Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 21
MENNING
Árið 2001 boðuðu rithöfundarí Bandaríkjunum verkfall.Sjónvarps- og kvikmynda-
iðnaðurinn komst við það í upp-
nám og fór að huga að leiðum til
þess að halda framleiðslunni gang-
andi án þess að þurfa að leita til
handritshöfunda. Þó svo að hið
boðaða verkfall hafi aldrei skollið
á, urðu margar af hugmyndunum
sem urðu til í handritsleysinu að
veruleika og segir sagan að veru-
leikasjónvarpið alræmda hafi hlot-
ið byr undir báða vængi þegar sú
hugmyndavinna fór af stað. En það
komu líka aðrir og betri hlutir út
úr óvissuskeiðinu sem yfirvofandi
verkfall skapaði. Það sendi t.d.
handritshöfundinn Angelu Shelton
af stað að búa til heimildarmynd,
sem byggðist ekki á handriti, held-
ur óljósum áætlunum um að taka
lífreynsluviðtöl við konur víðs-
vegar um Bandaríkin sem báru
sama nafn og hún sjálf. Áður en
yfir lauk var Angela Shelton búin
að gera heimildarmynd sem
fjallaði um það hvernig hún horfð-
ist í augu við kynferðislega mis-
notkun sem hún varð fyrir sem
barn, eftir að hún komst að því að
24 af þeim 40 Angelum Shelton
sem hún hafði uppá höfðu orðið
fyrir ofbeldi eða misnotkun á æv-
inni.
Þetta er ekki bara mynd, þettaer hreyfing,“ segir kvik-
myndagerðarkonan og rithöfund-
urinn Angela Shelton jafnan um
heimildarmyndina sína, Leitin að
Angelu Shelton og þá vitund-
arvakningu sem hún hefur átt þátt
í að skapa. Hún er stödd hér á
landi í tengslum við sýningu mynd-
arinnar á Októberbíófest og er
þetta í annað sinn sem Shelton
kemur til landsins. Í mars í fyrra
lagði Shelton baráttu V-dags-
samtakanna lið og sýndi ófullgerða
útgáfu af myndinni sinni í fyrsta
sinn. Síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar, en myndin hefur
ferðast kvikmyndahátíða á milli í
Bandaríkjunum og vakið svo mikil
viðbrögð að Shelton hefur verið í
fullu starfi við að fylgja henni eftir
í gegnum samtök sem kennd eru
við vefsíðuna searchingfor-
angelashelton.com. „Ég hef unnið
með margs konar samtökum sem
berjast gegn kynferðislegu ofbeldi
og helga sig barnavernd og hjálp-
að til við fjáröflun, m.a. með því að
láta 50% söluágóðans af myndinni
renna til þeirra,“ segir Shelton
sem látið hefur til sín taka á
bandaríska þinginu þar sem hún
hefur lagt fram þær 10 þúsund
undirskriftir sem safnast hafa á
vefsíðu samtaka hennar. Í Íslands-
heimsókninni hyggst Shelton
leggja lóð á vogarskálar forvarn-
arverkefnisins Blátt áfram. Í því
sambandi verður efnt til umræðna
um myndina í samvinnu við nem-
endur í félagsráðgjöf við Háskóla
Íslands í dag kl. 13. Um er að ræða
fund sem er öllum opinn og er
haldinn í sal 3 í Háskólabíói. Í há-
deginu á föstudaginn mun Shelton
ræða við gesti í miðstöð Stígamóta.
Heimildarmyndin Leitin aðAngelu Shelton er dæmi um
hvernig hægt er að fjalla um svo
óhugnanlegt viðfangsefni sem kyn-
ferðislegt ofbeldi gegn börnum er
á máta sem hreyfir við fólki og
fyllir það um leið von um að hægt
sé að breyta hlutum til batnaðar.
„Þær Angelur Shelton sem ég
kynntist í tengslum við myndina
voru komnar misjafnlega langt á
veg við að vinna úr áfallinu sem
þær höfðu orðið fyrir og byggja
sig upp aftur. Viðfangsefnið er
vissulega óhugnanlegt, en í mynd-
inni er leitast við að finna nýja leið
til þess að takast á við það, m.a.
með því að leggja áherslu á húmor
og bjartsýni og fjalla um það
hvernig hægt er að lækna sárin.
