Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 1 Me tsö lu 29 Æ 5 Me tsö luli sti Mb 29 11 a lar bæ k HEILLANDI ÆVISAGA Auður Eir og Edda Andrésdóttir „... lífleg og fróðleg frásögn ... ætti að bæta margan manninn.“ —Sigríður Albertsdóttir, DV „Skyldulesning.“ —Hemmi Gunn, Íslandi í bítið. „...mjög vel lukkuð. ... lesandinn fær jafnvel stundum á tilfinning- una að hann sé viðstaddur fund kvennanna tveggja, svo lifandi er frásögnin. .... heillandi lýsing á horfnum heimi. ... Auður Eir er frumkvöðull og fyrirmynd sem gaman er að kynnast í gegnum vandaða bók þeirra Eddu Andrésdóttur.“ – Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðinu YFIRTÖKUNEFND komst að þeirri niðurstöðu snemma í gær- morgun að Baugi Group hefði verið skylt að gera yfirtökutilboð til ann- arra hluthafa í FL Group. Tekið skal fram að samkvæmt ákvæði laga hvílir tilboðsskylda á þeim að- ila sem eykur við hlut sinn þannig að 40% eignarhlut sé náð og það þarf því ekki endilega að vera stærsti hluthafinn. Strax í kjölfar birtingar á niður- stöðu yfirtökunefndarinnar bárust tilkynningar til Kauphallar Íslands um að Oddaflug og Baugur hefðu selt af hlutafé sínu í FL Group til ótengdra aðila og að eftir þau við- skipti væri sameiginlegur hlutur þeirra undir 40% af hlutafé í félag- inu. Sendi yfirtökunefnd þá frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist líta svo á að skylda til að gera yf- irtökutilboð væri ekki lengur fyrir hendi. Á þriðjudaginn hafði nefndin gert þeim, sem málið varðaði, grein fyrir álitinu í samræmi við starfsreglur hennar. Landsbanki kaupandi Fljótlega í gær kom í ljós að kaupandi að 5% hlut Baugs og 5% hlut Oddaflugs í FL Group var Landsbanki Íslands og að samhliða þeim viðskiptum hefðu bæði Baug- ur og Oddaflug gert afleiðusamn- inga við Landsbankann sem fela í sér að félögin bera bæði fjárhags- lega áhættu og njóta fjárhagslegs ávinnings af umræddum hlutabréf- um. Í viðskiptunum var miðað við lokagengi bréfa í FL Group á þriðjudaginn eða 17,5. Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, staðfestir að atkvæðisréttur bréf- anna sé hjá Landsbankanum en yf- irtökunefndin miðar einmitt við at- kvæðisrétt þegar hún tekur afstöðu til þess hvort yfirtöku- skylda hafi myndast eða ekki. Í hálffimmfréttum Kaupþings banka í gær er bent á að með um- ræddum samningum við Lands- bankann megi segja að félögin hafi gert framvirkan samning og kom- ist hjá yfirtökuskyldu án þess að fórna hugsanlegum ávinningi af hækkun bréfanna eða dreifa eign- araðild til almennra fjárfesta. „Í ljósi þessa má velta fyrir sér stöðu Landsbankans í FL Group. Bankinn fer nú með töluverðan hluta atkvæðisréttar í félaginu, en spyrja má hvort forsvarsmenn hans hafi áhuga á því að hafa slík áhrif. Í framhaldi af því má velta upp þeirri spurningu hvort það at- kvæðamagn sem skipti um hendur í morgun sé nú orðið óvirkt,“ segir í hálffimmfréttum. Þá er bent á að eignarhlutur Landsbankans eftir viðskiptin sé 11,73%, en þar af eru séu 10% til varnar þeim afleiðusamningum sem gerðir hafi verið en ekki komi fram í tilkynningu til hversu langs tíma þessir „afleiðusamningar“ séu. Þá er bent á að umræddir „af- leiðusamningar“ hljóti að setja yf- irtökunefndina í vanda. „Það liggur í hlutarins eðli að fyrst hægt er að hanna samninga með þessum hætti til að komast hjá yfirtökuskyldu verða úrræði nefndarinnar að teljast bitlítil. Að vísu er það svo að í þessu tiltekna máli verður að teljast mjög ólíklegt að hluthafar FL Group