Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 23 NEYTENDUR að 15 kg að þyngd en þeir sem framleiddir eru á Norðurlöndunum eru jafnvel ætlaðir enn þyngri börnum. Það þýðir að börn að tveggja ára aldri og jafnvel eldri eiga að snúa baki í akstursstefnu. Samkvæmt könnunum telja for- eldrar að barnið sé ánægðara ef það snúi í akstursstefnu og þá geta foreldrarnir einnig séð framan í það. Hins vegar hafa vísindamenn ekki getað staðfest þetta og Kat- hleen Klinich, vísindamaður hjá umferðarrannsóknastofnun í Mich- igan, bendir á að öryggi ætti ekki að vera valkostur. Foreldrar ættu að lengja hvert stig Miriam Manary við Háskólann í Michigan bendir á að öryggi minnkar við hverja breytingu á barnastólum, þ.e. allt frá ung- barnastól yfir í sætisupphækkun án baks. „Foreldrar ættu frekar að reyna að lengja hvert stig en að komast sem fyrst í gegnum þau,“ ráðleggur Manary. Sigurður Helgason, verk- efnastjóri hjá umferðaröryggissviði Umferðarstofu, segist taka undir þau sjónarmið sem fram koma í greininni. „Hér á landi höfum við reynt að fá foreldra til að láta börn sín snúa eins lengi gegn aksturs- stefnu og kostur er, einfaldlega vegna þess að það er mun örugg- ara,“ segir hann. Hann segir Ís- lendinga í meginatriðum hafa fylgt stefnu Svía varðandi öryggi barna í bílum en þar er mælt með því að börn allt að 3–4 ára aldri snúi baki í akstursstefnu. Sigurður bendir á að tilmæli til foreldra byggist ekki á lögum heldur þekkingu sem liggur fyrir. Umferðarlög kveða ekki ná- kvæmlega á um öryggisbúnað í bíl- um fyrir einstök aldursskeið barna en í 71. grein segir m.a.: ,,Barn yngra en 6 ára skal í stað örygg- isbeltis eða ásamt með öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og vernd- arbúnað ætlaðan börnum.“ Enn- fremur segir í 71. gr.: ,,Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og vernd- arbúnað.“ Á vef Umferðarstofu kemur fram að ökumaður sem sinnir ekki þessari skyldu megi bú- ast við að vera sektaður af lögreglu og að brot hans verði skráð í öku- ferilsskrá. Umferðarstofa bendir enn og aftur á að öruggast er að börn sitji í aftursæti. „Barn má aldrei sitja í framsæti bíls ef uppblásanlegur ör- yggispúði er framan við það. Barn þarf að hafa náð 150 sm hæð og vera a.m.k. 40 kg til að mega sitja í framsæti bíls með öryggispúða [loftpúða], að því er segir á vef Um- ferðarstofu. ÞUMALPUTTAREGLAN varð- andi bílstólaskipti var eitt sinn eitt- hvað á þá leið að þegar barnið er orðið eins árs og a.m.k. tíu kíló er hægt að láta það sitja í bílstól sem ekki snýr baki í akstursstefnu. Hins vegar benda nýjustu rann- sóknir til þess að öryggi barnsins í bílnum er meira ef það snýr bakinu í akstursstefnu allt að 3–4 ára aldri. Á heilsuvef MSNBC er ítarleg grein um öryggi barna í bílum og greint frá því að bandarískir barna- læknar mæla nú með því, og líta til Skandinavíu í því sambandi, að börn sitji í bílsstólum sem snúa baki í akstursstefnu alveg þangað til þau hafa náð hámarksþyngd fyr- ir viðkomandi bílstól og svo lengi sem höfuð þeirra nær ekki upp fyr- ir efsta hluta stólbaksins. Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að börn undir 2 ára aldri sem snúa í akstursstefnu eru fjórum sinnum líklegri til að slasast í hlið- arárekstrum en þau börn á sama aldri sem sneru baki í aksturs- stefnu. Börn eru ekki smækkuð mynd af fullorðnum, líkamshlutföll þeirra eru önnur og t.d. er sveigj- anleikinn í hálsinum mun meiri en hjá fullorðnum. Þess vegna eru þau viðkvæmari fyrir árekstrum en fullorðnir og þurfa að sitja eins vel varin í bílnum og hægt er. Minni líkur á hálsmeiðslum Þegar barn snýr baki í aksturs- stefnu í bílstólnum eru minni líkur á að hið viðkvæma háls- og höf- uðsvæði skaddist. Í grein MSNBC er haft eftir barnalækni að í raun þurfi börn allt að tólf ára aldri miklu meiri vernd í bílum en raunin er. Hins vegar þurfi að leggja áherslu á yngstu börnin sem geta snúið baki í akstursstefnu mun lengur en margir foreldrar halda. Og það er aldurinn 1–2 ára sem er mikilvægastur í þessu sambandi. Flestir barnastólar sem nú eru framleiddir í Bandaríkjunum og ætlað er að snúa baki í aksturs- stefnu eru nú ætlaðir börnum allt  RANNSÓKN Eldri börn snúi baki í akstursstefnu Hér á landi hafa foreldrar verið hvattir til að láta börn sín snúa eins lengi gegn akstursstefnu og kostur er vegna þess að það er öruggara. Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að börn undir 2 ára aldri sem snúa í akstursstefnu séu fjórum sinnum lík- legri til að slasast í hliðarárekstrum en þau börn á sama aldri sem snúa baki í aksturs- stefnu. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is KOLLAGEN sem m.a. er unnið úr dýrahræjum verð- ur e.t.v. notað í fegrunaraðgerðir, m.a. til að stækka varir, ef reglu- gerðir ESB verða rýmkaðar. Í Svenska Dagblad- et kemur fram að hugmyndir eru nú uppi um að rýmka reglugerðirnar sem settar voru á sínum tíma til að hindra útbreiðslu kúariðu og Creutzfeld-Jakob sjúkdómsins þar sem þær þykja of strangar og áhættan ekki sönnuð. Þar með yrði leyfilegt að nota kollagen úr dýrahræjum í fegrunar- aðgerðir. Hópur breskra vísindamanna skrifaði skýrslu fyrr á þessu ári þar sem fram kemur það mat þeirra að áhætta sé enn fyrir hendi. Og í Bretlandi óttast menn að með vaxandi markaði fyrir fegrunar- aðgerðir aukist hættan á að Creutzfeld- Jakob sjúkdómurinn breiðist út. Kollagen er prótein sem er að finna í húð manna og dýra eins og svína og nautgripa. Reglur um notkun kollagens úr mönnum til fegrunar- aðgerða eru hins vegar ekki fyrir hendi inn- an ESB en eru væntanlegar á næsta ári, að því er SvD greinir frá. Til þess að hægt sé að nota kollagen úr mönnum þarf gjafa eða frumuræktun. Kollagen úr mönnum hefur hins vegar komið á markað í Evrópu. Breska blaðið The Guardian greindi frá því í haust að frá Kína hefði borist á evrópskan markað mjög ódýrt kollagen unnið úr mannshúð. Kollagenið átti að hafa verið unnið úr húð fanga sem teknir voru af lífi í kínverskum fangelsum eða þá úr fóstrum. Hins vegar hafa kínversk stjórnvöld sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að engin vef- sýni hafi verið tekin af föngum án sam- þykkis aðstandenda.  REGLUGERÐ Dýrahræ til að stækka varir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.