Morgunblaðið - 15.11.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 15.11.2005, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÝMSIR góðir menn ráku upp stór augu, þegar nýr formaður Samfylk- ingar mætti á árshátíð LÍÚ og færði þeim þann fagnaðarboðskap að ekk- ert stæði eftir af ágreiningi í sjáv- arútvegsmálum annað en að gagnrýnendur stefnu ráðstjórnar gleymdu gjafakvót- anum, enda væri upp- haf hans orðin tóm „sagnfræði“; og svo að lénsherrarnir hættu að tala um að þeir ættu sjávarauðlindina. Þeim væri nóg að eiga rétt- inn til nýtingar hennar sem jafngilti eign- arhaldi. Sem sagt: Einkanýtingarréttur sem gengur kaupum og sölum og í arf. Þannig mæltist formanninum nýja, þegar hann talaði út úr skáp Ágústs Einarssonar, kvótakóngs, á sigurhátíð sægreifa. Þá, sem fylgst hafa með gangi sjávarútvegsmála hjá Samfylkingu, rak ekki í rogastans. Þess ber þó að geta að margur maður í röðum flokksins hefir tekið drengilegan þátt í baráttunni gegn svívirðunni, sem felst í stefnu stjórnvalda í út- vegsmálum. Í þingliði Samfylkingar fyrr og nú má t.d. nefna Gísla Ein- arsson, Jóhann Ársælsson og Karl V. Matthíasson. En fagnaðarerindi frúarinnar á LÍÚ-hátíðinni hefði ekki þurft að koma neinum í opna skjöldu. Á kjör- dag 2003 sendi Ingibjörg Gísladóttir Halldóri Ásgrímssyni orðsendingu og bauð honum fylgi Samfylkingar að gerast forsætisráðherra ef flokk- arnir tveir næðu meirihluta á Al- þingi. Sem og varð og kostaði formann Sjálfstæðisflokksins forsætisráðherrastól- inn að ná furti úr faðm- laginu. Boð forsætisráð- herraefnis Samfylk- ingar var gert án nokk- urs fyrirvara, hvorki í sjávarútvegsmálum né heldur vegna hern- aðarumsvifa ráðstjórn- armanna. Þegar svo var komið var eðlilegt að ætla að fyrningarstefna flokks- ins í sjávarútvegs- málum væri marklaus. Með yfirlýs- ingu sinni nú væri nýi formaðurinn aðeins að staðfesta það sem sjá mátti í athöfnum hans á kjördag 2003. Ein er sú staðreynd, sem öllum al- menningi er hollt að horfast í augu við, en það eru þau undirtök, sem auðmagnið hefir náð á Íslandi á ör- skömmum tíma. Og undir það ok hefir nýr formaður Samfylkingar gengið – og kennir sig svo samtímis við jafnaðarmennsku! En brýnustu nauðsynina ber mest að meta. Það kostar mikið fé nú til dags að brjótast til valda, hvort held- ur er innan flokka eða á landsvísu. Það fé er ekki gripið upp af götunni. Þessvegna er hjóllyndið mikilvægur kostur til að koma einkaár sinni fyrir borð, – og undir merki jafn- aðarstefnu ef svo ber undir. Sér í lagi ef hægt er að gera styrkveit- anda greiða í staðinn. Ágúst Einarsson og uppgrip hans í gjafakvóta er álitleg „sagnfræði“ fyrir jafnaðarmenn í valdatafli að kynna sér. Alveg sérstaklega þá staðreynd að hann fékk á sínum tíma frá Halldóri Ásgrímssyni auka- gjafakvóta, sem þá nam að verðmæti 3.000.000.000. –þrjú þúsund millj- ónum króna. Að vísu fékk Samherji enn stærri hnyskju, sem nam að verðmæti 4.400.000.000. – fjögurþús- undogfjögurhundruð milljónum króna. Með þeirri „sögulegu“ stað- reynd fylgdust forystumenn Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins í Norðausturkjördæmi nákvæmlega og nutu góðs af. Enda eru það fleiri en jafn- aðarmenn sem kjósa að mata krók- inn. Á Íslandi virðist auðvaldinu leyfast að hafa alla króka í frammi eins og nú er komið högum undir ráðstjórn. „Sagnfræði“ Sverrir Hermannsson fjallar um sjávarútvegsmál ’Á Íslandi virðist auð-valdinu leyfast að hafa alla króka í frammi eins og nú er komið högum undir ráðstjórn.