Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GARÐASTRÆTI – 2 NÝJAR ÍBÚÐIR
GLÆSILEGAR OG SÉRLEGA VEL STAÐSETTAR ÍBÚÐIR
Tvær nýbyggðar 2ja herbergja 54,5 fm íbúðir á efstu hæð í mikið endurnýjuðu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Byggð var
heil hæð ofan á húsið, sem bæði breytti útliti hússins auk þess að fegra heildar götumyndina. Í íbúðunum er mikil loft-
hæð með innfeldri lýsingu í lofti og gólfsíðum gluggum sem gera íbúðirnar mjög bjartar. Íbúðirnar eru með vestursvöl-
um og gluggum í austur og vestur. Úr íbúðunum er sérlega fallegt útsýni yfir Reykjavíkurhöfn og til Esjunar. Íbúðirnar
eru með samstæðum eikarinnréttingum og eikarparketi á gólfi. Baðherbergin eru flísalögð í hólf og gólf með sturt-
uklefa og tengi fyrir þvottavél. Í þessum íbúðum er allt nýtt þar sem þær eru í þeim hluta húsins sem er nýbyggður.
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
„ÉG HEF einmitt lagt mikla áherslu
á það hér innan ráðuneytisins að tillit
verði tekið til bekkjarkerfisskólanna,
því við viljum hafa fjölbreytta flóru af
skólum hér og að skólar hafi tækifæri
til að móta sér sérstöðu,“ segir Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið þegar leitað var við-
bragða hjá henni við þeim athuga-
semdum framhalds-
skólakennara sem
birtust í blaðinu í gær.
Segir hún því ekki
rétt að ekki sé tekið tillit
til sérstöðu skólanna.
„Við viljum tryggja
bekkjarskólunum það
svigrúm að þeir geti
mótað námsvalið og
námsframboðið meira
eftir sínu höfði heldur en
áður. Það er þannig ver-
ið að bjóða bekkjarskól-
um þann valkost að losa
um kjarnann og nám-
skrána, svo skólarnir
geti sjálfir mótað það
hvernig þeir uppfylla
námsskrána,“ segir Þor-
gerður Katrín og leggur áherslu á að
það þýði í reynd að hægt verði að
bjóða upp á enn meiri sérhæfingu en
nú er innan bekkjarskólanna.
En felur slík sérhæfing ekki óhjá-
kvæmilega í sér að eitthvað annað
þurfi að víkja, þ.e. að dýptin í fögum
komi niður á breiddinni?
„Við verðum náttúrlega að hafa
hugfast að á síðastliðnum áratug hef-
ur skólinn lengst um samtals 2.700
klst. Annars vegar í grunnskólanum
um ríflega 2.300 og um 400 í fram-
haldsskóla. Hins vegar hefur ekki
verið bætt við námsefni til samræmis
við þessa lengingu. Mér finnst að fólk
verði að koma sér út úr þessari kassa-
hugsun. Við verðum að horfa á skóla-
kerfið sem eina heild,“ segir Þorgerð-
ur Katrín og bendir í því samhengi á
að vel sé hægt að færa tungumálanám
mun neðar en nú er, jafnvel niður í 2.
bekk. „Á sama hátt hlýtur að vera
hægt að færa námsefni milli 15 og 16
ára unglinga. En það er eins og það
megi ekki vegna þess að annað stigið
heiti grunnskóli og hitt framhalds-
skóli. Við höfum nú tækifæri til að
horfa á skólakerfið sem eina heild og
treysta grunnskólunum til þess að
taka við ákveðnu námsefni,“ segir
Þorgerður Katrín og tekur fram að
meginhluta þess námsefnis sem talað
er um að færa sé þegar verið að kenna
í grunnskólanum. „Við erum þannig
bæði að nýta tímann betur ásamt því
að koma í veg fyrir tvítekningar.“
Lengd framhaldsskólanáms
ekki óbreytanleg breyta
Framhaldsskólakennarar vilja nú
ekki skrifa upp á að verið sé að tvítaka
efnið, miklu fremur að verið sé að
dýpka námefnið.
Hvernig svarar þú því?
„Það er faglegt mat
að það er töluvert um
tvítekningu á námsefni
sem hægt er að komast
hjá með því að dýpka
námsefnið í grunn-
skóla, efni sem nú þeg-
ar er kennt þar. Einnig
vil ég taka fram að lögð
verður áhersla á aðrar
og breyttar námsað-
ferðir. Við erum að tala
um meira símat, endur-
mat og fleiri verkefni.
