Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR víkingaskipið Íslendingur er annars vegar hefur veitingamaður í Hafnarfirði fyrir reglu að rísa upp og hrópa úlfur, úlfur, að því er virðist til að upp- hefja sjálfan sig á kostnað Íslendings. Þetta er með öllu óskiljanlegt þar sem Íslendingur hefur aldr- ei haft vínveitingaleyfi. Íslendingur var engin „dolla“ þegar sá hinn sami var að falast eftir skipinu til að auglýsa upp og koma á svokall- aðar víkingahátíðir sem haldnar hafa verið. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er leggjast lágt til að svara fólki sem spinnur upp sögur um menn og mál- efni og segir í útvarpi að réttast væri að kveikja í verðmætum annarra. Sama mann hefur stjórn Hafn- arfjarðarbæjar og þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson gert að þekk- ingarbrunni sínum um hætti víkinga. Veitingamanninum tókst það ólíkleg- asta, án þess að kynna sér málið, að draga bæjarstjórn inn á sviðið til þess að samþykkja ályktun um ósæmilegheit styrkveitingarinnar. Einnig hefur þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson, gerður heiðursvík- ingur í Fjörukránni, líst skoðun sinni á heimasíðu, þar sem hann líkir styrk við Íslending sem ríkisstyrk við krár og viðlíka staði næturlífsins. Til skreytingar máli sínu bætir hann 30 millj. kr. við rétta styrkupphæð. Upphæðin er 120 millj., þ.e. 20 millj. á ári næstu sex ár. Össur skrifar án kinnroða 150 millj. Er að furða að slíkir séu borðaslitnir og tignlækk- aðir af fjúkandi pilsföldum?! Þau Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir og Árni Mathiesen búa í Hafnarfirði og eru ráð- herrar allra lands- manna. Vegna búsetu sinnar er þeim legið á hálsi ef þau stuðla að viðgangi sögu- og menningarverðmæta í öðru kjördæmi. Þetta er fáránleg framkoma enda ljóst þeim sem horfðu á fréttatíma að öfundarvofan lá yfir. Skandall? Ummælin um Ís- lending og siglinguna á útvarpi Sögu 24. októ- ber sl. dæma sig sjálf. Þau eru þeim er talaði og stöðinni sjálfri til háborinnar skammar. Slíkt tal hljómar í besta falli sem gjallandi í tómri tunnu. Ekki var í boði að bera hönd fyrir höfuð sér. Er það háttur víkinga? Reyndar eftir á að hyggja besta mál því slíkir gera ekki annað en að grafa eigin gröf. Rétt er að nota tækifærið og leið- rétta ranga ættfærslu sem lengi hef- ur verið við líði . Hún er meint frændsemi okkar Árna Sigfússonar. Besta mál ef satt væri en þessi til- búna ættfærsla hefur verið notuð á mjög svo niðrandi hátt þar sem allt sem Árni Sigfússon hefur gert í þágu Íslendings hefur verið sögð greiðasemi milli frænda. Gróusögn flýgur enn hátt og stundum notuð af þeim sem finna allt til foráttu um Ís- lending og hafa aðeins rangfærslur sér til framdráttar. R-listinn vann ötullega í upphafi borgarstjóraferils Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að því að stöðva smíði Íslendings. Í fréttatíma sjónvarps var rætt við Ingibjörgu þar sem hún fullyrti að við Árni værum frændur. Upp frá því hefur gróusagan lifað. Við Árni erum ekkert skyldir frekar en Ís- lendingar almennt og þekktumst lít- ið sem ungir drengir í Vest- mannaeyjum. En hitt er staðreynd að við Ingibjörg Sólrún erum skyld, erum bæði komin af Einari „ríka“ Hannessyni f.1781, d. 1870, í Berg- sætt. Já, sendingar rata til föðurhús- anna á stundum. Það sem sagt var á útvarpi Sögu og endurtekið í síbylju um Íslending og siglinguna er þvættingur sem ekki verður lotið svo lágt að svara meir en hér hefur verið gert. Þar réð öfundsýki ríkjum. Mál- efnum Íslendings verða gerð skil í bók sem kemur út að ári liðnu. Þá verður Íslendingur 10 ára. Mikið efni er til frá upphafi og líklegt að fleiri en eitt bindi verði til áður en yf- ir lýkur. Þar getur fólk og vofur skyggnst um og fræðst um stað- reyndir málsins. Ef jafnræði á að vera á með Hafnarfirði og Reykja- nesbæ þá segjum við Áfram Hafn- arfjörður. Víkingaþvættingur og Gróusögur Gunnar Marel Eggertsson skrifar í tilefni af umfjöllun um uppbyggingu víkingaheims í Reykjanesbæ ’Vegna búsetu sinnarer þeim legið á hálsi ef þau stuðla að viðgangi sögu- og menningar- verðmæta í öðru kjör- dæmi.