vekur þó mikill ósigur Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra í Kaliforníu, en fjórar tillögur, sem hann bar undir kjósendur í ríkinu, voru allar felldar. Demókratar héldu ríkisstjóra- embættunum í New Jersey og Virginíu með auknum meirihluta en í báðum ríkjum einkenndist kosningabaráttan af gífurlegum fjáraustri og persónulegu níði. Sem dæmi um það er nefnt, að Jerry Kilgore, frambjóðandi repúblikana í Virginíu, hélt því fram í sjón- varpsauglýsingum, að Tim Kaine, frambjóðandi demókrata og mikill andstæðingur dauðarefsingar, hefði ekki látið taka Adolf Hitler af lífi, hefði hann einhverju um það ráðið. Í New York var repúblikaninn og auðjöfurinn Michael Bloomberg endurkjörinn sem borgarstjóri en sagt er, að hann hafi lagt fram 100 millj. dollara, rúmlega sex millj- arða ísl. kr., til kosningabaráttunn- ar. Vantraust á Schwarzenegger Í Kaliforníu beið Schwarzenegg- er mikinn ósigur en margir litu á atkvæðagreiðsluna sem stuðnings- yfirlýsingu við hann sjálfan. Fyrir tveimur árum var hann kjörinn rík- isstjóri með miklum yfirburðum en nú mælist stuðningur við hann rúmlega 30%. Fór það líka fyrir brjóstið á mörgum, að hann skyldi halda tillögunum fjórum til streitu með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið þótt skoðanakannanir sýndu, að þær yrðu felldar. Mikilvægasta tillagan var að setja þak á árleg útgjöld ríkisins og opna fyrir niðurskurð á fjárlög- unum á miðju kjörtímabili. Önnur var sú, að vald til að breyta kjör- dæmamörkum skyldi tekið frá þinginu og fært í hendur nefndar, sem skipuð yrði fyrrverandi dóm- urum, og sú þriðja, að verkalýðs- félög mættu ekki styrkja pólitíska flokka nema að fengnu samþykki félagsmanna. Var þessari tillögu beinlínis beint gegn demókrötum, sem njóta mikils fylgis í verkalýðs- hreyfingunni. Fjórða tillagan var um, að reynslutími kennara, sá tími, sem þarf að líða áður en þeir fá skipun, yrði lengdur. Allar voru tillögurnar felldar og sumar með miklum mun. Schwarzenegger reyndi að bera sig vel þrátt fyrir niðurstöðuna en kannanir sýna nú, að 55% kjósenda ætla að hafna honum í ríkisstjóra- kosningum á næsta ári. Ólíkar túlkanir Demókratar eru að sjálfsögðu sigri hrósandi og Howard Dean, formaður flokksins, sagði í gær, að niðurstaðan endurspeglaði ónægj- una með ríkisstjórn George W. Bush forseta. „Kjósendum líkar ekki valdníðsl- an, þeim líkar ekki spillingin og vilja beina þjóðinni inn á nýjar brautir,“ sagði Dean en repúblik- anar neita því, að lesa megi mikið út úr kosningunum. Þeir viður- kenna þó, að þeir eigi verk fyrir höndum áður en kemur að kosn- ingum á næsta ári en þá verður kosið um fjölda þingmanna og 36 ríkisstjóra. Skammbyssubann í San Francisco Kosið var um ýmislegt annað í hinum ýmsu ríkjum og það líklega merkilegast, að kjósendur í San Francisco samþykktu að banna skammbyssur í borginni. Var líka samþykkt að hvetja stjórnendur opinberra skóla til að banna skrán- ingarstjórum hersins að koma þar. Byssubannið þýðir, að óbreyttir borgarar mega ekki vera með skammbyssu á heimili sínu eða í fyrirtækjum. Demókratar sigruðu í ríkisstjórakosningum Schwarzenegger varð fyrir pólitísku áfalli í Kaliforníu Reuters Þessi kjósandi í Kaliforníu vandaði Arnold Schwarzenegger ekki kveðj- urnar en „Tortímandinn“ nýtur ekki lengur sömu vinsælda og hann gerði fyrir tveimur árum er hann var kjörinn ríkisstjóri með miklum mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.