Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 42
Morgunblaðið/Brynjar Gauti A ndri er fyrri til að mæta upp á Morg- unblað. Hann kemur fyrir sem mjög eðlilegur ungur maður, efalaust af góðu fólki kominn og kurteis, en umfram allt stundvís. Blaðamaður sækir kaffi og svo er beðið eftir ókrýndri popp- prinsessu Íslands. Saga Írafárs er kannski ekkert ótrúlega merkileg, alla vega ekki sú saga sem þau vilja segja, en sá árangur sem sveitin hefur náð á und- anförnum árum er frábær. Fyrsta plata sveit- arinnar Allt sem ég sé hefur selst í rúmum 19 þúsund eintökum og önnur platan Nýtt upphaf er að nálgast 12 þúsund seldar plötur. Birgitta Haukdal er orðin að fyrirmynd þúsunda ungra ís- lenskra stúlkna og þegar sú ábyrgð og það álag sem því fylgir er haft í huga, er fölskvalaus fram- koma hennar og heilindi allt að því ofurmannleg. Eitthvað í þessa átt er hugur blaðamanns að reika þegar Birgitta birtist „fashionably late“ eins og sannri dívu sæmir og það fer ekki framhjá nokkrum lifandi manni á Morgunblaðinu að hér er poppstjarna á ferð. Fóru milliveginn „Við völdum að fara til Danmerkur til að kom- ast í rólegheit og þarna sveif rómantísk stemning yfir vötnum,“ segir Birgitta um upptökuferlið. „Ekkert í kringum okkur nema guðsgræn náttúr- an og það fyrsta sem við mættum þegar við keyrðum upp heimreiðina var dádýr.“ „Lögin voru öll í sjálfu sér til og við höfðum þegar valið hvaða lög færu á plötuna stuttu eftir jól,“ bætir Andri við. „Áður en við fórum út höfð- um við tekið upp trommur en í Danmörku tókum við upp bassa, gítar og hljómborð auk demó- radda. Svo þegar við komum heim kláruðum við rafmagnsgítara, strengi, söng …“ „… og allt dúll- erí,“ bætir Birgitta við. Höfðuð þið ákveðnar hugmyndir um hvernig platan ætti að hljóma? „Já,“ svarar Birgitta. „Við vorum með ákveðna mynd í huga. Við höfðum sent frá okkur eina létta poppplötu og aðra þyngri poppplötu og núna langaði okkur að fara milliveginn. Okkur fannst eins og Írafárs-hljómurinn væri þarna mitt á milli, því eins og fólk veit finnst okkur gaman að vera með þunga og harða rafmagnsgítara í bland við poppið. Þannig að við lögðum upp með að feta þennan milliveg og ég held að okkur hafi tekist það.“ „Já,“ samsinnir Andri. „Við vildum líka vera með náttúruleg hljóðfæri og minna af elektrón- ískum hljóðum sem voru fyrirferðarmikil á síð- ustu plötu. “ „En þetta er einmitt ástæðan fyrir því að plat- an heitir Írafár, því að svona er tónlistin – svona er Írafárshljómurinn.“ Hvernig ganga æfingar? „Þær ganga mjög vel. Við erum þessa dagana að æfa í NASA þar sem við stillum öllu upp eins og um tónleika væri að ræða og þetta er allt að smella. Enda ekki seinna vænna þar sem við er- um á leið í þetta tónleikaferðalag um landið.“ „Við erum líka þessa dagana að teikna upp út- gáfutónleikana og okkur langar mikið að hafa strengjasveitina sem leikur á plötunni þar.“ Hvernig semjið þið lögin, eða eru kannski margar leiðir að lagi? „Nei,“ svarar Andri án þess að hugsa sig um. „Það er bara ein leið að því.“ „Við erum náttúrlega með gulldreng að mínu mati í bandinu sem á bara endalaust af lögum,“ bætir Birgitta við og hér á hún að sjálfsögðu um Vigni Snæ Vigfússon gítarleikara. „Það er eins og hann semji tíu lög á dag og þá er það eins og hann taki við þeim frá einhverjum öðrum heimi. En þú samdir eitt lag á síðustu plötu? „Jú, það er rétt. En ég er mun einfaldari í laga- smíðum en Vignir og ekki með þennan Írafárs- stíl í lögunum. Einhvern tímann mun ég kannski gefa mín eigin lög út en ekki með Íra- fári, ekki eins og staðan er í dag, með annan eins lagasmið og Vigni á meðal okkar.