Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 24

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kárahnjúkavirkjun | „Borinn byrjar væntanlega sitt verk fyrir helgi,“ segir Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar um Kárahnjúkavirkjun. Því má ætla að allir TBM-risabor- arnir vinni í aðrennslisgöngum virkjunarinnar á næstunni. TBM 3 var stöðvaður í júlí, dreginn aftur á bak út úr aðrennsl- isgöngunum í Glúmsstaðadal undir bert loft, tekinn þar í sundur og settur saman á nýjan leik til að unnt væri að snúa honum við og bora í hina áttina – til móts við bor sem er undir miðri Fljótsdalsheiði. Borarnir vinna að jafnaði á um 150 m dýpi og er ætlað að heilbora um 47 km af göngum. Alls hafa TBM borarnir malað 22,5 km af göngum nú þegar. Þristurinn snýst fyrir helgi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á vaktinni Borstjóri hefur það vandasama verk að fylgjast með hverri hreyfingu bors og bergs. Álftanes | Ný Nautil- us-heilsuræktarstöð verður opnuð í Íþrótta- miðstöð Álftaness snemma í janúar á næsta ári, en samn- ingur þess efnis var undirritaður milli sveitarstjórnar Álfta- ness og forsvarsmanna Nautilus á Íslandi. Þetta verður fjórða Nautilus heilsuræktin sem opnuð er á Ís- landi, en hinar eru í sundlaug Kópavogs, Íþróttamistöðinni Versölum í Kópavogi og í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. Nautilus er stærsta heilsuræktarkeðja á Norð- urlöndum með um 140 stöðvar og er einnig starfrækt í Póllandi, Bretlandi og Sviss. Að sögn Kjartans Más Hallkels- sonar, rekstrarstjóra Nautilus á Íslandi, er það hluti af skemmti- legri þróun Álftaness sem stækk- andi bæjarfélags að fá sína eigin líkamsræktarstöð. „Við höfum líka verið með marga meðlimi héðan af Álftanesi í öðrum stöðv- um okkar og þeir hafa haft sam- band við okkur og lýst yfir mikl- um áhuga á að koma og æfa hér,“ segir Kjartan. „Kortin þeirra munu líka gilda í sund- laugina hér, enda skuldbindum við okkur til að kaupa árskort í sund fyrir hvert einasta árskort sem við seljum.“ Fyrsta líkamsræktarstöðin Fulltrúar Álfta- nesbæjar og Nautilus voru ánægðir með þá möguleika sem skapast með nýrri stöð. Fyrsta líkamsræktar- stöðin opnuð á Álftanesi Egilsstaðir | Um næstu áramót opnast raforkumarkaðurinn fyrir almenning og minni fyrirtæki. Því ætlar Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), í samvinnu við fleiri aðila, að standa fyrir kynning- arfundi á Hótel Héraði, Egilsstöð- um, fimmtudaginn 15. desember kl. 16. Segir í fréttatilkynningu frá SSA að fólk viti ekki glöggt hvað opinn raforkumarkaður þýði í raun, enda lítil eða engin kynning farið fram fyrir almenning. „Til að kynna okk- ur hvað þessar breytingar merkja í raun og hvaða möguleikar það eru sem opnast fyrir almenning og minni fyrirtæki á Austurlandi munu fulltrúar frá Orkustofnun, Lands- neti og RARIK kynna breyting- arnar og hvað getur verið í boði,“ segir Þorvaldur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri SSA. Kynningarfundurinn hefst með ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og í kjölfarið verða framsögur. Ívar Þorsteinsson rafmagnsverkfræðing- ur og Haukur Eggertsson iðn- rekstrarverkfræðingur fjalla um hlutverk Orkustofnunar, raforku- lögin og niðurgreiðslur, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og Guðmundur I. Ásmundsson, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunar Landsnets, ræða hlutverk fyrirtæk- isins í markaðsumhverfinu. Eftir kaffihlé verður fjallað um hlutverk dreifiveitna og breytingar á rekstr- arumhverfi af Tryggva Þ. Haralds- syni, rafmagnsveitustjóra ríkisins, og Ólöfu Nordal, deildarstjóra sölu- sviðs RARIK. Fundi lýkur með pallborði og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. Samband sveitarfélaga á Austurlandi gengst fyrir kynningu á breyttu raforkuumhverfi Fjallað um opnun raforkumarkaðarins Reyðarfjörður | Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gaf nýlega út ljóða- bókina Í hélu haustsins, eftir Helga Seljan fyrrum skólastjóra á Reyð- arfirði, alþingismann og fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalags- ins. Ljóðin í bókinni eru tæplega 100 talsins, frá ýmsum tímum, tilefnin oft líðandi stund í gamansömum tón en lítilmagninn er höfundi hugleik- inn. Menningarnefnd Fjarðabyggð- ar og Menningarsjóður Kaupfélags Héraðsbúa styrktu útgáfuna. Helgi og fjölskylda buðu til kynn- ingar í Safnaðarheimilinu á Reyð- arfirði þar sem hann og fjölskyldan skemmti gestum með ljóðalestri og söng við undirleik Ingólfs Bene- diktssonar og Þorláks Friðriks- sonar. Rifjaður var og upp ýmis kveðskapur á gamansaman hátt frá fyrri tímum. „Þetta er alveg á yztu mörkum/og asskolli verð ég feiminn/ Þegar ég andans asnasparki/ ota fram í heiminn“ varpaði skáld- ið fram í upphafi kynningar. Formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi er Magnús Stefánsson á Fáskrúðfirði og með honum í stjórn Guðjón Sveinsson á Breiðdalsvík og Aðalsteinn Aðalsteinsson í Fellabæ. Þetta er fimmta ljóðabókin sem fé- lagið gefur út, en samtals hefur það gefið út sjö bækur. Félagið verður 10 ára á næsta ári og félagar eru 110. Nú er í undirbúningi útgáfa á heildarsafni skáldkonunnar Erlu. Mun í þeim bindum verða töluvert af efni ljóðskáldkonunnar Guðfinnu Þorsteinsdóttur sem ekki hefur ver- ið birt áður, en auk þess að yrkja ljóð orti hún fyrir börn og safnaði þjóðsögum. Andans asnasparki otað fram í heiminn Morgunblaðið/ÞH Fer mikinn Helgi Seljan les úr ný- útkominni bók sinni. Kópavogur | Bæjarráð Kópavogs út- hlutaði á fundi sínum í síðustu viku byggingarrétti á Kópavogstúni, í Þingum og Hvörfum. Í samræmi við úthlutunarreglur var dregið milli um- sækjenda sem metnir voru jafnsettir af bæjarráði. Fór drátturinn fram að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Að loknum úrdrætti var ljóst að eftirfarandi einstaklingar og fyr- irtæki hlytu byggingarrétt á reitn- um: Kópavogstún Einbýli Kópavogsbakki 1 Björg Gísladóttir Kópavogsbakki 2 Guðjón Ingólfsson og Hulda Jónasdóttir Kópavogsbakki 3 Sverrir Matthías- son og Ásdís Ólafsdóttir Kópavogsbakki 4 Emil Þór Guðmundsson og Guðbjörg Kristjánsdóttir Kópavogsbakki 5 Magnús V. Jóhannsson og Bjarnveig Ingvarsdóttir Kópavogsbakki 6 Flosi Eiríksson og Nína Björk Sigurðardóttir Kópavogsbakki 7 Logi Kristjánsson og Ólöf Þorvaldsdóttir Kópavogsbakki 8 Björn Ingi Sveins- son og Katrín Gísladóttir Kópavogsbakki 9 Jónas Haraldsson og Halldóra Teitsdóttir Kópavogsbakki 10 Elín Þórðardóttir og Albert Þór Jónsson Kópavogsbakki 11 Kristín H. Þorbjörnsdóttir og Gunnar Freyr Sverrisson Kópavogsbakki 13 Árni Þorsteinsson og Ragna Hafsteinsdóttir Kópavogsbakki 15 Guðmundur J. Jónsson og Þórhildur H. Ingólfs- dóttir Parhús Kópavogsbarð 1 Árni Harðarson og Jóna Karítas Ívarsdóttir Kópavogsbarð 2 Unnar