Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 19
MINNSTAÐUR
Hlemmur | Slökkt verður tímabund-
ið á umferðarljósum á gatnamótum
Hverfisgötu og Snorrabrautar ár-
degis í dag. Verið er að breyta
stjórnkerfi umferðarljósa vegna
samtengingar þeirra við umferð-
arljós nærliggjandi gatnamóta. Ef
framkvæmd gengur að óskum og
engar óvæntar tafir verða er áætlað
að gangsetja ljósin að nýju um það
leyti sem Laugavegur, frá Snorra-
braut til Barónsstígs, verður opn-
aður að nýju fyrir bílaumferð, föstu-
daginn 11. nóvember kl.16.
Slökkt á
umferðarljósum
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Fundur | Nóvemberfundur Norð-
urlandsdeildar Samtaka foreldra og
aðstandenda samkynhneigðra verð-
ur haldinn á Sigurhæðum í kvöld,
fimmtudag 10. nóvember, kl. 20.
Eygló S. Aradóttir, talsmaður S78N,
segir m.a. frá fyrstu opinberri göngu
samkynhneigðra og tvíkynhneigðra í
Færeyjum í sumar og rætt um eft-
irmál ráðstefnunnar Hver er sá
veggur, sem haldin var á Akureyri í
vor.
Bráðger börn | Katrín Fjóla Guð-
mundsdóttir, grunnskólakennari við
Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit,
flytur erindi á fræðslufundi
skólaþróunarsviðs kennaradeildar
sem hún kallar:
Ég vil fá verkefni sem fá heilann
til að hugsa – bráðger börn. Það
fjallar um einkenni bráðgerra
barna og hvernig námsúrlausnir
þykja henta þeim.
Fundurinn verður í stofu 14 í
húsnæði kennaradeildar og hefst kl.
17.
Atskák | Akureyrarmótið í atskák
hefst í kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20 í KEA-salnum í Sunnuhlíð. Tefld-
ar verða sjö umferðir eftir monrad-
kerfi, þrjár umferðir í kvöld og fjór-
ar umferðir á sunnudag.
Leiðrétt | Hermann Jón Tómasson
fékk 277 atkvæði í fyrsta sæti í próf-
kjöri Samfylkingarinnar á Akureyri
um helgina en ekki 227 atkvæði eins
og missagt var á þriðjudag. Rekstr-
arafgangur Akureyrarbæjar á
næsta ári verður 400 milljónir króna
en ekki 400 þúsund krónur eins og
missagt var í blaðinu í gær.
BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri
hafa lokað fyrir umferð bifreiða
stærri en 12 tonn um Mýrarveg, frá
kl. 22 og fram til 8 að morgni virka
daga og um helgar og helgidaga. Að
sögn Guðmundar Jóhannssonar for-
manns umhverfisráðs er gripið til
þessara aðgerða að kröfu íbúa á Eyr-
arlandsholti en nokkrir þeirra hafa
kvartað mikið yfir ónæði vegna um-
ferðar stórra bíla um götuna. Hann
sagðist jafnframt vita af óánægju
verktaka með þessa ákvörðun. „Það
er búið að taka um þetta ákvörðun og
ég vona að verktakar virði hana,“
sagði Guðmundur.
Guðmundur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri GV grafa, er ekki alls
kostar sáttur við þessa ákvörðun bæj-
aryfirvalda en fyrirtæki hans stundar
efnisflutninga í tengslum við upp-
bygginguna í Naustahverfi.
Guðmundur skrifar á vefsíðu GV
grafa um þetta mál og segir m.a. að
með þessu sé verið að beina hluta
flutninga til aðalbyggingasvæðis Ak-
ureyringa í Naustahverfi, inn á Þór-
unnarstræti og hluta Þingvallastræt-
is. Við þessar götur býr líka fólk,
bendir Guðmundur á, einnig er þar
kostnaðar fyrir húsbyggjendur og
bæjarfélagið, auki slit á götum og
mengun af völdum útblásturs.
Guðmundur, formaður umhverfis-
ráðs, sagði að íbúar við Mýrarveg og í
Naustahverfi væru mjög ósáttir við
að Dalsbrautin yrði ekki byggð áfram
frá Miðhúsabraut norður að Þingvall-
astræti. Íbúar í Lundarhverfi lögðust
eindregið gegn því og í kjölfarið tók
bæjarstjórn ákvörðun um að Dals-
braut yrði tekin út úr aðalskipulagi,
sem gildir til 2018 og þess í stað gert
ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg í
vegstæðinu.
Íbúar áhyggjufullir vegna
tengingar við aðra bæjarhluta
Áframhaldandi framkvæmdir við
Miðhúsabraut eru heldur ekki komn-
ar á dagskrá en báðir tengibrautirn-
ar, Dalsbraut og Miðhúsabraut hafa
verið á skipulagi í rúm 30 ár, eða frá
árinu 1973. Guðmundur sagði að íbú-
ar í Naustahverfi væru mjög uggandi
yfir þeirri stöðu sem uppi er varðandi
tengingu við aðra bæjarhluta. Hann
sagði að til stæði að leggja Miðhúsa-
braut vestan við Mjólkursamlagið og
fjær íbúðabyggðinni en upphaflega
var ráð fyrir gert. Endanleg lega Mið-
húsabrautar liggur þó ekki fyrir en
málið í vinnslu að sögn Guðmundar.
dvalarheimili aldraðra, Sundlaug Ak-
ureyrar og tjaldsvæði bæjarins. Guð-
mundur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að með þessu væri einnig verið
að færa flutningana á umferðar-
þyngri götur.
