Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 25 u á að það meina hef- n krabba- stján seg- a áhrif á Dánartíðni na hér á ækkað um miðað við si lækkun num telja unarinnar röntgen- a bættrar greiningu, minni æxli fun. Með- t lífslíkur ð krabba- ð áhrif að ir sem áð- du fram á fá um 22% gna leitar meinum f leit að á íslensk- 64. Fyrst uðborgar- ið að boða nu, 25–69 júkdóma- um landið settu upp rgða, m.a. . Kristján segir að á þeim árum hafi menn fundið ýmsa kvenlega kvilla sem eru sjaldséðir nú til dags. „Þeir fundu mikið af legstækkun- um, góðkynja æxlum í eggjastokk- um, legsigum, þvaglekum og ýmsum kvillum sem konur burðuðust með án þess að kvarta og áður hafði ekki verið mikið gert til að bæta. Þá fæddu konur mun fleiri börn en þær gera í dag og það hafði oft sín áhrif á grindarholslíffærin. Það má segja að leghálskrabbameinsleitin hafi ekki aðeins bætt heilbrigði kvenna hvað varðar leghálskrabbameinið sjálft, heldur einnig heilsu þeirra hvað varðar ýmsa kvensjúkdóma,“ sagði Kristján. Við krabbameinsleitina eru tekin frumusýni úr leghálsinum, sam- kvæmt aðferð sem gríski læknirinn Papanicolaou fann upp. Við smásjár- skoðun má greina breytingar í frumukjörnunum. Slíkar breytingar eru kallaðar forstigsbreytingar því þær gefa til kynna að konan sé í áhættu að mynda leghálskrabba- mein síðar meir. Konur með væg- ustu forstigsbreytingarnar eru kall- aðar aftur til skoðunar eftir hálft ár. Sjáist þá aftur forstigsbreytingar eru þær, líkt og konur sem hafa sterkari breytingar í frumukjörnum, kallaðar í leghálsspeglun þar sem tekið er vefjasýni úr leghálsinum. Vefjasýnin ráða því hvort konan er send í svonefndan keiluskurð. Þá er tekin keilulaga sneið neðst úr leg- hálsinum þar sem algengast að leg- hálskrabbamein myndist og for- stigsbreyttu frumurnar fjarlægðar. „Með því að fjarlægja þessar for- stigsbreytingar hefur nýgengi sjúk- dómsins lækkað. Maður lækkar líka dánartíðnina með því að fækka til- fellunum og einnig með að flýta greiningu á raunverulegum krabba- meinum, því við finnum þau á frum- stigi við þessar skoðanir,“ segir Kristján Konur þurfa að mæta betur Mætingar til krabbameinsskoðun- ar eru betri víða úti á landi en í stærstu þéttbýlisstöðunum. Kristján segir að samkvæmt ársskýrslu Krabbameinsfélagsins frá 2004 hafi mest verið 87–90% mæting kvenna til leghálskrabbameinsleitar í Grundarfirði og á nokkrum stöðum á Austurlandi. „Grundarfjörður hefur staðið nokkuð upp úr á undanförnum ár- um. Skipulagning og undirbúningur á heimaslóðum er þar mjög til fyr- irmyndar. Þar liggur alltaf fyrir eftir hverja skoðun hvers vegna konur mæta ekki. Það eru fleiri staðir til fyrirmyndar eins og Seyðisfjörður, Eskifjörður og Neskaupstaður sem voru með uppundir 90% mætingu. Þetta má eflaust þakka því að und- irbúningur fyrir leitina hefur þar verið mjög góður. Hér á Reykjavíkursvæðinu, víðast á Reykjanesi, á Akureyrarsvæðinu og í kringum Ísafjörð er mætingin mun slakari. Landsmeðaltalið hvað varðar mætingar síðustu þrjú árin í árslok 2004 var 75%. Ef þriggja ára mæting í leghálskrabbameinsskoð- un fer niður fyrir 75% þá er það ekki ásættanlegt að mínu mati,“ sagði Kristján. Kynlífsbyltingin olli aukningu Nýgengi leghálskrabbameina hér á landi hækkaði talsvert eftir 1980, aðallega meðal kvenna undir fer- tugu. Svipuð þróun kom fram í Finn- landi tíu