Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Oddný Ólafs-dóttir kjóla- meistari fæddist á Látrum í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 26. júní 1921. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Helgi Hjálmarsson, bóndi og vélvirkjameistari á Látrum og í Bandaríkjunum, f. 14. nóv. 1895 í Stakkadal í Aðalvík, d. 17. júní 1974 í Reykjavík, og kona hans Sigríður Jóna Þorbergsdóttir húsmóðir, f. 2. des. 1899 í Efri-Miðvík í Aðalvík, d. 20. mars 1983 á Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Systkini Oddnýjar eru: Ragnhild- ur (Hulda) fv. skrifstofumaður, f. 3. október 1918, maki Árni Ólafsson, f. 4. nóvember 1919, d. 4. júlí 2002, Ásta, fv. skólasafnvörður og kenn- ari í Reykjavík, f. 21. nóvember 1921, maki Gunnar Sölvi Jónsson, f. 22. febrúar 1918, d. 7. ágúst 1991, börn. 3) Jóhanna Guðrún, fram- haldsskólakennari, f. 27. sept. 1947, maki Tryggvi Eyvindsson. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Hildur, f. 7. nóv. 1950. Á eina dótt- ur. 5) Ólöf Sigríður, framhalds- skólakennari, f. 28. jan. 1953, maki Magnús Kristmannsson. Þau eiga þrjú börn. 6) Arinbjörn, tölvunar- og guðfræðingur, f. 16. maí 1963. Oddný og Björn skildu árið 1964. Oddný ólst upp á Látrum í Að- alvík en árið 1928 fluttust foreldrar hennar til Point Roberts í Wash- ingtonríki í Bandaríkjunum og bjuggu þar til árins 1932. Oddný bjó síðan á Látrum 1932–35, og á Stað í Aðalvík 1935–40, er hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún bjó æ síðan. Oddný og Björn hófu búskap á Laugavegi 77, en árið 1953 fluttu þau að Laugavegi 85 og árið 1963 að Stórholti 27. Frá árinu 2000 bjó Oddný á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Oddný hóf nám í saumaskap árið 1942 hjá systrunum Sigríði og Guð- ríði Ólafsdætrum á saumastofu þeirra í Reykjavík. Auk þess að sinna heimilisstörfum vann Oddný við saumaskap heima. Meistara- réttindi í iðn sinni fékk hún 17. nóv- ember 1965. Útför Oddnýjar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Kjartan, fv. vélfræð- ingur hjá Landsvirkj- un, f. 24. júlí 1924, maki Bjarney Ágústa Skúladóttir, f. 26. október 1926, Friðrik Steinþór, vélstjóri og fv. atvinnurekandi, f. 10. apríl 1930, maki Kristín Lúðvíksdóttir, f. 6. október 1928, Sveinn rennismiður, f. 16. apríl 1936, d. 7. janúar 1967, maki Dagný Sigurgeirs- dóttir, f. 23. maí 1935, og Helga, meinatæknir í Reykjavík, f. 3. desember 1940, maki Ásgeir Leifsson, f. 9. júlí 1941. Hinn 26. júní 1943 giftist Oddný Birni Jóhannessyni, vélstjóra og kaupmanni, f. 14. október 1919 í Flatey á Breiðafirði, d. 6. maí 2004 í Reykjavík. Oddný og Björn eignuð- ust sex börn. Þau eru: 1) Guðbjörg, sjúkranuddari og snyrtifræðingur, f. 14. apríl 1944. Á þrjú börn og fjögur barnabörn. 2) Arndís Her- borg, framhaldsskólakennari, f. 27. maí 1945. Á þrjú börn og tvö barna- Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Nú er elsku mamma farin í þá ferð sem bíður okkar allra. Á skilnaðar- stundu er svo margs að minnast en efst í huga er þakklætið til hennar. Sem barn var ég að vísu viss um að Mamma dæi aldrei. Þótt hún kenndi okkur mannasiði, væri ströng, agaði okkur og við værum stundum mjög vansælar með það var hún svo dugleg, falleg og sérstök manneskja. Allt lék í höndum hennar, heimilishald, sauma- skapur, að prjóna – svo var hún fal- legust kvenna. Helst þótti mér að Elizabeth Taylor kæmist næst því að vera jafnfalleg og mamma, en þó ekki alveg. Mamma var svo fínleg, vel vax- in, hafði