Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF Í nóvember birtist viðtal viðbútasaumskonuna Helgu Ein-arsdóttur. Hún var þá komin af stað í jólaföndrinu og var meðal annars nýbúin að gera jólauglur. Þessar jólauglur eru í miklu uppá- haldi hjá Helgu enda ólst hún upp við að hafa slíkar á jólatrénu og hef- ur föndrað þær reglulega frá æsku. Uppskriftina að þeim fékk hún í Eldhúsbókinni og gefur lesendum hana hér. Nú er tilvalið fyrir alla fjölskyld- una að setjast niður eina kvöldstund og skemmta sér við að gera þessar einföldu uglur. Jólauglur Þessar skemmtilegu uglur eru búnar til úr litlum könglum, skreyttum með mislitu filti í skær- um litum. Könglana er hægt að tína út í garði eða kaupa í föndurbúð. Filtið fæst í vefnaðarvöruverslunum. Byrjið á því að festa sterkan þráð í köngulinn, hann á að standa út úr hausnum á uglunni og er notaður til að hengja hana upp. Sníðið síðan 2 stk. úr filti eftir sniðinu og límið efri hlutana saman. Sníðið augun einnig eftir sniðinu. Hafið hringina þrjá, þann stærsta samlitan uglunni, næsta í skærum lit, er fer vel við hana, og þann innsta og minnsta dökkan. Límið alla hringina saman og límið þá síð- an á ugluhausinn. Látið stærstu hringina í augunum víxlast svo þeir myndi nefið um leið. Þræðið þráðinn í nál og dragið efst í gegnum ugluhausinn, svo lykkja myndist. Þá er uglan komin og tilvalið að hengja hana á jólatréð eða annars staðar til skrauts. Jólauglur á tréð Morgunblaðið/Sverrir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.