Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 29
UMRÆÐAN
MÁLEFNI aldraðra hafa verið
mikið í umræðunni undanfarið og
hefur hvað hæst borið aðbúnað og að-
stæður á Sólvangi.
Umfjöllun um þessi
mál má ekki skorðast
eingöngu við sjúkra-
stofnanir eða dval-
arheimili. Ekki má
gleyma þeim ein-
staklingum sem búa í
eigin húsnæði og þurfa
á aðstoð að halda heima
við.
Aldraðir sem búa í
heimahúsum eru misvel
á sig komnir andlega og
líkamlega. Það er rétt-
ur hvers og eins að fá að
búa heima eins lengi og
hann getur og því er krafa og við-
fangsefni hvers sveitafélags að gera
honum það mögulegt. Bent skal á að
90% aldraðra búa í heimahúsum og
það ber að sjá til að þeir fái þá þjón-
ustu sem þeir þurfa og seinka þannig
eða koma í veg fyrir stofnanavistun.
Þjónustan verður alltaf mjög ein-
staklingsbundin og fer eftir andlegu
og líkamlegu heilbrigði, allt frá því að
þurfa að fá aðstoð við heimilisþrif upp
í að þurfa daglega heimahjúkrun. Það
ætti að vera stolt hvers sveitarfélags
að hugsa vel um þá einstaklinga sem
hafa byggt upp og skapað okkur sem
yngri erum það þjóðfélag sem við lif-
um í.
Oft er því þannig varið að öldruð
hjón eða sambýlisfólk er misvel á sig
komið. Þess vegna er nauðsynlegt að
sveitarfélagið bjóði upp
á mismunandi úrræði.
Dagvistun er eitt af
þeim úrræðum sem
hvert sveitafélag ætti
að leggja alúð við að
bjóða upp á. Við í Hafn-
arfirði erum að opna
dagvistunardeild fyrir
minnissjúka í samvinnu
við félag aðstandenda
Alzheimersjúklinga. Við
höfum líka verið svo
lánsöm að fá að njóta
þjónustu Hrafnistu fyr-
ir einstaklinga sem
þurfa á dagþjónustu að halda. En bet-
ur má ef duga skal. Við verðum að
bjóða fólkinu okkar upp á fleiri úræði.
Það eru til einstaklingar sem vegna
sjónmissis og hreyfihömlunar er ekki
fært til að færa björg í bú. Við verð-
um að mæta þessum þörfum og sjá til
að úrlausn fáist sem fyrst.
Lækkun eða niðurfelling á fast-
eignagjöldum til aldraðra ætti að
vera stolt hvers sveitarfélags að veita.
Margir búa í stórum sem smáum
eignum, sem eru skuldlausar og hafa
ekki efni á að greiða þá háu fast-
eignaskatta sem lagðir eru á þá.
Þetta gerir eldri borgurum kleift að
búa í eigin húsnæði eins lengi og fært
er og þeir þurfa því síður á dýrum
vistunarplássum að halda, séu þeir
færir til þess. Í mínum huga er nauð-
synlegt að aldraðir eignist umboðs-
mann, sem þeir geti leitað til með sín
málefni. Tryggingakerfið á Íslandi er
allt of flókið og torsótt. Eldri borg-
arar hafa oft á tíðum hvorki heilsu né
kraft til að leita réttar síns. Þetta
embætti myndi létta öldruðum að
sækja þau réttindi sem þeir eiga sam-
kvæmt lögum rétt á.
Aldraðir eru ekki háværir né
kröfuharðir á sín réttindi. Því ber
okkur sem yngri erum skylda til að
búa þeim gott ævikvöld.
Umboðsmaður
aldraðra óskast
Eftir Guðrúnu Jónsdóttur ’Aldraðir eru ekki há-værir né kröfuharðir á
sín réttindi. Því ber okk-
ur sem yngri erum
skylda til að búa þeim
gott ævikvöld.‘
Guðrún Jónsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og
frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði í 3.–4. sæti.
Prófkjör Hafnarfjörður
KÓPAVOGUR er á tímamótum.
Undraverð þróun síðustu ára hefur
skapað nýjan grundvöll. Í bænum er
ný öld og ótal tækifæri.
Framsóknarflokkurinn
hefur tekið virkan þátt
í þessari mögnuðu þró-
un. Flokkurinn stend-
ur líka á tímamótum,
nú þarf að velja nýja
forystu í Kópavogi.
