Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/RAX BÆNDUR á Skeiðum bera kúamykju á tún. Þótt komið sé langt fram í nóvember má ætla að mykjan veiti einhverja næringu því ekki er komið frost í jörðu. Búast má við frosti sunn- anlands aðfaranótt laugardags samkvæmt veðurspá fyrir næstu daga. Bændur bera á tún MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi ÁSTHILDUR Helgadóttir landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu segir að það séu mikil gleðitíðindi að liðum í úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða verði fjölgað úr átta í tólf frá og með næstu keppni. „Nú ættu möguleikar okkar að aukast verulega,“ segir Ásthildur og ennfremur að KSÍ og íslensk félög þurfi að vinna markvisst að því að sá langþráði draumur íslenskra knattspyrnu- kvenna um að komast í lokakeppni stórmóts verði að möguleika. Eggert Magnússon er í framkvæmdastjórn Knatt- spyrnusambands Evrópu sem tók þessa ákvörðun. „Við hljótum að setja stefn- una á að vera með í úr- slitakeppninni árið 2009,“ sagði Eggert. | Íþróttir Gleðitíð- indi fyrir kvennafót- boltann NÝ ÍSLENSK rannsókn sýnir að nægileg inntaka D-vítamíns geti styrkt beinin og varið fólk gegn beinþynningu. Þetta kemur fram á vef HealthScout, en þar kemur einn- ig fram að niðurstöður rannsóknar- innar hafi verið birtar í nýjasta hefti læknatímaritsins Journal of the American Medical Association. „Rannsóknir okkar benda til þess að næg inntaka á D-vítamíni sé þýð- ingarmeiri en mikið magn kalsí- ums.“ Þetta er haft eftir Gunnari Sigurðssyni, yfirlækni sameinaðrar innkirtla- og efnaskiptadeildar við Landspítala – háskólasjúkrahús, á vef HealthScout. Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar um að ræða stóra hóprannsókn þar sem þátt tóku 1.600 Íslendingar á aldr- inum 35–85 ára, en rannsóknin fór fram á árunum 2001–2003 og var unnin í samvinnu við Laufeyju Steingrímsdóttur á Lýðheilsustöð og samstarfsmenn Gunnars á LSH, þá Ólaf Skúla Indriðason, Leif Fransson og Örvar Gunnarsson. „Markmið okkar var að meta ýmsa þætti í sambandi við bein- heilsu og eitt af því sem við gerðum í rannsókninni var að mæla bæði D- vítamínbúskapinn með blóðmæl- ingu og kalkhormónið í blóði til að meta kalkbúskap líkamans,“ segir Gunnar og bendir á að eitt af því sem gerist þegar kalk vantar í lík- amann sé að hækkun verði á kalk- hormóni í blóðinu til þess að hækka kalkið aftur upp að eðlilegum mörk- um. „En það gerist oft á kostnað bein- anna. Þess vegna þykir óheppilegt að kalkhormónið sé hærra en það þarf að vera.“ Taka lýsi eða D-vítamíntöflur Að sögn Gunnars var niðurstaða rannsóknarinnar sú að til þess að halda kalkhormóninu innan eðli- legra marka skipti mestu máli að D- vítamín í blóði væri í góðu lagi. „Sé svo þá þarf kalkneyslan ekki að vera meira en 800 mg á dag, en það er ráðlagður dagskammtur fyrir full- orðna,“ segir Gunnar og bendir á að auðvelt sé að fá kalkið úr mjólkur- ríkri fæðu. „Þetta þýðir að almenn- ingur þarf ekki að taka aukakalk nema í þeim tilfellum þegar fólk er á sérstökum beinverndandi lyfjum, þ.e. lyfjum gegn beinþynningu. Að- alatriðið er sem sagt að tryggja D- vítamínbúskap líkamans, sem best er gert með því að taka lýsið sitt eða D-vítamíntöflur,“ segir Gunnar. D-vítamínneysla kemur í veg fyrir beinþynningu Íslensk rannsókn á samspili kalk- og D-vítamínneyslu birt í læknatímariti Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÖKUMAÐUR 44 tonna steypubíls með tengivagni slapp án alvarlegra meiðsla í gær þegar bíll hans valt allt að 10 metra út fyrir veg, rétt fyrir ofan Eg- ilsstaði. Tildrögin voru þau að ökumað- ur hugðist bremsa til að athuga hvort hálka væri á veginum. Fljúgandi hálka hafði myndast á stuttum tíma á veg- inum og þegar hemlunar gætti á tengi- vagninum fór hann að snúast og fór fram fyrir sjálfan bílinn á ferð. Við það henti hann bílnum út fyrir veg og er bíllinn ónýtur að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Talið er að vagninn sé mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Lög- reglan telur að það hafi orðið ökumanni til lífs að ökumannshúsið hafnaði ofan í skurði í stað þess að leggjast saman á jörðinni. