Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RÍKISSTJÓRNIN og fenrisúlfur ís-
lenskra umhverfismála, Landsvirkj-
un, drífa áfram stóriðjustefnu ríkis-
stjórnarinnar, en ekki fólkið í landinu
og hið almenna atvinnulíf, sagði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, í upphafi þingfundar á Al-
þingi í gær, en þar gagnrýndu þing-
menn Vinstri grænna og Samfylking-
arinnar stóriðjustefnu stjórnvalda.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra sagði málflutning þingmann-
anna hins vegar sorglegan. Hann
beindi spjótum sínum einkum að
þingmönnum Vinstri grænna og sagði
þá bundna af fortíðinni. Fólkið í land-
inu liti hins vegar, sem betur fer, til
framtíðar. Það hugsaði, sagði hann,
um möguleikana á því að byggja upp
margvíslegan iðnað til að skapa störf.
„Mér finnst að háttvirtir þingmenn
Vinstri grænna eigi að taka þátt í
þessari umræðu með málefnalegum
hætti og vera ekki að útiloka fyrir-
fram ákveðna atvinnukosti. Það er al-
veg eins og þeir vilji bara banna
ákveðin trúarbrögð hér á landi. Það
verði bara að hafa eina trú og það
megi bara ekki nokkur maður segja
neitt annað,“ sagði Halldór.
Stalín hefði gert betur
Steingrímur gerði, í upphafi um-
ræðunnar, að umtalsefni fregnir af
undirbúningi þriggja stóriðjuverk-
efna hér á landi; í Straumsvík, í Þing-
eyjarsýslu og í Helguvík. Hann sagði
að samkvæmt þeim væri gert ráð fyr-
ir aukinni álframleiðslu upp á um sjö
til átta hundruð þúsund tonn. Hann
sagði ennfremur að svo gæti farið að
þessi þrjú verkefni yrðu að veruleika
á sama tíma, þ.e. innan eins til þriggja
ára og spurði hvort ríkisstjórnin teldi
að það gæti gengið í ljósi ástandsins í
hagkerfinu.
Halldór Ásgrímsson svaraði því
m.a. til að ekki væri
ljóst hvenær þau verk-
efni sem Steingrímur
hefði nefnt, gætu komið
til framkvæmda. Hann
sagði síðar að engin
ákvörðun hefði verið
tekin um byggingu nýs
álvers; á hinn bóginn
væri verið að skoða
þessi mál. Halldór
ítrekaði að lokum að
það væri af hinu góða
að fólkið í landinu hugs-
aði til framtíðar, þótt
Vinstri grænir væru
bundnir af fortíðinni.
Þingmenn Vinstri
grænna mótmæltu þessum orðum og
sagði Kolbrún Halldórsdóttir m.a. að
Vinstri grænir hefðu nútímaleg áform
um atvinnuuppbyggingu á sama tíma
og Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn væru fastir í gam-
aldags hugmyndum. Þuríður Back-
man sagði að Vinstri grænir horfðu
vissulega til fortíðar, til að læra af
reynslunni en Jón Bjarnason spurði í
hvaða heimi forsætisráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins lifði.
Hann sagði að Stalín hefði gert betur
ef markmiðið væri að breyta Íslandi
öllu í eina álverksmiðju.
„Hún er með eindæm-
um þessi afstaða Fram-
sóknarflokksins, þessi
blinda áltrú,“ sagði hann
og bætti við að stóriðju-
stefnan bitnaði á öðrum
atvinnugreinum, m.a.
ferðaþjónustunni.
Láti af orkuútsölu
Þingmenn Samfylk-
ingarinnar tóku einnig
þátt í umræðunni. Anna
Kristín Gunnarsdóttir
talaði m.a. um að gæta
þyrfti að atvinnuupp-
byggingu í stórum hluta
landsins og að fólk þar hefði áhyggjur
af atvinnumálum og Jóhann Ársæls-
son og Helgi Hjörvar sögðu að úti-
lokað væri að ráðast í öll þau þrjú
verkefni samtímis, sem Steingrímur
hefði nefnt í upphafi. Helgi sagði auk-
inheldur að þótt stóriðjan væri ágæt
þá myndu nýjar kynslóðir fyrst og
fremst sækja störf sín í aðrar atvinnu-
greinar. Þá sagði hann mikilvægt að
Íslendingar létu af þeirri orkuútsölu
sem þeir hefði rekið. Þegar eftir-
spurnin væri mikil hlyti orkuverðið að
hækka.
Stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar gagnrýnd við umræður á Alþingi
Segja Framsóknarflokk-
inn blindaðan af áltrú
Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Forsætisráðherra segir fólkið í landinu líta til framtíðar en VG til fortíðar
DRÍFA Hjartardóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hefur
mælt fyrir tillögu til þings-
ályktunar á Alþingi um að heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra verði falið í samráði við
landlækni að hefja undirbúning
að skimun fyrir krabbameini í
ristli og endaþarmi þannig að
skipuleg leit geti hafist 1. júlí
2006. Meðflutningsmenn Drífu
koma úr öllum þingflokkum á
Alþingi.