Þetta val hefur afger-
andi áhrif á stöðu
flokksins á komandi
tíð.
Bærinn er fyrir fólk-
ið. Kópavogur á að
vera bær þar sem allir
íbúar njóta sanngirni
og réttlætis, bær þar
sem skólar og stofn-
anir eru áfram í
fremstu röð. Fram-
sóknarflokkurinn
stendur fyrir styrka
fjölskyldustefnu. Heil-
brigð starfsemi íþrótta
og tómstunda styrkir
fólk á öllum aldri. Eft-
irspurn eykst og fleiri lifa lengur og
betur. Það er mikilvægt að fylgja
þróuninni. Kópavogur þarf enn að
hugsa stórt í málefnum aldraðra.
Kópavogur á að vera bær fólksins alls
þar sem skipulag og samningar
standa og skattheimta er ekki meiri
en í nágrannasveitum.
Það er brýnt að efla bæjarbraginn.
Sú stefna er mörkuð, en töluvert í
land. Kópavogsdalur er miðja íþrótta,
útivistar og verslunar. Það þarf að
létta á umferðarhnútum þar og ljúka
fegrun Dalsins. Það er almennilegur
bæjarbragur að Kópavogsvöllur sé
alvöru leikvangur með yfirbyggðri
stúku. Bæjarbragur verður líka betri
þegar Hamraborgarsvæðið tengist
Borgarholtinu og djásnunum þrem-
ur. Fólk þarf að komast
fyrir á þessu svæði. Það
er brýnt að skerpa á
merkingum og skipulagi
sem þykja grundvall-
aratriði í vestrænum
heimi.
Það er önnur útivist-
arparadís í Fossvogsdal,
þar sem bæjarmörk
standa í vegi fyrir já-
kvæðri þróun. Íþrótta-
félögin HK og Víkingur
hafa sett bæjar og borg-
aryfirvöldum gott for-
dæmi með samvinnu.
Það er skylda Kópavogs
og Reykjavíkur að þróa
svæðið saman, svo íbú-
arnir njóti sín. Þar ber
að ræða gerð sundlaug-
ar og annarra mögu-
legra sameiginlegra
mannvirkja.
Nú er lag á nýrri öld.
Kópavogur hefur alla
burði til að verða afburðabær. Fyr-
irtækjarekstur er í blóma, uppbygg-
ing heldur áfram. Í opnu prófkjöri á
laugardaginn fá bæjarbúar sjaldgæft
tækifæri til að velja Framsókn öfluga
forystu. Veik forysta í Framsókn
gæti leitt af sér eins flokks stjórn í
vor. Það er engum hollt.
Flokkur á
tímamótum
Eftir Samúel Örn Erlingsson
’Nú er lag ánýrri öld. Kópa-
vogur hefur alla
burði til að
verða afburða-
bær.‘
Höfundur býður sig fram í 1. sæti
í prófkjöri framsóknarmanna í
Kópavogi.
Prófkjör Kópavogur
Samúel Örn Erlingsson
ÉG ER stuðningsmaður þess að
foreldrar fái laun fyrir að vera
heimavinnandi með barni/börnum
sínum. Ef annað foreldrið hefur
tækifæri til að vinna
sveigjanlegan vinnu-
tíma á sveitarfélagið
að greiða því laun ef
það kýs að vera heima.
Kópavogsbær hefur
dafnað og eflst í gegn-
um árin. Íbúafjöldinn
er orðinn 27 þúsund.
Kópavogsbær hefur
því alla möguleika á
því að vera fjöl-
skylduvænasta sveit-
arfélagið. Að taka for-
ystu í þessum málum
og styðja við fjöl-
skyldur í sveitarfélaginu. Leik-
skólar eru vissulega öflugir í upp-
eldi barnanna og styðja við
fjölskyldur. Hvers vegna fæst ekki
fólk til vinnu á leikskólum? Því
kjörin eru ekki góð miðað við
vinnuframlag. Þar ætti Kópavogs-
bær að gera vel við starfsfólk leik-
skólanna og finna leiðir til að bæta
kjör þess. Það þarf stúdentspróf í
dag og þriggja ára háskólanám til
að verða leikskólakennari. Gleym-
um því ekki og metum þetta ómet-
anlega starf sem fram fer á leik-
skólum. Það ætti því að vera val
hvort barn sé allan daginn á leik-
skóla eða hvort foreldri kýs að vera
heima hálfan daginn með barni/
börnum sínum. Allir skólar bjóða
upp á dægradvöl eftir að skóla lýk-
ur sem er gott mál. En valið um að
vera heima hjá barni/börnum sínum
ætti líka að ná upp í 1.–4. bekk
grunnskólans. Við tölum um vinnu-
tíma barna. Er það ekki orðið óeðli-
legt að tala um vinnutíma þeirra?
