Morgunblaðið - 15.11.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nær samfelldur hlýrveðurfarskafli,sem hófst síðla
vetrar 2002 og stóð til loka
síðasta vetrar, virðist
greinilega vera á enda
samkvæmt upplýsingum
frá Einari Sveinbjörns-
syni, veðurfræðingi á Veð-
urstofu Íslands. Var febr-
úar 2002 undir meðallagi
en frá mars 2002 til apríl
2005 hafa allir mánuðir
verið um og yfir meðallagi
þegar litið er á hitastig-
stölur fyrir þetta tímabil,
að undanskildum október 2004
sem mældist lítillega undir með-
allagi. Þannig var hitinn yfir með-
allagi samfellt í 31 mánuð í
Reykjavík.
Maímánuður á þessu ári mæld-
ist marktækt undir meðallagi í
Reykjavík og hefur sú þróun að
einhverju leyti haldið áfram síð-
astliðna mánuði. Voru júní og júlí
yfir meðallagi en ágúst var um
meðallag í Reykjavík og um hálfri
gráðu undir meðallagi á Akureyri.
September var heilli gráðu undir
meðallagi í Reykjavík og einni og
hálfri á Akureyri. Október var
einni og hálfri gráðu undir með-
allagi í Reykjavík og svo kalt hefur
ekki verið síðan í október 1998. Á
Akureyri mældist meðalhiti
tveimur gráðum undir meðallagi
og þarf að fara allt aftur til 1981 til
að finna kaldari október.
Þetta hlýindatímabil er eitt það
hlýjasta sem Veðurstofan hefur
mælt frá upphafi og var árið 2003
sérstaklega gott í heild sinni,
þannig var það ár það hlýjasta í
Reykjavík frá upphafi mælinga.
Þarf að fara aftur til fjórða áratug-
ar síðustu aldar til að finna eitt-
hvað sambærilegt. Segir Einar að
almennt hafi ríkt hlýindi á árunum
1930–1945 en inn í það hafi komið
styttri skeið með hita undir með-
allagi. Í dag er spurningin hvort
það sama geti verið að eiga sér
stað eða hvort við munum sjá
áframhaldandi kalda veðráttu
næstu mánuði.
Hafís hafði einhver áhrif
Segir Einar að hafísinn sem
barst inn á norðurmiðin í mars á
þessu ári hafi eitthvað með þetta
kólnandi veðurlag að gera. Hafís í
þessum mæli hafi ekki sést lengi
og þó svo að hafísinn hafi ekki orð-
ið landfastur eins og gerðist gjarn-
an áður fyrr náði hann að kæla nið-
ur yfirborðssjóinn fyrir norðan og
austan land í sumar. Á þessum ár-
um sem var hvað hlýjast var við-
varandi mjög hlýr sjór fyrir norð-
an landið. Segir Einar hafísinn
klárlega hafa haft áhrif á veður-
lagið hér hjá okkur en hann skýri
samt ekki fullkomlega þennan
kulda sem mældist í maí og í
haust, hann geti einnig verið til-
kominn vegna aukinnar tíðni norð-
anáttar. Það þarf hins vegar að
kanna betur. Vegna hafíssins er
norðanáttin kaldari en áður. Sum-
arið 1993 var kalt og leiðinlegt,
sérstaklega norðanlands en þá var
ekki um að ræða hafís heldur var
það viðloðandi norðanátt sem olli
kuldanum.
Veðurfræðingar í Bretlandi
hafa spáð köldum vetri þar og
hvað það varðar segir Einar að
erfitt sé fyrir Veðurstofuna að
draga ályktanir af þeirri spá því
verið sé að horfa á hafsvæði langt
suður af landinu, eða Atlantshafið
á milli Norður-Ameríku og Portú-
gals. Spá Breta byggist á því að
talið er að sjávarhiti á vori hafi
áhrif á veðurfar á Bretlandseyjum
veturinn eftir. Margir hér hafa þó
bent á, m.a. Páll Bergþórsson veð-
urfræðingur, að sjávarhiti fyrir
norðan land hefur mikið að segja
fyrir hitastigið á landinu næstu
mánuði á eftir. En Einar segir að
erfitt sé að spá nokkra mánuði
fram í tímann, margir ólíkir þættir
ráði veðurfarinu á endanum. Hins
vegar sé þróunin í fræðunum hröð
og forvitnilegt sé að fylgjast með í
löndunum í kringum okkur. „Ef
þessi spá í Bretlandi gengur eftir
eru menn komnir allmiklu lengra í
því að spá fyrir um veðurfar næstu
mánuði,“ segir Einar að lokum.
Minnkandi hafís
Þór Jakobsson, veðurfræðingur
á Veðurstofu Íslands, segir hafís
við Grænland nú í meðallagi og
ekki sé hægt að segja til um hvort
hann komi inn á íslensk mið eða
upp að ströndum Íslands seinna í
vetur. Allt eins séu líkur á að hann
komi því við séum staðsett mjög
nálægt Grænlandi. Ef hafísinn er
mikill við Grænland og það verða
vestlægar og suðvestlægar vind-
áttir hrekst hafísinn inn á strand-
strauma við landið.