En að sama skapi er ákaflega mik-
ilvægt að vekja fólk til meðvit-
undar um hversu útbreiddir kyn-
ferðisglæpir gegn börnum eru og
græða þau sár sem þegar hafa ver-
ið búin til. Með því móti rjúfum við
vítahringinn sem annars vegar
skapast af þögninni sem ríkir í
kringum glæpina og hins vegar af
þeirri sjálfsskemmandi hegðun
sem fórnarlömb ofbeldisins hafa
svo oft lokast inni í,“ segir Angela
Shelton að lokum.
Að rjúfa vítahringinn
’Viðfangsefnið er vissulega óhugnanlegt,
en í myndinni er leitast
við að finna nýjar
leiðir til þess að takast
á við það.‘
AF LISTUM
Heiða Jóhannsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Heimildarmynd Angelu Shelton er
sýnd þessa dagana á Októberbíófest.
heida@mbl.is
www.searchingforangelashel-
ton.com
www.blattafram.is
ÓPERAN Grettir eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson verður sett upp í Tor-
onto í Kanada í byrjun næsta árs. Í
óperunni eru fimm einsöngs-
hlutverk, og sex manna kamm-
ersveit leikur. Leikstjóri verður
Sveinn Einarsson en hljómsveit-
arstjóri er Guðmundur Emilsson.
Þorkell kveðst afar ánægður með
þetta fyrirhugaða ferðalag Grettis.
„Óperan var frumsýnd í Bayreuth í
Þýskalandi í fyrra og gekk mjög
vel. Þá þegar sýndu Kanadamenn
henni áhuga og spurðu hvort þeir
gætu ekki fengið sýninguna til sín.
Það voru auðvitað engir vankantar
á því aðrir en peningaleysi. Síðan
þá hefur ýmislegt vatn runnið til
sjávar og við höfum fengið styrk
upp í ferðakostnaðinn, en erum en
gangandi um með betlistafinn,“
segir Þorkell. „Þetta er heilmikið
fyrirtæki.“
Sagan er byggð á Spesar-þætti
og greinir frá samskiptum Dró-
mundar hálfbróður Grettis við
hefðarfrúna Spes, en Drómundur
situr í Dýflissu í Miklagarði eftir að
hafa hefnt bróður síns. Drómundur
segir henni sögu Grettis.
„Sýningarnar verða tvær, í leik-
húsi Kanadíska listdansskólans,
sem er lítið huggulegt leikhús.“
Með hlutverkin fara sömu söngv-
arar og frumfluttu verkið að því
undanskildu að Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir sem söng hlutverk Spes-
ar fer ekki, en í hennar stað syng-
ur Regína Ólafsdóttir. Bragi
Bergþórsson er í hlutverki Dró-
mundar, Dóra Steinunn Ármanns-
dóttir syngur þjónustustúlku Spes-
ar, Hugi Jónsson er afbrýðisamur
eiginmaður hennar og Davíð Ingi
Ragnarsson er samfangi Drómund-
ar. Elín Edda Árnadóttir sér um
leikmynd og búninga.
„Ég vonast til að hægt verði að
hafa opna aðalæfingu hér heima
áður en við förum út,“ segir Þor-
kell.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir og Bragi Berg-
þórsson í Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Bayreuth í Þýskalandi.
Spes frá Mikla-
garði til Kanada
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Öll tónlist á dögum Boccherinisá átjándu öld var sköpuð tilað gleðja fólk. „Æ, elsku
Boccherini, komdu nú í te á morgun,
ég ætla að biðja þig að semja nokkur
tríó fyrir mig fyrir sunnudaginn,“ –
svona töluðu fyrirmennin við tón-
skáldin, eins og Boccherini, Haydn
og fleiri. Þessi tónskáld höfðu engin
tök á því að semja eitthvað sjálfs-
prottið úr djúpum sálarlífsins, þau
voru í vinnu hjá greifum og prinsum
við það að semja eitthvað til að gleðja
andann“ segir David Geringas, einn
af frægustu sellistum heimsins, sem
kominn er hingað til lands til að
stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á
tónleikum í Háskólabíói í kvöld, og
leika einleik með hljómsveitinni í
Sellókonsert í B-dúr eftir Boccherini.
Þótt tónlistin sé vissulega eftir
Boccherini, var það annað tónskáld,
Friedrich Grützmacher að nafni, sem
bjó konsertinn til, með því að púsla
saman efni úr nokkrum verkum
Boccherinis. „Grützmacher var mjög
mikill og virtur tónlistarmaður.
