Morgunblaðið - 15.12.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.12.2005, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F ólk sem hefur ferðast um Ghana segir að þar í landi sé ekki bara heitt heldur víða góður ilmur af súkkulaði. Þetta er kannski ekki að öllu leyti sambærilegt við gömlu, íslensku peningalyktina okkar, fiskþefinn. En kakóbaunir eru næstmikilvægasta útflutn- ingsvara Ghanamanna. Rúmar 20 milljónir Ghanamanna gætu hins vegar hagnast miklu meira á út- flutningi ef þeir hefðu frjálsan að- gang að vestrænum mörkuðum. Evrópumenn bægja frá sér samkeppni með niðurgreiðslum handa eigin framleiðendum og tollum á varning frá fjölmörgum þróunarríkjum. Þeir vernda sína menn, láta þá vinna súkkulaðið dýra úr baununum. Sama gera Bandaríkjamenn þegar þeir veita bómullarbændum fram- leiðslustyrki og bægja þannig frá sér innflutningi frá Afríkuríkjum eins og Malí. Tekið er tillit til stundarhagsmuna nokkurra bænda en hagsmunir alls þorra neytenda og bómullarbænda í þró- unarríkjum eru hunsaðir. Ekki hafa Malímenn efni á að styrkja sína bændur svo hraust- lega að þeir geti boðið enn lægra verð en bandarískir bændur á markaðinum vestanhafs. Í Malí eru menn í svipaðri stöðu og Ís- lendingar fyrir 150 árum: blá- snauðir. Okkur ætti því að renna blóðið til skyldunnar en við gætum líka rifjað upp að það sem einkum varð til að lyfta okkur upp úr eymdinni voru viðskipti við aðrar og auðugri þjóðir. Ekki gjafir frá þeim heldur viðskipti. Kakóbaunirnar í Ghana eru að- eins eitt lítið dæmi. Beitt er hvers kyns brögðum til að útiloka vörur frá þróunarrríkjum, innflutnings- tollum, niðurgreiðslum á eigin framleiðslu, hugvitsemin er óend- anleg. Ríki Evrópusambandsins haga sér verst í þessum efnum og sæta nú harðri gagnrýni á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Hong Kong. Undanbrögð Peters Mandelson, fulltrúa ESB, þegar hann reynir að telja mönn- um trú um að innflutningshömlur sambandsins hjálpi fátækum, fyrrverandi nýlenduþjóðum eru furðulegur spuni. Þessi fyrrverandi ráðherra í stjórn Blairs var annars einarður talsmaður markaðsfrelsis eins og Bretar eru yfirleitt í innbyrðis deilum í Evrópusambandinu. En nú er hann í framkvæmdastjórn- inni í Brussel og þar setja Frakkar hnefann í boðið. Þeir hagnast mest allra á landbúnaðarstyrkjum ESB og öðru sukki og hafna öllum til- slökunum í alþjóðaviðskiptum með afurðir landbúnaðar. Þeir hóta neitunarvaldi ef Mandelson makkar ekki rétt. Landbúnaður stendur nú undir aðeins um 4% af heildarfram- leiðslu í heiminum, að sögn hag- fræðinga og því skyldi maður ætla að ríkar þjóðir hafi efni á því að hleypa þeim fátæku inn á markaði sína. Ef menn vilja raunverulega hjálpa fátækum þjóðum eins og Ghanamönnum að bjarga sér sjálfar ætti það ekki að draga úr áhuganum á að fjarlægja höml- urnar að hagnaðurinn af við- skiptafrelsi myndi að mestu leyti renna til fátækra þjóða. Ekki ein- göngu, vestrænir neyendur myndu á endanum hagnast líka, við gætum keypt ódýrari landbún- aðarvörur. Smám saman myndu Afríkumenn ná tökum á gæðaeft- irliti og öðru sem skiptir sköpum í samkeppninni og ná sér vel á strik. Okkur tókst það. En þá verða þeir að geta gert það sama og við þegar við fórum að selja besta fiskinn okkar á háu verði til ríkra þjóða og afla þannig gjaldeyris. Reyndar er það ljóst að þróunarríkin myndu líka geta hagnast verulega á því að aflétta viðskiptahömlum á heimavelli sín- um og engin ástæða til að þegja um