“ Þú sérð um að semja texta við lögin? „Já, aðallega. Ég er með um 70–80% en svo á Vignir til að koma með einn og einn texta og Óli bróðir hans líka. Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson áttu svo texta á síðustu plötu þannig að þetta er ekki allt ég. Hins vegar fæ ég lögin fyrst og sem svo texta við þau lög sem kalla á mig en ef það er eitthvað lag sem ég á erfitt með að tengjast leyfum við einhverjum öðrum að prófa. Ég vil nefnilega að tilfinningin í laginu skili sér í textanum og ef ég finn hana ekki vil ég frekar að hún sé fundin af einhverjum öðrum í stað þess að búa til eitthvað til málamynda.“ Allsber á sviði Hvernig eru þínir textar? „Þeir eru mjög misjafnir. Þeir geta verið ein- hverjar sögur eða draumar; rosalega einlægir án þess að fólk viti það og stundum hefur mér fundist sem ég hefði átt að bremsa mig af. En þeir eru allir mjög persónulegir og yfirleitt allt- af eitthvað að baki þeim.“ Draumar eru einmitt fyrirferðarmiklir? „Jú,“ en áður en hún kemst lengra, grípur Andri inn í. „Hana dreymir alveg tóma steypu og alltaf einhverja vitleysu alla daga, ótrúlegar sögur sem maður heyrir stundum.“ „Það er ótrúlegt hvað mig dreymir mikið og ég get verið með tárin í augunum einn daginn vegna einhvers sem mig dreymir eða alveg brjáluð í skapinu. Margar súrar sögur – ég veit ekki einu sinni hvort ég á að segja þetta – en eins og lagið „Stórir hringir“, þetta var bara draumur sem mig dreymdi.“ Finnst þér auðveldara að syngja eigin texta? „Það er alla vega auðveldara að túlka þá af því að mér finnst það ekki sami hlutur að syngja eitthvað vel og að flytja það vel. Sagan verður að skila sér í flutningi og tilfinningin.“ Er það óþægilegt þegar fólk rýnir í textana? „Nei, mér finnst það ekki óþægilegt. Ég hef að vísu samið texta sem var eftir á litið aðeins of einlægur og þá fannst mér ég allsber þegar ég söng textann á sviði. En svona er ég bara og í daglegu lífi segi það sem mér finnst og af hverju þá ekki líka í textunum mínum?“ Nú er Írafár líklega ein stærsta hljómsveit landsins um þessar mundir. Er reksturinn orð- inn stærri en listræni hluti hennar? „Það er náttúrlega gríðarlegt umstang í kringum hljómsveit eins og Írafár, sérstaklega þegar það kemur að því að gefa út plötu eða undirbúa tónleikaferðalög,“ útskýrir Andri. „Þá getur það gleymst að við erum í hljómsveit. En það sem heldur okkur saman og gangandi er að við viljum starfa við tónlist og vera í hljómsveit. Þetta á það til að gleymast.“ „Sennilega vegna þess að Ísland er svo lítið,“ heldur Birgitta áfram. „Við erum ekki með her fólks í vinnu því að það eru ekki peningar til að réttlæta það. Við erum í raun að stússast í öllu því sem alla jafna væri afgreitt af starfs- mönnum. Það hefur til dæmis gerst að hljóm- sveitaræfingar verða ósjálfrátt að viðskipta- fundum.“ „Já, einmitt,“ segir Andri. „Þegar við ættum að vera að einbeita okkur að tónlistinni erum við kannski að ræða það hver eigi að fara í viðtalið á morgun hjá Morgunblaðinu eða hvernig plaköt- in eigi að líta út og þar fram eftir götunum.“ „En þetta er alveg ómetanleg reynsla sem við höfum safnað okkur á svo mörgum sviðum í kringum tónlistina. Þetta er eins og að vera í há- skólanum. Maður er að læra markaðsfræði, bókhald, fjölmiðlafræði og svo margt annað sem tengist þessu. Það er ekki síður skemmtilegt.