Morgunblaðið - 15.11.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 15.11.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ UM miðjan nóvember fer fram fjármálaráðstefna sveitarfélaganna. Eitt af þeim umræðuefnum sem tekin eru fyrir ár hvert er kynning á af- komu sveitarfélaganna. Um er að ræða greinargóða og faglega vinnu sem hag- og upplýsingasvið Sam- bands íslenskra sveitar- félaga stendur fyrir og er sveitarfélögunum mjög mikilvæg til úr- vinnslu og sam- anburðar. Á síðasta landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem hald- ið var í mars sl., var tek- ið undir bókun stjórnar sambandsins um þá niðurstöðu tekjustofna- nefndar að breyttar tekjustofna- tillögur væru fyrst og fremst tíma- bundnar ráðstafanir, sem myndu ekki leiða nema að takmörkuðu leyti til varanlegrar styrkingar á tekju- stofnum sveitarfélaga. Það var skýr afstaða landsþingsins að jafnhliða flutningi nýrra verkefna frá ríki til sveitarfélaga myndi liggja fyrir samkomulag um fjármögnun verkefnanna. Enn fremur verði því markmiði náð sem stefnt var að, að treysta fastan tekjugrunn sveitarfé- laga til framtíðar og um leið að leið- rétta þá tekjuskerðingu og út- gjaldaaukningu sem sveitarfélögin hafa orðið fyrir á umliðnum árum. Endurskoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Að tillögu tekjustofnanefndar frá því í vor skipaði félagsmálaráðherra nefnd til að endurskoða lög um tekju- stofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, er fjalla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Nefndinni er ætlað að meta kosti og galla núverandi jöfnunarkerfis og hugsanlega þörf fyrir endurskoðun á kerfinu í heild sinni eða einstökum þáttum þess. Sérstaklega skal horft til þess hvort breytingar á sveitarfé- lagaskipan, tekjustofnum og verk- efnum sveitarfélaga í tengslum við átak til eflingar sveitarstjórnarstigs- ins leiði til grundvallarbreytinga. Nú að loknum sameiningarkosn- ingum liggur fyrir að sameiningar urðu mun færri heldur en stefnt var að. Það er hins veg- ar ljóst að stærð og samsetning sveitarfé- laga hefur veruleg áhrif á forsendur fyrir upp- byggingu jöfn- unarkerfis meðal sveit- arfélaga. Það er einnig staðreynd að fjöldi sveitarfélaga og smæð þeirra er ein skýring á núverandi uppbyggingu Jöfnunarsjóðsins. Með aukinni sameiningu, færri en stærri sveitarfélögum, hefðu átt að vera for- sendur fyrir mun almennari jöfnun en núverandi, og að nokkru sértæku kerfi. Það er vissulega sorgleg staðreynd að á sama tíma og tekjustreymi sveit- arfélaganna er af skornum skammti og Jöfnunarsjóði gert að úthluta á þessu ári hundruð milljónum til sveit- arfélaga sem eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga hefur metið að séu í sérstökum fjárhagsvanda, þá gekk sameininingarverkefnið ekki eftir. Niðurstaðan var dapurleg, en það gengur ekki að gefast upp. Af Jóni og Jóni ehf. Fast tekjustreymi sveitarfélaga byggist á þremur þáttum. Útsvari, fasteignasköttum og framlögum úr Jöfnunarsjóð. Auk þessara tekna hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin atvinnurekstri og stofn- unum sem reknar eru í almannaþágu, svo og ýmsum þjónustugjöldum. Rétt er að nefna að tekjur Jöfn- unarsjóðs eru framlög úr ríkissjóði er nema 2,12% af innheimtum skatt- tekjum ríkissjóðs, einnig kemur til árlegt framlag úr ríkissjóði er nemur 