hefðu viljað taka yfirtökutilboði í félagið í ljósi mikils áhuga á nýafstöðnu hluta- fjárútboði félagsins. Hins vegar má til dæmis velta því fyrir sér í hvaða stöðu Landsbankinn væri ef kosið yrði á aðalfundi félagsins, er lík- legt að bankinn mundi kjósa gegn viðskiptavinum sínum? Er það jafnframt heppilegt fyrir aðra hlut- hafa félagsins að banki fari með 10% atkvæðisréttar án þess að bera neina fjárhagslega áhættu af bréfunum? Niðurstaða yfirtöku- nefndar í dag skilur eftir fleiri spurningar en hún svarar,“ segir í hálffimmfréttum Kaupþings banka. Leið sem hentar öllum Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group, segir yfirtökunefndina hafi látið þá vita, sem málið varðaði, á þriðjudaginn. „Við fengum að vita þetta í gær [fyrradag] og fórum yfir málið og það var ákveðið að bregðast við með þessum hætti.“ Aðspurður segir Skarphéðinn að menn hafi farið mjög vandlega yfir málið, m.a. með lögfræðingum, áð- ur en ákvörðun var tekin að selja hluti í FL Group þótt tíminn hafi verið naumur. „Okkar niðurstaða varð sú að gera þetta með þessum hætti. Kauphöllin er að byggjast upp og yfirtökunefndin er hluti af því ferli og við vildum ekki standa í þrefi við einn né neinn í þessu máli þar sem það var til leið út úr þessu sem hentaði öllum. Bæði við og hluthafar FL Group almennt vilja að félagið sé skráð á markaði.“ Starfar ekki í samvinnu við opinberar eftirlitsstofnanir Viðar Már Matthíasson, formað- ur yfirtökunefndar, segir nefndina ekki í sjálfu sér starfa í samvinnu við opinberar eftirlitsstofnanir, nefndin hafi verið sett á fót með samningi stofnaðila, sem séu fjár- festinga- og markaðsaðilar. „Þegar við höfum athugað mál þá sendum við okkar álit til þeirra sem hafa hagsmuni að gæta sólarhring áður til að þeir geti komið með athuga- semdir. Við eigum að gera það samkvæmt starfsreglum okkar. Það er sem sé á þessum sólarhring sem þeir sjálfsagt undirbúa þessar breytingar,“ segir Viðar Már. Hann segir nefndina ekki hafa nein lagaúrræði til þess að þvinga aðila til að fara að áliti hennar, Fjár- málaeftirlitið sé hinn opinberi eft- irlitsaðili sem ráði yfir þvingunar- úrræðum en það taki sjálfstæða ákvörðun um það hvort þeir vilja skoða mál eða ekki. Samið um skiptingu Niðurstaða yfirtökunefndar, byggðist á því áliti hennar að ekki hefði verið unnt að líta öðruvísi á en að skipting hlutafjár við hluta- fjáraukningu í FL Group, sem kynnt var í nóvember, hefði verið gerð með samkomulagi og að þar með hafi Oddaflug og Baugur Gro- up samið um skiptingu hlutafjár sín á milli. Tekið er sérstaklega fram að þar sem sameiginlegur hlutur Oddaflugs annars vegar og Icon ehf. og Materia Invest ehf. hins vegar hafi ekki náð 40% marki laganna og sameiginlegur hlutur tveggja síðast greindu félaganna og Baugs Group hafi heldur ekki náð þessu marki hafi nefndin ekki talið ástæðu til að athuga hugs- anlegt samstarf eða tengsl þessara aðila. Aftur á móti taldi yfirtökunefnd að upplýsingar frá FL Group og Baugi Group þessa efnis að ástæð- ur skiptingar hlutafjárins hefðu al- farið ráðist af fjárhagslegum styrk félaganna ekki hafa ráðið úrslitum í málinu. Þá sagði nefndin að einnig bæri að hafa í huga að þegar á hefði reynt hefði reynst vera mikil um- frameftirspurn eftir hlutafé í FL Group eða um 320% miðað við þá átta milljarða sem í boði hefðu ver- ið. Yfirtökunefnd taldi að ekki hefði heldur verið unnt að líta framhjá því að á þeim tíma, sem máli skipti, hefðu tveir fulltrúar Baugs verið í stjórn FL Group