Hvar er tími fyrir leiki og að vera
heima hjá sér? Gætum að framtíð-
inni, við höfum hana í dag og fram-
tíðin er barnanna.
Uppbyggingarstarf það sem Sig-
urður Geirdal hóf í þjónustu við
íbúa í Kópavogi er sú stefna sem
markvisst á að sækjast eftir. Að-
búnaður aldraða og félagslegt hús-
næði er með því besta sem þekkist
hjá sveitarfélögum. Menningar-
starfsemin er með miklum blóma
og íþróttamál í góðum farvegi.
Kópavogsbær hefur enda ákveðið
að styrkja þær íþróttir sem við-
urkenndar eru af Íþróttasambandi
Íslands. Það á líka að
styrkja tónlistarnám
og listnám ýmiskonar
sem er mikilvægt fyrir
hag barnanna.
Áherslur mínar í
umhverfismálum eru
að byggja upp græn
svæði í Kópavogi.
Myndarlega hefur ver-
ið staðið að uppbygg-
ingu göngustíga í bæn-
um en það þarf fleiri
græn svæði. Áður fyrr
var Smárinn mosa vax-
inn með fallegum holt-
um og steinum. Ekkert friðland var
tekið frá þar. Við þurfum að huga
betur að náttúrunni og búa til svæði
sem ekki verði hróflað við. Holtið
við Kópavogsbrúna er gott dæmi
um náttúrufegurð sem er friðhelg.
Þar standa Kópavogskirkja og
Gerðasafn ásamt Salnum í fallegu
umhverfi. Mikilvægt er að halda
Holtinu okkar óbreyttu.
Ég býð mig fram í 3. sæti fyrir
Framsókn í Kópavogi. Ég er
menntaður kennari og námsráðgjafi
og hef starfað í grunn- og fram-
haldsskólum. Ég á tvö börn. Hef
unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir
Framsóknarflokkinn í gegnum tíð-
ina. Fjölskyldumálin og þjónusta
Kópavogsbæjar við íbúa sína eru
mér hugleikin og hvet ég ykkur til
að koma í Smáraskóla hinn 12. nóv-
ember milli kl. 10 og 20 og kjósa
mig í 3. sætið.
opu@simnet.is
Foreldrar heima
með börnum sínum
Eftir Ólöfu Pálínu Úlfarsdóttur ’Við þurfum að hugabetur að náttúrunni og
búa til svæði sem ekki
verði hróflað við.‘
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Höfundur býður sig fram í prófkjöri
Framsóknarflokksins í Kópavogi og
óskar eftir 3. sæti listans.
Prófkjör Kópavogur
Föt fyrir
allar konur
á öllum aldri
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16
HVAÐ SKIPTIR ÞIG MÁLI ÞEGAR ÞÚ SELUR EIGNINA ÞÍNA?
VIÐ BJÓÐUM:
DP FASTEIGNIR ERU BYGGÐAR Á GRUNNI OG ÞEKKINGU DP LÖGMANNA
Fasteignasalan DP FASTEIGNIR er í Félagi Fasteignasala.
- Heiðarleg og vönduð vinnubrögð.
- Persónulega þjónustu.
- Þekkingu.
- Þrír löggiltir fasteignasalar starfa hjá DP FASTEIGNUM.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is
REKAGRANDI 10 – OPIÐ HÚS
67 fm mjög góð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð (jarð-
hæð) í litlu 3ja hæða húsi við Rekagranda. Íbúðinni
fylgir ca 40 fm nýleg sérverönd með skjólvegg til
suð-austurs. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, góða stofu,
geymslu, baðherbergi og svefnherbergi. Falleg og
þrifaleg sameign. Íbúð 1-1. V. 14,8 m. 5989.
Sigrún (sími 869 6571) sýnir í dag
milli kl. 17.00 og 18.30. Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.