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Steypubíllinn var á leið upp í Kára- hnjúkavirkjun með fullan geymi af steypu en nánast ekkert lak út við slys- ið. Vagninn vó 32 tonn og var heild- arþyngdin á bílnum um 44 tonn. Veg- farendur komu fljótt að og hringdu á sjúkrabíl. Varð til lífs að lenda ofan í skurði JÓHANNES Georgsson, fv. fram- kvæmdastjóri Iceland Express, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá sænska lágfargjaldafélaginu FlyMe. Mun Jóhannes bera ábyrgð á öllum markaðs- og sölumálum félagsins, leiðakerfi og verð- lagningu, en hann hef- ur unnið við endur- skipulagningu FlyMe sl. tvo mánuði. Félagið var stofnað í mars á síðasta ári og meðal stærstu eig- enda er Fons eignar- haldsfélag. FlyMe er með fjórar Boeing 737-300 þotur í rekstri og flýgur innan- lands í Svíþjóð, auk áætlunarflugs milli Stokkhólms og Helsinki. Jóhannes segist í samtali við Morg- unblaðið vera ánægður með að fá að tak- ast á við þetta verkefni og er bjartsýnn fyrir hönd félagsins. Taprekstur á ungu félagi í uppbyggingu sé ekki óeðlilegur en reksturinn hafi nú verið endurskipulagð- ur. Frekari tíðinda af fyrirtækinu er að vænta í dag. | Viðskipti Jóhannes til FlyMe Jóhannes Georgsson LAUNANEFND aðila vinnu- markaðarins sat á fimm klukku- stunda löngum fundi í gær og held- ur áfram fundahöldum í dag. Gert er ráð fyrir stífum fundahöldum næstu dagana, en nefndin hefur tíma til miðnættis á þriðjudaginn kemur, 15. nóvember, til að komast að niðurstöðu. Þá vinna stjórnvöld áfram að tillögum sínum varðandi aðkomu að endurskoðun kjara- samninga og er jafnvel gert ráð fyrir öðrum fundi með stjórnvöld- um vegna þessa fyrir helgina. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það sé miklu já- kvæðari tónn í viðræðunum en ver- ið hafi til þessa, en ekki sé á þessu stigi hægt að fara út í það nánar efnislega um hvað viðræðurnar snúist. Menn séu hins vegar sam- mála um að vinna áfram í málinu. „Það er alveg klárt að viðhorf okkar viðsemjenda hefur breyst yfir í það að vera allavega tilbúnir að ræða hluti. Ég ætla ekki að full- yrða um niðurstöðuna, hvort þetta komi til með að duga, en mér finnst vera miklu jákvæðari taktur í þessu, bæði á fundi með ríkis- stjórninni og eins með atvinnurek- endum,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að umræðan um helgina, þar sem fram kom að þunglega horfði um samkomulag, hefði greinilega ýtt við mönnum og þeir áttað sig á að það stefndi í óefni að óbreyttu. „Við sitjum núna við og erum að máta hluti og prófa okkur áfram. Það er auðvitað forsendan fyrir því að finna lausnina að menn geti far- ið í það. Góðu fréttirnar eru þær að við erum í bullandi vinnu og höld- um því áfram á morgun (í dag) og næstu daga,“ sagði Gylfi einnig. Morgunblaðið/Þorkell Launanefnd aðila vinnumarkaðarins Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Ari Edvald, framkvæmdastjóri SA og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA á fundinum í gær. „Miklu jákvæðari tónn í viðræðunum“ Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra var send í Ármúla í gær eftir að 33 ára kona reyndi að ræna leigubílstjóra vopnuð loftbyssu. Hún sat í bílnum hjá bílstjóranum og gaf sig sjálfviljug fram þegar lögreglan kom á vettvang. Engu skoti var hleypt af byss- unni. Hjálparbeiðnin kom í gegnum leigubíla- stöðina og var tilkynnt að konan væri vopnuð byssu. Greip lögreglan því til við- eigandi ráðstafana. Konan var handtekin og sett í fangaklefa og látin bíða yfir- heyrslu. Tildrög atviksins eru til skoðunar en konan mun hafa óskað eftir tiltekinni þjónustu bílstjórans sem hann veitti ekki og tók hún þá til bragðs að reyna að ræna hann. Ógnaði leigu- bílstjóra með loftbyssu ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.