Eru íbúar við Þórunnar- og
Þingvallastræti annars flokks?
„Þessir bílar hljóta líka að valda
öðru fólki pirringi í umferðinni og því
hefði ég haldið að betra væri að þeir
færu stystu leið á milli staða og um
götur sem minni umferð er á. Þarna
er verið að hlusta á raddir örfárra
íbúa á kostnað fjöldans og því má
spyrja hvort íbúar við Þórunnar- og
Þingvallastræti séu annars flokks
íbúar á Akureyri,“ sagði Guðmundur.
Hann bendir jafnframt á að það að
fara lengri leiðir, leiði til aukins
Hlustað á raddir örfárra
Banna umferð stórra bíla á Mýrarvegi um nætur og helgar
Eftir Kristján Kristjánsson
krkr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristján
KB-banki á Akureyri færði á dögunum öllum grunnskólum á Akureyri töfl og tafl-
borð að gjöf. Fulltrúar frá skólunum komu í aðalútibú bankans og tóku við gjöfinni.
Alls er um átta skóla að ræða og fékk hver þeirra á bilinu fjögur til átta taflborð og
töfl, allt eftir fjölda nemenda.
Taflborðin eru viðurkennd af Skáksambandi Íslands og nýtast því sem keppn-
isborð. Í gegnum tíðina hefur bankinn styrkt Skákfélag Akureyrar og vill með þess-
ari gjöf gera sitt til að viðhalda þeirri öflugu skákmenningu sem ríkt hefur á Ak-
ureyri fram til þessa. Þá hefur bankinn, í samstarfi við Skákfélag Akureyrar, staðið
fyrir barna- og unglingamóti í skák, sem verður árlegur viðburður eftirleiðis.
Vilja viðhalda
öflugri skákmenningu
EFTIRSPURN fer vaxandi eftir
íbúðum í þéttu fjölbýli, sérstaklega
meðal ungs fólks. Þannig er mikil-
vægt að reisa falleg og þétt fjölbýlis-
hús, þar sem mikið er lagt upp úr
skjóli og rýmismyndun. Þá eru bíla-
stæði afar dýr lúxus fyrir íslensk fyr-
irbæri og brýnt að finna leiðir til að
lágmarka það flatarmál sem þau taka
í skipulaginu, þar sem það pláss nýt-
ist illa og verður berangurslegt, ekki
vænlegt til að skapa lifandi borg.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í erindi Gunnlaugs Kristjánsson-
ar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs
Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) á sér-
stakri vinnustofu um borgarskipulag,
samgöngur og gæði byggðar, sem
Skipulags- og byggingarsvið efndi til
á Grand hóteli í gær.
Þar komu saman í kringum hund-
rað fagmenn og hagsmunaaðilar úr
ýmsum áttum og ræddu ýmis skipu-
lagsmál.
Gunnlaugur fór víða í erindi sínu og
sagði m.a. að lóðaverð færi ört hækk-
andi og verðmæti lands væri gróflega
vanmetið í borginni. Þess vegna gætu
fyrirtæki leyft sér að bruðla með land
og þess vegna væri líka svo auðvelt að
koma sér upp einbýlishúsum, því lóðir
væru seldar langt undir raunvirði.
Gunnlaugur sagði að í Reykjavík
þyrfti að bjóða fjölbreytta búsetu-
möguleika. Undanfarna áratugi hefði
t.d. vel verið séð fyrir þörfum þeirra
sem vilji búa dreift og krafan um nær-
þjónustu væri sífellt að aukast. Þá
kysu nú sífellt fleiri að búa í þéttri
fjölbýlishúsabyggð, en þörfum þeirra
hefði verið illa sinnt síðustu áratugi.
Vísaði Gunnlaugur til reglulega kann-
ana sem Gallup framkvæmir fyrir
ÍAV til að komast að því hvernig fólk
vill búa. „Ungt fólk sem er að koma úr
námi erlendis vill gjarnan búa í því
borgarumhverfi sem það hefur
kynnst þar, þar sem þjónusta og af-
þreying eru í göngufæri,“ sagði
Gunnlaugur m.a. í samtali við blaða-
mann.
Sagði Gunnlaugur ný hverfi í borg-
inni einkennast af dreifðri byggð,
miklum aðskilnaði íbúða- og atvinnu-
húsnæðis, gífurlegu landsvæði sem
lagt væri undir samgöngumannvirki
og bílastæði og einsleitri byggð. Þá
væri í hönnun nýrra hverfa lítið hugs-
að til rýmismyndunar. Ennfremur
væri þjónustustig umferðarmann-
virkja langt yfir því sem venjulegt
getur talist. Bætti hann við í samtali
við blaðamann að fólk sem vildi búa
„uppi í sveit“ og vildi samt njóta sama
þjónustustigs ætti kannski að fá að
borga fyrir það, því fólk sem byggi í
þéttari hverfum væri á vissan hátt að
niðurgreiða lífsstíl úthverfabúa.
