Morgunblaðið - 26.11.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 31
MENNING
af flví besta!
Brot
Dunilin gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettuskreytingu
í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram
fleirri stemningu sem flú leitar eftir.
Í verslunum liggur frammi bæklingur frá
Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir
a› servíettubrotum og bor›skreytingum.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
18
8
3
5
ÉG HEF áður vitnað í hið ágæta
verk Halldórs Guðmundssonar
um ævi nafna síns Laxness en
þar kemur m.a. fram hversu
mikla áherslu Kiljan lagði á hið
ósagða. Hann kunni þann galdur
að láta lesandanum eftir að upp-
götva boðskap eða grundvöll
sögu. Í slíku felst ákveðinn leik-
ur, höfundur „felur boðskapinn“
en kemur honum fyrir í text-
anum á annan hátt, stundum
jafnvel ómeðvitað. Sigtryggur
Bjarni Baldvinsson er líka mikill
meistari feluleiks, stundum felur
hann merkingu málverka sinna í
ofurraunsæju yfirborði, eða not-
ar mjög svo viðeigandi felu-
mynstur.
Þetta hljómar svolítið eins og
merkinguna sé hægt að finna
bara er vel er leitað, rétt eins og
Valla í barnabókunum með felu-
myndunum, en það er víst frekar
í huga áhorfandans sem hana er
að finna, rétt eins og hjá les-
endum Laxness.
Miðað við þau orð sem í dag
heyrast um samtímalistir er eins
og mörgum finnist samtíma-
listamenn vera dálítið í því að
fela Valla, svo vel að enginn finni
hann. Þetta er mesta firra og
ótrúleg synd hversu margir eru
á þessari skoðun, þegar hinir
sömu skoða kannski eina sýningu
samtímalistamanns á ári eða
ekki einu sinni það. Lítil áhersla
er á myndlistarkennslu í mörg-
um skólum, dóttir mín í þriðja
bekk hefur aldrei farið á mynd-
listarsýningu með skólanum sín-
um en ég get ekki talið þá tón-
leika og tónlistaratriði sem hún
hefur séð eða hafa komið í skól-
ann hennar, þar er vel staðið að
hlutunum. Önnur firra er sú að
fáir hafi áhuga á samtímalistum
og fáir skoði sýningar. Þvert á
móti er áhuginn mikill og áhorf-
endafjöldi á sýningu hjá ungum
listamanni álíka og lesendafjöldi
nýrrar bókar ungs höfundar.
Sem er nokkuð gott miðað við að
bækur fá þó nokkra umfjöllun í
samfélaginu en myndlistin mun
minni. Einu fjölmiðlarnir sem
sinna myndlist að einhverju
marki eru Gufan og Mogginn.
Sjónvarpið missir þarna af ódýru
efni, einföldu að gerð, með mikla
möguleika og áhorf. En eitthvað
virðist almenningur samt vera að
kveikja á perunni, að minnsta
kosti selja samtímamálarar
grimmt og fá færri en vilja.
Sigtryggur Bjarni málar vatn
á sýningu sinni í Gallerí Turp-
entine. Vatnsyfirborð, stundum
ofurraunsætt og stundum eins og
mynstur. Ofurraunsæjar myndir
hans vekja athygli okkar á því að
jafnvel þó þær líti út eins og
vatn eru þær ekki blautar, mál-
verkið er blekking. Hann leikur
sér með þessa blekkingu í mynd-
um sínum og það er heillandi að
ganga að og frá myndum hans,
sjá „vatnið“ birtast í vissri fjar-
lægð og leysast upp í litafleti
þegar nær er komið. Sigtryggur
nefnir sum verkanna nöfnum
eins og Brúará og Öxará, eins og
til að hnykkja á þessum blekk-
ingarleik og kannski til að stað-
setja sig á írónískan máta í hópi
íslenskra landslagsmálara, því
auðvitað er málverk af landslagi
aldrei landslagið sjálft, rétt eins
og málverk Magritte af pípu var
aldrei pípa í raun og veru. Sum
heita Hylur, eins og til að minna
á að yfirborðið hylur. Sigtryggur
dansar hér á línu sætleikans,
verk hans eru listilega máluð. En
það er einmitt dans Sigtryggs á
þessari fínu línu sem gerir verk
hans jafn spennandi og raun ber
vitni, hið stöðuga flökt milli litaf-
lata og raunsæis, málverks og
blekkingar sem hrífur mann með
sér svo erfitt er að slíta augun af
myndum hans. Það er ekki síst
stóra myndin af Elliðaám sem er
bæði kraftmikil og djörf, felulita-
mynstrið býður upp á víðari túlk-
un en hið raunsæja vatns-
yfirborð, þetta er að mínu mati
áhugaverðasta verk sýning-
arinnar og mikið að gerast á
myndfletinum. Hugmyndafræði
Sigtryggs er ekki ný af nálinni
en málverk hans eru það, mynd-
efni og úrvinnsla eru fersk og í
takt við samtíma okkar. Lista-
maðurinn er augljóslega vaxandi
í verkum sínum og spennandi að
fylgjast með list hans þróast.
Hér ætti enginn að vera í vand-
ræðum með að finna Valla.
Morgunblaðið/Ásdís
„Hugmyndafræði Sigtryggs er ekki ný af nálinni en málverk hans eru
það, myndefni og úrvinnsla eru fersk og í takt við samtíma okkar.“
Hvar er Valli?
MYNDLIST
Gallerí Turpentine
Til 6. des. Gallerí Turpentine er opið
þriðjud.–föstud. kl. 12–18 og laugard.
kl. 11–16.
Lög
Málverk, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Ragna Sigurðardóttir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Fréttir á SMS