Minni áhersla er lögð á
próf, þó við leyfum
þeim skólum sem það
kjósa að halda í
áherslur sínar á próf. Við erum að láta
skólana fá meira sjálfdæmi í því
hvernig þeir skipa og haga sínum
málum. Það er verið að auka svigrúm-
ið og það hefur enginn ennþá getað
sagt mér það af hverju íslensk ung-
menni þurfi að nota ári lengra til þess
að klára stúdentspróf. Þrátt fyrir
styttingu á námi til stúdentsprófs
verðum við með tæplega 10.800 klst.
frá grunnskóla til loka stúdentsprófs
meðan sambærileg tala í Danmörku
er 10.050 klst. og 8.800 í Svíþjóð,“ seg-
ir Þorgerður Katrín og bendir á að
fjöldi kennslustunda í framhaldsskól-
um hérlendis sé mun meiri en í bæði
Svíþjóð og Finnlandi. „Ég hef trölla-
trú á bæði íslenskum nemendum og
kennurum til þess að takast á við
þetta verkefni og nýta tímann betur,
enda eru miklir þjóðfélagslegir hags-
munir fólgnir í þessu,“ segir Þorgerð-
ur Katrín og vill sérstaklega taka
fram að með þessum aðgerðum sé
ekki verið að spara. „Við erum að
leggja mikla fjármuni í að breyta
þessu kerfi, t.d. í formi endurmennt-
unar kennara,“ segir Þorgerður
Katrín og tekur fram að sér þyki mið-
ur að talað sé um þá endurmenntun
sem hraðnámskeið. Um sé að ræða 15
eininga háskólanám á vegum KHÍ.
Í blaðinu í gær var haft eftir einum
kennara að hann sæi ekki tilganginn
með því að umbylta öllu skólaum-
hverfinu til þess að nemendur geti
stytt námstíma sinn, því þeir geti það
nú þegar í dag í áfangakerfinu, en
reynslan sýni að það sé aðeins lítið
hlutfall nemenda sem velur að gera
það. Hvað finnst þér um það sjónar-
mið?
„Ég held að þessi sveigjanleiki
verði áfram til staðar. Nemendur
geta þannig tekið prófið á tveimur ár-
um eða fjórum ef svo ber undir, sér-
staklega í áfangaskólunum. En við
verðum að nýta tímann betur. Eigum
við ekkert að fylla upp í þessar 2.700
kennslustundir sem bæst hafa við? Þó
það hafi verið ákveðið á fyrri hluta
síðustu aldar að framhaldsskólinn
skyldi vera fjögur ár, þá er það ekki
óumbreytanleg breyta eða ákvörðun.
Við verðum að átta okkur á því að allt
skólaumhverfið er hefur breyst, bæði
hér heima sem og erlendis.“
Lítur það jákvæðum augum að
ungmenni vinni með skóla
Fram kom einnig í blaðinu í gær að
eins og staðan er í dag treysti banda-
rískir háskólar íslenskum stúdentum
til að taka BA- og BS-nám þar í landi
á þremur árum í stað fjögurra sem
rekja megi til íslenska stúdentspróf-
sins. Hefur þú áhyggjur af því að
þetta breytist við styttingu fram-
haldsskólans?
„Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur
af því. Ég hef miklu frekar áhyggjur
af því að þeim sem halda til Banda-
ríkjanna í háskólanám hefur fækkað
verulega á síðustu árum.“
Bent hefur verið á það að íslensk
ungmenni vinna gjarnan með námi
sínu í framhaldsskólum. Mun lenging
skólaársins og meira vinnuálag í skól-
anum ekki skerða svigrúm nemenda
til að vinna sér inn tekjur? Þyrfti ekki
samhliða að huga að því að fara að for-
dæmi hinna Norðurlandanna hvað
varðar útbýtingu námsstyrkja og
ókeypis námsgögnum?
„Hvað varðar styrkjaleiðina þá er
það bara önnur umræða sem við
þyrftum þá að taka. Að mínu mati
réttlætir stytting náms til stúdents-
prófs ein og sér ekki að það eigi að
fara að styrkja nemendur. Við verð-
um að hafa það hugfast að við höfum
ákveðið fjármagn til að standa undir
framhaldsskólunum og við höfum val-
ið að verja því fyrst og fremst til að
tryggja öllum námsvist og tryggja
sem besta aðstöðu. Ef við ætlum að
fara að bæta í þá þurfum við að taka
sjálfstæða umræðu um það efni, það
tengist ekki þessari breyttu náms-
skipan. Hvað vinnu framhaldsskóla-
nema varðar þá tel ég að þeir muni
eftir sem áður hafa sama svigrúm til
þess að vinna með námi. Og ef ég
þekki íslensk ungmenni rétt, þá er
sama hvað verður mikið að gera hjá
þeim í skólanum, þau munu alltaf
vinna með skólanum. Að því leyti
skerum við okkur úr frændþjóðum
okkar. Sumir segja að þetta sé nei-
kvætt, en mér finnst þetta frekar vera
jákvætt merki um almennan dugnað í
íslensku samfélagið og almenna löng-
un til þess að vinna,“ segir Þorgerður
Katrín og telur það fremur jákvætt
en hitt hvað Íslendingar séu viljugir
til verka. „Ég er sannfærð um að það
kemur ekki til með að breytast við
breytta námsskipan til stúdents-
prófs.“
Viljum hafa fjölbreytta
flóru af skólum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
OECD áætlar að 10,5% af vergri
landsframleiðslu (VLF) Íslands hafi
verið varið til heilbrigðismála í heild
sinni árið 2003, samanborið við 10%
af VLF árið 2002, að því er fram
kemur í Heilbrigðismálum í hnot-
skurn 2005, riti Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar í París (OECD).