það. En við ættum að geta skil- ið að umbreytingar, sem alltaf kosta einhverja íbúa tímabundnar fórnir, eru erfiðar í löndum þar sem lífsbaráttan snýst um að lifa fram á næsta dag, þar sem ör- væntingin er stöðugt nálæg. Við skiljum þann vanda betur en vanda íslenskra ráðherra sem þusa um hörmungar í Afríku en verja í næstu andrá að Íslendingar skipi sér í Hong Kong í flokk með níska afturhaldinu. Orðaflaumurinn á fundi WTO er ekki bara orð, hann er uppskrift að athöfnum eða athafnaleysi eins og því miður virðist ætla að verða reyndin. Hann merkir dauðans al- vöru fyrir þá sem ekki hafa mestar áhyggjur af því hvort eitthvað gott sé í sjónvarpinu í kvöld heldur því hvort börnin fái nóg að borða. Hægt er að nálgast margar at- hyglisverðar upplýsingar um við- skiptastefnu ESB á vef Open Eu- rope (www.openeurope.org.uk) í Bretlandi. Vefurinn hefur þann mikla kost að vera gagnrýninn á ESB án þess að hafna í skot- gröfum þeirra sem sjá ekkert gott við samstarfið. En við erum ekki í ESB, segja einhverjir núna. Það er rétt en við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar, þótt lítið sé. Hundakúnstir Evrópumanna og fleiri ríkra þjóða í sambandi við al- þjóðlegt viðskiptafrelsi eru og verða svartur blettur á samvisku þeirra. Vonandi taka menn ein- hvern tíma fram burstann og byrja að þvo. Satt að segja held ég að við gæt- um gert miklu meira gott með því að gerast kraftmiklir talsmenn viðskiptafrelsis hjá WTO en berj- ast fyrir fulltrúasæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nema menn sjái fyrir sér að hlustað verði af alefli á fulltrúa herlausa Íslands þegar upp kemur krísa, þegar senda þarf hermenn til að bæla niður átök með valdi. Á þá íslenski fulltrúinn að leggja eindregið til að sendir verði hermenn á vett- vang, að allar aðrar þjóðir SÞ hætti lífi sona sinna og dætra í bardögum til að reyna að fryggja frið? Kakó og fisklykt Okkur ætti því að renna blóðið til skyld- unnar en við gætum líka rifjað upp að það sem einkum varð til að lyfta okkur upp úr eymdinni voru viðskipti við aðr- ar og auðugri þjóðir. VIÐHORF Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞAÐ verður að hugsa stórt en þola smærra þegar unnið er að mikilvægum lausnum inn í framtíð- ina. Rök og skynsemi, blákaldar staðreyndir verða að ráða för. Þetta á hvorttveggja við um gerð jarðganga milli lands og Eyja og byggingu ferjuhafnar á Bakka- fjöru. Jarðganga- möguleikinn er í at- hugun og ekkert hefur komið fram sem lofar ekki góðu um gerð 18 km jarðganga milli lands og Eyja. Hins vegar hefur hið op- inbera staðið klaufa- lega að kynningu málsins og framvindu í þeim rannsóknum sem þarf að vinna. Hið opinbera hefur látið ófaglærða emb- ættismenn og blaða- menn túlka nið- urstöður rannsókna og möguleika. Auðvit- að hefði hið opinbera, samgönguráðuneyti og Vegagerð, átt að láta úttektarnefnd samgönguráðherra um möguleika í bætt- um samgöngum milli lands og Eyja um það að túlka niðurstöður rannsókna og mögu- leikana. Þeirri nefnd stýrir Páll Sigurjónsson verkfræðingur og hefur til liðs með sér menn sem hafa allt til brunns að bera til þess að láta rökin tala að loknum úr- lestri sérfræðinga sem þörf er tal- in á að komi að málinu. Með því móti hefðu menn losnað við slúður og misskilning í fréttaflutningi. Það er allt of mikið í húfi um að vel takist til í næsta alvöruskrefi uppbyggingar samgangna milli lands og Eyja, ekki aðeins vegna Vestmannaeyja, heldur Suðurlands alls ekki síður