Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Gætið að því að skraut, s.s. borðar og greinar, séu aldrei of nærri kertaloganum og að skrautið sé staðsett neðan við kerti, þannig að kertaloginn nái ekki til þess Munið að slökkva á kertunum i DAGLEGT LÍF „ÞRÓUNIN er orðin sú að fólk er í kapphlaupi við að sækja sér skemmtun og afþreyingu annars staðar en heima hjá sér og það er slæmt og stressandi,“ segir Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, verk- efnastjóri átaksins Verndum bernskuna. Verndum bernskuna er átak sem stendur fram í lok júní á næsta ári og á að vekja alla uppalendur til umhugsunar um það hversu stutt tímabil bernskan er í lífi hverrar manneskju og hversu mikilvægt það er að börnin fái að njóta þess að vera til. Nýlega opnaði átakið, inni á heimasíðu sinni, aðventubanka með góðum hugmyndum að sam- verustundum fjölskyldunnar yfir jólahátíðina auk þess sem skemmtilegar sögur og leikja- hugmyndir fylgja með. „Á aðvent- unni er mikið að gera hjá öllum. Þegar fjölskyldan loksins hittist heima í frítímanum er rokið upp til handa og fóta og til að gera eitt- hvað einhvers staðar annars staðar en heima. Það er endalaust kapp- hlaup við atburði í staðinn fyrir að slaka á og vera heima hjá sér í ró- legheitum,“ segir Ásta. Kostar ekkert að vera heima Hún segir að þau sem standi í þessu átaki hafi lúmskan grun um að margt fólk átti sig ekki á því hvað er hægt að gera mikið heima án þess að það kosti neitt og hvað það er hollt fyrir börn og foreldra að slaka á í rólegheitunum og njóta þess sem er ekki eitthvað sem aðr- ir eru að búa til fyrir þau. „Fólk á að taka sér þann tíma sem það hef- ur, kveikja á kertum og horfa út um gluggann í rólegheitum, ekki reyna að gera allt í einu. Það er til dæmis tilvalið fyrir fjölskylduna að fara saman í gegnum gömul leik- föng og föt og gefa í hjálparsöfnun, það er líka góð leið til að útskýra tilgang jólanna fyrir börnunum. Einnig er gaman að láta börnin hjálpa til við þrifin því börnum finnst gaman að taka þátt í því sem þeir fullorðnu gera.“ Aðventubankinn verður opinn út verkefnið en breytist í hugmynda- banka fjölskyldunnar eftir jól. Ásta er gift og á þrjá stráka á aldrinum þrettán, þriggja og hálfs árs og tæplega tveggja ára. Hún segir fjölskylduna vera mjög dug- lega við að gera ekki neitt yfir há- tíðirnar. „Okkur finnst best að vera bara heima og gera ekki neitt annað en að skoða dótið okkar, hlusta á jólalög og bara vera sam- an. Svo förum við mikið út að labba og á snjóþotur ef veður leyf- ir. Við erum mikið í því núna að leika Íþróttaálfinn og svo spilum við svolítið með þeim elsta og bök- um saman,“ segir Ásta. „Þegar maður er með þrjú börn er svo mikið fyrirtæki að koma öll- um út, vera í bíl í mikilli umferð og fara í búðir, að ég sleppi því og vil frekar vera heima með börnunum og njóta þess.“ Ásta segir jólaundirbúninginn langt kominn hjá sér. „Ég fór bara ein í búðir og keypti gjafirnar, svo hengdum við upp jólaskrautið sam- an og erum bara að dúlla okkur í öðrum jólaundirbúningi.“  SAMVERA | Hugmyndir að fjölskyldustundum Fólk í kapphlaupi við atburði Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ásamt jólastúfunum Gunnari og Þorsteini. Aðventubankann má skoða á: www.verndumbernskuna.is JÓLAMATUR er yfirleitt afar bragðgóður en líka mjög fitandi. Uppskriftirnar eru hefðbundnar og frá því fyrir daga hitaeiningamæl- inga og kólesterólþekkingar, eins og fram kemur á heilsuvef MSNBC. Hráefnið í uppskriftirnar er oftar en ekki rjómi, smjör, kjöt, hnetur, sykur – úrvalshráefni sem notað er til að búa til eitthvað alveg sérstakt lostæti sem tengist hátíðunum. Dr. Marlene Schwartz, næringarfræð- ingur við offitumiðstöð í Bandaríkj- unum, ráðleggur fólki þar að skipu- leggja stórhátíðadagana með það fyrir augum að borða skynsamlega, þ.e. borða hollt og hitaeininga- snautt fæði að degi til áður en sest er að hátíðarborði með hitaein- ingabombum að kvöldi. Fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það fær sér aftur á diskinn. Borðið skynsamlega  JÓLAMATUR Líklega borgar sig bara að fá sér einu sinni á diskinn af jólamatnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.