Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
0
0
7
SJÓN:ARGÓARFLÍSIN
„ALVEG FANTASKEMMTILEG BÓK“
– Illugi Jökulsson, Talstöðinni
„ÞETTA ER LISTILEGA SKRIFUÐ SAGA“
– Silja Aðalsteinsdóttir, TMM
NÝ BÓK EFTIR
NORÐURLANDA-
MEISTARANN
Í BÓKMENNTUM
RANNSÓKN lögreglunnar í
Reykjavík á smygli um pósthús
beinist m.a. að innflutningi á um
600 grömmum af amfetamíni í sum-
ar. Tvennt sat um tíma í gæslu-
varðhaldi, karlmaður og kona sem
vann á pósthúsinu, en þeim hefur
báðum verið sleppt.
Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yf-
irmanns fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, var lagt hald á
rúmlega 50 grömm af kókaíni og
rúmlega 20 grömm af hassi við
rannsókn málsins. Hún hafi auk
þess beinst að fyrrnefndum amfeta-
míninnflutningi. Hann vildi ekki
greina frá því hvaða aðferð talið er
að hafi verið beitt við smyglið og
sagði að þær upplýsingar myndu
koma fram við dómsmeðferð máls-
ins.
Rannsaka smygl
á amfetamíni
HÁTT gengi íslensku krónunnar
hefur smám saman verið að draga
tennurnar úr íslenskum útflutnings-
greinum og ferða-
þjónustu án þess
að nokkuð sé að-
hafst. Bergur Elí-
as Ágústsson,
bæjarstjóri í
Vestmannaeyj-
um, segir að nú sé
nóg komið og
þetta sé enn eitt
dæmið um skiln-
ingsleysi stjórn-
valda á stöðu út-
flutningsgreina og aðför þeirra gegn
landsbyggðinni sem aldrei ætli að
linna.
Bergur segir þetta ekki aðeins
koma niður á útgerð og fiskvinnslu í
Vestmannaeyjum heldur allri þjón-
ustu. Gæti svo farið að bæjarsjóður
yrði að horfa upp á 5% til 7% lækkun
útsvarstekna sinna.
Sjávarplássum blæðir út
„Já, nú er nóg komið og miklu
meira en það,“ sagði Bergur. „Á
meðan okkur og öðrum sjávarpláss-
um blæðir út eru önnur svæði að hala
inn meira fjármagn en áður hefur
sést í sögu íslenska lýðveldisins. Það
er einfaldlega þannig að ef efnahags-
stefna ríkisstjórnarinnar helst
óbreytt og gengismál verða eins á
næstu misserum munu sjávarbyggð-
irnar bíða afhroð. Það er vegna þess
að það gengur ekki upp að vinna
fiskinn með því skilaverði sem við
sjáum í dag. Þetta gerist þrátt fyrir
sögulegt hámark í verði á fiskafurð-
um í erlendri mynt og m.a.s. Norð-
menn græða á sinni fiskvinnslu. Við
höfum séð það undanfarið að rækju-
verksmiðjur eru að loka vegna þessa
hver á fætur annarri og fyrirtæki í
landvinnslu eru farin að draga sam-
an í vinnslu. Og fyrr en síðar kemur
að okkur hérna í Vestmanaeyjum,“
segir hann.
Ekkert bólar á aðgerðum
Bergur sagði ljóst að stjórnvöld
ætluðu að horfa framhjá vandanum
og ekkert bólaði á aðgerðum til að
koma til móts við fyrirtæki og sjáv-
arbyggðir sem margar hverjar
stæðu nú á tímamótum.
„Ég nenni ekki að telja upp þau
störf hjá hinu opinbera sem héðan
hafa horfið og þann kvóta sem rík-
isstjórnin hefur tekið af okkur. Það
verður gaman að ræða þetta við
þingmenn þegar og ef þeir koma,“
sagði Bergur og vísar til þess að
þingmenn Suðurkjördæmis hafi enn
ekki náð að heimsækja Vestmanna-
eyjar á þessu hausti þrátt fyrir góð-
an vilja.
– Sérðu eitthvað til ráða?
„Tvímælalaust. Það á að flytja
stofnanir sem tengjast sjávarútvegi
frá Reykjavík til staða eins og Vest-
mannaeyja,“ sagði Bergur og nefndi
sem dæmi Hafrannsóknastofnun og
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.“
Álframleiðendur njóta
sérstakra kjara
– Er eitthvað hægt að gera til að
breyta genginu?