og reyndar landsins alls. Ekkert komið fram sem dreg- ur úr möguleikum jarðganga Þegar rannsóknaskýrsla ÍSOR lá fyrir í sumar um jarð- fræðilegar rannsóknir vegna jarðgangagerð- ar milli lands og Eyja lenti skýrslan fyrst í höndum blaðamanna sem fóru sjálfir að túlka og leiða spurn- ingar þótt Vegagerðin hefði ákveðið að fá innlenda og erlenda sérfræðinga til að lesa úr skýrslunni og von er á. Öll umfjöllun um skýrsluna var því nei- kvæð vegna þess að menn höfðu ekki sett sig inn í málin. Stað- reyndin var hins vegar sú að í skýrslu ISOR kom ekkert fram sem menn vissu ekki áður eða töldu sig vita. Þess vegna var skýrsl- an hagstæð hugmynd- inni þó ekki væri nema á þeim for- sendum að Vegagerðin hefur gefið út form- lega fyrir mörgum ár- um að það væri hægt að gera göng milli lands og Eyja og einnig með tilliti til kostnaðar- áætlunar frá sænska stórverktaka- fyrirtækinu NCC upp á 13–16 milljarða við gerð ganganna. Í fljótfærni féllu nokkrir þing- menn og fréttamenn í þá gryfju að tjá sig um skýrsluna ótímabært þegar ekki var búið að lesa úr henni og meta út frá mörgum sjón- arhornum. Nú er unnið að því. Menn mega ekki blaðra út í loftið Það er til að mynda sorglegt að alþingismenn fari að ala á svart- sýni varðandi verkefnið án þess að hafa sett sig inn í málið, ekki einu sinni valdað sig með því að leita í smiðju sérfróðra manna áður en bullið var sett fram. Þetta er ekki boðlegt, er metnaðarlaust og rugl- ar fólk í ríminu, ekki síst vegna þess að opinber stjórnvöld hafa nuddast gegn þessu máli af ein- hverjum öðrum ástæðum en rök- um, reynt að láta það týnast og eyðast án þess að rökheldar for- sendur séu til staðar. Í svo mik- ilvægu máli sem um ræðir verða menn að gæta sín að standa ekki uppi sem skemmdarverkamenn þegar öll kurl eru komin til grafar og rökin liggja á borðinu. Það skiptir öllu máli að ákvörðun um næsta stórskref í samgöngum milli lands og Eyja verði tekin á fullum rökum og faglegum forsendum. Það er óljóst ennþá hvort það verða jarðgöng, ferjuhöfn á Bakkafjöru eða nýr Herjólfur. Jarðgangaskoðunin er í fullum gangi, ekki síst hjá áhugaaðilum, en einnig hjá Vegagerðinni að sjálfsögðu og Siglingastofnun legg- ur mikinn metnað í að kanna ferjuhafnarmöguleikana. Smíði nýs skips er þekkt stærð. En ennþá virðast jarðgöngin langfýsilegasti kosturinn með tilliti til bæði bygg- ingarkostnaðar og hagkvæmni og það sérstæða er að peningarnir eru nú þegar til staðar, ætlaðir í Herjólf í framtíðinni eins og hing- að til en munu að öllum líkindum duga til að byggja göng í staðinn til mikils sparnaðar fyrir ríkissjóð og svo eigum við eftir að sjá hvernig höfnin hannast á Bakka- fjöru. Eyjagöngin enn valkostur með fullum rökum Árni Johnsen fjallar um göng milli lands og Eyja ’Það er til aðmynda sorglegt að alþingismenn fari að ala á svartsýni varð- andi verkefnið án þess að hafa sett sig inn í málið …‘ Árni Johnsen Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. ÞAÐ er af ást á og virðingu fyrir íbúðarsvæði mínu Álftanesi að ég fór að safna undirskriftum gegn því miðbæjarskipulagi sem nú stendur til að samþykkja. Ég gekk á milli heimila í bænum með þeim ásetningi að skora á bæjarstjórn Álftaness að hugsa sinn gang og efna til arkitektasamkeppni og kosningu íbúanna um þá lausn sem þeim mundi hugnast. Ekki fór ég erind- isleysu, enda býr á Álftanesi gáfað og hugsandi fólk. Voru þau ummæli sem fólk hafði um störf bæj- arstjórnar þannig að ég tel litlar líkur