Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni Sighvats-son rafvéla- virkjameistari og söngkennari fæddist í Ártúnum í Rangár- vallahreppi í Rang- árvallasýslu 26. maí 1929. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 31. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sighvatur Andrésson, f. 14. mars 1892 í Hemlu, Vestur-Landeyja- hreppi, Rangárvallasýslu, d. 6. júlí 1979, og Krístín Árnadóttir, f. 16. feb. 1894 í Haga, Holtahreppi, Rangárvallasýslu, d. 22. janúar 1975. Systkini Árna eru: Kristín f. 9. mars 1920, d. 13. nóv. 1921; Hólmfríður, f. 21. apríl 1921, d. 21. maí 1992; Andrés, f. 10. júlí 1923; Steindór, f. 27. apríl 1925, d. 6. mars 1998; Kristín, f. 26. ágúst 1926; Margrét, f. 23. maí 1930; Est- er, f. 30. maí 1931, d. 15. nóvember 1987; og Bjarney, f. 28. október 1932. Árni kvæntist 26. desember 1953 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 27. ágúst 1928 í Mið-Meðalholtum, Gaul- verjabæjarhreppi, Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Jón Þor- varðarson frá Mið-Meðalholtum, Gaulverjabæjarhreppi, og Vigdís Helgadótttir frá Ósabakka, Skeiða- hreppi, Árnessýslu. Börn Árna og Guðrúnar eru: 1) Sighvatur Sævar, f. 30. desember 1952, maki Þór- halla Arnljótsdóttir, f. 6. janúar 1959. Börn þeirra eru Hrafnkell, f. 28. febrúar 1985, og Ásta Guðrún, f. 9. mars 1992. 2) Ásta, f. 19. októ- ber 1956, maki Gunnar Árni Óla- son, f. 28. mars 1941. Sonur Ástu er Árni Þór Jónsson, f. 23. maí 1974, maki Rakel Þráinsdóttir, f. 21. maí 1983. Sonur Árna Þórs er Andri Már, f. 1. nóvember 1993. 3) Kristín, f. 3. júní 1963; maki Hlyn- ur Reimarsson, f. 19. júní 1964. Börn þeirra eru Birgitta Rut Birgisdóttir, f. 29. október 1981, og Ingi Rafn, f. 22. júlí 1988. Árni ólst upp í Ár- túnum í Rangárvallasýslu og síðar á Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu. Hann lærði til rafvélavirkjunar í Iðnskólanum í Reykjavík, stofnaði rafvélaverkstæðið Raf árið 1958 og starfaði eftir það sjálfstætt við góðan orðstír. Árni var í ýmsum kórum yfir ævina, m.a. Þjóðleik- húskórnum, Pólýfónkórnum, Dóm- kirkjukórnum og Árnesingakórn- um í Reykjavík. Einnig söng hann í Íslensku óperunni. Hann sótti einkatíma hjá Sigurði Demetz og fleirum, og lauk á miðjum aldri 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík. Árið 1983 seldi Árni verkstæðið, fór tvo vetur til Ítalíu í söngnám, og vann eftir það sem söngkennari við Tónlistarskólann í Keflavík og víðar auk einka- kennslu. Árið 2001 gaf Árni ásamt Jóni Sigurðssyni píanóleikara út geisladiskinn „Úr söngvasafni Kaldalóns“. Árni málaði einnig og hélt einkasýningar í Gerðubergi og Þrastalundi. Árni hafði mikið yndi af trjárækt í sumarbústaðalandi þeirra hjóna í Grímsnesi. Útför Árna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Árni tengdapabbi hefur kvatt og margt er að þakka. Það sem ein- kenndi Árna fram á síðustu stundu var sterkur vilji og þor til að takast á við það sem þurfti til að láta draumana rætast. Í vöggugjöf fékk hann listrænt auga, eyra og hljóm- fagra rödd. Aldarfar og aðstæður gerðu að ekki lagði Árni beint á lista- brautina. Hann nýtti þó þau tækifæri sem gáfust í dagsins önn og ræktaði hæfileikana. Á sextugsaldri lét hann æskudrauminn rætast, seldi fyrir- tækið og lagði land undir fót í söng- nám á Ítalíu. Eins og endranær naut hann til þess fulls stuðnings frá tengdamömmu. Upp frá því hafði hann atvinnu af söngkennslu. Upp úr sjötugu gaf Árni út einsöngsdisk. Á sama tíma var hann farinn að mála, sér og öðrum til mikillar ánægju. Árni hafði ekki síður trú á drauma annarra og hvatti sína nánustu í hverju sem þeir tóku sér fyrir hendur, var eðl- islægt að sýna hrifningu og aðdáun og hafði lag á að benda á björtu hliðarn- ar. Við kveðjum kæran tengdaföður með þakklæti og munum gera okkar besta til að halda jákvæðri sýn hans lifandi áfram. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) Gunnar, Hlynur og Þórhalla. Afi var magnaður maður. Snilling- ur í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur. Það var sama hvað var, syngja, leika, mála, skera út eða trjá- ræktin. Allt þetta stundaði hann af þvílíkum áhuga og gleði að maður gat ekki annað en smitast af, enda var út- koman oft stórfengleg. Hann var sannur listamaður. Lífsglaðari mann er líka erfitt að finna. Alltaf á fullu inni í skúr, úti í garði, dytta að húsinu eða austur í bú- stað. Og alltaf var hann brosandi að því og sönglaði með. Hann elskaði líka að ferðast. Sagði mér oft sögur að því þegar hann var á Ítalíu, þegar hann þvældist um í lest- unum, gekk um þröngu göturnar og kíkti á kaffihúsin, það fannst honum geggjað. En sumarbústaðurinn var samt hans uppáhaldsstaður. Þar gat hann dundað sér dögunum saman við að hugsa um þær þúsundir trjáa sem hann var búinn að gróðursetja og við að setja fleiri niður. Alltaf var pláss fyrir fleiri. Já hann afi var magnaður. En magnaðastur var hann samt i hlutverki afans. Hann var mér svo góður. Sundferðir á hverjum degi og þá var sko minnsta málið að skella sér í rennibrautina nokkrar ferðir, kom- inn á sjötugsaldur. Á hverjum morgni kom hann svo niður til að athuga hvort ég væri ekki örugglega vöknuð fyrir skóla og vinnu, og oftar en ekki skutlaði hann mér. Eða þar til ég fékk bílprófið, þá var nú ekki mikið mál að gera upp gamla bílinn sinn fyrir mig. „Einhverju verður stelpan mín að keyra“. Og allar stundirnar sem hann sat með mér, hvort sem það var þegar hann var að rembast við að kenna mér hvað trén, fuglarnir og fjöllin hétu eða bara hlusta á pælingar ungrar stúlku, þá var gott að hafa afa. Elsku afi minn. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum, sérstak- lega þá sem við áttum daginn áður en þú kvaddir okkur. Hun er mér svo dýrmæt núna. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, en ég er full þakklætis að hafa átt þig að. Þú átt svo stóran part í mér og minni þroskagöngu, þú og amma. Þú ert og verður alltaf í huga mín- um og hjarta, elsku afi minn. Þín Birgitta. Elsku afi. Ég ætla að kveðja þig með þessum orðum sem ég rakst á í dag og fannst hjálpa mér svolítið. Þeim mun dýpra sem sorgin gefur sig í hjarta manns þeim mun meiri gleði getur það rúmað. … Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran.) Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig elsku afi minn. Þinn Ingi Rafn. Elsku afi minn, ég á svo erfitt með að skrifa einhver orð til að kveðja þig með því að nokkrar línur geta aldrei dugað til þess að sýna hversu ynd- islegur og góður afi þú varst. Ég fékk að sjá þig á verkstæðinu þínu, uppi á sviði í Óperunni, vera með tónleika, halda myndlistarsýningar, endur- bæta heilu húsin og gróðursetja skóg uppi í sumarbústað, þú virtist geta gert allt og kunna allt og þú varst afi minn. Ég sakna þín svo mikið en ég veit að þú ert á betri stað núna og það fyrsta sem ég hugsaði eftir að þú varst farinn var að nú værir þú farinn að syngja og mála aftur sem aldrei fyrr. Það voru forréttindi fyrir mig og hann Andra minn að fá að alast upp svo nálægt þér og ömmu og fyrir það er ég svo þakklátur. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Árni Þór Jónsson. Í rúmlega 40 ára sögu Tónlistar- skólans í Keflavík störfuðu margir af helstu söngkennurum þjóðarinnar við skólann; sumir um skamman tíma og aðrir lengur. Nær allir komu þessir kennarar af höfuðborgarsvæðinu og nýttust sönglífi á Suðurnesjum m.a. með því að taka að sér raddþjálfun einhvers þeirra kóra sem starfandi voru á svæðinu á hverjum tíma, sam- hliða söngkennslu við skólann. Árni Sighvatsson var einn þessara kenn- ara en hann starfaði við skólann í 13 ár, frá árinu 1986 til 1999, og kom að raddþjálfun sönghópa og kóra á sama tíma. Ég hafði aðeins verið skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík í eitt ár ÁRNI SIGHVATSSON Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓHANNESSON bóndi, Jarðlangsstöðum í Borgarbyggð, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 14.00. Sigríður Bárðardóttir, Sigríður Bára Einarsdóttir, Þuríður Einarsdóttir, Friðrik Alexandersson, Kristín Einarsdóttir, Lárus Þ. Sigurðsson, Fanney Einarsdóttir, Brynjólfur Brynjólfsson, Jóhannes Guðmundur Einarsson, Kristína H. M. Elizondo, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN JÚLÍUSSON bóndi á Leirá, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Leirárkirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Akraness. Sigurást Indriðadóttir, Hallfríður Kristinsdóttir, Björn Jónsson, Björg Kristinsdóttir, Júlíus Birgir Kristinsson, Svanhvít Aðalsteinsdóttir, Hafdís Kristinsdóttir, Þór Ægisson, Ásgeir Örn Kristinsson, Anna Leif Elídóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Óskar Helgi Guðjónsson, Sigrún Gréta Magnúsdóttir, Jón Helgason og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES BJÖRGVINSSON frá Skriðustekk, Ásvegi 23, Breiðdalsvík, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 5. nóvember. Jarðsett verður frá Heydalakirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 14.00. Kristín Skúladóttir, börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG MAGNÚSDÓTTIR ARNDAL, Vitastíg 12, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudaginn 4. nóvember. Útförin auglýst síðar. Sigríður H. Arndal, Ægir Benediktsson, Jónína H. Arndal, Þorsteinn Hjaltason, Guðrún H. Arndal, Guðmundur Gunnarsson, Magnús H. Arndal, Ingibjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir mín, HELGA KARITAS RÖGNVALDSDÓTTIR, Sundstræti 25A, Ísafirði, sem andaðist á öldrunardeild Fjórðungssjúkrahú- sins á Ísafirði laugardaginn 5. nóvember, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jenný Rögnvaldsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR STEINDÓRSSON, Grundartjörn 14, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00. Sigríður Þóra Yngvadóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Magnús Bergsson, Steindór Sverrisson, Hjördís Ásgeirsdóttir, Ríkharður Sverrisson, Valgerður Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.