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs. Að lokum bein hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfé- laga er nemur 0,77% af álagning- arstofni útsvars ár hvert. Við skatt- kerfisbreytingar sem verða m.a. við lækkun tekjuskattsprósentu hverju sinni skerðast í réttu hlutfalli framlög til Jöfnunarsjóðsins, en hlutdeild frá útsvari sveitarfélaganna helst hins vegar óbreytt. Víðtæk umræða sveitarstjórn- arfólks á umliðnum árum varðandi þær skattkerfisbreytingar sem urðu við lækkun á tekjuskattshlutfalli lög- aðila hefur leitt í ljós að útsvars- grunnur sveitarfélaganna hefur dreg- ist verulega saman. Víða um land er nú svo komið að tekjustreymi til sveitarfélaganna rýrnar ár frá ári. Segja má að sagan af Jóni og séra Jóni snúist nú upp í söguna af Jóni og Jóni ehf. Einsýnt er að taka þarf upp frekari beinar tekjutengingar at- vinnulífs og sveitarfélaga með því að ákveðið hlutfall af tekjusköttum lög- aðila renni beint til sveitarfélaganna í stað þess að nú renna skattarnir allir til ríkisins. Slíkt myndi styrkja tekju- grunn sveitarfélaga um land allt og um leið tryggja enn frekara samstarf atvinnulífs og sveitarfélaga. Af tekjustofnum sveitarfélaga Gunnar Svavarsson fjallar um sveitarstjórnarmál ’… taka þarf upp frek-ari beinar tekjuteng- ingar atvinnulífs og sveitarfélaga með því að ákveðið hlutfall af tekju- sköttum lögaðila renni beint til sveitarfélag- anna …‘ Gunnar Svavarsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. ÁGÆTU fyrrum Verzlingar. Veruleg hætta steðjar nú að Verzlunarskóla Íslands þegar menntamálaráðherra hyggst af lít- illi fyrirhyggju og enn minni þekkingu hrinda í framkvæmd breytingum sem munu skaða ykkar gamla skóla meira en orð fá lýst. Ég beini þessum orðum til ykkar alþingismanna því að ykkur er málið skylt. Verzló var stofn- aður af kaupmönnum og verslunarmönnum í Reykjavík um alda- mótin 1900 en mark- mið þeirra var að mennta fólk til starfa við verslun og við- skipti en fátæka þjóð um aldamótin 1900 skorti fagþekkingu á flestum sviðum. Þess- ari hugsjón, sem grundvallaði ykkar gamla skóla, hefur ætíð verið haldið á loft. Jafnhliða því hef- ur skólinn lagt áherslu á almenna menntun til stúdents- prófs og m.a. gert raungreinum og tungumálum hátt undir höfði. Fari nú ráðherra fram með sína ætlan er voðinn vís fyrir sérhæfðan skóla sem Verzló. Hún boðar ekki einvörð- ungu styttingu heldur enn eina nýja námskrá en sú nýjasta, frá árinu 1999 hefur varla enn verið prufukeyrð. Boðuð námskrá sam- fara styttingu er einhver römmustu miðstýringaráform í skólamálum sem sést hafa. Berji nú ráðherrann þessa vit- leysu í gegn verður slík einsleitni í framhaldsskólunum að litlu máli skiptir hvaða skóla ungmennin sækja í framtíðinni. Því spyr ég bara: Geðjast ykkur að þessum skelfilegu áætlunum og haldið þið ekki, þó að annað ykkar horfi til hægri og hitt til vinstri, að farsælla sé að ykkar gamli skóli haldi sínum sérkennum svo og aðrir framhalds- skólar? Ráðherrann lætur eins og hún viti ekki af því að nemendum hefur um árabil staðið til boða að ljúka stúdentsprófi á þremur árum í áfangaskólunum og reyndar líka í bekkjaskólum svo sem Verzló og MS. Ráðherrann boðar að vísu sér- lausnir fyrir bekkjaskóla en kjarna- greinar til stúdentsprófs verða svo plássfrekar að þær námsgreinar, sem greina Verzló frá