Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 31 MINNINGAR eftir heimboði til að skoða nýja grip- inn. Við fórum og leigðum Gone With the Wind sem var uppáhalds kvik- myndin hennar ömmu og þannig var hún að sjálfsögðu uppáhalds myndin mín líka. Hún sagði mér frá því hvern- ig hún hefði klætt sig upp þegar hún fór í bíó og hún mundi það eins og í gær þegar hún fór að sjá myndina (umrædda mynd) í kvikmyndahúsi. Enn í dag á þessi kvikmynd stað í hjarta mínu. Árið 1990 ákvað amma að kaupa tvo ársmiða í Borgarleikhúsið og bauð mér með sér þann vetur. Þetta fannst mér alveg æðislegt, að fá að klæða mig upp og fara eins og fullorðna fólk- ið í leikhús og ekki á einhver barna- leikrit heldur alvöru leikrit og er mér minnistæðast leikritið „Fló á skinni“, hugsanlega af því að amma ræddi svo mikið um það. Undanfarin 5 ár bjó amma á Hjúkrunarheimilinu Eir. Henni þótti alltaf gaman að fá gesti en henni þótti það sérstaklega gaman þegar ég tók Lukku, litlu kisuna mína, með í heim- sókn. Það var svo gaman að sjá hvað þær voru góðar saman og hversu mikla „lukku“ hún vakti hjá ömmu og öðrum vistmönnum. Það er með söknuði sem ég kveð ömmu mína í dag og lýk þessum orð- um mínum með einni af stökum lang- ömmu minnar og tengdamóður ömmu Oddnýjar. Einn er sá, sem öllum gefur óskahvíld á hinztu stund. Líknarfaðmi veika vefur, veitir sæta hvíld og blund. (Guðrún Magnúsdóttir.) Þitt barnabarn Brynhildur Magnúsdóttir. Mig langar til að minnast hennar ömmu minnar hér með nokkrum orð- um. Ég var svo heppin að fá að þekkja ömmu mjög vel. Mamma og pabbi hafa alltaf haft mikið samband við ömmu og varla liðu jól eða áramót án þess að amma væri með. Börnin mín fengu einnig að kynnast langömmu sinni mjög vel og það er ómetanlegt þegar unga fólkið fær að kynnast eldri kynslóðum sem hafa aðrar skoð- anir og meiningar gagnvart lífinu. Það kennir okkur að meta það sem gerst hefur í gegnum tíðina. Amma var kjólameistari og í dag hefði hún eflaust verið kölluð hönn- uður. Vinir og kunningjar komu með teikningar til hennar af fatnaði sem þá langaði að klæðast og amma gat galdrað fram flíkina á stuttum tíma. Hún var líka mjög flink að prjóna. Ég man vel eftir því að ég var eina stelp- an í mínum vinkonuhópi sem átti prjónuð föt á barbie-dúkkurnar mín- ar, því amma prjónaði föt á alla fjöl- skylduna, ég átti karl, konu og lítið barn og amma gat á einhvern undra- verðan hátt prjónað föt á allar dúkk- urnar, meira að segja barnið. Ekki gæti ég leyst það verkefni. Síðustu ár voru ömmu erfið. Hún var mikið veik og fyrir svona sterka og sjálfstæða konu var erfitt að þurfa að vera algjörlega upp á aðra komin. Ég veit að hún hefur fengið sína lausn og að henni líður miklu betur núna. Ég finn samt fyrir miklum söknuði og eftirsjá eftir góðri og duglegri konu sem kenndi mér margt. Elsku amma, guð geymi þig og ég vona að þú hafir það gott núna. Ég kem til þín seinna og þá fáum við okk- ur sérrý og rifjum upp gamlar og góð- ar minningar. Takk fyrir allt! Þín Dóra. Oddný systir mín, eða Nýja, eins og ég kallaði hana ætíð, er látin. Það er margs að minnast eftir langa sam- veru. Það er rúmt ár á milli okkar og við gerðum allt saman, fylgdumst að í skóla og leik, gleði og sorg. Það vant- aði alltaf lesefni í sveitinni þegar við vorum litlar og í stað þess að önnur læsi bókina á undan, þá lásum við hana saman, sátum samhliða í rúminu og þannig lásum við margar bækur. Hún bjó í Reykjavík með manni sín- um Birni Jóhannessyni og þau eign- uðust 5 stúlkur og 1 son. Þau skildu svo eftir stormasamt hjónaband. Hún var mjög fær saumakona og sú iðja var haldreipi hennar ásamt ýmsu öðru á þeim árum sem á eftir fóru. En þetta bjargaðist allt hjá henni og börnunum, þau voru líka dugleg í vinnu og skóla. En heilsufar hennar var ekki gott. Strax sem barn og unglingur var hún dettin og við hlógum að henni og litum á þetta sem klaufaskap. Þegar fram liðu stundir fór að bera á verkjum í fótum og víðar og um fertugt var hún komin með staf, fallegan silfurbúinn, því hún vildi alltaf hafa fallegt í kring- um sig. Svo liðu árin og síðan komu hækjur og uppskurðir og á endanum hjólastóll. En hún var hörkudugleg og var heima í sinni íbúð í nokkur ár eftir þetta – auðvitað með hjálp sinna nán- ustu. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrun- arheimilinu Eir, þá orðin algjörlega ósjálfbjarga, lengst af hafði hún þó mátt í höndunum, sérstaklega í hægri hendi Þar var henni sinnt af alúð og hlýju. Henni þótti gaman að ferðast og það var ótrúlegt hvað henni tókst að fara víða þrátt fyrir heilsuleysi sitt.. En það var fyrst og fremst henn- ar eigin dugnaður og vilji sem réð því að þessir hlutir gengu. Nýja og Bjössi bjuggu lengi á Laugaveg 85. Þetta var á þeim góðu og gömlu dögum þeg- ar ekkert sjónvarp var og við gátum leyft okkur að ónáða hvort annað hve- nær sem var dags. Laugavegurinn var í þjóðbraut þá og bæði ég og aðrir nýttu sér það. Ég held að ýmsir frændur okkar og frænkur, sem voru að fóta sig í Reykjavík, einmana, auralitlir og ungir, muni þá tíma þeg- ar gott var líta inn til Nýju frænku. Þar var alltaf heitt á könnunni og tek- ið á móti þessum unglingum með hlýju. Stundum var jafnvel hvolft bolla og svo hlegið að spádómunum. Nýja systir lætur eftir sig 6 börn. Það er sá auður sem hún lætur þjóð- félaginu eftir. Það gefa margir minna. Elsku systir, ég trúi því að þú gang- ir nú staflaust á nýjum slóðum. Þín systir Ásta. Oddný, eða Nýja, eins og við flest þekktum hana, lést 21. október sl. Þó að Nýja hefði átt í mörg undanfarin ár við ýmsan alvarlegan heilsufarsvanda að stríða, þá fór hún allra sinna ferða, bæði innanbæjar og utanlands, allt þar til líkamlegt þrek hennar var þrotið. Nýja var með afbrigðum fróðleiks- fús um alla hluti. Hún fylgdist með áhuga með innlendum og erlendum stjórnmálum, var áskrifandi að er- lendum fréttatímaritum, hafði mikinn áhuga á sögu og náttúru landsins. Hún hafði gaman af því að ferðast, en það liggur í hennar fjölskyldu, sem á sinn uppruna á hinni afskekktu sveit Aðalvík í Norður-Ísafjarðarsýslu. Foreldrar Nýju voru þau Ólafur Helgi Hjálmarsson frá Stakkadal og Sigríður Jóna Þorbergsdóttir frá Efri-Miðvík. Þau eignuðust níu börn en sjö náðu fullorðinsaldri: Ragnhild- ur Hulda, Oddný, Ásta, Kjartan Theophilus, Friðrik Steinþór, Sveinn og Helga. Sveinn lést árið 1967 og nú er Nýja öll. Aðalvíkingar bjuggu við talsverða einangrun allt frá landnámi og eru ákaflega samheldnir enn þann dag í dag, þó nú séu liðin meir en 50 ár síð- an þessi staður var yfirgefinn, þá hitt- ast þeir oft á ári og gera sér glaðan dag, sjá sjálfir um veitingar, skemmtiatriði og syngja svo þjóðsöng sinn. Einstakar fjölskyldur hópa sig gjarnan saman við borð og oftar en ekki snúast samræðurnar um forna tíð, atburði og fólk. Það er gaman að fylgjast með þessu og Nýja naut sín vel á þessum samkomum, því minni hennar var allt til dauðans alveg óbrigðult. Ólafur faðir hennar var talsverður ævintýramaður, en hann fór ungur að árum til Point Roberts í Bandaríkjunum en sneri aftur til Að- alvíkur þar sem hann gekk að eiga Sigríði. Þar stundaði hann sjó- mennsku og landbúnaðarstörf, en hann var þar að auki góður hagleiks- maður. Sigríður hélt myndarheimili og börnin voru tápmikil. Árið 1928 hélt Ólafur enn til Point Roberts, en föðurbróðir hans hafði þá arfleitt hann að bújörð sinni. Sigríður hélt svo seinna út með allan barnahópinn, sem þá var fjögur börn. Þetta var mikil ævintýraferð, en eiginlega hálfgerð svaðilför, því farið var um England og þaðan til Halifax og svo þaðan með lestum og öðrum farkostum allt til Point Roberts. Ferðin tók alls sex vik- ur og voru ferðalangarnir að vonum fegnir að komast á leiðarenda. Nýja minntist þess oft hve kolalyktin hefði verið kæfandi á leiðinni í gegnum undirgöngin í Klettafjöllum. Ólafur stundaði auk búskapar aðra launaða vinnu, svo sem að vera veiðivörður vegna laxgangna sem gengu upp Fraiserfljótið, en þar kynntist hann ýmsu misjöfnu. Sigríður var húsmóð- ir og nýtti kunnáttu sína vel, bruggaði t.d. ágætan bjór, sem hún reyndar neytti aldrei sjálf, bjó til eplakökur úr eigin garði og skyr sem varð afar vin- sælt af nágrönnunum. Loftslag á þessum slóðum við Kyrrahafið er mjög milt og þar er mjög gróðursælt og þrífast t.d. ýmis ávaxtatré og aðrar nytjajurtir og var þetta mikil breyting frá