fallegt svart hár, fallega húð, slétta og fína og var alltaf ótrúlega ungleg. Þótt efnin væru lítil var mamma alltaf fín; hún töfraði fram flíkur úr gardínuefnum, gömlum flík- um sem hún „venti“ eins og sagt var og hafði þennan fágaða smekk. Hún saumaði allt á okkur og var til þess tekið hvað við vorum vel klædd- ar. Það hefur verið mikið verk að hafa allar stelpurnar sínar eins klæddar á hátíðum; sauma allt á okkur auk alls þess sem hún gerði. Það er svo óraunverulegt ennþá að mamma skuli vera horfin úr þessu jarðlífi. Sama þótt hún hafi verið svo ótrúlega lengi veik, liðið svo illa og þurft að þola svo miklar þjáningar. Sama þótt við óskuðum henni hvíld- arinnar fyrr, en við erum breysk og eigingjörn. Ég veit að henni líður bet- ur núna og er nú glöð og verkjalaus meðal allra horfinna ástvina. Mamma var ættuð af Hornströnd- um og var mjög stolt af því. Hún var líka sannarleg kjarnakona. Þegar hún var að alast upp voru kröpp kjör í af- skekktu byggðarlagi sem aðeins var hægt að nálgast frá sjó. Mamma átti ekki kost á öðru en stopulu barna- skólanámi þótt ekki vantaði greind og áhuga. Hún var ein 9 systkina. Lífs- baráttan var því hörð, sjósókn og bjargsig, vafalaust einhæfur matur og ekki of mikill. Iðulega urðu slys og heilu fjölskyldurnar urðu fyrirvinnu- og föðurlausar. Um árabil flutti fjöl- skyldan til Ameríku en sneri aftur heim til Íslands. Mamma talaði því alla tíð góða ensku. Mamma flutti frá Aðalvík til Reykjavíkur í lok stríðsins og man ég fyrst eftir okkur á Laugaveginum þar sem fjölskyldan bjó lengst af. Mamma var forkur dugleg og vann öll störf af sama kraftinum. Hún eign- aðist okkur 5 systur á 8 árum og jafn- framt vann hún við saumaskap, skúr- ingar, blaðainnpökkun um helgar og önnur störf er til féllu. Fór ég oft með henni að skúra, líka að pakka inn blöð- um. Í endurminningunni heyri ég í saumavélinni langt fram eftir nóttu; mamma er sívinnandi enda var heim- ilið stórt. Við eldri systurnar aðstoðuðum við húsverkin og lærðum að elda. Mamma kenndi okkur að þrífa, hún var sjálf mjög vandvirk og þoldi ekki illa unnin verk. Minnist ég sérstak- lega hversu mjög hún lagði upp úr að bóna gólfin vel, hafa sparistofuna fína og allt í góðu lagi. Þessu býr maður að í „moppuþjóðfélaginu“. Við ólumst upp á tímamótum í ís- lensku þjóðfélagi; við verkföll, skömmtun og skort, lítið vöruúrval, t.d. fengust aðeins epli og appelsínur fyrir jólin sem voru þá mikill mun- aður. Á jólum var mesta sælan að fá hrygg með öllu og kokkteilávexti í eft- irrétt. Maturinn hennar mömmu var jú sá albesti – hvernig hún nýtti afganga með því að baka þá í brauðformi. – Á þessum tímum var nauðsyn að vera útsjónarsamur og nýtinn og það var mamma. Það eina sem ég fékk var- anlegt ofnæmi fyrir var súrt slátur sem var alltof oft í matinn á vetrum. Einnig líkaði mér ekki vel við signa fiskinn, stropuðu eggin og annað í þeim dúr. Mamma var glaðlynd kona og naut sín sérlega vel innan um fólk. Það var líka mikill gestagangur á Laugaveg- inum, sífelldur ys og þys. Hún hafði líka frá mörgu að segja því að mamma var mjög fróðleiksfús, áhugasöm um menn og málefni, stjórnmál og sögu- leg málefni voru henni hugleikin og allt fram til hins síðasta hafði hún gaman af að ræða um það sem var efst á baugi. Hún hafði sínar staðföstu skoðanir á mönnum og málefnum, stjórnmálaflokkum og forsvarsmönn- um þeirra. Hún var ekki ánægð með að þurfa að kjósa lista, hún vildi fá að kjósa einstaklinga. Þegar heimilið varð léttara