öðrum skól- um, verða að víkja eða sæta nið- urskurði. Ráðherrann boðar niðurskurð í kennslu erlendra mála sem er í al- gerri mótsögn við fagurgalann um útrás Íslendinga erlendis. Við í Verzló verðum líklega einnig að draga úr stærðfræðikennslunni og þá sérstaklega á síðustu tveimur árunum nú þegar við höfum loks getað mannað stöður raun- greinakennara við skólann með ungu, vel menntuðu fólki að loknu 20 ára hörmungaskeiði í launa- málum. Ráðherrann ætlar að bjarga þessu með námskeiðum fyr- ir grunnskólakennara en eruð þið ekki sammála framhaldsskólakenn- urum um að námskeið koma seint í stað áralangrar sérmenntunar? Einnig verður okkur uppálagt að skera niður valgreinar nemenda en þær ráða oftlega miklu um háskóla- menntun stúdenta. Þá eru ótaldar sérgreinar, s.s. bókfærsla og hag- fræði, sem við skyldum nemendur til að læra og teljum þjóðhagslega bráðnauðsynlegt en líklega verðum við að skera þessar niður við trog. Þá er rétt að benda ykkur á að þessar breytingar Þorgerðar Katr- ínar gera það að verkum að yf- irstjórn skólans verður erfiðara að veita nemendum ívilnanir vegna fé- lagslífs. Gildi félagslífsins hljótið þið að skilja þar sem annað ykkar steig sín fyrstu spor í leiklistinni á fjölum Verzló og hitt í spurningakeppni og ræðukeppni í nafni skólans. Kennarar við bekkjaskólana eru handvissir um að nái þessar hugmyndir fram að ganga skerði þær færni og þekkingu nemenda. Því svelgist mönnum á þegar þeir heyra ráðherrann ætla að stytta námið um fjórðung en halda jafn- framt sama standard á stúdentsprófinu! Allt heilvita fólk sér að þetta tvennt fer ekki saman og hugmyndir um tilfærslur á náms- greinum úr framhalds- skóla í grunnskóla eru fullkomlega óraunhæf- ar. Ráðherrann tönnlast á því að ótækt sé að ís- lenskir stúdentar út- skrifist árinu seinna en jafnaldrar þeirra í ná- grannalöndunum. Því er ekki úr vegi að varpa þeirri spurningu til ykkar hvort það hafi valdið ykkur andlegri vanlíðan að þið útskrifuðust árinu seinna en jafnaldrar ykkar í Evrópu? Þarf allt að vera eins og úti í henni Evr- ópu? Stúdentsprófið hérlendis er ólíkt stúdentsprófi í Evrópulöndum og í íslenskum skólum er almenn menntun þyngri á metunum. Sýnt hefur verið fram á að íslenskir nemendur úrskrifast ekki eldri úr háskóla en gengur og gerist í Evr- ópu. Ég treysti því að þið komið í veg fyrir að þessar lítt ígrunduðu hug- myndir komi til framkvæmda og þætti vænt um að þið krefðust þess að slíkt stórmál komi til umræðu í sölum Alþingis og að hlustað verði á efasemdaraddir kennara við elstu menntastofnanir landsins. Með góðri kveðju úr Verzló, P.s. Verið endilega ekki að ónáða Framsóknarflokkinn með þessu, nógar eru nú áhyggjurnar þar á bæ eftir skoðanakannanirnar. Ef þið viljið aftur á móti liðsinni úr þeirri áttinni bendið þá Guðna á að hann verði líka neyddur til að skera nið- ur í skólum landbúnaðarins. Það mun svínvirka, sanniði til! Opið bréf til gamalla Verzlinga Árni Hermannsson fjallar um breytingar á námi til stúdentsprófs Árni Hermannsson ’Þá er rétt aðbenda ykkur á að þessar breyt- ingar Þorgerðar Katrínar gera það að verkum að yfirstjórn skólans verður erfiðara að veita nemendum ívilnanir vegna félagslífs. ‘ Höfundur er kennari við VÍ. ALLIR helstu fjölmiðlar landsins hafa flutt áberandi fréttir af árlegri könnun smokkafyrirtækis um kyn- hegðan Íslendinga