Þannig væri lífsstíll fólks sem býr í
þéttari byggð ódýrari fyrir sam-
göngukerfið og aðra þjónustu. „Það
má halda því fram þótt vissulega séu
mörg sjónarmið í þessu,“ sagði Gunn-
laugur m.a. Hvatti Gunnlaugur til
blandaðri og þéttari byggðar, en hann
sagði meiri blöndun draga úr umferð-
arþunga og þannig úr kostnaði við
byggingu og viðhald umferðarmann-
virkja. Þá skapaði meiri blöndun og
þéttari byggð líflegra borgarum-
hverfi og samfara því grundvöll fyrir
fjölbreyttari þjónustu.
Skipulagsklúður í Borgartúni
Gagnrýndi Gunnlaugur m.a. harð-
lega skipulag atvinnulóða við Borg-
artún, þar sem allar lóðirnar væru
notaðar undir bílastæði og engar til-
raunir gerðar til að mynda skjólgóð
útisvæði. Engin almenningssvæði
væru á jarðhæðum húsanna og engar
eðlilegar göngutengingar milli lóða.
Sagði hann þetta skipulag minnka
mjög möguleika á lifandi samfélagi í
Borgartúninu.
unnlaugur sagði fólk ekki alltaf
gera sér grein fyrir því hversu dýr
bílastæði væru í raun og veru, en land
undir eitt bílastæði miðsvæðis í borg-
inni lægi á bilinu 3-5 milljónir króna.
Þá kostaði bílastæði neðanjarðar um
2-3 milljónir. Þannig ætti það að vera
hagur lóðarhafa að byggja bíla-
geymslur gegn hærri nýtingu. Sagði
hann fyrirtæki geta grætt mikið á því
að hvetja starfsmenn sína til að nýta
sér almenningssamgöngur eða koma
ekki á einkabíl í vinnuna, m.a. með því
að greiða niður almenningssamgöng-
urnar eða jafnvel greiða fólki fyrir að
koma ekki á bíl sínum. „Það stórborg-
ar sig fyrir fyrirtæki að borga starfs-
manni um 5.000 krónur á mánuði ef
það losnar við heilt bílastæði,“ sagði
Gunnlaugur.
Borgargötu í stað hraðbrautar
Meðal þeirra breytinga sem Gunn-
laugur vildi sjá var heildstæðara
skipulag, og sérstæð bílastæðahús,
sem hægt væri að hvetja starfsmenn
til að nota. Að leyfa hærra nýtingar-
hlutfall ofanjarðar gegn byggingu
neðanjarðarbílageymslu og að starfs-
fólk greiddi eðlilegt gjald fyrir að
geyma bílana sína niðri í bæ. „Ef
starfsmaður þyrfti að borga eðlilegt
gjald fyrir bílastæðið sitt, þá myndi
hann örugglega velja það frekar að
taka strætó í vinnuna eða einhvern
annan ferðamáta,“ sagði Gunnlaugur
ennfremur í samtali við blaðamann.
Miklabrautin var einnig umtalsefni
Gunnlaugs, en hann vildi sjá hana
fara í stokk meðfram Hlíðahverfinu
og leysa þannig Hlíðarnar úr gísl-
ingu.
Mælti Gunnlaugur með stokk allt
frá Grensásvegi að Snorrabraut, en
Miklubraut ofanjarðar yrði breytt í
borgargötu með rólegri umferð, götu
á borð við Lækjargötu eða Snorra-
braut, þar sem ýmiss konar þjónusta
og íbúðabyggð þrifist við hlið götunn-
ar, enda væri umferðarhávaði mun
minni við borgargötur, sem einnig
kallast breiðgötur. „Hlíðarnar hafa
lengi verið fastar milli þriggja hrað-
brauta og það þrengir mjög að þeim,“
sagði Gunnlaugur og bætti við að ef
Miklabrautin færi í stokk meðfram
Hlíðunum myndu skilyrði hverfisins
stórbatna.
„Ég vil líka velta því fyrir mér
hvort seldur byggingaréttur með-
fram þessari nýju borgargötu færi
ekki langt með það að borga kostn-
aðinn við að setja Miklubrautina í
stokk, því þetta land er mjög verð-
mætt. Þá er líka mjög viðkvæmt að
byggja t.d. meðfram Miklatúninu, en
það væri hægt að gera það án þess að
skerða sjálft útivistarsvæðið, t.d. er
þessi græna rönd meðfram Miklu-
brautinni afar illa nýtt.“
Gunnlaugur Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá ÍAV, gagnrýnir skipulag í borginni
Þörf á því að minnka
umfang bílastæða
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Gunnlaugur gagnrýndi m.a. harðlega skipulag atvinnulóða við Borgartún.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is