árum síðar. „Þetta tengist breyttum lífshátt- um og auknu frjálslyndi varðandi kynlíf,“ sagði Kristján. Finnskar rannsóknir sýndu að nokkrum árum áður en nýgengi leghálskrabba- meins jókst fjölgaði þeim konum sem mældust með mótefni gegn HPV-veirunni. HPV-veiran smitast við samfarir. Eftir 1980 fóru að birt- ast upplýsingar um þessa veiru, sem er nauðsynlegur orsakavaldur leg- hálskrabbameins, en nægir ekki ein og sér. Fleiri þættir þurfa að koma til svo veiran valdi krabbameini. Krist- ján nefnir önnur kynsmit, svo sem klamydíusýkingar, að konurnar reyki eða hafi reykt og eins eykst áhættan með fjölda rekkjunauta. „Veirusmitið er algengt hjá kon- um almennt og talið að þær smitist mjög fljótlega eftir að þær byrja að stunda kynlíf. Líkurnar á smiti aukast með fjölda rekkjunauta. Talið er að meira en helmingur ungra stúlkna hafi smitast af þessum vírus innan tveggja ára eftir að þær fara að stunda kynlíf. Um 80% allra kvenna smitast einhvern tíma á lífsleiðinni. Konur geta myndað ónæmi og þá eyðir ónæmiskerfið veirunni. Af því leiðir að mögulegt er að framleiða bóluefni gegn veirunni og nú er verið að gera tilraunir með það. Þessar til- raunir sýna mjög góðan árangur af bóluefninu. Sterkar forstigsbreyt- ingar leghálskrabbameins hafa ekki fundist hjá konum sem voru ósmit- aðar af veirunni þegar þær voru bólusettar. Sama er ekki hægt að segja um þær konur sem fengu óvirkt bóluefni,“ sagði Kristján. Rannsóknin er fjölþjóðleg og nær til landa í Evrópu, Ameríku og Asíu. Meðal þátttakenda eru 700 íslenskar stúlkur. Helmingur þeirra fékk virkt bóluefni og helmingur ekki. Þátttak- endur vita ekki hvort þeir fengu virka eða óvirka bóluefnið. Fylgst verður með bólusettu konunum 700 í gegnum krabbameinsskrána a.m.k. næstu tíu árin. Kristján segir að í framtíðinni verði væntanlega hægt að gefa ungum stúlkum bóluefnið, áður en þær verða kynþroska og hefja kynlíf, til að hindra að þær smitist síðar af veirunni. Þegar í ljós kom marktæk aukning forstigsbreytinga hér á landi hjá yngstu konunum eftir 1980 var farið að boða konur allt niður í tvítugt í leghálsskoðanir. Kristján segir mjög sjaldgæft að konur fái legháls- krabbamein fyrir 25 ára aldur, þótt þess séu dæmi. Því miður mæta kon- ur, 20–24 ára, ekki mjög vel til skoð- unar, að sögn Kristjáns. Samkvæmt skýrslum Krabbameinsfélagsins mæta aðeins um 58% þeirra reglu- lega til skoðunar á þriggja ára fresti. Til samanburðar mæta 75% kvenna í aldurshópnum 25–69 ára í skoðun. ins mun m.a. stórbæta aðstöðu til brjóstakrabbameinsleitar leit skilar árangri Morgunblaðið/Ómar æknir segir að nýi tölvu- og tækjabúnaðurinn þarf á að halda kosti um 350 milljónir. gudni@mbl.is Herlið Bandaríkjanna á Ís-landi hefur um árabilverið tákn um að Banda-ríkin hafi skuldbundið sig til að verja landið, fremur en að um raunverulegar varnir gegn inn- rás sé að ræða. „Fjórar orrustuþotur stöðva ekki innrásarher,“ segir Al- ison Bailes, sérfræðingur í varnar- málum. Það sé engu að síður eðlilegt að íslensk stjórnvöld vilji öflugt tákn um að önnur þjóð hafi tekið að sér varnir landsins. Bailes vann lengi fyrir bresku ut- anríkisþjónustuna og hefur fengist við varnarmál um áratugaskeið. Hún kom fyrst til Íslands fyrir rúmlega 20 árum og hefur heimsótt landið 25 sinnum síðan. Á ferðalögum sínum komst hún í kynni við Íslendinga og það var fyrir