Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Bónus Gildir 10. - 13. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Euroshopper snakk, 200 g.................... 98 0 490 kr. kg Euroshopper tagliatelle, 500 g.............. 69 0 138 kr. kg Frosið fiskfars ...................................... 399 499 399 kr. kg Bónus hveiti ,2 kg ................................ 39 59 19 kr. kg Sykur .................................................. 68 75 68 kr. kg Smjörlíki, 500 g................................... 79 89 158 kr. kg Thule léttbjór í gleri, 6*33 cl ................. 299 399 151 kr. ltr Bónus lambalæri kryddað ..................... 899 998 899 kr. kg KF frosin hangiframpartur m/ beini ........ 595 699 595 kr. kg Frosin lambabógur ............................... 599 0 599 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 10. - 12. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Rækja 1kg (Merlo) ............................... 595 0 595 kr. kg Nautahakk 1 flokkur............................. 798 1038 798 kr. kg Bestu kaupin, 1/2 skrokkur .................. 598 798 598 kr. kg Léttreyktur lambahryggur ...................... 1.298 1.703 1.298 kr. kg Alí partý skinka.................................... 1.274 1.698 1.274 kr. kg Lamba framhryggjafille úr kjötborði........ 1.898 2.698 1.898 kr. kg Nauta roastbeef úr kjötborði ................. 1.598 1.998 1.598 kr. kg Ora Tómatsósa, 1.020 g....................... 129 159 130 kr. kg Egg meðalstór, 10 stk. í pakka .............. 228 285 228 kr. pk. Skyr.is, 500 g, 7 teg............................. 159 189 159 kr. stk. Hagkaup Gildir 10. - 13. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Holta kjúklingalundir í magnpak. ........... 1.607 2.295 1.607 kr. kg Lambahryggur Kjötborð ........................ 995 1.378 995 kr. kg Lambasirlon Kjötborð ........................... 998 1.278 998 kr. kg Lambakótilettur Kjötborð ...................... 1.195 1.398 1.195 kr. kg Floridás Natural ávaxtasafi 1.8 ltr .......... 199 299 99 kr. ltr Kjörís konfekt ísterta 12 manna ............ 999 1.499 999 kr. stk. Krónan Gildir 9. - 15. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Gourmet ungnautahakk........................ 899 1.365 899 kr. kg Krónu þurrkryddað lambalæri................ 989 1.498 989 kr. kg Goða kjötfars í poka nýtt/saltað ............ 452 646 452 kr. kg Bautabúrs grísahnakki léttreyktur .......... 901 1502 901 kr. kg Ali Medisterpylsa ................................. 357 649 357 kr. kg Melónur Cantalópa .............................. 99 170 99 kr. kg Kiwi .................................................... 119 170 119 kr. kg Stjörnu kartöflusalat............................. 219 365 313 kr. kg Dalhof swiss roll kökur, 4 teg. ............... 99 179 330 kr. kg Persil þvottaefni, 5,4 kg........................ 989 1.198 183 kr. kg Nóatún Gildir 10. - 16. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri krydduð .............................. 1298 1498 1298 kr. kg Ungnauta T-beinsteik ........................... 2.990 3.198 2.990 kr. kg Folaldahakk ........................................ 169 399 169 kr. kg Folaldavöðvi innralæri .......................... 1.398 1.798 1.398 kr. kg Bautab. folaldakj. reykt/saltað m.be ..... 389 599 389 kr. kg Greip rautt/hvítt................................... 99 179 99 kr. kg Cheerios tvöfaldur pakki, 1.050 g ......... 299 489 285 kr. kg Egils Jólaöl, 0,5 ltr ............................... 99 119 198 kr. ltr Spergilkál / brokkólí............................. 249 479 249 kr. kg Dalhof hringkökur, 3 teg. ...................... 99 199 248 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 10. - 13. nóv. verð nú verð áður mælie. verð Lambahamborgahryggur, Goði .............. 994 1529 994 kr. kg Helgarlamb m/krydd f. ísl. Lamb. .......... 1.224 1.748 1.224 kr. kg Folaldakjöt reykt, Borgarnes ................. 399 587 399 kr. kg SS Lambalæri hálf úrbeinað ................. 1259 1798 1.259 kr. kg Kalkúnaborgarar steiktir ....................... 979 1398 979 kr. kg Vivana Ís 0,9L ..................................... 399 549 443 kr. kg Vínber rauð ......................................... 199 389 199 kr. kg Sveppir „Náttúra“, 250 g box ................ 