Morgunblaðið - 15.11.2005, Page 29

Morgunblaðið - 15.11.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF Harpa Sjöfn heitir nú Flügger litir Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun Málning og málarameistari! Þú getur unnið málningu og meistara til að mála fyrir þig að upphæð 200.000 krónur. 10 3 5 5 5 4 3 /0 5 Reykjavík: Stórhöfða 44 Sími 567 4400 Reykjavík: Skeifunni 4 Sími 568 7878 Reykjavík: Snorrabraut 56 Sími 561 6132 Kópavogur: Bæjarlind 6 Sími 544 4411 Hafnarfjörður: Dalshrauni 13 Sími 544 4414 Borgarnes: Sólbakka 8 Sími 430 5620 Akureyri: Austursíðu 2 Sími 461 3100 Hvolsvöllur: Hlíðarvegi 2-4 Sími 487 8413 Selfossi: Austurvegi 69 Sími 482 3767 Keflavík: Hafnargötu 90 Sími 421 4790 www.flugger.is „Hávaði í umhverfi barna“ Fyrirlestur hjá Umhverfisstofnun í dag, þriðjudaginn 15. nóvember, kl. 15-16 Aðgangur ókeypis. Fyrirlesarar: Inngangur: Brynja Jóhannsdóttir frá Umhverfisstofnun, Gunnar Kristinsson frá Umhverfissviði Reykjavíkur, Ólafur Hjálmarsson frá Línuhönnun og Sigurður Karlsson frá Vinnueftirlitinu. Fjallað verður m.a. um hönnun hljóðvistar og hljóðmælingar í grunn- og leikskólum. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is mig, en þau féllu fyrir þessum kett- lingum með árs millibili og tóku þá með sér heim, en þar lá ekki sam- þykki fyrir. Svo ég sat uppi með þá og krakkarnir koma reglulega hing- að að heimsækja kisurnar sínar. En ég er mjög glaður með að hafa þá á heimilinu, þeir eru svo góðir félagar mínir. Brandur er sérstaklega kel- inn og gæfur, hann situr alltaf við hliðina á mér þegar ég er að lesa eða skrifa. Hann hænist líka að öll- um sem við hann vilja tala og hann heimsækir nágrannakonu mína reglulega og gistir iðulega hjá henni yfir nóttina. Svartrass fer aftur á móti aldrei inn í annarra manna hús. En þó hann sé styggur þá kemur hann á hverju kvöldi upp á sængina hjá mér þegar ég er hátt- aður og spígsporar þar og vill láta klappa sér. Á öllum öðrum tímum dagsins kærir hann sig ekkert um klapp.“ Þegar Svartrass flutti til Sig- urðar smá kettlingur, þá tók Brand- ur honum mjög vel og gekk honum í móður stað. „Þeir sofa oft saman hér í stól og halda hvor utan um annan. Og Brandur tók Svartrassi fagnandi þegar hann kom í leitirnar eftir útlegðina. Fyrst gáfu þeir hvor öðrum koss á trýnið og svo nudduðu þeir saman vöngunum.“ Trölli beygir sig fyrir kónginum Þriðji kötturinn, sá guli sem heit- ir Trölli, flutti eiginlega sjálfur til Sigurðar. „Ég var búinn að sjá hann oft á vappi hér í kring og hann kom stundum til mín í garðinn og leyfði mér að klappa sér og ég gaf honum stundum fiskbita. Einn dag- inn kom hann inn um gluggann hjá mér og lagðist upp í sófa. Þegar ég fór að athuga með hann þá komst ég að því að hann var fárveikur og með mikinn hita. Hann var stokk- bólginn og með ígerð í afturfæti svo ég fór með hann til Dagfinns dýra- læknis. Ég tók hann svo með mér heim, hjúkraði honum og gaf hon- um sýklalyf á tilsettum tímum og hann hefur ekki litið af mér síðan og á sinn stól hér í stofunni. Hann stendur vörð um heimilið og aðrir kettir í hverfinu eru skíthræddir við hann. En hann beygir sig alltaf fyr- ir Brandi sem er kóngurinn á heim- ilinu og hefur aldrei verið alveg dús við Trölla,“ segir Sigurður sem á líka kanínurnar Tinna og Agnesku sem fengu að búa hjá honum fyrir áeggjan barnabarnanna, rétt eins og Brandur og Svartrass. Mjög gott samkomulag er milli kanínanna og kattanna og hann hleypir þeim gjarnan út í garð þar sem þær leika sér við kettina. Morgunblaðið/Sverrir Kóngurinn Brandur teygir vel á sér til að sjá hvað er á seyði fyrir utan heimilið. khk@mbl.is                  AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.