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. NÝLEGA var samstarfsverkefnið „Ungmenni í Evrópu gegn fíkniefn- um“ kynnt á Bessastöðum. Viðfangs- efni þess eru rannsóknir á fíkniefna- neyslu ungmenna, viðhorfum þeirra og að- stæðum í tíu evrópsk- um borgum. Stjórn rannsóknanna er í höndum Reykjavík- urborgar og sérstakur verndari verkefnisins er forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Af þessu tilefni mætti forsetinn í Kastljós fyr- ir skömmu og kynnti þar mat sitt á stöðu fíkniefnamála, ekki að- eins á Íslandi heldur einnig í Hollandi. Forsetinn fullyrti að fíkniefna- neysla væri ekki aðeins vaxandi vandamál hér á landi heldur vand- kvæðum bundið að fá þjóðina og ráðamenn til að horfast í augu við staðreyndir málsins. Þannig væri t.d. ekki nægilega viðurkennt að alþjóð- legir glæpahringir hafi á allra síð- ustu árum teygt arma sína til Íslands í gegnum fíkniefnamarkaðinn. Að- spurður um hvort ekki væri nær að lögleiða einhvern hluta vímuefnanna til að losna við glæpastarfsemina sem væri fylgifiskur bannsins kvaðst forsetinn eindregið vera andvígur því. Hann sagðist hafa rætt þetta mál við lögregluyfirvöld í öðrum löndum sem væru sammála um að ef við leyfðum sölu vægari vímuefna fylgdu önnur í kjölfarið. Að sögn forsetans myndum við þá lenda í gífurlegum vandamálum sem yrðu nánast óvið- ráðanleg og benti á Holland sem víti til varnaðar í þeim efnum. Vegna þess að forseti Íslands ætl- ar ekki aðeins að setja nafn sitt við verkefnið heldur koma að því með virkum hætti er mikilvægt að hann kynni sér betur stefnu Hollendinga í fíkniefnavörnum og hvaða árangur hún hefur skilað. Fyrir þrjátíu árum lögðu þeir til hliðar gömul markmið að uppræta með öllu ólögleg vímu- efni en tóku þess í stað upp stefnu sem miðar að því að draga úr skað- anum sem fíkniefnaneysla og fíkni- efnabannið veldur. Varsla lítils magns af kannabis er lögleg í Hol- landi. Öllum sem náð hafa átján ára aldri er heimilt að kaupa og neyta kannabisefna í sérstökum kaffi- húsum sem lúta eftirliti yfirvalda. Markmiðið er að skilja fíkniefna- markaðinn í sundur svo að neytendur hass og maríúana þurfi ekki að blanda geði við sölu- menn og neytendur hættulegri vímuefna. Frá árinu 1993 hefur Evrópusambandið (EMCDDA) sent frá sér skýrslur um ástand fíkniefnamála í aðild- arríkjunum. Skýrsl- urnar eru aðgengilegar á netinu og því hægð- arleikur að leita þangað fyrir þá sem vilja kynna sér ástandið í Hollandi og bera það saman við önnur lönd þar sem refsistefnan er ennþá við lýði. Þegar upplýsingarnar sem þar koma fram eru skoðaðar verður ekki annað sagt en að tilraun hollenskra yfirvalda til að fara aðrar leiðir við lausn fíkniefnavandans hafi borið ár- angur. Öfugt við það sem margir ótt- uðust hefur sala kannabisefna í ríf- lega 1800 kaffihúsum vítt og breitt um landið ekki valdið umtalsverðri aukningu á kannabisneyslu ungs fólks. Fjöldi þeirra sem hafa prófað kannabis, eða neyta þess jöfnum höndum, er sambærilegur og í mörg- um tilvikum minni í Hollandi en hjá öðrum Evrópuþjóðum sem fylgja mun strangari stefnu í fíkniefna- málum. Í nýlegri ársskýrslu EMCDDA kemur fram að hlutfallslega fleiri á aldrinum 15–34 ára neyttu kannabis- efna á liðnu ári í Austurríki, Eng- landi, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku heldur en í Hollandi. Stórneytendur kannabisefna meðal 15 ára unglinga eru að sama skapi hlutfallslega færri í Hollandi en í Englandi, Spáni, Belgíu, Skotlandi, Frakklandi, Írlandi, Slóveníu og Þýskalandi. Ávinningur af stefnu stjórnvalda er einnig augljós þegar kemur að neyslu sterkari efna. Veru- lega hefur dregið úr nýliðun í hópi heróínneytenda í Hollandi en hún er hvergi minni miðað