‘ Gunnar Marel Eggertsson Höfundur er skipasmiður og skipstjóri. TÖLUVERÐAR umræður hafa að undanförnu verið um dóm héraðs- dóms þar sem móður var dæmd forsjá tveggja barna sem eru 3 og 5 ára gömul. Ein röksemd þar til bærra manna í máli þessu var að börnin væru ung og þyrftu því meira á móður sinni að halda en föður. Ummælum þessum hafa sumir orðið langleitir yfir. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart, ung börn hafa fram undir þetta fylgt móður sinni, hafi hún á annað borð verið lifandi og til þess fær að annast börn sín. Fullur skilningur hefur ríkt í samfélaginu á gildi þess fyrir börn að njóta móður sinnar. Þetta fyrirkomulag hefur enda gefist vel svo sem aldalöng dæmi sanna. Meira að segja hinir herskáu og hörðu Spartverjar létu mæð- ur um uppeldi sona sinna til 7 ára aldurs þeirra, er tekið var til að þjálfa þá til hern- aðar. Í máli lögmanna sem um fyrrnefndan dóm héraðsdóms hafa rætt opinberlega hefur m.a. heyrst það nefnt að frá sjónarmiði jafnréttis séu þau ummæli, að ung börn séu best kom- in hjá móður, ekki rétt- lætanleg. Þarna er mínu mati verið að rugla saman tveimur óskyldum málum. Annars vegar tilfinningatengslum barns við móður sem borið hefur það undir belti og alið það á brjóstamjólk sinni og hins vegar réttindabaráttu í sam- félaginu. Það er staðreynd að konur ganga með og ala börn, þessu er ekki hægt að breyta og það er heldur engin þörf á því. Þessi staðreynd er handan og ofan við alla réttindabaráttu og það ætti sambandið sem kemst á milli móður og barns strax í meðgöngu að vera líka. Það samband er nánara en öll önnur mannleg samskipti. Það ætti því ekki að skilja barn frá móður nema í algjörri neyð. Að nefna í sömu andrá það að kon- ur hafi leitað eftir réttindum á við karla í húshaldi og á vinnumarkaði og því hvar börn eiga að búa ef foreldrar þeirra telja sig ekki geta búið saman er óeðlileg málsmeðferð. Um er að ræða tvö algerlega aðskilin mál. Ann- ars vegar er um að ræða jafnan rétt kvenna og karla til starfa og launa og hins vegar er um að ræða líkamlega gerð mannfólks og tengsl barns við móður sem bar það í þennan heim. Börn eiga ekki að þurfa að gangast undir tilfinningalega tilraunstarfsemi til þess að konur fái rétt á við karla til starfa og launa í þessu samfélagi. Ýmislegt annað hefur flotið með í þessari umræðu við lögmenn. Svo sem það að algengast sé að barn sé falið forsjá þess aðila sem það er hjá þegar skilnaður verður. Ég veit dæmi þess að lögmenn bendi skjólstæðingum á þetta. Afleið- ingarnar geta orðið háskalegar barninu. Ég þekki dæmi um að karlar hafi tekið börn og falið um tíma til að þeir standi betur að vígi ef til for- sjárdeilu kæmi. Slíkar aðgerðir geta varla verið börnum gott tilfinningalegt vega- nesti, að ekki sé minnst á þá hættu sem það skapar á verulega slæmum samskiptum foreldranna og fjöl- skyldna þeirra þaðan í frá. Séu þau samskipti kulda og hatri mörkuð er það viðvarandi harmleikur fyrir barn- ið. Nú er talað um að lögleiða sameig- inlega forsjá. Ég sé ekki að þörf sé á því. Það nægir alveg að hafa þennan valkost, hann er kynntur fyrir fólki og kostirnir sem honum eiga að vera samfara. Æskilegt væri líka að ein- hver eða einhverjir í þeim hópi sem fjallar af opinberri hálfu um skipan þessara mála hafi sjálfir persónulega reynslu af skilnuðum, enginn skiln- ingur er á við reynslu- skilninginn. Ég tel það mikilvægt, ekki síður fyrir