lauk mamma gagnfræðanámi í Reykjavík og með frekari námskeiðum fékk hún meistarabréf í kjólasaumi. Hún sótti tungumálanámskeið, alls kyns önnur námskeið til að bæta sér upp að hafa ekki getað lært, enda var hún stórvel gefin. Eftir að við 3 elstu systurnar fórum að heiman fór mamma að drýgja tekj- urnar með því að taka leigjendur. Þeir urðu vinir hennar fyrir lífstíð, það var glatt á hjalla í kringum mömmu og vináttan slitnaði ekki þótt nýir leigjendur kæmu. Mamma hafði eytt sinni ævi í að ala upp 6 börn og það er ekki mikils metið í kerfinu. Hún hafði því ekki lífeyrissjóð í að sækja og hafði afar lítið milli hand- anna. En mamma var ekki á því að gefast upp fyrir mótlæti, það herti hana ef eitthvað var. Hún var þrjósk og ákveðin og þoldi ekki að aðrir segðu henni fyrir verkum eða „hvað væri best fyrir hana“. Annað áhugamál mömmu voru ferðalög og hápunkturinn í ferðalög- um hennar var för á Heimssýninguna í Seattle 1962. Hún talaði mikið um þá ferð sem varð henni dýrmætur fjár- sjóður. Árið 1963 fæddist svo lang- þráður sonur, Arinbjörn. Árið 1970 fór ég með mömmu í viku til Kaupmannahafnar. Við fórum í ferðir hvern einasta dag, skoðuðum allt sem hægt var að skoða, fórum út á hverju kvöldi enda vildi hún nota hverja stund. Gaman var að fylgjast með að mamma var yfirleitt orðinn besti vinur leiðsögumannsins í hverri skoðunarferð. Ekki var heldur ama- legri vistin á Gullfossi á heimleiðinni sem var ævintýraleg á margan hátt. Aftur hittumst við í útlöndum árið 1981 en þá fórum við talsvert um Evr- ópu, m.a. til Sviss en þar heimsótti mamma konu sem leigt hafði hjá henni um langt skeið. Urðu þær mikl- ar vinkonur og sú vinátta entist ævina alla. Drifkraftur mömmu er ekki síst aðdáunarverður í ljósi þess að hún var aldrei góð til heilsunnar. Hún var gigtveik og fæturnir fóru verst, því saumaskapurinn við fótstigna sauma- vél flýtti fyrir skemmdum á vinstra hné og var hún alltaf sárkvalin. Hún fór í margar aðgerðir en þeirri síðustu lauk þannig að hún vaknaði upp með staurfót og varð að liggja í hálft ár á spítala. Mamma lét það ekki buga sig. Hún tók bílpróf á fullorðinsárum þrátt fyr- ir fötlun sína og gat í mörg ár komist á milli á sínum bíl og hún hafði líka gaman af að aka. Hún fór líka í ferða- lög svona fötluð, það aftraði henni ekkert. Henni leið best þegar hún var á ferð og flugi. Eldmóðurinn hélst þótt hún endaði með að þurfa að fara í hjólastól því að smám saman varð lík- aminn þrotinn að kröftum. Hugurinn bar hana þangað sem hún vildi kom- ast. Það væri hægt að skrifa bók um mömmu, ofurdugnað hennar, sjálf- stæði og sjálfshörku. Eldlegan áhuga á öllu mannlegu. Í orðsins fyllstu merkingu var mamma hetja – ein af þessum konum, sem marka spor í ís- lensku þjóðfélagi. Í lifenda lífi fékk hún ekki orður eða viðurkenningar – þær eru henni vísar þar sem hún nú er. Mamma vildi með engu móti glata sjálfstæðu lífi sínu og bjó heima eins lengi og henni var unnt, jafnvel leng- ur en óhætt var. Hún varð okkur reið fyrir að minnast á nauðsyn þess að fara á stofnun. Hún gat ekki hugsað sér að fara inn á hjúkrunarheimili þar sem hún gæti ekki ráðið húsnæði sínu, sínum dagsfarveg, ferðum og gerðum. Svo kom þó að hjúkrunarheimili var eini kosturinn og dvaldi hún á Eir í rúmlega 5 ár. Alltaf á fjölbýli þar til fyrir 5 mánuðum. Daginn eftir að hún fékk einbýli fékk hún hjartaáfall og eftir það var fyrir höndum þjáning- arfull barátta og frekari áföll uns yfir lauk. Þetta er sorglegt og ekki