við öll önnur lönd Evrópusambandsins. Hollendingar eru í hópi þjóða þar sem sprautu- neysla er með því minnsta á meg- inlandi Evrópu. Þannig hefur neysla heróíns og misnotkun örvandi efna dregist saman í Hollandi sl. áratug á sama tíma og hún hefur vaxið í lönd- um eins og Danmörku, Lúxemborg, Finnlandi, Svíþjóð, Bretlandi og Noregi. Í ljósi þess að Íslendingar líta gjarnan á Svía sem fyrirmynd í þessum málaflokki er vert að geta þess að þar í landi eru hlutfallslega helmingi fleiri misnotendur sterkra fíkniefna en í Hollandi. Hollensk yfirvöld gera öðru hverju nauðsynlegar leiðréttingar á löggjöf sinni en enginn vilji er fyrir því að hverfa frá núverandi stefnu enda er meirihluti þjóðarinnar og fíkniefna- lögreglan þar í landi ánægð með þann árangur sem náðst hefur. For- seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, getur leyft sér ýmsar getgátur í sjónvarpi um ástand fíkniefnamála á Íslandi því hér eru ekki að finna nein gögn sem sanna eða afsannað orð hans. Áður en forsetinn ákvað að fullyrða svona eindregið um stöðu mála í Hollandi hefði hann hins vegar betur kynnt sér þær upplýsingar sem fyrir liggja um ástand fíkniefna- mála þar í landi, t.d. hjá eftirlits- stofnun Evrópusambandsins. Auð- vitað ber að fagna samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar en forvarn- arstarf verður aðeins skilvirkt ef það miðlar réttum og óvilhöllum upplýs- ingum, hvort sem um afleiðingar af neyslu einstakra vímuefna eða ár- angur af fíkniefnastefnu þjóða er að ræða. Forsetinn og fíkniefnin Gudmundur Sigurfreyr Jónas- son fjallar um fíkniefnavanda ’Auðvitað ber að fagnasamstarfsverkefni Reykjavíkurborgar en forvarnarstarf verður aðeins skilvirkt ef það miðlar réttum og óvil- höllum upplýsing- um …‘ Guðmundur Sigurfreyr Jónasson Höfundur er kerfisfræðingur og umsjónarmaður vefritsins Sigurfreyr.com. ✝ Sólveig Bene-diktsdóttir fæddist á Erpsstöð- um í Miðdölum 20. júní 1914 og and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Eir 7. nóvember síðastlið- inn, 91 árs að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Bene- dikt Snorrason, f. 6.4. 1878, d. 20.3. 1960, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 9.8. 1879, d. 15.8. 1947, er bjuggu fyrst í Kirkju- skógi 1901–14 og síðan á Erps- stöðum 1914–1947. Systkini Sól- veigar eru: Hólmfríður, f. 9.2. 1902, d. 30.6. 1988, Katrín, f. 16.2. 1903, d. 14.6. 1904, Elísa- bet, f. 23.7. 1905, Guðmundur, f. 3.5. 1907, d. 13.6. 1990, Guð- finna, f. 2.4. 1909, d. 19.10. 1980, Friðmey, f. 22.6. 1911, d. 12.9. 2003, Ragnheiður, f. 1.7. 1917, og Anna, f. 23.4. 1919, d. 28.10. 1996. Fóstursystkini eru Guð- mundur, f. 19.12. 1899, d. 18.10. 1993, og Halldóra, f. 9.10. 1925. Sólveig ólst upp til tvítugs í föður- húsum og vann öll tilfallandi störf sem tíðkuðust til sveita. Árið 1934 fluttist hún til Reykjavíkur og fór árið eftir í vist til Páls Árna- sonar og Elínar Halldórsdóttur á Bárugötu 21. Í lok fimmta áratugarins hóf Sólveig störf á saumastofu og síðar í Reykjavíkurapóteki, en lauk starfsævinni í Vesturbæjarapó- teki. Hún ílentist alla tíð á heim- ilinu á Bárugötu 21, eftir lát Páls og Elínar hjá dóttur þeirra Líneyju, þar til hún fyrir þremur árum fór á Hjúkrunarheimilið Eir. Útför Sólveigar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún Veiga hafði alltaf verið í húsinu. Þessu húsi með vistarver- um á fjórum hæðum þar sem ung- ur drengur gat fundið sér hljóðlátt horn til að lesa bók laus við hávaða í þremur fyrirferðarmiklum systk- inum. Í þessu hljóðláta horni hinna fullorðnu (þar var herbergi Veigu uppi á háalofti í