Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 25

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR AKUREYRI BÆJARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í vikunni með 9 atkvæðum gegn einu, tillögu umhverfisráðs, þ.e. að tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akureyrar 2005–2018 verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan aug- lýst samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L- lista, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Bæjar- fulltrúar Framsóknarflokks, þau Jóhannes G. Bjarnason, Jakob Björnsson og Gerður Jóns- dóttir, samþykktu tillöguna en lögðu fram svo- hljóðandi bókun. „Í ljósi þeirrar tillögu að Að- alskipulagi Akureyrar til ársins 2018, sem nú er til umfjöllunar, gerum við allan fyrirvara að breyttri landnotkun Akureyrarvallar.“ Jakob Björnsson sagði að innan síns flokks væru mjög skiptar skoðanir varðandi Akur- eyrarvöll, hvort völlurinn eigi að vera eða fara og þá hvert hann eigi að fara. „Þetta á allt eftir að ræða í skipulagsferlinu og það kemur þá í ljós hvort þessi tillaga stendur að þarna verði lögur stýrihópsins. „Hins vegar hef ég séð út- færslur á byggingu stórmarkaðar á svæðinu sem eru alls ekki slæmar. Málið er því alls ekki til lykta leitt en það var ómögulegt verða við umsókn Þyrpingar á þessu stigi. Þarna er íþróttavöllur samkvæmt skipulagi, auk þess sem ég vissi af hugmyndum stýrihópsins, sem nú eru komnar fram, að verslunarhúsnæði á miðbæjarsvæðinu yrði byggt á öðrum reitum.“ Oddur Helgi sagðist hafa greitt atkvæði gegn tillögunni, þar sem hann væri ósáttur við margt sem þar kemur fram. Hann hefði viljað sjá tillöguna betur unna og að nokkuð væri um ósamræmi í henni. Oddur sagðist hafa verið því frekar fylgjandi að Akureyrarvöllur yrði á sínum stað. „Ef völlurinn fer, þarf að finna honum annan stað og þá vil ég gera eitthvað al- mennilegt við svæðið.“ Oddur sagði að stýrihópurinn hefði tekið sér hálft ár til að leggja fram tillögu að miðbæj- arskipulaginu og hana eigi að berja í gegnum bæjarkerfið á hálfum mánuði. „Mér finnst það of skammur tími og að ekki hafi farið fram næg umræða um málið.“ ekki lengur íþróttavöllur. Við erum ekkert endilega sannfærð um að það sé rétt að völl- urinn fari. Það liggur fyrir að halda landsmót 2009 og ljóst að byggja þarf upp frjálsíþrótta- aðstöðu. Málið ekki til lykta leitt Vinnuhópur sem skipaður var vegna lands- móts skilaði af sér fyrir um ári og hann benti á Akureyrarvöll sem fyrsta kost og Þórssvæðið var svo nefnt sem næsti kostur,“ sagði Jakob. Hann sagði að einnig þyrfti að huga að að- stæðum varðandi keppni í efstu deild í knatt- spyrnu. Fram væru komnar auknar kröfur sem menn hafi verið að uppfylla annars staðar. Í tillögum stýrihópsins vegna verkefnisins Akureyri í öndvegi og í tillögu að breyttu að- alskipulagi, er gert ráð fyrir að Akureyrarvöll- ur verði lagður af og að á svæðinu verði blönd- uð landnotkun íbúðarbyggðar og útivistar- svæðis. Hins vegar hafa Hagar og Þyrping leitað eftir lóð á Akureyrarvallarsvæðinu fyrir verslunarhúsnæði. Jakob sagðist hafa verið hallari undir til- Tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 2005–2018 samþykkt í bæjarstjórn Fyrirvari framsóknarmanna um breytta notkun Akureyrarvallar Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is FÉLAGSVÍSINDA- og lagadeild og Símennt- un Háskólans á Akureyri hafa tekið við veg- legri bókagjöf frá Arngrími Jóhannssyni flugstjóra. Um var að ræða 360 eintök af kennslubókum í kínversku. Bækurnar verða notaðar í kínverskunámskeiði sem hefst á vegum Símenntunar HA í janúar næstkom- andi. Þar sem Arngrímur ætlar sjálfur að taka þátt í námskeiðinu vildi hann tryggja að viðeigandi kennslugögn væru fyrir hendi. Hann keypti bækurnar því í Beijing, flaug síðan sjálfur með þær til Xiamen í S-Kína, Kuala Lumpur, Dubai, Amsterdam, Keflavík- ur, Akureyrar og ók þeim síðasta spölinn á eigin pallbíl upp í Háskólann á Akureyri á Sólborg. Vegleg gjöf Arngrímur afhendir Ruan Yong- mei, sendikennara í kínversku frá Ningbo- háskóla, kennslubækurnar. Með bækurnar alla leið MARKVISST er unnið að því að flytja alla starfsemi Háskólans á Akureyri á háskóla- svæðið við Sólborg og er hönnun á um 2000 fermerta viðbyggingu fyrir kennslu nú nán- ast lokið. Verði hún að veruleika segir Þor- steinn Gunnarsson rektor að líkur á því að kennaradeild geti flust á háskólasvæðið auk- ist verulega, en raunhæft sé að stefna að því að það takist fyrir árið 2010. Á ársfundi Háskólans á Akureyri í gær gat rektor þess að háskólinn hefði ásamt á sviði orkumála. Til skoðunar er að sér- stakur skóli sem miðað að eins árs Msc. námi í endurnýtanlegum orkugjöfum, en verkefnið er unnið í samstarfi við auðlinda- deild. Þá þarf að stækka svæðið í aðalskipulagi auk þess að ráðast í vinnu við framtíðar- deiliskipulag fyrir allt háskólasvæðið. Innan félagsins er einnig áhugi fyrir að eiga kaup- rétt að húsnæði Borga, rannsóknahúss há- skólans, eftir ákveðinn tíma, 25–30 ár. helstu samstarfsaðilum sínum stofnað einka- hlutafélagið Þekkingarvörður, en því er ætl- að að byggja upp þekkingarþorp við háskól- ann. Þar er ætlunin að saman komi háskóla- og rannsóknastofnanir ásamt þekkingarfyr- irtækjum til að sinna öflun, miðlun og hag- nýtingu þekkingar. Félagið mun í samstarfi við Akureyrarbæ beita sér fyrir gerð deili- skipulags fyrir háskólasvæðið. Fyrsta þróunarverkefni félagsins verður að byggja upp orkugarða og styrkja skólann Byggja upp orkugarða við háskólann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.