á að það blessað fólk, sem er í meirihluta bæj- arstjórnar í dag, geti leitað til kjósenda sinna aftur eftir um- boði þeirra. Álftnesingar svikn- ir um „sveit í borg“ Var það auðheyrt á máli íbúanna að þeir væru orðnir langþreyttir á umferð stórvirkra vinnuvéla um götur bæj- arins sem spillti friði og ró sem nú- verandi meirihluti bæjarstjórnar hafði lofað þeim í síðustu kosningum undir slagorðinu „Sveit í borg“. Einnig fannst viðmælendum mín- um ótrúlegur hroki af hálfu bæj- arstjórans að láta fjarlægja upplýs- ingaskilti Samtaka um betri byggð sem stóð á nákvæmlega sama stað og sjálfur bæjarstjórinn hafði ann- ars ágætlega fallega andlitsmynd af sjálfum sér fyrir seinustu kosningar óáreitta. Eftir að þessi lýð- ræðislega barátta hófst með greinarskrifum og stofnun Samtaka um betri byggð á Álftanesi hafa hlutirnir tekið óvænta stefnu. Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri sem eru í vinnu hjá okkur bæj- arbúum virðast frekar þjóna hagsmunum verktaka úti í bæ í stað þess að vinna fyrir okk- ur íbúana. Það erum við íbúarnir og niðjar okk- ar sem eigum að njóta bæjarfélagsins um ókomna framtíð, ekki einhverjir verktakar sem eðlilega láta sig hverfa á ný mið að af- loknu verki. Sigríður Rósa Magn- úsdóttir, formaður bæj- arráðs Álftaness, taldi sig knúna til að svara fyrrum kjósendum sín- um í Morgunblaðinu á dögunum. Í grein henn- ar var farið yfir verk- ferlið og á hún þakkir skildar fyrir að segja sannleikann um þessi mál. „Ráðinn er arkitekt árið 2005 og frumhugmynd kynnt 11. mars 2005 … síðan voru haldnir 2 kynning- arfundir 9. júní og 1. september 2005.“ Aðeins tveir fundir um svo mikilvægt mál. Ég myndi a.m.k. ekki vilja eiga svo fáa fundi með mínum arkitekt ef ég væri að byggja mér einbýlishús, hvað þá heilan miðbæ. Ekki er ég hissa á því að meiri- hluti bæjarstjórnar hafi þurft að ferðast til Skovlunde í Danmörku til að finna aðra eins samsvörun í heim- inum við þá tillögu sem nú liggur til samþykktar. Þótt ég undirritaður hafi atvinnu af því að ferðast hef ég aldrei heyrt um þennan dýrðarstað. Meirihluti Álftnesinga vill val Nú þegar ljóst er að meirihluti íbúa á Álftanesi óskar eftir öðrum valkosti en boðið er upp á af hálfu bæjarstjórnar Álftaness ætti meiri- hluti bæjarstjórnar að tala af minni hroka til kjósenda sinna og vitna ekki til íbúa hreppsins sem fákunn- andi æsingafólks sem hafi ekkert vit á skipulagsmálum eins og þeir hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum und- anfarið. Að endingu vill ég segja hæstvirt- um bæjarfulltrúum það enn einu sinni að Samtökin um betri byggð á Álftanesi eru ekki á móti uppbygg- ingu þjónustu fyrir eldri íbúa bæj- arins. Hins vegar er ljóst að ef íbúa- fjöldi á Álftanesi á að aukast verulega á stuttum tíma og með- alaldur að hækka þarf að mæta þörf- um íbúa með aukinni þjónustu. Hvernig hyggst bæjarstjórnin mæta þörfum fyrir læknisþjónustu í bæn- um fyrir tilvonandi íbúa? Við íbúar á Álftanesi erum ekki æsingafólk heldur fólk sem vill betri úrlausn en þessa sem verið er að bjóða okkur hér upp á. Það er von mín að bæjarfulltrúar þjóni óskum bæjarbúa og noti til þess vit og skyn- semi í stað skóflu og haka. Betri byggð á Álftanesi Bjarni Berg fjallar um skipulagsmál á Álftanesi ’Við íbúar áÁlftanesi erum ekki æsingafólk heldur fólk sem vill betri úr- lausn en þessa sem verið er að bjóða okkur hér upp á.‘ Bjarni Berg Höfundur er flugstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.