99 213 396 kr. kg Folaldakjöt á lækkuðu verði  HELGARTILBOÐIN| neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg É g borða ekki mikið heima og því hafa mín innkaup þróast í þá átt að ég versla yf- irleitt í Krambúðinni á Skólavörðustíg. Það er eiginlega eina búðin sem ég versla í og mín rök fyrir því eru að þegar maður er einhleypur þá eldar maður minna, er sjaldnar heima og enginn borðar matinn nema maður sjálfur, því skemmist hann bara,“ segir Helga og bætir við að þótt matvara í Krambúðinni sé aðeins dýrari en annars staðar geri hún svo mikil smáinnkaup að verðið skipti ekki miklu máli. „Ég hef fengið gagn- rýni á að ég sé ekki beint hagsýnn námsmaður að versla alltaf í Kram- búðinni og vissulega er ég það ekki alltaf en annar innkaupamáti hent- ar mér ekki. Ég tók mig á um dag- inn og fór í Bónus og keypti þar fullt af mat. Vikan á eftir fór svo bara í það að stressa sig yfir að klára matinn svo hann skemmdist ekki. Í lok vikunnar endaði ég á því að henda átján kjúklingavængjum sem ég keypti á þessu þvílíka til- boði því ég náði ekki að torga þeim, hefði ég eldað þá hefði ég þurft að borða eintóma kjúklingavængi næstu dagana. Ég var búin að elda fullt af því sem ég keypti í stór- innkaupaferðinni og hafði ekki und- an, tekið skal fram að ég er ekki með frysti. Þá komst ég að því að hagstæðustu innkaup mín geri ég í Krambúðinni því þar kaupi ég skynsamlega inn og í takt við minn lífsstíl.“ Haldin valkvíða Helga segir að það fáist allt í Krambúðinni og ef það sé ekki til þar þá þurfi hún ekki á því að halda. „Ég er líka haldin ákveðnum valkvíða og því er fínt að versla í Krambúðinni, þar þarf ekki að velja á milli margra tegunda af hverri vöru.“ Helga verslar einu sinni til tvisv- ar í viku til heimilisins í Krambúð- inni en kaupir sér svo mat í skól- anum, vinnunni og á kaffihúsum. Hún reynir að passa upp á mat- aræðið þótt hún eldi ekki ofan í sig sjálf og segist ekki borða neitt skyndibitafæði. „Það er alveg hægt að vera í hollustunni þótt maður geri ekki stórinnkaup,“ segir Helga en að eigin sögn er ísskápurinn heima hjá henni yfirleitt tómur. „Ég elda ekki oft heima hjá mér því það er ekkert gaman að borða einn og ég hef lítinn tíma til að elda. Þá sjaldan ég geri stór- innkaup býð ég vinum og ætt- ingjum í mat til þess að hjálpa mér að klára heilu farmana af tilboðsk- júklingum.“ Uppáhaldsmatur Helgu er ís- lensk kjötsúpa, aðspurð segist hún aldrei elda hana sjálf heldur láti aðra um það. „Taílenskur matur er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og sesarsalatið á Vegamótum.“ Eggaldinslasagna Á bak við uppskriftina sem Helga gefur okkur hér í lokin er lítil saga. „Ég og ítölsk vinkona mín vorum skiptinemar úti í Frakklandi og eins og oft rétt fyrir mánaðamót áttum við ekki neinn pening fyrir mat. Þá dró hún fram: eitt eggaldin tómatsósu í niðursuðudós (hægt að kaupa lasagnatómatsósu) mozzarellaost parmesanost salt og pipar Hún skar eggaldinið niður í langsum sneiðar, saltaði þær og lét þær svitna í svolítinn tíma. Steikti síðan sneiðarnar á pönnu og bjó til lasagna. Til þess notaði hún egg- aldinið eins og lasagnaplötur, setti svo tómatsósuna, mozzarella- sneiðar, parmesanost, salt og pipar á milli sem fyllingu og ost yfir. Svo var þetta sett inn í ofn í u.þ.b. tutt- ugu mínútur eða þangað til ost- urinn var bráðnaður. Þetta er mjög gott, tiltölulega einfalt og ein ljúffengasta máltíð sem ég hef fengið. Við urðum mjög saddar eft- ir þetta og lifðum fram að mán- aðamótum.“  MATARKARFA | Helga Arnardóttir verslar í Krambúðinni Gerir ekki stressandi stórinnkaup Morgunblaðið/Ásdís Í lok vikunnar endaði Helga Arnardóttir á því að henda átján kjúklinga- vængjum sem hún keypti á þessu þvílíka tilboði. Helga Arnardóttir er fréttamaður á fréttastofu Út- varps og nemi á lokaári í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Hún hefur búið ein í miðbæ Reykja- víkur síðustu fimm ár. Á þeim árum hefur reynslan kennt henni að það borgar sig ekki að gera stór- innkaup. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is JÁ, dótturfélag Símans, hefur tekið í notkun nýja þjónustu þar sem sím- notendur geta fengið upplýsingar um símanúmer með SMS-skila- boðum. Símnotendur sem vilja vita hver á tiltekið símanúmer senda ein- faldlega SMS-skilaboð með þessu tiltekna númeri til 118 og nær sam- stundis fá þeir SMS-skilaboð með umbeðnum upplýsingum. Í SMS- skilaboðunum frá 118 kemur fram nafn þess sem skráður er fyrir núm- erinu og heimilisfang. Í fréttatilkynningu frá Já kemur fram að þjónustan eigi eftir að koma sér vel fyrir þá sem eru á ferðinni og komast ekki í tölvusamband. Gjald fyrir þessa þjónustu er 29 krónur fyrir hvert SMS-skilaboð.  NÝTT Svara með SMS-skila- boðum Ora kynnir tómatsósu Ora hefur sett á markað tómatsósu. Forskriftin er klass- ísk uppskrift frá Bandaríkjunum og í fréttatilkynningu frá Ora kemur fram að varan sé unnin í nánu samstarfi við gamalgróið banda- rískt tómatsósu- fyrirtæki. Í vöruna eru eingöngu notaðir fullþroskaðir tómatar, sem á að tryggja betra bragð og rétta áferð. Ora- tómatsósa er fá- anleg í plast- flöskum, annars vegar 680 g og hins vegar 1020 g. Íslenskir dagar í Fjarðarkaupum Íslenskir dagar standa yfir í Fjarðarkaupum til laugardagsins 12. nóvember. Dagarnir eru hluti af landsátaki Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja innan samtakanna undir kjörorðinu Þitt val skiptir mál- isemhófst í ágúst í fyrra. Á íslensk- um dögum verður lögð áhersla á að kynna nýjungar í íslenskri fram- leiðslu og áhugaverða framsetningu á vörum og þjónustu. Fjöldi vöru- kynninga verður fyrir viðskiptavini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.