Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 17
ERLENT
• Einstaklingsmiðað nám er skipulagt í
ljósi námsgetu, áhuga og stöðu hvers
nemanda.
• Nemandinn setur sér sjálfur markmið í
samvinnu við kennara og foreldra og
velur sér námsleiðir.
Menntasvið
Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs, og Gerður G.
Óskarsdóttir, sviðsstjóri
Menntasviðs Reykjavíkur-
borgar, kynna hugmynda-
fræðina á bak við
einstaklingsmiðað nám og
nýtt matstæki fyrir
grunnskóla.
Kynnt
u þér
skóla
á nýr
ri öld
Opnir fundir fyrir
skólafólk og foreldra
í Breiðholtsskóla
fimmtudag
10. nóv.
kl. 20:00
Hvað er einstaklingsmiðað nám
og hvernig er það metið?
!
"
#
! "
# $ !%
&' (() !"
$ %
( ) *
+ , !
-( "(!
. (
( ( +
"
#
,, ( /(
0 (
( 0
!
"
#
"
"
$ %
&
Erlendum óeirða-
seggjum vísað úr landi
mestu óeirðum þar í landi frá stúd-
entauppreisninni í maí 1968 væri að
linna.
Er þetta í fyrsta skipti í nær hálfan
mánuð sem árásum fækkar frá nótt-
inni áður í borgarhverfum þar sem
óeirðir hafa geisað. Að sögn franska
innanríkisráðuneytisins var kveikt í
617 bílum í landinu öllu í fyrrinótt, en
yfir 1.100 nóttina áður.
Lögreglan handsamaði um 300
manns í fyrrinótt og alls hafa yfir
1.800 verið handteknir frá því að
óeirðirnar hófust.
Skoðanakönnun, sem birt var í
gær, bendir til þess að 73% Frakka
styðji þá ákvörðun stjórnarinnar að
grípa til neyðarlaga sem heimila út-
göngubann á næturnar í hverfum þar
sem óeirðir geisa. Um 12% aðspurðra
sögðust hafa skilning á óeirðunum en
aðeins eitt prósent kvaðst hafa samúð
með óeirðaseggjunum.
Stjórnin sagði að hægt yrði að beita
lögunum á öllu Parísarsvæðinu ef
þörf krefði en lögreglan sagði í gær að
engin áform væru um útgöngubann í
miðborginni.
París. AFP. | Nicolas Sarkozy, innan-
ríkisráðherra Frakklands, fyrirskip-
aði í gær að óeirðaseggjum, sem ekki
eru með franskan ríkisborgararétt,
yrði vísað úr landi.
Ráðherrann sagði að lögreglan
hefði handtekið 120 útlendinga fyrir
þátttöku í óeirðunum í Frakklandi.
Þeim yrði öllum vísað úr landi, meðal
annars nokkrum sem eru með dval-
arleyfi.
Verulega dró úr íkveikjum og árás-
um á lögreglumenn í Frakklandi í
fyrrinótt og vakti það vonir um að
Monrovíu. AP, AFP. | Hagfræðing-
urinn Ellen Johnson-Sirleaf virtist í
gær vera að tryggja sér forseta-
embættið í Líberíu en þegar búið
var að telja á þriðjungi kjörstaða
hafði hún mikið forskot á knatt-
spyrnusnillinginn George Weah.
Samkvæmt þessum fyrstu tölum
var Sirleaf með 60,4% atkvæða en
Weah 39,6%. Brást Weah við með
því að lýsa því yfir, að mikil brögð
hefðu verið í tafli og sakaði hann
starfsmenn á kjörstöðum um að
hafa fyllt kjörkassa með at-
kvæðaseðlum merktum Sirleaf.
Tóku stuðningsmenn hans undir
það með því að hrópa „Enginn
Weah, enginn friður“ en flestir
vona, að í því hafi þó ekki falist nein
hótun.
Weah hélt því raunar líka fram
að eftir fyrri umferð forsetakosn-
inganna hefði verið beitt víðtæku
kosningasvindli en Frances John-
son Morris, yfirmaður landskjör-
stjórnar, sagði, að í bæði skiptin
hefðu ásakanirnar verið tilhæfu-
lausar.
Alan Doss, fulltrúi Sameinuðu
þjóðanna í Líberíu, sagði í gær, að
kosningarnar hefðu farið vel fram
og yrðu vonandi til að boða betri
tíma fyrir íbúana í þessu stríðs-
hrjáða landi.
Fyrsti kvenforseti í Afríku?
Sirleaf er hagfræðingur frá Har-
vard í Bandaríkjunum og hefur
meðal annars starfað fyrir Samein-
uðu þjóðirnar. Störf hennar á veg-
um fyrri ríkisstjórna í Líberíu
þykja henni þó ekki til framdráttar
en verði hún kjörin, verður hún
jafnframt fyrsta konan til að gegna
forsetaembætti í Afríku.
Um 1,3 milljónir manna voru á
kjörskrá en svo virðist sem kjör-
sókn hafi verið minni í síðari um-
ferðinni en þeirri fyrri. Þá fékk
Weah 28% atkvæða en Sirleaf 20%
en þá voru frambjóðendur alls 22.
Sirleaf með gott for-
skot á George Weah
Ellen Johnson-Sirleaf