Kyrrstöðuhæð eða fyrirstöðu-
hæð yfir Norður-Atlantshafi olli
því að ísinn var óvenjumikill ná-
lægt landinu í mars, þá voru vind-
arnir að vestan og þá hrekst haf-
ísinn austur á bóginn til Íslands.
Var hafísinn sem barst til landsins
sá mesti sem sést hefur síðan vorið
1979 en þá var hann mun meiri við
landið.
Segir Þór að almennt hafi hafís
farið minnkandi frá árinu 2001,
það sýna veðurtunglamyndir og
mælingar, líkt og jöklarnir hopi.
Er þá litið til þess hafíss sem er
tveggja ára og eldri. Hins vegar
getur nýr hafís myndast yfir vet-
urinn sem er jafnmikill og venju-
lega en svo hverfur hann yfir sum-
artímann.
Fréttaskýring | Meðalhiti mælist undir
meðallagi nokkra mánuði í röð
Hlýjum veður-
farskafla lokið?
Hafís við landið í vetur hafði áhrif á
hversu kalt sumarið var
Borgarísjaki við Blönduós síðastliðinn vetur.
Borgarísjakar og
hafís ólík fyrirbæri
Stórir borgarísjakar hafa sést
við landið síðastliðin ár. Koma
þeir úr skriðjöklum Austur-
Grænlands sem ná niður í sjó og
hafa þeir þá brotnað frá jökl-
unum og rekið áleiðis hingað.
Venjulegur hafís myndast á haf-
inu, hann er flatur og getur orðið
mjög víðáttumikill. Þegar ísinn
bráðnar við strendur Íslands get-
ur hann haft áhrif á hitastig sjáv-
ar sem síðan getur haft áhrif á
hitastig og veðurfar á Íslandi.
Eftir Sigurhönnu
Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
MERKJA skal ketti með var-
anlegu örmerki og hálsól sam-
kvæmt nýrri samþykkt um katta-
hald í Reykjavík. Örmerki er lítill
kubbur sem dýralæknir kemur fyr-
ir undir húð í herðakambi kattar
og geymir 15 stafa númer. Einnig
skal gelda fressketti eldri en sex
mánaða sem ganga lausir utan-
dyra.
Á heimasíðu Umhverfis-
heilbrigðisstofu Reykjavík-
urborgar segir að markmiðið með
endurskoðun eldri samþykktar sé
að fækka óskilaköttum í borginni
og skapa meiri sátt um kattahaldið.
Samkvæmt samþykktinni skal
halda ketti þannig að það ekki
valdi hávaða, ónæði, óþrifnaði eða
óhollustu. Til að lágmarka tjón sem
kettir geta valdið fuglalífi í borg-
inni ber eigendum að hengja bjöllu
á ketti á varptíma fugla eða tak-
marka eftir atvikum útiveru katta.
Á hverju ári berast rúmlega 500
óskilakettir í Kattholt og er ein-
göngu um fjórðungur þeirra sóttur
af eigendum sínum. Svæfa þarf um
fjórðung en um helmingi er komið
til nýrra eigenda. Til að draga úr
fjölda óskilakatta er eigendum
katta nú skylt að merkja þá var-
anlega með örmerki.
Sigríður Heiðberg í Kattholti
fagnar samþykktinni
Sigríður Heiðberg, formaður
Kattavinafélags Íslands, starfar í
Kattholti og fagnar hún nýju sam-
þykktinni en segir að hún hefði
viljað sjá strangari reglur. Segir
hún þó betra að hafa örmerkingu
en enga merkingu en hitt sé annað
mál að eyrnamerking skili betri ár-
angri því allir geti lesið á hana en
örmerkinguna er ekki hægt að lesa
nema með skanna. Slíkan skanna á
Kattholt og fer enginn köttur frá
þeim ómerktur, kettlingar eru ör-
merktir og kettir sem teknir hafa
verið úr sambandi eru eyrnamerkt-
ir. Segir Sigríður að skráðir eig-
endur beri oft ekki ábyrgð því þeir
hafi oft gefið köttinn frá sér og
þeir viti ekki hver nýi eigandinn er
og eignaskipti hafi aldrei farið
fram. Þannig fellur ábyrgðin oft á
Kattavinafélagið.
Aðspurð hvort óskilaköttum eigi
eftir að fækka með tilkomu nýju
samþykktarinnar segist Sigríður
ekki viss um að svo verði og bætir
við að kattahald á Íslandi sé í
óskaplegum ólestri og í dag sé hún
með 120 óskilaketti í húsinu.
Vefskráning á örmerkjum katta
hefst á morgun á heimasíðu Um-
hverfissviðs Reykjavíkurborgar,
www.umhverfisstofa.is.
Morgunblaðið/RAX
Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands, með eina af fjölmörgum óskilakisum sem dvelja í Kattholti
um þessar mundir. Hún er kettlingafull og ekki langt í að kettlingarnir muni koma í heiminn.
Kettir í borginni fá
15 stafa númer