börn en fullorðna, að eiga eitt heimili, annað fyr- irkomulag getur auð- veldlega skapað mikla innri togstreitu. Afleið- ingar hennar hvað börn- um við kemur koma kannski ekki fram strax en sýna sig gjarnan á unglingsárunum og geta svo mótað verulega lífs- hlaup viðkomandi ein- staklings og tengsl hans við fólk á fullorðins- árum. Það fyrirkomulag að hafa börn á barna- heimilum og skólum og skikka þau svo til að flakka á milli heimila hinn tíma sólarhringsins er mikið álag fyrir ung- ar sálir. Talað er um vaxandi agaleysi og af- brot meðal hinna yngri. Það ætti að vera bæði foreldrum og þeim sem ráða í samfélaginu keppikefli að færa börn- um sálarró, fátt er mik- ilvægara fyrir góðan þroska persónuleikans. Valdabarátta foreldra er barni ekki til hagsbóta, sameiginleg forsjá eykur á hættu á slíku nema vandlega sé um hnúta búið hvað snertir umgengn- ismál og annað sem fólki getur orðið að ágreiningsefni. Þess ber að gæta að fólk skilur ekki síst af því að því kemur ekki vel saman. Raunar er það mín skoðun að börn- um aðskilinna foreldra sé að jafnaði best borgið þannig að þau eigi heimili hjá móður sinni en hafi sem frjáls- astan samgang við föður sinn. Börn eru oftast best komin hjá móður sinni Guðrún Guðlaugsdóttir fjallar um forsjármál Guðrún Guðlaugsdóttir ’Börn eiga ekkiað þurfa að gangast undir tilfinningalega tilraunastarf- semi til þess að konur fái rétt á við karla til starfa og launa í þessu sam- félagi.‘ Höfundur er blaðamaður. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Hansína Ásta Björgvinsdótt- ir, formaður bæjarráðs Kópa- vogs, styður Lilju Bentsdóttur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar KÓPAVOGSBÚAR hafa eins og fleiri íbúar á höfuðborg- arsvæðinu orðið áþreifanlega varir við breytt almennings- samgangnakerfi Strætó bs. Margir, þar á meðal íbúar í Kópavogi, eru óánægðir með nýtt leiðakerfi sem fellur illa að þörfum þeirra. Kerfið tekur ekki til- lit til þarfa farþega innan bæjarins nema að litlu leyti. Flutn- ingur barna og ung- linga í tengslum við skóla, íþróttir og önnur áhugamál, auk hópa eins og eldra fólks, er ekki hluti af markmiðum þessa kerfis. Þeir bæj- arbúar sem myndu vilja nýta sér góðan og umhverfisvænan ferðamáta eru í vaxandi mæli neyddir til þess að vera á einkabíl- um. Markmið Strætó er að efla al- menningssamgöngur, bæta þjón- ustu og auka hagkvæmni. Frá því markmiði eigum við ekki að hvika. Það má hugsa sér að Kópavogs- bær endurskoði þátttöku sína um samstarf við Strætó. Kópavogsbú- ar þurfa á öflugra leiðakerfi að halda sem tekur betur tillit til þeirra. Það þarf að fjölga ferðum á þeim tímum sem börn eru að fara í og úr skóla, á íþrótta- æfingar, í önnur áhugamál eða heim- sækja vini og kunn- ingja. Því þarf að end- urvekja hluta þeirra leiða sem gamli Kópa- vogsvagninn fór, end- urskoða tíðni ferða og þess háttar. Mögulegt er að hafa ferðir, til dæmis á milli skóla og íþróttamannvirkja og í tengslum við fé- lagsmiðstöðvar, á þeim tímum sem full starfsemi er í gangi. Skólar reka nú þegar í dag sérstakan strætó í tengslum við sund- laugar. Kópavogsbúar, eldri sem yngri, eiga að geta farið um bæinn sinn á auðveldari hátt. Það er mjög brýnt að bæta almennings- samgöngur innan Kópavogs til þess að auðvelda íbúum aðgang að stofnunum bæjarins og þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi. Betra strætókerfi í Kópavog Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur Una María Óskarsdóttir ’Það má hugsasér að Kópa- vogsbær endur- skoði þátttöku sína um sam- starf við Strætó.‘ Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Una María býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Framsókn- arflokksins. Prófkjör Kópavogur Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.