Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 15 ÚR VERINU EIGENDUR krókabáta vilja láta banna uppsjávarveiðar á síld og loðnu með flotvörpu tafarlaust. Þeir vilja líka að dragnótaveiðar verði bannaðar og segja þær hafa „riðið sandsílisstofninum að fullu og grundvallað, að stórum hluta, hinn mikla fugladauða á umliðnum miss- erum“. Þetta er hluti ályktana aðal- fundar Félags kvótabátaeigenda. Fundurinn krefst þess að lögum um greiðslumiðlun sjávarútvegsins verði breytt í samræmi við úrskurð umboðsmanns Alþingis frá árinu 2001: „Félag kvótabátaeigenda fer fram á að ríkisstjórn, ráðherrar og þingmenn fari að hysja uppum sig buxurnar og beiti sér fyrir því, hið bráðasta, að framangreindum lögum verði breytt, til þess vegar, að fé- lagafrelsisákvæði stjórnarskrárinn- ar standist. Það hlýtur að vera aumkunarvert hlutskipti eiðsvarinna alþingismanna að sitja undir löggjöf er skýlaust brýtur gegn stjórnar- skránni. Slíkt getur vart talist trú- verðugt gagnvart þegnum þessa lands,“ segir í ályktuninni. Fundurinn telur að vistvænar veiðar með handfæri ættu í raun að vera frjálsar öllum landsmönnum, sem hafa tilskilin réttindi til skip- stjórnar, vélgæslu og björgunar- námskeið að baki og hafa haffæri á bát sínum. Sóknardagakerfið sáluga sé eina kerfið sem kemur í veg fyrir brottkast alfarið. Fundurinn varar við slæmri umgengni neðan sjávar- máls og segir hana ekkert einkamál fárra útvaldra, heldur allrar þjóðar- innar. Vilja banna veiðar á síld og loðnu í flotvörpu NOKKUR brögð hafa verið að því að stóru útgerðirnar séu að kaupa sig inn í krókakerfið. Nýlega keypti Samherji Matthías SH frá Rifi ásamt þeim kvóta sem honum fylgdi. Báturinn er nú í Grund- arfirði og mun ætlun þeirra að gera hann út héðan. Samherji hef- ur keypt útgerðina Pétur Konn ehf. hér í Grundarfirði en þeir voru með tvo smábáta, Pétur Konn og Má sem gerðir voru út héðan. Þá hefur Mylla ehf einnig úr Grundarfirði verið seld til Grindavíkur með þeim kvóta sem bátnum Myllu fylgdi. Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson Fiskveiðar Samherji keypti nýlega smábátinn Matthías og gerir hann út frá Grundarfirði. Nokkuð er um það að stærri útgerðirnar kaupi smábáta. Stóru útgerðirnar kaupa smábáta NÝSKIPUÐ ráðgjafarnefnd Haf- rannsóknastofnunarinnar kom sam- an til síns fyrsta fundar nú í vikunni. Meginverkefni nefndarinnar er að fjalla um helstu þætti í starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar og áherslur í rannsóknum. Nefndin er stjórn stofnunarinnar og forstjóra til ráðuneytis auk þess að vera tengilið- ur stofnunarinnar við sjávarútveg- inn og innlenda og erlenda fagaðila. Á fundinum var Michael Sinclair kosinn fyrsti formaður nefndarinnar en hana skipa: Árni Bjarnason, skip- stjóri; Åsmund Bjordal, forstöðu- maður veiðarfærarannsókna við Hafrannsóknastofnunina í Bergen; Benedikt Jóhannesson, stærðfræð- ingur og framkvæmdastjóri; Elín- björg Magnúsdóttir, fiskvinnslu- maður; Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur; Michael Sin- clair, fiskifæðingur og forstjóri Bed- ford Hafrannsóknastofnunarinnar í Dartmouth í Kanada, Sigrún H. Jón- asdóttir, sjávarlíffræðingur við dönsku Hafrannsóknastofnunina og Ólafur J. Daðason, skipstjóri. Á fyrsta fundinum kynntu starfs- menn Hafrannsóknastofnunarinnar nefndarmönnum helstu þætti í starf- seminni. Að sögn Jóhanns Sigur- jónssonar, forstjóra Hafrannsókna- stofnunarinnar, eru miklar væntingar gerðar til starfa nefndar- innar og vænta starfsmenn þess að ráðgjafarnefndin verði til styrkingar faglegri starfsemi stofnunarinnar. Ljósmynd/Kjartan Kjartansson Hafrannsóknir Michael Sinclair, fiskifræðingur og forstjóri Bedford Haf- rannsóknastofnunarinnar í Dartmouth í Kanada, hefur verið valinn for- maður ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjafarnefnd Hafró tekur til starfa Fáðu úrslitin send í símann þinn Námsstefna á vegum iðjuþjálfa á Reykjalundi - Samspil manns og vinnuumhverfis - Föstudaginn 11. nóvember nk. milli kl. 13:00-16:00 verður námsstefna á vegum iðjuþjálfa á Reykjalundi. Aðalfyrirlesari er Karen Jacobs, Ed.D., OTR/L, C.P.E., FAOTA, prófessor í iðjuþjálfun við Boston University, sérfræðingur í vinnuvistfræði. Hún er einnig höfundur bókarinnar Ergonomics for Therapists og ritstjóri fagtímaritsins WORK. Dagskrá: Kl. 13:00 Setning. Kl. 13:10 Iðjuþjálfun og vinnuvistfræði: Gunnhildur Gísladóttir, iðjuþjálfi. Kl. 13:30 Tölvuvinna - að hverju skal gæta?: Karen Jacobs. Kl. 14:10 Kaffi og fagleg ráðgjöf á starfsstöðvum. Kl. 14:50 Stoðkerfisverkir og fartölvunotkun framhaldsskólanema: Halldóra Jónsdóttir og Sigurbjörg Júlíusdóttir, sjúkraþjálfarar. Kl. 15:10 Umræður. Verð 1.500 kr. Skráning í netfangið idjuthjalfun@reykjalundur.is og í síma 585 2155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.