staðháttum í Aðalvík, en að vísu fylgdi þessu ýmis óværa, eins og alls konar kvikindi, svo sem mýbit og eitraðar slöngur og fleira slíkt. En heimskreppan mikla fór að bæra á sér og þeim leist mjög illa á þróun mála á þessum stað og því var ákveðið að snúa aftur heim til Að- alvíkur. Við þessar aðstæður ólst Nýja upp og mótuðuðu þær líf hennar og lífs- viðhorf. Hún gat vel rifjað upp að- stæður á hinum ýmsu stöðum þar sem hún hafði búið og skemmtileg at- vik og manneskjur, sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni. Sjálf yfirgaf hún Aðalvík árið 1940 til að stunda iðnnám í kjólagerð í Reykjavík og lauk því með meistara- réttindum. Hún giftist Birni Jóhann- essyni og átti með honum 6 börn: Guðbjörgu, Arndísi, Jóhönnu Guð- rúnu, Hildi, Ólöfu Sigríði og Arin- björn. Þau áttu ekki til lengdar skap saman og slitu samvistir. Ég kynntist Nýju og fjölskyldu hennar þegar ég kvæntist Helgu syst- ur hennar árið 1965. Mér er mjög minnisstætt eitt atvik en það var haldin einhver veisla hjá Aðalvíking- um á Hótel Loftleiðum og ég var að ráfa þar um og reyna að finna salinn og þá opnast mér sýn að löngu borði, þar sem Nýja og dætur hennar sátu og heilsuðu mér brosandi. Enn þann dag í dag er mér þessi sýn minnis- stæð, því þær voru allar svo fallegar, vel klæddar, ugglaust í kjólum, sem Nýja hafði sniðið, og sýndu mér svo vinsamlegt viðmót. Nýja hafði margar hliðar, hún var mikill prakkari og stríðin, fyndin og sagði vel frá. Hún var góð eftirherma og hafði að gamni sínu lagt sig eftir að ná suðurríkjahreim á enskuna. Það var alltaf gaman að hitta Nýju, jafnvel þó að hún hefði verið bundin við sjúkrabeð ofan á hjólastólsvist í nokk- ur ár, því hún var svo andlega hress og fylgdist vel með öllu. Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu stríði hennar sé lokið. Hún var mikill höfðingi og lifði og dó með reisn og vil ég minnast hennar með þriðja erindi sálms Hallgríms Péturssonar, Allt er eins og blómstrið eina: Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er: grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (Hallgrímur Pétursson.) Þú skilur eftir góðar minningar um skemmtilega konu, „solong“ Nýja. Ásgeir Leifsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Efstabæ, í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Gyða Guðmundsdóttir, Kjartan Örn Kjartansson, Guðmundur Guðmundsson, Ólafur R. Guðmundsson, Matthildur Skaftadóttir, Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhann R. Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, SKÚLI JÓNSSON bóndi á Selalæk, Rangárvöllum, lést á Landspítalanum mánudaginn 7. nóvember. Útför hans fer fram frá Keldnakirkju laugardaginn 12. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu krabbameinssjúkra. Aðalheiður Finnbogadóttir og fjölskylda, Eygló Jónsdóttir, Bragi Haraldsson, Egill Jónsson, Helena Weihe, Sjöfn Guðmundsdóttir, Svanborg Jónsdóttir, Sæmundur Ágústsson, Bjarni Jónsson, Kristín Bragadóttir, Bjarnveig Jónsdóttir, Ármann Ólafsson, Bára Jónsdóttir, Árni Þór Guðmundsson, Þórir Jónsson, Guðný Sigurðardóttir, Viðar Jónsson, Jóna Árnadóttir, Guðjón Egilsson og fjölskyldur þeirra. Sambýlismaður minn og bróðir okkar, ÞÓRHALLUR ÁGÚST ÞORLÁKSSON leigubílstjóri frá Skógum í Öxarfirði lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 5. nóvem- ber. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. nóvember kl. 11.00. Steinunn Indriðadóttir og systkini hins látna. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar og sonur, SVEINN J. FRIÐRIKSSON, Hafnarstræti 9, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 13:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta- vernd. Björk Þorgrímsdóttir, Salvar, Helgi Rúnar og Jón Heiðar Sveinssynir, Guðrún Þorsteinsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA I. ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Einigrund 5, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 8. nóv- ember. Sveinsína Guðrún Steindórsdóttir, Björn Mikaelsson, Inga Þorbjörg Steindórsdóttir, Sigurður Mikaelsson, Sigurður Heiðar Steindórsson, Sigríður Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.