Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 37 DAGBÓK Skólaþing er haldið í Garðabæ í dag. PállJóhann Hilmarsson er formaður skóla-nefndar Garðabæjar: „Markmið okkarmeð skólaþinginu er að vinna áfram að endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, en hún nær yfir leikskólann, grunnskólann og tónlistar- skólann. Við viljum móta stefnuna til ársins 2009 og skipaði bæjarstjórnin nýverið stýrihóp sem falið hefur verið að leiða þessa vinnu. Stýrihóp- urinn valdi þá leið að efna til íbúaþings svo að viðhorf og skoðanir bæjarbúa fái að koma fram.“ Páll segir öflugt skólastarf eina af forsendum velferðar barna: „Öll eigum við það sameiginlegt að vilja hag barna okkar sem mestan og skóla- yfirvöldum er ljóst mikilvægi þess að virkja íbúana og foreldrana, jafnt sem starfsmenn skól- anna, til að koma að þessari vinnu, þannig að við fáum góða stefnu sem endurspeglar viðhorf íbú- anna og framtíðarsjónarmið.“ „Fyrirséð er að nám til stúdentsprófs mun styttast og þá aðallega á framhaldsskólastigi. Þar með mun vægi grunnskólanámsins aukast og því mikilvægt að vel verði hugað að því,“ segir Páll og bætir við að margt hafi áunnist með núver- andi skólastefnu: „Skólarnir okkar eru vinsælir, eftirsóttir af foreldrum jafnt sem kennurum – en hvergi má finna hærra hlutfall menntaðra grunn- skólakennara en í skólum Garðabæjar. Nýleg könnun leiddi sömuleiðis í ljós að foreldrar í Garðabæ eru almennt mjög ánægðir með starf skólanna.“ Sem dæmi um atriði sem Garðabær getur hreykt sér af nefnir Páll það valfrelsi sem for- eldrar hafa um í hvaða skóla þeir senda börn sín: „Engir hverfamúrar stýra vali fólks og við látum raunhæft fjármagn fylgja hverju barni sem kýs að fara í einkarekna skóla innan sem utan sveit- arfélagsins. Því þarf ekki að innheimta skóla- gjöld af börnum sem koma úr Garðabæ. Fjár- magnið tryggir að raunverulegt jafnrétti ríkir til náms fyrir öll börn í Garðabæ.“ Á fundinum gefst þátttakendum færi á að koma hugmyndum sínum á framfæri á óform- legan og auðveldan hátt. Þá verða myndaðir fjór- ir smærri umræðuhópar, hver fyrir sitt svið: leik- skóla, grunnskóla, tónlistarskóla og loks samstarf og samþættingu. „Okkur er mjög í mun að efla samstarf og samþættingu allra þessara liða, sem og tengslin við íþrótta- og æskulýðs- félögin, og huga að samfellunni í skólastarfinu,“ segir Páll. Að skólaþinginu loknu gefst áhugasömum kostur á að skrá sig til frekari þátttöku í vinnu tengdri hverjum þætti. Skólaþingið er haldið í Flataskóla og mun standa frá kl. 19.30 til 22. Menntamál | Skólaþing fyrir íbúa Garðabæjar haldið í Flataskóla í kvöld Skólastefna Garðabæjar mótuð  Páll Hilmarsson er bæjarfulltrúi og for- maður skólanefndar í Garðabæ. Hann útskrif- aðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskól- anum í Reykjavík árið 1987. Páll starfar sem fram- kvæmdastjóri mark- aðssviðs hjá Innnesi ehf. og þar á undan sem framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Þórður Sveinsson & co. en hún sameinaðist Innnesi árið 2001. Páll situr í stjórn Sorpu og sem varamaður í stjórn Strætó bs. Páll er kvæntur og á tvö börn. Úrslitaleikurinn. Norður ♠K86 ♥KD S/Allir ♦D6432 ♣DG7 Vestur Austur ♠ÁD1092 ♠3 ♥G9753 ♥Á10842 ♦75 ♦KG9 ♣2 ♣8643 Suður ♠G754 ♥6 ♦Á108 ♣ÁK1095 Fyrsta tveggja stafa sveiflan í síð- ustu lotu úrslitaleiksins á HM datt í dálk Ítala. NS eiga 25 punkta sín á milli og því er ekki óeðlilegt að enda í þremur gröndum. Sá samningur er þó vonlaus með hjartaútspili, svo Fantoni og Nunes gerðu vel í því að stansa í bút: Vestur Norður Austur Suður Soloway Fantoni Hamman Nunes -- -- -- 2 lauf Pass 2 tíglar * Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass Pass Pass Eftir eins konar Precision-opnun á tveimur laufum hlerar Fantoni með tveimur tíglum og gefur svo geim- áskorun með þremur laufum í kjölfar- ið. Sem Nunes hafnar, auðvitað, enda með lágmarksopnun. Útspilið var tígull og Nunes var fljótur að innbyrða níu slagi: 110 í NS. Góð afgreiðsla, en Lauria og Versace gerðu enn betur á hinu borðinu: Vestur Norður Austur Suður Versace Meckstroth Lauria Rodwell -- -- -- 1 tígull 2 tíglar * 2 hjörtu * 4 hjörtu Pass Pass Pass Versace kom hálitunum í spilið með því að melda ofan í tígulopnun Rod- wells og Lauria stökk í fjögur hjörtu. Meckstroth stillti sig um að dobla, þrátt fyrir 13 punkta á móti opnun makkers. Það reyndist viturlegt, því vörnin fékk aðeins þrjá slagi. Rodwell spilaði út laufás og lagði síðan niður tígulásinn. Lauria þurfti þá ekki að hitta í litinn og gaf aðeins einn slag í viðbót á tromp: 620 í AV og 12 stig til Ítala. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Um sölu á Heilsuverndarstöðinni ÉG sá auglýsingu í Morgunblaðinu sunnudaginn 6. nóvember um sölu á Heilsuverndarstöðinni. Hvað er í gangi hjá borginni og ríkinu? Það á ekki að selja Heilsu- verndarstöðina, hún á að vera nýtt fyrir okkur fólkið í landinu eins og hún var. Það vantar pláss fyrir minnisveikt fólk, fyrir gamla fólkið, fyrir hvíldarinnlögn, mæðraskoðun, ungbarnaeftirlit o.fl. Húsið er kjörið í það og nægt er plássið. Nú finnst mér að ráðamenn þjóð- arinnar eigi að taka til hendinni og stoppa þessa vitleysu. Það er verið að tala um það að byggja og byggja. Af hverju ekki að nýta þetta fallega hús fyrir okkur í landinu? Það er komið nóg af mistökum hjá R- listanum. Takið til hendinni. Eru ekki kosningar á næsta ári? E.D. Blá ökuljós ÞAÐ er alveg hræðilega vont að mæta bílum með halógenljósum (blá ljós). Við höfum rætt þetta fjöl- skyldan og vinir, bæði ungir sem gamlir, og erum sammála því að þessi ljós séu slæm því að eftir að maður mætir bíl með þessum ljósum þá blindast maður í augnablik. Það hlýtur að vera slæmt fyrir augun. Ég skil ekki af hverju það er leyft að nota svona ljós því ég álít þau skað- leg. Guðbjörg. Hvítur gári týndur í Hafnarfirði HVÍTUR gári týndist sl. sunnudag í norðurbæ Hafnarfjarðar. Hann er með bláan depil á bakinu og ekki mjög spakur. Þeir sem hafa séð hann eða náð honum vinsamlegast hringið í síma 565 4675 eða 822 7473. Morgunblaðið/Golli Hlutavelta | Þær Karitas Marý Bjarnadóttir og Laufey Jörgensdóttir færðu Kópavogsdeild Rauða krossins 2.267 kr. sem þær söfnuðu með því að halda tombólu fyrir utan Nettó í Sala- hverfi. Upphæðin mun að venju renna til styrktar börnum í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SÖLUSÝNING á hringum verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag. Á sýningunni sýna 40 hönnuðir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku með ólíkar útfærslur á hringaform- inu. Efniviðurinn er af ýmsum toga, allt frá eðalmálmum, gulli og silfri í silíkon, glerperlur, gúmmí, fílabein og skinn. Hugmyndaflugið virðist endalaust og útkoman er æv- intýraleg á köflum, segir í kynningu. Sýningin hefur ferðast á milli safna í Noregi frá október 2004. 250 hringar eru til sýnis og geta áhuga- samir sýningargestir mátað og keypt hringa sem þeir hrífast af. Sýningin er opin frá 9–17 alla daga og stendur til 18. desember. Hringasýning í Norræna húsinu                                                                              !"#  #  !$#  #                 !" #! $ %&  ' $   !" #! $ ((( &   $ %   Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi við Boðahlein. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS VIÐ BOÐAHLEIN ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali VETRARSTARF Skálholtskórsins er nú komið á fullt skrið og mörg verkefni framundan. Í september og október tók kórinn þátt í ára- mótakveðju Ríkissjónvarpsins ásamt fleiri kórum á Suðurlandi. Upptökur fóru fram í Hveragerð- iskirkju, en myndatökur voru í fjör- unni á Stokkseyri og við Húsið á Eyrarbakka. Nú er verið að æfa fyrir upp- tökur á nýjum geisladiski sem tek- inn verður upp í Skálholtskirkju og styrkir Skálholtsstaður útgáfuna. Á diskinum verða sálmar og önnur kirkjuleg tónlist, ýmist með eða án orgelundirleiks. Útgáfudagur verð- ur undir vorið 2006. Aðventutónleikar kórsins verða haldnir laugardaginn 10. desember nk. kl. 17 og aftur kl. 20 í Skálholts- dómkirkju. Einsöngvarar verða Sigrún Hjálmtýsdóttir og Páll Ósk- ar Hjálmtýsson ásamt hörpuleik- aranum Monicu Abendroth og einn- ig syngur Barna- og kammerkór Biskupstungna með á tónleikunum. Sú hefð hefur myndast undanfarin ár að frumflytja nýtt jólalag eftir tónskáld af heimaslóðum og verður í þetta sinn frumflutt lag eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson úr Laugarási. Á næsta ári eru liðin 950 ár frá stofnun biskupsstóls í Skálholti, 50 ár frá endurreisn Skálholtsstaðar og 400 ár frá fæðingu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti. Eitt af því sem á döfinni þá er flutn- ingur á Brynjólfsmessu eftir Gunn- ar Þórðarson á vormisseri 2006 og eru æfingar hafnar. Margt á döfinni hjá Skálholtskórnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.