með eiganda Oddaflugs, sem hefði verið formað- ur stjórnar. Hafi samstarf þeirra m.a. um hlutafjáraukningu því óhjákvæmilega verið náið. Hið sama eigi við eftir 1. nóvember 2005, en þá hafi fyrrverandi stjórn- arformaður verið orðinn forstjóri félagsins, en annar fulltrúa Baugs Group hf. í stjórn orðinn formaður hennar. Taldi félögin hafa samið um skipt- ingu hlutafjár Oddaflug og Baugur selja 10% hlut í FL Group til Landsbanka Íslands í kjölfar álits yfirtökunefndar Morgunblaðið/Árni Sæberg LAUNANEFND sveitarfélaganna fjallaði á fundi í gær um erindi Fé- lags leikskólakennara (FL) og Fé- lags grunnskólakennara (FG) þess efnis að kjarasamningar félaganna verði endurskoðaðir í ljósi nýrra samninga sem Reykjavíkurborg hefur gert við Starfsmannafélag borgarinnar og Eflingu. Var erindi FL vísað til samstarfsnefndar en erindi FG hafnað, að sögn Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, formanns launanefndarinnar. Nefndin hefur ákveðið að boða til sérstakrar launamálaráðstefnu í janúar. Gunnar Rafn segir að þótt endur- skoðunarákvæði séu í kjarasamn- ingum leik- og grunnskólakennara, sé ekkert í samningunum um að taka eigi þá upp ef önnur félög gera öðruvísi samninga. Hann segir að bókað hafi verið á fundinum að erindi leikskólakenn- ara verði tekið fyrir í samstarfs- nefnd launanefndarinnar og FL. Segist hann gera ráð fyrir að sá fundur fari fram fljótlega. Erindi FL um endurskoðun kjarasamning- anna byggðist á svokallaðri bókun 1 í kjarasamningi félagsins, en launa- nefndin ályktaði á fundinum að túlkun FL á bók- uninni væri mun víðtækari en hún segði í raun til um. „Við teljum að Félag leik- skólakennara of- túlki bókunina og að ekki felist í henni heimild til þess að taka upp kjarasamn- ingana,“ segir Gunnar Rafn. Hann bætir við að málin verði hins vegar rædd á eðlilegum vettvangi, þ.e. í samstarfsnefndinni. Efnt til launamálaráðstefnu Gunnar Rafn segir að erindi grunnskólakennara hafi verið hafn- að á fundi nefndarinnar. „Það var gert á þeirri forsendu að í kjara- samningi launanefndarinnar og grunnskólakennara væru engar for- sendur til þess að taka málið upp við núverandi aðstæður,“ segir hann. Á fundi launanefndarinnar var samþykkt samhljóða að efna til launamálaráðstefnu þeirra sveitar- félaga sem hafa veitt launanefnd- inni umboð sitt til gerðar kjara- samninga, en það hafa öll sveitar- félög landsins gert. „Sú ráðstefna verður haldin 20. janúar næstkom- andi. Þar verður rætt um stöðu launanefndarinnar og stöðuna í kjaramálum sveitarfélaga. Það sem hefur átt sér stað í kjaramálum síð- ustu vikurnar verður haft til hlið- sjónar,“ segir Gunnar Rafn. Aflað verði gagna um launakostnað og þróun á vinnu- markaði í samanburði við kjara- samninga á vegum launanefndar sveitarfélaga áður en ráðstefnan fer fram. Á henni verði lögð fram gögn sem sýna launaþróun hjá viðsemj- endum launanefndarinnar. Spurður um hvort nýlegir samn- ingar Reykjavíkurborgar við Efl- ingu og starfsmannafélag Reykja- víkurborgar kunni að hafa áhrif á samstarf launanefndarinnar við sveitarfélögin segir Gunnar svo ekki vera. „Reykjavíkurborg hefur ekki falið launanefnd sveitarfélaganna að semja við þessi félög svo þarna eru engin tengsl á milli,“ segir hann. Launanefnd sveitarfélaganna fundaði í gær um erindi FL og FG um að endurskoðun kjarasamninga fari fram Endurskoðunarákvæði ekki talin eiga við Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Gunnar Rafn Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.