hvað öruggastri fjarlægð frá látunum) var hann látinn í friði nema þegar væn eldri kona (allar konur fannst honum vera gamlar) leit inn og kom með mjólk í glasi og rúgbrauðssneið með osti. Þetta var hinn góði und- irleikur við bækurnar um Óla og Magga, Benna flugkappa, og hvað þær hétu nú allar þessar þægilegu bókmenntir sunnudagsins í her- bergi Veigu. Sólveig kom til Reykjavíkur rétt rúmlega tvítug að aldri til að fara í vist, eins og margar ungar stúlkur gerðu á þeim árum. Atvinnutæki- færin voru ekki mörg í heimahög- unum og Reykjavík þeirra ára bauð möguleika sem fjölmargar ungar konur nýttu sér. Fyrsta ára- tuginn í Reykjavík var Sólveig í vist á umfangsmiklu heimili afa míns og ömmu á Bárugötunni, en aflaði sér síðan menntunar í saumaskap. Hún starfaði síðan í allmörg ár á saumastofu, en kaus að búa áfram á heimili afa og ömmu. Þegar undirritaður fer að muna eftir sér fyrir rúmum fjórum áratugum starfaði Sólveig í Reykjavíkurapóteki og kom þaðan hlaðin spennandi apótekaralakkrís sem hún var örlát á, stundum flaut eitt og annað Prins Póló með fyrir barnið sem hitti á rétta stund. Það sem einkenndi Sólveigu var sú þægilega nærvera sem hún hafði. Hún var hjartahlý mann- eskja sem lét sér annt um fólk. Þessir mannkostir gerðu hana að sjálfsögðum og mikilvægum þátt- takanda í lífi fjölda fólks, bæði henni skyldu og óskyldu. Systkini hennar og afkomendur þeirra eru samheldið mannkostafólk sem hún naut samvista við. Í sjö áratugi bjó SÓLVEIG BENEDIKTSDÓTTIR MINNINGAR Kveðja frá Öldrunarsamtök- unum Höfn Góðvinur okkar hefur kvatt þennan heim. Hann var einstak- lega ljúfur maður, sannkallaður birtugjafi. Nærvera hans bætti alltaf andrúmsloftið og gerði sam- verustundir okkar innihaldsmeiri með ljúfum tónum og spaugsyrð- um. Fyrir allmörgum árum fór Grett- ir að leika á harmonikuna sína á tyllidögum í Höfn í afmælum, garð- veislum, ferðalögum eða bara til hversdags, þegar hann gæddi litla notalega söngstund slíku lífi, að sérhver viðstaddur fór glaðari af hans fundi. Grettir hreif fólk með sér án nokkurra átaka. Hann minnti um margt á annan eftir- minnilegan tónlistarmann, Sigfús Halldórsson. Ekki spillti það gæðum Grettis, að hann var mikið náttúrubarn og hestaunnandi. Hann naut þess að GRETTIR BJÖRNSSON ✝ Grettir Björns-son harmoniku- leikari fæddist á Bjargi í Miðfirði 2. maí 1931. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss 20. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 28. október. lýsa langferðum sín- um á hestum að sum- arlagi um hálendi landsins. Hann var víðförulli en flestir á þeim vettvangi, kröft- ugur Húnvetningur. Grettir lék oftast einn á samverustund- um okkar, stundum var annar meðreiðar- maður, Ragnar Páll, eða jafnvel allt upp í hljómsveit. Allt lét honum jafnvel. Fyrir kom að heimamenn lögðu honum lið í spila- mennskunni, drógu fram nikkuna sína og lærðu af meistaranum. Alltaf sýndi hann sömu ljúf- mennskuna. Fordild og hroki yfir eigin ágæti voru ekki til í hans nótnabók. Í júlí í sumar voru lokatónleikar Grettis með okkur. Í fjölmennri kvöldveislu í Hestheimum í Rang- árþingi í lok ferðalags roskinna Hafnfirðinga kom hann til móts við okkur, sjúkur, en spilaði og söng í kvöldblíðunni ásamt þremur öðrum nikkurum. Þá var Bleik brugðið, en samt var staðið við sín heit. Við minnumst með hlýhug góðs manns, sem auðgaði líf okkar og minnti svo oft á að maður er manns gaman. Við sendum eiginkonu hans, börnum og fjölskyldum þeirra hug- heilar samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn. Kristján Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.