Morgunblaðið - 15.11.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.11.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 45 MENNING MYNDLISTASKÓLINN í Reykja- vík mun standa fyrir helgarnám- skeiðum tvær síðustu helgarnar í nóvember fyrir ungt fólk, þar sem myndlistin er tekin fyrir í tengslum við tónlist. Það verða Ásdís Sif Gunnarsdóttir myndlistarmaður og Ragnar Kjart- ansson, söngvari Trabant og mynd- listarmaður, sem leiða námskeiðin. „Þar munu þau taka fyrir þann áhugaverða bræðing sem skapast þegar myndlist og tónlist renna saman og skapa eitthvað nýtt. Myndlist hefur áhrif á flesta þætti nútímamenningar. Spurningum eins og hvar væri popptónlist án hug- myndabrunns myndlistar verður varpað fram. Myndlistin hefur haft gífurleg áhrif a mótun tónlistarsög- unnar allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Hið sjónræna og hugmynda- fræðilega skiptir gríðarlega miklu máli ef skapa á sér sérstöðu i tónlist- arheiminum. Rolling Stones, Megas, Bítlarnir, Pink Floyd, Björk, David Bowie, The Velved Underground, Kraftverk, Sonic Youth, Beck o.fl. Þessi nöfn eiga það sameiginlegt að móta tónlist sína út frá áhrifum myndlistar. Ótrúlega margir frum- herjar poppsögunnar hafa sopið úr hugmyndabrunni myndlistarinnar eða upphaflega verið myndlistar- menn. Á námskeiðinu verður farið yfir þessa sögu auk þess sem gerð verða verkefni sem tengja saman tónlist og myndlist,“ segir í kynn- ingu. Á þessu námskeiðinu er ætlun Ásdísar og Ragnars að opna augu nemenda fyrir fjölbreyttum mögu- leikum myndlistar. Hún er svo miklu meira en málverk og skúlptúr. Myndlist | Helgarnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík Myndlist í tengslum við tónlist Ásdís Sif Gunnarsdóttir Ragnar Kjartansson Nánari upplýsingar eru í síma 5511990 og á vefsíðu skólans: www.myndlistaskolinn.is Í LISTHÚSI Ófeigs stendur nú yfir sýning á myndum sem Sigurð- ur Örlygsson hefur unnið á síðustu mánuðum með vatnsuppleysan- legum litum og ber hún heitið „Prófílar fugla“. Eins og yfirskrift- in gefur til kynna þá eru fuglar í forgrunni myndanna en ýmiss kon- ar óhlutbundin form gefa þeim annað umhverfi en við megum venjast. Má líta á fuglana út frá táknfræðilegri merkingu þeirra sem loft af frumefnunum fjórum eða táknfræði hverrar fuglateg- undar fyrir sig, hvort sem það er „Gæsin og Gulleggið“ (sem var upprunalega egypska gyðjan Hathor) eða „Híbýli hanans“ (Hani er staðgengill karlmennsku hjá Grikkjum, Rómverjum, Gyðingum o.fl.). Hvað óhlutbundnu formin varðar þá sýnast þau vísa til ein- hvers hugarástands sbr. „Hugsað til Afríku“ og „Draumur grágæsar- innar“. En í grunninn snýst þetta um form og liti þar sem geometr- ísk myndbygging formar myndflöt eftir staðföstum reglum og litríkir fuglar ýmist brjóta hann upp eða fylgja byggingunni eftir og skapa stefnur, rými eða jafnvægi á myndfletinum. Sýningin telst til smámyndasýn- inga þar sem listunnendur geta fest kaup á verkum listamannsins á nokkuð viðráðanlegu verði. Þannig séð ekki stórvirki í annars spennandi listferli Sigurðar en myndirnar eru engu að síður hinar prýðilegustu og sýningin forvitni- leg fyrir þær sakir að þetta er fyrsta verkefnið sem Sigurður sýn- ir eftir að hann lauk við sjálfsævi- sögulegt uppgjör sitt sem hefur átt huga hans síðustu árin með sýn- ingu í Galleríi Sævars Karls í fyrra. Er Sýningin því af léttara taginu miðað við það sem á undan er gengið og sýnist mér Sigurður vera að líta eilítið um öxl og fóta sig að nýju því margt minnir á eldri verk hans. Jafnvel glittir í gömlu abstraktverkin. Sigurður er sem sagt á nýjum gömlum slóðum um þessar mundir sem er áhuga- vert út af fyrir sig og spennandi að sjá