“ Hvernig upplifið þið ykkur sjálf á íslenskum tónlistamarkaði, þá í sambandi við bílskúrs- böndin og Airwaves sem þið voruð ekki á? „Ég verð að viðurkenna að eins og með Airwaves, sem gengur út á að kynna íslenskar hljómsveitir, að þá finnst mér það skrýtið að þar hafi ekki verið eitt einasta vinsælda- eða met- söluband íslenskt,“ svarar Birgitta. „Auðvitað fer maður að velta því fyrir sér hvort þeir sem eru að halda þetta, skammist sín fyrir okkur eða finnist við ekki nógu kúl og vilja frekar sýna hitt – eða þá hvort þetta sé tónlistin sem útlending- arnir kalla á? Á hinn bóginn höfum við ekki ver- ið að sækjast eftir því sérstaklega að spila á Airwaves, kannski liggur ástæðan þar – eða þá að við erum bara svona ótrúlega halló, “ bætir hún svo við hlæjandi. Besta platan hingað til En af hverju eruð þið ekki að reyna að „meikaða“ eins og allir aðrir? „Ætli við séum ekki bara ánægð með það sem við höfum,“ svarar Andri eftir smáumhugsun. „Okkur líður bara vel hér,“ bætir Birgitta við. „Við erum öll mikið fjölskyldufólk og … ég við- urkenni það samt að ef mér yrði boðinn plötu- samningur á morgun myndi ég líklega elta hann en ég nenni ekki að púla sveitt til að sækjast eft- ir honum.“ „Þetta er kannski leti að einhverju leyti,“ heldur Andri áfram, „og svo á það kannski við marga í hljómsveitinni að við erum líka að vas- ast í öðrum hlutum sem gerir okkur það mjög erfitt að ferðast um heiminn í leit að frægð.“ Hverjar eru þá væntingar ykkar og plötufyr- irtækisins til þessarar plötu ef fyrri plötur eru hafðar til hliðsjónar? „Ég held að það séu meiri væntingar frá gagnrýnendum og því fólki öllu. Við erum ekki að gera okkur vonir um að selja tugi þúsunda, hvað þá að hún eigi eftir að toppa hinar plöt- urnar.“ Verðið þið vonsvikin ef þið náið ekki gulli? „Ókei, ég skal viðurkenna það,“ segir Andri og hlær. „Nei!“ mótmælir Birgitta. „Þetta má sko ekki fara í blaðið. Við eigum ekki að hugsa um tölur, þetta kemur allt í ljós. Ég vil til dæmis ekki vakna á aðfangadag og hugsa, „oh, við hefðum átt að selja fleiri plötur!“ Það er ekkert sjálfgefið að fólk kaupi plötuna.“ Besta platan til þessa? „Það segir mamma alla vega,“ svarar Birgitta og hlær. „En hún er örugglega bara búin að fá leið á hinum plötunum. Við erum allavega mjög ánægð með þessa plötu, enda hættum við ekki fyrr en við vorum orðin ánægð.“ Hljómurinn fundinn Þriðja plata Írafárs kemur út á morgun og ber hún nafn hljómsveitarinnar. Söngkonan Birgitta Haukdal og Andri Guðmundsson hljómborðsleikari settust niður með Hösk- uldi Ólafssyni og ræddu tímamótin. hoskuldur@mbl.is Hljómsveitin Írafár sendir á morgun frá sér samnefnda breiðskífu. 42 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminnSýnd kl. 5.30 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5.40 og 8 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON MMJ - kvikmyndir.com S.V. / MBL Africa United S.V. Mbl. TOPP5.is Ó.H.T. Rás 2 S.k. Dv Sýnd kl. 5.30 og 8 kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 16 ára Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn Hún er eina persónan sem þú getur ekki verið án Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential og handritshöfundi Erin Brockovich Miðasala opnar kl. 15.30 FARÐU TIL HELVÍTIS! MBL TOPP5.IS MBL TOPP5.IS Sýnd kl. 3.50Sýnd kl. 10.15 B.i. 16 TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR Sími 564 0000 TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR „Frábær kvikmynd, áhugaverðari og fyndnari en flestar þær sem boðið hefur verið upp á undanfarið“ MMJ Kvikmyndir.com Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential og handritshöfundi Erin Brockovich Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn. Hún er eina persónan sem þú getur ekki verið án MMJ Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.