Friðrik Páls- son og Auður Þorgeirsdóttir Kópavogsbarð 3 Erna Hauksdóttir og Jóhannes Júlíus Hafstein Kópavogsbarð 5 Halla Garðarsdóttir og Sveinn Sigurðsson Kópavogsbarð 4 Arnar Björnsson og Kristjana Helgadóttir Kópavogsbarð 6 Árni Emilsson og Þórunn Sigurðardóttir Kópavogsbarð 7 Kristín Anna Her- mannsdóttir og Jónas Kristinn Gunn- arsson Kópavogsbarð 8 Orri Árnason Kópavogsbarð 9 Einar Stefán Krist- insson og Guðný Katrín Einarsdóttir Kópavogsbarð 10 Kristinn Jörunds- son og Steinunn Helgadóttir Kópavogsbarð 11 Ívar Pálsson og Guðný Sigurjónsdóttir Kópavogsbarð 12 Jörundur Krist- insson og Gunnhildur Árnadóttir Kópavogsbarð 13 Hlíðar Þór Hreins- son og Drífa Margrét Guðbjörnsdóttir Kópavogsbarð 14 Sigurgeir Kjartansson Kópavogsbarð 15 Ólafur Már Hreins- son og Heiðrún Svanhvít Níelsdóttir Kópavogsbarð 16 Ármann Örn Ármannsson Kópavogsbarð 17 Ólafur H. Kristjánsson og Sólveig J. Guðmundsdóttir Kópavogsbarð 18 Sigrún Guðjóns- dóttir og Jón Davíð Hreinsson Kópavogsbarð 19 Kristján E. Yng- varsson og Guðrún Eggertsdóttir Kópavogsbarð 20 Vilhjálmur Á. Ás- geirsson og Katrín S. Guðjónsdóttir Fjórbýlishús Kópavogsbrún 1 Stikuvík ehf. Kópavogsbrún 2 Maximus ehf. Kópavogsbrún 4 Jón og Salvar ehf. Fjölbýlishús Kópavogstún 2 Úthlutun frestað Kópavogstún 4 Dverghamrar ehf. Kópavogstún 6 KS verktakar hf. Kópavogstún 8 KS verktakar hf. Kópavogstún 10 Faghús ehf. Kópavogstún 12 Faghús ehf. Þjónustuíbúðir Kópavogstún 3 Sunnuhlíð Kópavogstún 5 Sunnuhlíð Kópavogstún 7 Sunnuhlíð Kópavogstún 9 Sunnuhlíð Fjölbýlishús Kópavogsgerði 1 Bygging ehf. Kópavogsgerði 3 Byggingarfélagið Gustur ehf. Kópavogsgerði 5 Rúmmeter ehf. Kópavogsgerði 9 Ris ehf. Þing Einbýli m. hesthúsi Dalaþing 1a Elvar Ólason og Ýr Vésteinsdóttir Einbýli Engjaþing 2 Sigrún H. Óskarsdóttir og Valgarður I. Sverrisson Parhús Frostaþing 2a Valbjörn Höskuldsson Frostaþing 2b Árni Þór Árnason og Guðný Egilsdóttir Hvörf Breiðahvarf 6 Sigurbjörn Bárðarson og Fríða H. Steinarsdóttir Dimmuhvarf 13 Ragnheiður Kr. Guðmundsd. og Egill Erlingsson Dimmuhvarf 13a Sturla B. Johnsen og Lilja B. Skúladóttir Lóðum úthlutað við Kópavogs- tún, í Þingum og Hvörfum Reykjavík | Tæp 80% reykvískra grunnskólabarna fara fótgangandi eða á hjóli í skólann en einungis rúmlega 20% með einkabíl eða í strætisvagni. Þetta kemur fram í símakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavík- urborgar á ferðamáta grunnskóla- barna. Nánar tiltekið fóru 75,7% skólabarna fótgangandi í skólann, 2% á hjóli, 19% með einkabíl og 3,2% í strætó. Í frétt á fréttavef Reykjavíkurborgar segir Hjalti Guðmundsson, framkvæmdastjóri Staðardagskrár 21 hjá Umhverf- issviði, niðurstöðuna koma á óvart. „Margir foreldrar þekkja bílaþvög- una fyrir framan skólabyggingar rétt áður en fyrsti tíminn hefst og álykta sennilega að flestallir keyri börnin í skólann,“ segir Hjalti. Það að 20% barna sé skutlað á einkabíl- um er þó sennilega nóg til að skapa öngþveiti við skólabyggingar. Börn í Miðborgar- og Hlíðahverf- inu eru duglegust að ganga en um 85% gera það og í Breiðholti ganga 82% barna. Fæst börn ganga aftur á móti í skólann í Árbæ og Graf- arholti eða einungis 63%. Reykvísk grunnskólabörn vistvæn Samvera eldri borgara fimmtudaginn 15. desember Aðventusamvera eldri borgara kl. 15:00 Almennur söngur, upplestur o.fl. Kaffiveitingar að venju Allir velkomnir Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.