Hann var uppi á nítjándu öld, í miðri
rómantíkinni, og hann vildi smíða
rómantískan konsert úr öðrum verk-
um Boccherinis. Grützmacher hlýtur
að hafa þekkt verk Boccherinis vel – í
það minnsta tókst honum vel upp við
þessa endursmíð. Hann notar efni úr
fjórum sellókonsertum hans – ef ekki
fimm, og valdi það sem honum fannst
fallegast og best.“
Geringas talar af mikilli alúð og
hlýju um Grautargerðarmanninn
eins og hann kallar Grützmacher –
enda er það bein þýðing á nafninu á
þessum lítt þekkta músíkant, sem í
raun og veru kom nafni Boccherinis
aftur á blað, með þessari sérstöku
nýsköpun. „Veistu … Þjóðverjar og
Danir eiga til yndislegan eftirrétt
sem er rauðgrautur, búinn til úr
rauðum berjum og er borðaður með
vanillusósu. Grützmacher er sá sem
býr til svona graut. Ég er ekki að
gera lítið úr Grützmacher með því að
segja þetta um nafnið hans, en það
sem hann sauð upp úr verkum
Boccherinis var hreint afbragð. Ég
er hræddur um að Boccherini væri
gleymdur í dag ef ekki hefði verið
fyrir Grützmacher. Konsertinn er
svo fallegur og verðskuldar allar þær
vinsældir sem hann hefur notið.“
Boccherini samdi ellefu sellókons-
erta og var sjálfur mikill virtúós í
sellóleik.
Samdi sama verkið 152 sinnum
Geringas segir að jafnvel í píanó-
konsertum Mozarts, finnist honum
hægt að spila hvern í beinu framhaldi
af öðrum – þeir séu svo keimlíkir,
þótt hver hafi auðvitað sín sérkenni.
„En jafnvel Mozart notaði stundum
sama efnivið í fleiri en einn konserta
sinna. Stravinskíj sagði nú svo um
Vivaldi að hann hefði samið eitt verk
152 sinnum. Ég hef lagt mig sér-
staklega fram um það í sellókons-
ertum Boccherinis að finna karakter
hvers og eins. Mér fannst það í raun-
inni ekki erfitt, því Boccherini var
mjög frjór í hugsun og skapandi.
Hann var samt kornungur þegar
hann samdi sín bestu verk, bara rétt
um tvítugt. Ég hef ekki þá tilfinningu
fyrir sellókonsertum hans, eins og ég
hef fyrir píanókonsertum Mozarts,
að þeir séu einhvers konar framhald
hver af öðrum. Þeir eru ólíkir. Og
þessi tólfti, Grützmacherkonsertinn
er svo alveg sérstakur, fyrir það
hvernig hann varð til. Yves Gérard,
tónlistarfræðingurinn franski sem
skráði öll verk Boccherinis og er hon-
um það sama og Köchel er verkum
Mozarts, sagði nú reyndar að þessi
konsert væri ekkert merkilegur og
ekkert frumlegur vegna þess hvern-
ig hann er búinn til. En við sellóleik-
arar erum auðvitað hæstánægðir
með að Grautargerðarmaðurinn
skuli hafa lagt okkur til svona frá-
bært verk, tólfta sellókonsert Bocch-
erinis.“
Geringas segir að þótt hann hafi
sagt að tónlist Boccherinis hafi verið
samin til að gleðja þýði það ekki að í
henni búi engin dýpt. „Ójú, það er
mikil dýpt í gleðinni. Þarna eru dans-
ar, yndislegar laglínur, rytmi og mik-
il hreyfing og mikil fegurð. Ef ég ætti
að lýsa þessari tónlist í fáum orðum,
þá væri það cantabile. Boccherini
syngur. Ef maður spilar þessa músík
án þess að þekkja Boccherini, – fer
nákvæmlega eftir bókstafnum um
það hvernig sagt er að túlkun á verk-
um þessa tíma á að hafa verið, útfær-
ir rytma og flúr og dýnamík ná-
kvæmlega eftir uppskriftinni, þá
verður hún flöt. Það má aldrei
gleyma því að Boccherini á að
syngja.“
Önnur verk á efnisskránni í kvöld
eru Ítalskt capriccio eftir Tsjaík-
ovskíj og Sinfónía nr. 8 eftir Dvorák.
Tónleikarnir hefjast að vanda kl.
19.30.
Tónlist | David Geringas stjórnar Sinfóníunni og leikur jafnframt einleik í Sellókonsert Boccherinis
Snilldaruppskrift Grautargerðarmannsins
Morgunblaðið/Kristinn
David Geringas: „Ég er hræddur um að Boccherini væri gleymdur í dag ef ekki hefði verið fyrir Grützmacher. “
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is