áeggjan vina sinna hér á landi sem hún tók nýlega sæti í stjórn Alþjóðamálastofnunar Há- skóla Íslands og Rannsóknarseturs um smáríki. Hún er forstöðumaður SIPRI, Alþjóðlegu rannsóknarmið- stöðvarinnar í friðarmálum í Stokk- hólmi. Straumur tímans vinnur gegn herliði hér Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Bailes hafa sínar upplýsingar um viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá vinum og kunningj- um hér á landi enda væri lítið skrifað um þær á öðru tungumáli en ís- lensku. Bailes sagði ljóst að straum- ur tímans og núverandi stefna Bandaríkjastjórnar í varnarmálum ynni gegn því að áfram yrði umtals- verður bandarískur herafli á Íslandi. Bandarísk stjórnvöld hefðu einkum tvíþætt stefnumið; annars vegar að stærri hluti heraflans verði í Banda- ríkjunum þannig að einfalt verði að senda hann hvert á land sem er, hins vegar að bæta við eða efla herstöðv- ar sem eru nálægt átakasvæðum. Það væri t.a.m. stefna stjórnarinnar að fækka hermönnum í Þýskalandi en fjölga þeim á Ítalíu en þaðan er auðveldara að gera árásir í Miðaust- urlöndum. Ákvörðun um framtíð herstöðvar- innar í Keflavík væri samt sem áður pólitísk og íslensk stjórnvöld hefðu möguleika á því að ná a.m.k. ein- hverjum af sínum stefnumálum fram í samningaviðræðum. „Það er of snemmt að segja til um hver niður- staðan verður,“ sagði hún. Til sam- anburðar benti hún á að nýverið hefðu náðst samningar um samdrátt í herliði Bandaríkjamanna í Japan. Bandaríkjamenn hefðu upphaflega viljað draga enn meira úr liðsstyrk sínum en raunin varð á endanum og bæði ríkin orðið að gefa eftir. Svipað hlyti að gilda um samninga við Ís- lendinga. „En Bandaríkjamenn eru harðir í samningum og það er því erfitt að segja til um lokaniðurstöð- una,“ sagði Bailes og sló þar með aft- ur varnagla um lyktir viðræðnanna. Hér á landi hafa sumir sagt að ef Bandaríkjamenn ákvæðu að draga meginhluta herliðsins frá landinu væri eðlilegt að bandaríski herinn hyrfi algjörlega á braut. Bailes sagði að vissulega gætu Íslendingar gripið til þess ráðs. „En það verður að hafa í huga að báðir aðilar verða að hugsa um pólitískar afleiðingar. Ég er viss um að íslensku samningamennirnir segja við Bandaríkjamenn að ef þeir gefi landið upp á bátinn þá muni það varpa skugga á öll önnur samskipti ríkjanna. En Bandaríkjamenn gætu eins sagt að ef Íslendingar sparka hernum úr landi, þá gæti það haft áhrif á efnahagsleg samskipti land- anna,“ sagði hún. „Það er ekki hægt að segja, losum okkur við þá, einhver annar mun sjá um varnir okkar og ekkert annað mun breytast. Það væri einfaldlega rangt, því slík ákvörðun hefði afleiðingar.“ Þá gæti það reynst torvelt að fá annað ríki til að taka að sér land- varnir og hún vissi ekki um neitt annað ríki Atlantshafsbandalagsins sem væri tilbúið til þess. Í sjálfu sér gætu Íslendingar einnig ákveðið að hafa engan her en þess í stað reitt sig á skuldbindingu NATO um að árás á eitt aðildarríki sé árás á öll og að sendur yrði liðsauki á hættutímum. Málið væri hins vegar flóknara en svo. Aðeins smæstu ríki Evrópu, s.s. Andorra og San Marínó, væru her- laus en þau væru hins vegar umlukt máttugum og vinveittum herveldum. Ísland væri einangraðra og eðlilegt að Íslendingar vilji skýrt tákn um að annað ríki hefði skuldbundið sig til að verja landið. Herstöðin á Kefla- víkurflugvelli