hvert stefnir. Jón B.K. Ransu Á nýjum gömlum slóðum MYNDLIST Listhús Ófeigs Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 24. nóvember. Sigurður Örlygsson Morgunblaðið/Kristinn Híbýli hanans. Ein af myndum Sigurðar Örlygssonar í Listhúsi Ófeigs. ÞAÐ var sérstakt tilhlökkunarefni að halda til fundar við þessar annáluðu tónaseiðkonur í Laugarborg. Hvort tveggja var að tilhlökkun mín var bundin þessum afburða hljóðfæraleikurum og einnig þessum balkan-slóvensku tónverkum sem eru úr heimshluta þar sem hinn „sanni“ sellótónn er hvað sannastur. Tónskáldin öll risar á sínum heima- og alheimsvelli og verkin á efnis- skránni bera snilld þeirra órækt vitni. Tilhlökkun mín varð svo í full- komnu samræmi við áhrif stefnu- mótsins. Fyrsta verkið vísar til rússnesks ævintýrs, en mun ekki gera tilraun til að tengja verkið hermitónlist af neinu tagi. Mér finnst samt frásagnarmáti ævintýra nærtækur þegar píanóið hefur íhugula frásögn og sellóið tekur við. Dramatík ævintýrisins verður mik- il, en að lokum virðist einlæg samstill- ing hljóðfæranna komin með farsæl- an emdi góðs ævintýris. Það leyndi sér ekki að verk Janac- eks er einlægt og einföld stefjabrotin fá á sig ævintýranlegan ljóma í frum- legri samþættingu. Ljóðrænt verk með áhrifamiklum átökum í bland og flutningur í fullkomnu samræmi við þær kröfur. Því er stundum haldið fram að Rúmeninn George Enescu sé van- metnasta stórtónskáld 20. aldarinnar, svo mikið er víst að Pablo Casals setti hann í flokk bestu tónskálda allra tíma og áttu trúlega sellósónötur hans nr. 1 og 2 þátt í því mati hans. Sú nr. 2 er tæknilega mjög snúið verk, en um leið gott sýniverk stór- brotins tjáningarkrafts sellósins, stutt af vel sömdum píanóhlutanum. Í upphafi verksins var sungið djúpum, fallegum en angurværum tóni. Annar og þriðji þátturinn urðu mér hug- stæðastir, bæði vegna skarpra and- stæðna og formfestu. Niðurlag verks- ins var einnig kynngimagnað. Það kom mér ekki á óvart að són- ata Kodaly væri söngvinasta verkið á tónleikunum, svo miklu hlutverki sem söngröddin gegndi í hans heims- kunna tónlistarkennsluefni. Það var og svo að þessi einföldu stefjabrot og oft þrástefjaður mótleikur, sem er áberandi í verkinu, greip mann þétt- ingstökum. Sónatan er mjög skýr í formi og ljúfari og lengri laglotur í fyrri þættinum eru brotnar upp í fjöl- breyttum danshryn og hraðara skriði í seinni þættinum. Að lokum var svo tónskáld sem mér finnst að mætti fara miklu meira fyrir í tónleikaefnisskrám, Martinu. Hann kunni þann galdur öðrum betur að sníða gömlu efni nýjan bún- ing og er þar af ýmsu að taka. Tilbrigðin við slóvenskt stef eru sannarlega í þessum flokki og þar mætast nýr og gamall tími í hlýju faðmlagi. Í rauninni teldist hverjum manni ofdramb að fara ofan í saumana á leik þeirra Bryndísar Höllu og Eddu til að finna lausa þræði, þeir voru vart til. Hlýjar móttökur þökkuðu þær stöllur með ljúfu og heitu viðmóti slóvenska dansins nr. 3 eftir Dvorak. Góður endir það. Seiðkonur í Laugarborg TÓNLIST Laugarborg Flytjendur: Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Edda Erlendsdóttir á píanó. Efn- isskrá: Ævintýri „Pohadska“– Leo Janac- ek. Sónata f. selló og píanó nr. 2 op 26 eftir George Enescu. Sónata f. selló og píanó op 4 eftir Zoltan Kodaly. Tilbrigði við slóvenskt stef H.378 eftir Bohuslav Martinu. Sunnudaginn 6. nóvember. Selló og píanó Jón Hlöðver Áskelsson Morgunblaðið/Eyþór Edda Erlendsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir. „Tilhlökkun mín varð svo í fullkomnu samræmi við áhrif stefnumótsins,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson m.a.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.