Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 36
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
EKKI DAÐRA VIÐ PIRRAÐA
KASSADÖMU
HÚN VIRÐIST
SAMT HAFA GEFIÐ
ÞÉR TVO POKA
HÉR KEM ÉG!
KOSTNAÐUR
VIÐ MENNTUN
HÆKKAR...
VONANDI
KEMST ÉG
INN Á
ÍÞRÓTTA-
STYRK
ÉG HÉLT AÐ HÚN
VÆRI EKKI AÐ HLUSTA
ÞAÐ ER ORÐIÐ
DÝRARA AÐ
FARA Í HÁSKÓLA
ÉG VEIT AÐ
LÚÐVÍK ER SÁ EINI
RÉTTI FYRIR MIG
HVERNIG
VEISTU
ÞAÐ?
VIÐ HUGSUM BÆÐI
BARA UM EITT
HVAÐ
ER ÞAÐ?
MIG
SÆLL, ÉG
HEITI BARÐI OG
MUN KENNA ÞÉR
AÐ VERJA ÞIG
BYRJAÐU Á ÞVÍ AÐ
TAKA ÞÉR
VARNARSTÖÐU
ÞAÐ VAR EKKI
ÉG! ÉG BORÐAÐI
EKKI BAUNIR Í
HÁDEGINU!
ÞÚ MISSKILDIR MIG, EN
EF ÞÚ VILDIR VINSAMLEGAST
FÆRA ÞIG AFTUR UM
NOKKRA METRA
ÉG VAR AÐ TALA VIÐ SYSTUR MÍNA Í
ALASKA UM PABBA OG SKERTA
AKSTURSHÆFNI HANS
HVAÐ
SAGÐI
HÚN?
ALLT GOTT.
ÉG VILDI SAMT
AÐ HÚN BYGGI
NÆR OKKUR
ÞVÍ ÞÚ
SAKNAR
HENNAR?
NEI, SVO
EINHVER ANNAR EN
ÉG GÆTI SKUTLAÐ
PABBA FRAM OG
TIL BAKA
MORÐINGJAR DRÁPU
FJÖLSKYLDUNA MÍNA
EF ÉG DREP ÞIG ÞÁ ER ÉG
ENGU BETRI EN ÞEIR
ÞETTA ER
HÆTTAN VIÐ AÐ
TAKA LÖGIN Í
SÍNAR HENDUR
HÆGT OG RÓLEGA
GETURÐU ORÐIÐ
EINS OG ÞEIR
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 10. nóvember, 314. dagur ársins 2005
Kunningi Víkverjahafði aldrei heyrt
um hin virtu bók-
menntaverðlaun
Gullna rýtinginn sem
Arnaldur Indriðason
hlaut í vikunni. Allir
þekkja verðlaun á
borð við bókmennta-
verðlaun Norð-
urlandaráðs og Nób-
elsverðlaunin en þessi
rýtingur, hvað er nú
það? Enda spurði
kunninginn þegar
honum var sagt að
Arnaldur hefði fengið
rýtinginn hvar hann
hefði fengið vopnið í sig og hvort
árásarmaðurinn hefði náðst.
Nýjasta bók Arnaldar heitir Vetr-
arborgin og Víkverji ætlar að lesa
hana um jólin og vonandi fyrr. Enn
í dag man Víkverji þegar hann tók
sér Mýrina í hönd í árslok 2000 rétt
áður en Arnaldur varð frægur. Vík-
verji var fullur efasemda um að ís-
lensk glæpasaga gæti eitthvað
skemmt honum en eftir tvær blað-
síður lá hann sem límdur við bókina.
„Þetta er allt ein helvítis Norð-
urmýri,“ rifjar Víkverji oft upp þeg-
ar hann ekur um Norðurmýrina.
Í sumar las hann Röddina og
fannst ágæt. Enn eru þó ólesnar
fyrri bækurnar, þ.e.
þær sem komu út á
undan Mýrinni. Úr því
verður bætt hið bráð-
asta.
x x x
Einnig ætlar Vík-verji að lesa sögu
Telmu Ásdísardóttur
og endurskoða um leið
hugmyndir sínar um
hvort íslenska þjóðin
sé eins friðsöm og oft
er talað um. Er það til
marks um friðsemi að
17% barna verði fyrir
kynferðisofbeldi fyrir
18 ára aldur? Þetta er ekki lítil, frið-
söm þjóð í litlu landi. Sjálft landið
er stærra en mörg önnur lönd
heimsins þótt þjóðin sé fámenn. En
friðsama vill Víkverji ekki kalla
hana. Þótt ekki sé her og herskylda
á Íslandi og landið vopnlaust er ekki
þar með sagt að þjóðin sé friðsöm.
Og já, vopnum viðvíkjandi. Íslend-
ingar eru óðir í vopn. Rifflar og
haglabyssur eru ótrúlega víða og
þar að auki er alltaf verið að reyna
smygla inn loftskammbyssum. Þó
er ekki mikið um að landinn noti
skotvopn hver gegn öðrum en hnífa-
brjálæðið í landinu er efni í annan
pistil fljótlega.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Myndlist | Opnuð verður á laugardaginn sýning með verkum Sossu Björns-
dóttur í Galleri Sct Gertrud, í Hyskenstræde 9, Kaupmannahöfn. Segja má
að um ákveðin tímamót séu að ræða því samstarf þeirra Kurt Svendsen hjá
Sct Gertrud og Sossu byrjaði fyrir réttum tíu árum, en hún hefur sýnt þar á
hverju ári frá 1995.
Sýningin í Hyskenstræde verður opnuð kl. 12 á laugardaginn og verður
opin til 3. desember. Verkin sem Sossa sýnir að þessu sinni eru öll unnin í
Kaupmannahöfn á þessu ári, þar sem hún hefur verið með vinnustofu.
Sossa í Kaupmannahöfn
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna
Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. (Jh. 17, 3.)