væri slíkt tákn. Hættan minni Aðspurð hvort Ísland þarfnaðist umtalsverðs herliðs sagði Bailes að ógnin væri augljóslega mun minni en á tímum kalda stríðsins. Hættan á árás væri lítil og ef öryggisaðstæður breyttust til hins verra gæfist nægur tími til að bregðast við því. Það væri því minni þörf á herafla. Eftir sem áður hefði heraflinn mikilvægt tákn- rænt gildi og það mætti ekki gera lít- ið úr því. „Ef í landinu eru erlendir hermenn sem eru tilbúnir til að fórna lífi sínu til að verja landið, þá er það mikilvægt tákn um skuld- bindingu. Það var af þessum orsök- um sem Vestur-Þjóðverjar vildu að Bandaríkjamenn hefðu herlið í fremstu víglínu í kalda stríðinu.“ Alison Bailes segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld vilji skýrt tákn um að Bandaríkin sjái um varnir Íslands Fjórar orrustu- þotur stöðva ekki innrásarher Alison Bailes starfaði lengi fyrir bresku utanríkisþjónustuna og hefur fengist við varnarmál um áratugaskeið. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ljósmynd/Baldur Sveinsson a í hinum opnu rýmum. Þannig að búa til miðrými þar sem mötu- asafn, samkomusalur og ýmislegt i saman án þess að nokkur glymj- ist. um er einnig útibú frá tónlistar- æjar, en börnin geta þá farið í kóla á skólatíma og hefur það r vel fyrir hjá bæði börnum og , þar sem það minnkar bílferðir tir skólann. Þegar blaðamann ði voru einmitt fimm ungar stúlk- agið Góða mamma fyrir tónleika tið rennsli fyrir hópinn. Var pað lof í lófa eftir frammistöðuna n þeirra kát í bragði við vinkon- egar hópurinn var á leiðinni út: kk rosalega vel, ég ruglaðist ekki Mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnu- brögðum nemenda við Ingunnarskóla og vinna nemendur sjálfir námsáætlanir sínar með aðstoð kennara. Þannig geta þeir eina vikuna lagt mikið upp úr íslensku en þá næstu meira upp úr stærðfræði ef þeir vilja. Ábyrgð foreldra er mikil og þátttaka þeirra nauðsynleg forsenda þessa kerfis, enda áhersla lögð á gott samstarf við þá. Þá er einnig lögð áhersla á hópastarf í smærri hópum og einstaklingsvinnu auk þess sem þemaverkefni skipa stóran sess. Nokkrir krakkar á mið- og unglingastigi urðu á vegi blaðamanns og fengu að sitja aðeins fyrir svörum. Þegar þau voru innt eftir því hvernig væri að vinna í umhverfi skólans voru svörin fjölbreytt en yfirleitt mjög jákvæð. Þannig sögðu tvær stúlkur á miðstigi að vissulega væri gott að vinna í opnu rými en stundum yrði kliðurinn dálít- ið mikill. Þó væru kostirnir fleiri en gall- arnir og gaman að geta unnið sjálfstætt. Fjölnota hús fyrir samfélagið Á unglingastigi urðu nokkrar stúlkur fyrir svörum og höfðu þær komið á ólíkum tíma inn í skólann. Sögðu þær að auðveld- ast væri að starfa í einstaklingsmiðuðum skóla eins og Ingunnarskóla ef krakkar byrjuðu þar strax frá upphafi. Heldur erf- iðara væri að hefja þar nám eftir að hafa eytt nokkrum árum í öðru skólakerfi. „Það er dálítið erfitt að venjast svona opnum vinnubrögðum þar sem aginn kemur ekki utan frá,“ sagði ein stúlkan. „Maður er ekki vanur að bera ábyrgð á sjálfum sér, en það er mjög krefjandi. Það er rosalega auðvelt að fara að fresta og detta aftur úr.“ g ábyrgð nemenda Morgunblaðið/Ásdís gileg vinnuskilyrði. Sum vildu þó stundum fá meira næði. Kátir krakkar læra að dansa í opnu miðrými skólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.