Til samanburðar vörðu Norðmenn
10,3% af VLF til heilbrigðismála árið
2003, Frakkar 10,1% og Danir 9,0%.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála í
ríkjum OECD voru að meðaltali
8,8% af VLF árið 2003. Þetta hlutfall
var mjög misjafnt milli ríkja og var
það t.d. 15% í Bandaríkjunum árið
2003 en 6% í Slóvakíu.
Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur
fram að allur samanburður á út-
gjöldum Íslands til heilbrigðismála
við önnur aðildarríki OECD árið
2003 sé erfiður, því ríkin styðjast við
ólíka staðla og uppgjörsaðferðir. Í
ársbyrjun 2004 var ákveðið á Hag-
stofunni að innleiða nýtt flokkunar-
kerfi OECD og nota það við uppgjör
á útgjöldum til heilbrigðismála.
Stefnt er að því að senda OECD
gögn sundurliðuð eftir staðli stofn-
unarinnar á næsta ári.
10,5% landsfram-
leiðslu fóru til heil-
brigðismála 2003
PETER Chance, einn þeirra sem
björguðust þegar kanadíski tund-
urspillirinn Skeena strandaði við Við-
ey 25. október 1944, man vel eftir
strandinu, aðdraganda þess og björg-
uninni úr fjörunni. Hann man hins
vegar lítið sem ekkert eftir dvöl sinni
hér á landi eftir strandið og telur lík-
legt að ástæðan fyrir minnisleysinu
sé sú að hann hafi fengið áfall. „Ég
man að ég var klæddur í hlý föt og ég
fékk eitthvað heitt að drekka,
kannski romm. Og svo svaf ég mjög
mikið,“ sagði þessi 85 ára gamla
kempa í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Chance er staddur hér á landi í til-
efni af útkomu bókarinnar Útkall –
hernaðarleyndarmál í Viðey eftir Ótt-
ar Sveinsson. Þegar skipið strandaði í
foráttubrimi við vesturodda Viðeyjar
voru 213 manns um borð. Misráðin
skipun um að yfirgefa skipið varð til
þess að 21 sjóliða rak um átta kíló-
metra leið frá Viðey og upp í Kolla-
fjörð. Þeim sem eftir voru í skipinu,
198 manns, var flestum bjargað í land
af Einari Sigurðssyni, skipstjóra á
Aðalbjörginni.
Dró akkerið
Chance var siglingafræðingur um
borð í Skeena og árið 1944 varð hann
24 ára gamall. Nóttina örlagaríku
hafði Skeena ásamt fleiri skipum leit-
að skjóls við land undan kröppum
suðvestanstormi. Chance hafði raun-
ar lýst því yfir að hann væri andvígur
þeirri ákvörðun skipstjórans að leita
vars á sundunum þar sem hann hafði
kynnst því að þar var slæmt akker-
islægi. „Það var eldfjallaaska á botn-
inum og akkerið dróst því eftir botn-
inum en náði ekki festu,“ sagði
Chance.
Að ráði Chance varpaði skipið akk-
eri á milli Engeyjar og Viðeyjar,
þannig að um 800 metrar voru í hvora
eyjuna og um 800 metrar í Laug-
arnes. Vegna stormsins og éljanna
virkaði ekki ratsjá skipsins og svo
dimm voru élin að lengi vel sást
hvorki til eyjanna né til lands. Skip-
verjarnir urðu því ekki varir við það
að þegar Skeena dró akkeri sín og
hraktist undan veðri í átt að brim-
sköflunum við Viðey.
Brimið lyfti skutnum
Þegar skipið strandaði heyrðist
gríðarlegur hvellur. „Við vissum vel
að við vorum í mikilli lífshættu. Það
var ekki nóg með að við værum
strandaðir á klettaströnd heldur var
svo mikið afl í briminu að það lyfti
skutnum hátt í loft upp og skellti
skipinu síðan niður með miklum lát-
um,“ sagði Chance. Eftir langa bið
var honum bjargað yfir í Viðey og
sagði hann ljóst að Einar Sigurðsson
hefði unnið mikið afrek við björguna.
Þetta er í fyrsta skipti sem Chance
kemur til landsins frá stríðslokum.
Peter Chance man eftir strandi
Skeena en ekki eftir dvölinni á Íslandi
Morgunblaðið/RAX
Peter Chance ásamt Óttari Sveinssyni rithöfundi í Fossvogi þar sem hann
vitjaði grafa skipsfélaga sinna á tundurspillinum Skeena.
„Vissum vel
að við vorum í
mikilli lífshættu“
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is