eins- dæmi. Mamma sem hélt andlegu at- gervi til hins síðasta tók því merkilega vel að vera meira og minna með heila- biluðu fólki í herbergi, fólki sem hún hafði ekki svefnfrið fyrir, sem truflaði iðulega svo mikið að manni lá við að flýja – það var vafalaust skelfileg lífs- reynsla fyrir mömmu. Hjúkrunar- fólkið á Eir reyndist henni vel en því er sami þröngi stakkurinn skorinn. Mamma hafði mikinn sálarstyrk sem fleytti henni í gegnum þessi ár. Þegar ég kom í heimsókn og spurði mömmu hvernig henni liði svaraði hún alltaf: „bara vel“, þótt vel sæist hvað henni leið illa. Hún vildi ekki tala um líðan sína. Nú er kveðjustundin runnin upp. Elsku hjartans mamma er horfin, en ég veit að hún hefur hlotið góða heim- komu. Hún var stórbrotin kona sem fór sínar eigin leiðir. Um slíkt fólk verður oft styrr, umtal, en mamma stóð undir því öllu. Hún var sjálfstæð og galt keisaranum hans – hún var á vissan hátt kvenímynd Bjarts í Sum- arhúsum. Með henni er horfin ein af þeim konum, sem vörðuðu leiðina til bættra lífskjara í íslensku þjóðfélagi án þess að njóta þeirra sjálfar. Hún lifir í huga mínum sem einstök manneskja. Eftir því sem ég sjálf hef þroskast hið innra verð ég stoltari af að hafa átt hana fyrir móður. Þegar við erum yngri er svo margt sem við skiljum ekki, en með lífsreynslunni verður manni ljóst hversu framsýn mamma var. Það vakti alltaf fyrst og fremst fyrir henni að við menntuðum okkur og ættum kost á góðu lífi. Hún vildi ekki að við þyrftum að vera í lág- launastörfum og sætta okkur við það sem henni var búið í okkar „velferð- arþjóðfélagi“. Við áttum okkar ágreiningsmál, deildum og sættumst. Henni líkaði ekki ýmislegt sem ég ákvað, það var gagnkvæmt en þannig er lífið í hnot- skurn. Hún gat ekki skilið margt sem ég gerði, varð mér reið og hið sama gilti um mig. En við náðum að ræða málin, ræða saman í hreinskilni og viðurkenna að öllum mannanna börn- um – okkur líka – verða á mistök. Í huga mínum er mikið þakklæti fyrir að hafa getað rætt við mömmu á þessum nótum. Alltof margir útkljá ekki hjartans mál í lifenda lífi og sitja uppi með tregann og sársaukann yfir að hafa ekki komið þeim á hreint í tíma. Mamma á ekki bara ást mína, heldur einnig virðingu, því að einung- is stórbrotnar sálir kunna að fyrirgefa og fá fyrirgefningu. Lára Herborg, yngsta barn mitt, skilar hjartans kveðjum til ömmu sem henni þótti svo vænt um. Vegna skiptinemadvalar erlendis kemst hún ekki til að fylgja henni. Ég veit að það er ekki síður fyrir hönd mömmu þegar ég þakka Jó- hönnu systur minni og Tryggva mági mínum fyrir frábæra umhyggju þeirra og góðsemi við mömmu. Ég þakka fyrir að mér auðnaðist sú gifta að hún dvaldist á heimili mínu sl. jól og svo merkilega vildi til að síðasti viðburður sem hún komst í var afmæli mitt í maí sl. Mig langar til að kveðja elsku mömmu með kvæði úr „Ljóðum dags- ins“ eftir Sigurbjörn Einarsson. Þetta kvæði er fyrir 26. júní, fæðingardag mömmu. Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson.) Elsku hjartans mamma mín, hafðu þökk fyrir allt. Þín Arndís. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, Oddný Ólafsdóttir, og langar mig til að minnast hennar með fáeinum orðum. Þegar ég kynntist Oddnýju var hún liðlega fertug, glæsileg kona, með fal- legt svart hár og ávallt vel til höfð og lagði hún mikið upp úr því. Hún var kjólameistari að mennt, vann við það og oft var saumað fram á rauða nótt því viðskiptavinirnir voru margir og margar minnast þess enn þann dag í dag hve glæsilega kjóla Oddný hafi saumað fyrir þær. Þegar ég kynntist henni var Arinbjörn, yngsta barnið og eini sonurinn, á öðru árinu. Við Jó- hanna vorum þá að byrja að vera sam- an og kom hún oft með hann heim til mín og heyrðum við mörgum árum síðar að nágrönnum mínum fannst mikið til um að ég væri að taka saman við stúlku með barn. Mér var vel tekið inn í fjölskylduna og áttum við það sammerkt tengdasynirnir að allir vor- um við í miklum metum og þótt sumir hyrfu á braut þá breyttist það ekki, Oddný mat þá ávallt mikils og saknaði þeirra úr fjölskyldunni. Oddný var ætíð hrókur alls fagn- aðar og naut sín vel í veislum og mannfagnaði. Hún var mannblendin og fylgdist vel með bæði þjóðmálum og alþjóðamálum. Saga seinni heims- styrjaldarinnar var henni sérstakt áhugamál. Hún var vel lesin og fróð og naut þess að segja frá því sem hún hafði lesið og að segja frá þeim lönd- um og stöðum sem hún hafði komið til. Þess má geta að Oddný var sér- fræðingur í sögu ensku konungsfjöl- skyldunnar. Oddný var stolt af uppruna sínum og voru Vestfirðingar í hávegum hafðir. Hún fluttist með foreldrum sínum vestur um haf ung að árum og bjuggu þau þar í nokkur ár en ílentust ekki og fluttust svo heim aftur. Í end- urminningunni var mikill ljómi yfir ferðinni og dvölinni þarna. Oddný naut þess að ferðast og fór víða. Stóra Ameríkuferðin, sem hún kallaði svo, var ferð sem hún fór með Kötu vin- konu sinni árið 1962. Var það hópferð þar sem séra Bragi Friðriksson var fararstjóri og var ferðast með Greyhound-rútum um þver og endi- löng Bandaríkin og meðal annars far- ið á heimssýninguna í Seattle. Var sú ferð mikið ævintýri og hún oft rifjuð upp enda margt eftirminnilegt. Skot- silfur var þó af fremur skornum skammti og körfukjúklingur oft á matseðlinum enda aðalatriðið að sjá sem flest og njóta alls þess sem ferða- lagið bauð upp á. Síðasta utanlands- ferðin sem hún fór var með okkur Jó- hönnu til Skotlands og var þá uppfylltur langþráður draumur að komast í Skosku Hálöndin.Vorum við þar í tvær vikur og daglega farið í ökuferðir og hálöndin könnuð. Að sjálfsögðu var farið til Loch Ness og svipast um eftir„Nessí“. Var sú ferð sérlega vel heppnuð, veðrið með ein- dæmum gott allan tímann og Hálönd- in skörtuðu sínu fegursta. Síðustu ár Oddnýjar voru henni erfið. Átti hún mjög erfitt um gang og var að mestu komin í hjólastól. Frá árinu 2000 dvaldist hún á hjúkrunar- heimilinu Eir og naut hún góðrar umönnunar þar en ávallt leitaði hug- urinn heim þar sem hún helst vildi vera. Ég kveð nú tengdamóður mína eft- ir rúmlega 40 ára samfylgd og þakka henni fyrir allt. Tryggvi. Nú þegar amma Oddný hefur kvatt þennan heim rifja ég upp allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Amma réðst aldrei á garðinn þar sem hann var lægstur eins og þegar hún tók bílpróf árið 1974, þá 53 ára gömul. Hún hafði mjög gaman af því að keyra og var dugleg að halda sér við sér- staklega með því að bjóða okkur barnabörnunum í bíltúr og kann ég margar góðar sögur af því sem allar enda vel. Þegar ég var að ganga í gegnum Barbie tímabilið mitt þá tók amma fullan þátt í því, hún saumaði kjóla og annan fatnað á dúkkurnar úr efnis- afgöngum sem hún átti, þannig urðu Barbie dúkkurnar mínar þær best klæddu á landinu að mínu mati enda ekki við öðru að búast þar sem amma var kjólameistari. Amma var fyrsta manneskjan sem ég þekkti sem fékk sér myndbands- tæki og ég þurfti ekki að bíða lengi ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.