í alþjóðlegu sam- hengi. Fram kemur m.a. að Íslend- ingar byrja fyrstir allra að sofa hjá, eiga marga bólfélaga, stunda framhjáhald og vilja fría smokka. And- aktugir fréttamenn hafa greint okkur frá niðurstöðum á sama hátt og frá úrslitum kosninga eða prófkjöri stjórnmálaflokka. Sum dagblöð settu nið- urstöðurnar meira að segja á forsíðu sem ýtti enn frekar undir gildi þeirra og mynd- ugleika. Prósentutölur voru ná- kvæmlega fram settar sem gaf nið- urstöðunum enn meira vægi. Íslendingar byrja t.d. að jafnaði að sofa hjá 15,6 ára gamlir og ekki ólíklegt að margur unglingurinn hugsi sér til hreyfings. Á hverju byggjast þessar nákvæmu nið- urstöður? Aðferðafræði könnunarinnar Enginn íslensku fjölmiðlanna gerði grein fyrir aðferðafræðinni bak við niðurstöðurnar sem hlýtur þó að vera forsenda upplýstrar um- ræðu.Við verðum að hafa í huga að niðurstöðurnar byggjast á netmæl- ingu en ekki á úrtaki sem end- urspeglar þjóðina alla. Aðeins ein- staklingar sem heimsækja heimasíðu fyrirtækisins taka þátt og alls er óvíst að sá hópur end- urspegli þjóðina að öðru leyti. Al- veg sama þó tugþúsundir taki þátt í könnuninni fáum við ekki nið- urstöður sem leyfa okkur að álykta með einhverri vissu um þjóðina í heild sinni. Raunar verður að teljast líklegt að sá hópur sem heimsækir heimasíður smokkafyr- irtækja sé talsvert frá- brugðinn þjóðinni allri. Að auki er vafamál hversu alvarlega þátt- takendur taka könnun af þessu tagi á vett- vangi kynlífsfyrirtækis í netheimum. Jafnvel er ekki loku fyrir það skotið að tilhneiging sé hjá sumum að ýkja bólfarir sínar frekar en hitt. Við vitum það þó aldrei með vissu með könnunum af þessu tagi. Niðurstöðurnar verða ekki vís- indalegri með alþjóðlegum sam- anburði. Á sama hátt og hæpið er að fullyrða að kynhegðan Íslend- inga sé svona eða hinsegin á grund- velli netmælingar verður jafnvel enn fráleitara að bera niðurstöð- urnar saman við aðrar þjóðir. Jafn- vel þó okkur finnist niðurstöðurnar á einhvern hátt trúverðugar getum við aldrei fullyrt það með vissu. Til þess verður að rannsaka málefnið með áreiðanlegri hætti og við eig- um fjölda hæfra vísindamanna og rannsóknarstofnana sem geta orðið okkur að meira liði við rannsóknir á þessu áhugaverða málefni. Tilgangur netmælinga Hver er tilgangur fyrirtækja sem stunda netmælingar af þessu tagi? Hér er fyrst og fremst um auglýs- ingamennsku að ræða. Vara fyr- irtækisins er auglýst á ódýran hátt um leið og fyrirtækið fær á sig vís- indalegan blæ og meiri ljóma. Ís- lenskir fjölmiðlar hafa sannarlega gert sitt til að lyfta hinu alþjóðlega smokkafyrirtæki á hærri stall og gefið því rými sem venjulegar aug- lýsingar myndu aldrei ná að gera. Ekki má vanmeta skemmtigildi nið- urstaðnanna. Margir hafa örugg- lega gaman af því að bera sjálfan sig saman við niðurstöðurnar og ekki ósennilegt að umræður ung- menna á skólalóðinni og á vinnu- stöðum landsmanna hafi orðið líf- legri um stund. Ef við viljum hins vegar marktækari niðurstöður um málefnið verðum við þó að byggja mælinguna á traustari grunni. Af bólfimi Íslendinga í alþjóðlegu ljósi Helgi Gunnlaugsson fjallar um netmælingar á bólfimi ’Hver er tilgangur fyr-irtækja sem stunda net- mælingar af þessu tagi? Hér er fyrst og fremst um auglýsingamennsku að ræða.‘ Helgi Gunnlaugsson Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.