Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 13
FRÉTTIR
DEILUR stjórnvalda og borgaranna
sem koma til kasta umboðsmanns Al-
þingis kristallast stundum í því hvort
stjórnsýslulög eiga við í ákveðnum
málum þar sem álitaefnið er þá hvaða
rétt borgararnir eiga í skiptum sínum
við stjórnvöld að sögn Páls Hreins-
sonar, lagaprófessors við Háskóla Ís-
lands, sem heldur framsögu á mál-
þingi um stjórnsýslulög og
stjórnvaldsákvarðanir á morgun,
föstudag.
Á málþinginu, sem haldið er á veg-
um Íslandsdeildar norræna stjórn-
sýslusambandsins í samstarfi við for-
sætisráðuneytið og Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála,
verður rætt um spurninguna hvenær
stjórnsýslulög
gildi og hvaða
ákvarðanir séu
stjórnvalds-
ákvarðanir.
Ásamt Páli
Hreinssyni mun
Tryggvi Gunn-
arsson, umboðs-
maður Alþingis,
flytja framsögu-
erindi. Málþingið
verður á morgun í Öskju Náttúru-
fræðihúsi HÍ, í sal 132 kl. 15 og 17.
„Gildissvið stjórnsýslulaga af-
markast af því hvenær stjórnvöld
taka stjórnvaldsákvarðanir. Þegar
skiptir borgarana almennt miklu
hvort stjórnsýslulögin gilda um með-
ferð mála þeirra því þá eiga þeir rétt
til að fá aðgang að gögnum málsins,
tjá sig um það, krefjast rökstuðnings
fyrir ákvörðun í málinu o.s.frv. Álita-
efni hvaða ákvarðanir teljast stjórn-
valdsákvarðanir er því grundvallar-
þáttur við afmörkun á því hvenær
stjórnsýslulög eiga við.“
Danski umboðsmaðurinn
vill rýmka hugtakið
Tilefni málþingsins er öðrum
þræði deilur hérlendis og erlendis um
skilgreiningu á hugtakinu stjórn-
valdsákvörðun og má þess geta að
umboðsmaður danska þjóðþingsins
hefur viljað rýmka hugtakið en dæmi
eru um að Hæstiréttur Danmerkur
hafi túlkað hugtakið mjög þröngt,
a.m.k. í sumum málum er varða
starfsmannarétt að sögn Páls.
„Það er ljóst að með „réttindavæð-
ingu“ á sviði heilbrigðisþjónustu og
þjónustu við aldraða eru fleiri
ákvarðanir í dag sem teljast stjórn-
valdsákvarðanir en fyrir 10–15 árum.
Þessu veldur 76. gr. stjórnarskrár-
innar svo og almenn lög þar sem rétt-
urinn til þjónustu er nánar skil-
greindur. Þannig er hægt að velta því
fyrir sér hvort eldri borgari sem
sættir sig ekki við að deila herbergi
með öðrum á dvalarheimili geti feng-
ið tekna stjórnvaldsákvörðun um það
hvort hann eigi rétt á meira rými.“
Álitaefni hvað telst stjórnvaldsákvörðun
Páll Hreinsson
prófessor
TÆPLEGA 148 þúsund far-
þegar fóru um Keflavíkurflug-
völl í október í ár samkvæmt
upplýsingum frá Keflavíkur-
flugvelli, en það er 9% aukning
á milli ára.
Frá áramótum hafa rúmlega
1,4 milljónir farþega farið um
völlinn og nemur fjölgunin á því
tímabili um 11%.
Keflavíkurflugvöllur
Tæp 150
þús. far-
þega í okt.
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning:
„Landssamband lögreglumanna
harmar verulega óeðlilega væga
refsingu héraðsdóms Reykjavíkur
í máli ákæruvaldsins gegn einstak-
lingi er kveðinn var upp 8. nóv-
ember sl. Dómþoli var dæmdur
fyrir lífshættulega árás á tvo lög-
reglumenn með því að hafa lagt til
annars þeirra tvívegis með hnífi og
einu sinni til hins. Í niðurstöðu
dóms er tekið fram að atlögur
dómþola gagnvart lögreglumönn-
unum, sérstaklega í tilviki annars
þeirra, hafi verið stórháskalegar
en lag hans með flugbeittum hnífi
hafi beinst að svæði þar sem stór-
ar slagæðar eru grunnt undir húð.
Þá var tiltekið að brot væri sér-
staklega hættulegt og tilviljun ein
hafi ráðið því að ekki hlytist af
mikið líkamstjón. Brot mannsins
voru heimfærð undir 106. gr. og 2.
mgr. 218. gr. almennra hegning-
arlaga nr. 19/1940. Þá var dómþoli
í sama máli dæmdur fyrir ítrek-
aðar alvarlegar hótanir í garð
barnsmóður sinnar og annarra auk
eignarspjalla.
Þrátt fyrir að refsirammi 106.
gr. almennra hegningarlaga nr. 19/
1940 er varðar hótanir og árásir
gegn valdstjórninni heimili að
dæma brotlega í allt að 6 ára fang-
elsisrefsingu og 2. mgr. 218. gr.
sömu laga heimili að dæma brot-
lega í allt að 16 ára fangelsisrefs-
ingu hlaut brotamaður í þessu til-
viki aðeins 18 mánaða
fangelsisrefsingu. Dómþoli á veru-
lega langan afbrotaferil er nær allt
aftur til ársins 1986 og hefur ítrek-
að verið gerð refsing fyrir marg-
vísleg brot, síðast 7. febrúar á
þessu ári.
Dregur úr vinnuöryggi
Ljóst er að afleiðing svo vægra
refsinga í málum er varða ofbeldi
gegn lögreglumönnum er að veru-
lega dregur úr fælingaráhrifum
refsingarinnar. Telur Landssam-
band lögreglumanna einsýnt að
þessi dómur sem og margir aðrir
er varða sama málsefni dragi aug-
ljóslega úr vinnuöryggi lögreglu-
manna. Þá stefni slíkir dómar ör-
yggi almennings í hættu þar sem
fullyrða má að brotamenn fái þau
skilaboð með svo vægum refsing-
um að það teljist ekki alvarlegt
brot að ráðast gegn lögreglu. Slíkt
er óþolandi.
Að mati Landssambands lög-
reglumanna er þörf á viðhorfs-
breytingu dómenda til ofbeldis
gagnvart fulltrúum valdstjórnar-
innar. Núverandi ástand þar sem
refsirammi hegningarlaga er nýtt-
ur að óverulegu leyti er með öllu
ólíðandi og ógn við réttaröryggi
lögreglumanna sem og allra ann-
arra borgara.“
Landssamband
lögreglumanna
Harma
óeðlilega
væga
refsingu