Í greinargerð tillögunnar
segir m.a. að krabbamein í ristli
og endaþarmi sé annað algeng-
asta krabbameinið meðal Ís-
lendinga. „Mikilvægi þess að
geta fækkað dauðsföllum af
völdum krabbameina er öllum
ljóst,“ sagði Drífa er hún mælti
fyrir tillögunni. „Krabbamein í
ristli og endaþarmi eru í dag
orsök mikils heilsutjóns og eru
þriðja algengasta dánarorsök
af völdum krabbameina meðal
Íslendinga. Nokkrar mjög stór-
ar rannsóknir þar sem einstak-
lingum hefur verið fylgt eftir í
nálægt tvo áratugi hafa sýnt
óyggjandi að fækka má dauðs-
föllum af völdum þessara
krabbameina með skimun þar
sem leitað er að blóði í hægð-
um.“
Leit að rist-
ilkrabba-
meini hefj-
ist næsta
sumar
INGIBJÖRG Sólrún
Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, hef-
ur á Alþingi mælt fyrir
frumvarpi til breytinga á
lögum um Seðlabanka
Íslands, þar sem m.a. er
lagt til að störf banka-
stjóra Seðlabanka Ís-
lands verði auglýst. Í
frumvarpinu er einnig
lagt til að kveðið verði á
um það í lögunum að
bankastjórar skuli hafa
reynslu og víðtæka þekk-
ingu á peningamálum og
öðrum efnahagsmálum.
Í frumvarpinu er auk-
inheldur lagt til að
ákvörðunarvald um beitingu stjórn-
tækja bankans í peningamálum verði
flutt til sérstakrar peningamála-
stefnunefndar, sem í sitji bankastjórn
og þrír af yfirmönnum bankans. Lagt
er til að nefndin haldi
fundi a.m.k. átta sinn-
um á ári og að opinber-
lega verði gerð grein
fyrir ákvörðunum
nefndarinnar. Með-
flutningsmenn Ingi-
bjargar eru fjórir aðrir
þingmenn Samfylk-
ingarinnar.
Þingmenn Samfylk-
ingarinnar hafa áður
lagt sambærileg frum-
vörp fram á Alþingi, en
þau hafa ekki náð fram
að ganga. Í greinar-
gerð frumvarpsins
segir m.a. að markmið
þess sé að tryggja að
faglega sé staðið að ráðningu Seðla-
bankastjóra og beitingu stjórntækja
Seðlabanka Íslands í peningamálum.
Þannig verði stuðlað að sjálfstæði
bankans bæði í reynd og ásýnd.
Frumvarp um Seðlabanka Íslands
Störf bankastjóra
verði auglýst
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra upplýsti á Al-
þingi í gær að 119 manns hefði verið
synjað um skólavist í framhaldsskól-
um landsins nú í haust. Flestir þeirra
hefðu verið að sækja um skólavist
eftir hlé frá námi. Aðrir hefðu verið
að óska eftir því að skipta um skóla.
Þetta kom fram í svari hennar við
fyrirspurn Björgvins G. Sigurðsson-
ar, þingmanns Samfylkingarinnar.
Þorgerður sagði að algengustu
ástæður þess að fólki væri synjað um
skólavist væru þær að ekki væri
pláss í viðkomandi skólum eða á við-
komandi námsbrautum.
Björgvin sagði, eftir að þessar
upplýsingar lágu fyrir, að eitthvað
væri að í menntakerfi sem vísaði frá
120 einstaklingum er vildu snúa aft-
ur til náms eftir hlé. „Á sama tíma er
veifað yfir hausamótum framhalds-
skólakerfisins tillögu um skerðingu
stúdentsprófsins og sparnað upp á
tæpa tvo milljarða á ári í rekstri
skólanna.“ Hann sagði að þetta væru
alvarlegar staðreyndir sem hlytu að
kalla á endurskoðun framhalds-
skólakerfisins.
119 manns fengu
ekki skólavist
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 í dag. Á dagskrá er m.a. skýrsla
Ríkisendurskoðunar og skýrsla um-
boðsmanns Alþingis. Þá fara fram
umræður utan dagskrár. Kl. 10. 30 fer
fram umræða um hreyfanleika starfs-
fólks og þjónustu eftir stækkun ESB.
Og kl. 13.30 fer fram umræða um
vanda á leikskólum vegna manneklu.
Morgunblaðið/Golli
Össur Skarphéðinsson og Drífa Hjartardóttir ræða málin í þingsal Alþingis í gær .
HALLDÓR Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á
Alþingi frumvarp þar sem m.a. er
lagt til að landeigendum verði
óheimilt að selja skotveiðimönnum
heimild til að skjóta fugla á land-
areign sinni. Jafnframt að skot-
veiðimönnum verði óheimilt að
bjóða fé fyrir slíka heimild.
Fuglar himins ekki einkaeign
Frumvarp Halldórs felur í sér
nokkrar breytingar á lögum um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum.
Hann segir í
greinargerð að
fuglar himinsins
séu ekki einka-
eign eins eða
neins. „Og nú er
svo komið að
dauðar rjúpur
mega ekki ganga
kaupum og söl-
um sem væri þó
nær en að selja skotveiðileyfi á þær
lifandi. Ekki er hægt að bera sam-
an laxveiði og fuglaveiði af aug-
ljósum ástæðum. Og rétt er að
nefna til viðbótar að laxinum klekj-
um við ef þess er talin þörf og ger-
um sitthvað annað til að tryggja
viðgang hans. Engin slík ráð eru til
fyrir villta fugla,“ segir í greinar-
gerðinni.
Halldór leggur til fleiri breyting-
ar, m.a. að óheimilt verði að veiða
fugla frá sólarlagi til sólaruppkomu.
Þá leggur hann til að eftirfarandi
setning í umræddum lögum falli
brott: „Í varpi kríu, silfurmáfs, hvít-
máfs og hettumáfs skal heimilt að
taka egg þessara fugla en þó aldrei
eftir 15. júní ár hvert.“
Óheimilt verði að þiggja
fé fyrir skotveiðileyfi
Halldór Blöndal