„Það er nú þannig að ekki verður
bæði haldið og sleppt í gengismálum.
Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt nokk-
urn vilja til að draga úr útgjöldum
ríkisins og beinir síðan þeim tilmæl-
um til sveitarfélaga að draga úr
framkvæmdum. Innflutningur hefur
heldur aldrei verið meiri og það er
kannski eitthvað sem allir eiga að lifa
á?
Annars má benda á álframleiðend-
ur á Íslandi sem njóta sérstakra
kjara þar sem raforkuverð miðast
við heimsmarkaðsverð á áli. Ekki
hafa sjávarbyggðirnar þessa vörn.“
Bergur sagði að svo væru menn
hissa á því að hér væru erfiðleikar og
menn ekki hressir með stöðuna.
„Þetta vilja þeir ekki tala um og
benda á hagsæld sem er fyrir suma
en aðra ekki. Það hlýtur að vera hlut-
verk stjórnvalda að verja sjávar-
byggðir eins og aðrar byggðir nema
það sé markviss stefna að draga
tennurnar hægt og rólega úr fólki
sem þar býr. Að vísu er talað og talað
og fyrirheitin yfirleitt góð en vanda-
málið er að ekkert gerist. Satt best
að segja á ég erfitt með að trúa því
að frá okkur hafi verið teknar var-
anlegar heimildir fyrir einn milljarð
króna á síðasta ári, loftskeytastöðin
lögð niður og um leið störf sem þar
voru. Í staðinn fáum við reyndar
nokkur fiskistofustörf sem við erum í
raun að borga sjálf í gegnum auð-
lindagjaldið. Staðreyndin er sú að
staðan hér væri í heildina mun betri
ef við hefðum fengið að vera í friði til
að bjarga okkur sjálf og verið laus
við þessar endurteknu náttúruham-
farir af mannavöldum.“
Bergur sagði að þetta hefði ekki
aðeins áhrif á sjávarútveginn, þetta
snerti alla þætti samfélagsins í Vest-
mannaeyjum. „Þetta kemur niður á
öllu bæjarfélaginu, sjómönnum og
öðru launafólki, þjónustu og verslun
og líka bæjarsjóði því útsvarstekjur
verða 5% til 7% lægri nú en í fyrra.
Munar um minna fyrir bæjarfélag
sem okkar. Ég veit ekki hvar við
værum stödd ef við hefðum ekki
þessi öflugu sjávarútvegsfyrirtæki
sem er stjórnað af bæði djörfung og
dug. Bæjaryfirvöld munu standa við
bakið á þeim og þau við bakið á okk-
ur því við erum samfélag sem mun
ekki láta kveða sig í kútinn.“
Gagnrýnir stjórnvöld fyrir skilningsleysi á stöðu útflutningsgreina
Keyra sjávarbyggðir í kaf
Eftir Ómar Garðarsson
Bergur Elías
Ágústsson
SÍMINN áformar að ljúka ISDN-
væðingu sinni í sveitum landsins í
þessum mánuði með tengingu við
um 30 bæi á Vestfjörðum. Þar með
eiga nær 100% heimila landsins kost
á stafrænu gagnaflutningssambandi
um ISDN, en samkvæmt upplýs-
ingum frá Símanum er það eins-
dæmi í heiminum.
Munurinn á ISDN- og ADSL-
þjónustu felst í því að ADSL-
þjónustan er fyrst og fremst sniðin
fyrir gagnaflutning í þéttbýli en
ISDN-þjónustan er bæði fyrir þétt-
býli og dreifbýli og hefur víðtæka
notkunarmöguleika fyrir sambland
af stafrænni tal- og gagnaflutnings
þjónustu. Til þess að eiga möguleika
á að tengjast ADSL verður viðkom-
andi að vera innan 3–5 km frá næstu
símstöð til þess að línan beri gagna-
flutninginn á meðan ISDN nær, þeg-
ar best lætur, vel á annan tug km frá
símstöð.
Síminn hefur varið um 700 millj-
ónum í uppbyggingu á símakerfinu
frá árinu 2002 og hafa verið settar
upp um 80 símstöðvar til þess að
þétta kerfi og gefa öllum lands-
mönnum kost á ISDN-sambandi og
meiri talgæðum.
Um síðustu mánaðamót hóf Sím-
inn að bjóða viðskiptavinum sínum
nýja áskriftarleið, ISDN plús. Með
áskriftarleiðinni er greitt fast mán-
aðargjald fyrir allt að 60 klukku-
stunda notkun á mánuði með ISDN
plús. Með því er komið til móts við
þarfir þeirra sem nota netið mikið.
Eftir 60 klukkustunda netnotkun er
greitt venjulegt mínútuverð en eng-
in upphafsgjöld eru innheimt, eins
og tíðkast í hefðbundnum símtölum.
Fjarskiptamál verða rædd á ráð-
stefnu um upplýsingatækni í dreif-
býli sem haldin verður í Reykholti í
dag. Ráðstefnan hefst kl. 10 með
ávarpi Guðna Ágústssonar landbún-
aðarráðherra, en þar verður gerð
grein fyrir verkefnum sem unnið er
á þessu sviði.
ISDN-væðingu
Símans að ljúka
SÖNGKABARETTINN Nína og
Geiri – söngbók Björgvins Hall-
dórssonar verður forsýndur á
Broadway annað kvöld, föstudag-
inn 11. nóvember. Byggist sýn-
ingin á söngferli Björgvins Hall-
dórssonar síðastliðin 35 ár og
sjálfur tekur Björgvin þátt í sýn-
ingunni. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins fékk að mynda æfingu í
vikunni en alls koma um 50
manns að sýningunni. Að sögn
Björgvins hafa æfingar gengið
vel og er allt að smella fyrir for-
sýninguna. „Ég er mjög ánægður
með viðtökurnar og ekkert lát er
á eftirspurn eftir miðum, það er
nánast orðið uppselt á sýningar
fram að jólum“, segir Björgvin.
Segir hann að bætt hafi verið við
einni sýningu sunnudaginn 4. des-
ember en þá verður sérstök fjöl-
skyldusýning.
Söngkabarett byggður á söngferli Björgvins Halldórssonar forsýndur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Alls koma um 50 manns að sýningunni Nína og Geiri – söngbók Björgvins Halldórssonar tónlistarmanns.
Ánægður
með við-
tökurnar
GEIR H. Haarde utanríkisráðherra
kynnti norska starfsbróður sínum
Jonas Gahrstöre stöðuna í varnar-
viðræðum Ís-
lands og Banda-
ríkjanna á fundi
utanríkisráð-
herra Barents-
ráðsins í Herstad
í Noregi í gær.
Norski utanríkis-
ráðherrann átti
frumkvæði að
fundi þeirra Geirs
til að ræða marg-
vísleg mál sem varða samskipti land-
anna og afstöðu í alþjóðamálum og
voru varnarmálin meðal umræðu-
efna
„Norðmenn hafa auðvitað mikinn
áhuga á þeim málum því öll varn-
arstaðan á Norður-Atlantshafi skipt-
ir miklu máli fyrir Norðmenn eins og
allt Atlantshafsbandalagið,“ sagði
Geir.
Áherslumunur milli landa
í Svalbarðadeilunni
Í Barentsráðinu sitja utanríkis-
ráðherrar Norðurlandanna, auk
Rússlands og héraða á norðurslóð-
um. Geir tók þó fram að einungis
hefði verið um klukkustundarlangan
kynningarfund ráðherranna að
ræða. Á fundinum var Svalbarðadeil-
an einnig rædd og sagði Geir að ráð-
herrarnir hefðu undirstrikað þann
áherslumun sem er milli landanna í
málinu.
Íslenska ríkisstjórnin ákvað fyrir
um ári að hefja undirbúning að hugs-
anlegri málssókn á hendur Norð-
mönnum fyrir Alþjóðadómstólnum í
Haag fyrir meint ítrekuð brot
norskra stjórnvalda á Svalbarða-
samningnum. Geir sagði norska ráð-
herranum að Íslendingar vildu halda
dómstólaleiðinni opinni þótt æski-
legra væri að ná pólitískri lausn í
málinu. „Siðað fólk á alltaf það úr-
ræði að fara með deiluefni sín fyrir
dómstóla og Norðmenn draga ekki í
efa að við getum það. Þeir munu taka
til varna en telja sinn málstað þannig
að þeir þurfi ekki að kvíða því.“
Geir segir íslenskum stjórnvöld-
um vera full alvara við undirbúning
málsóknarinnar en bendir á að málið
sé flókið og krefjist vandaðs undir-
búnings. „Við höldum því opnu að
láta af þessu verða þótt ekki sé búið
að taka ákvörðun um það,“ segir
hann.
Greindi Gahrstöre frá
stöðu varnarviðræðna
Geir H. Haarde