Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 45

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 45
unglingar. Hún var okkur góð fóstra og gerði sitt ýtrasta til að koma okkur til manns. Þegar við komum til Nunnu hafði hún nýverið misst eiginmann sinn hann Jón sem hún fékk einungis að njóta samvista við í fáein ár. Hún bar harm sinn í hljóði en allir vissu hve mjög hún tregaði þann góða mann. Með honum eignaðist hún einkason- inn Guðmund sem alla tíð hefur verið stolt hennar og yndi. Hann og Sigga hafa haldið merki Nunnu á lofti og verið einstaklega iðin við að halda stórfjölskyldunni saman. Síðustu árin voru henni erfið þegar líkaminn fór að gefa sig og minnið brást henni. Það var þó alltaf jafn gaman að hitta Nunnu því hún týndi aldrei þessum heillandi hlátri né glettninni í augunum sem einkenndi hana alla tíð. Undanfarin ár hefur það verið regla okkar systkinanna að heimsækja hana saman á jólaföstunni, en nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum Nunnu fóstru okkar og þökkum fyrir vináttuna og allar góðu stundirnar og fyrir ræktarsem- ina við okkur og okkar fólk. Þórólfur, Ingibjörg, Ásdís og Steinunn í Vík. Nunna frænka var allt öðruvísi en aðrar frænkur í augum okkar systk- ina þegar við vorum að alast upp. Hún var einhver blanda, gat verið ströng og ábyrgðarfull gagnvart okkur, en einnig áberandi hispurslaus í fram- göngu og tali. Allt að því „töffaraleg“ fannst okkur. Alla vega var yfir henni sérstakt yfirbragð. Hún var sjálfstæð- ur atvinnurekandi, reykti Hellas síg- arettur í gríð og erg, miklaði aldrei neitt fyrir sér og hún ók eigin bíl. Seinna sáum við auðvitað að yfir henni var bara frjálslyndur heimsborgara- bragur. Hún átti þrjá eldri bræður, sem léttu af henni einhverri ábyrgð- artilfinningu, en var svo elst fimm systra, sem hún bar ætíð mikla um- hyggju fyrir. Nunna varð þó snemma að axla meiri ábyrgð en flestar jafn- öldrur hennar vegna fráfalls móður sinnar, Ingibjargar í Vík. Þá var Nunna aðeins 13 ára. Fyrstu tvö árin eða svo aðstoðaði hún Valgerði föð- ursystur sína við heimilishaldið í Vík en síðan tók hún við (með aðstoð Erlu systur sinnar) þegar Valgerður fór aftur suður. Það hefur ekki verið auð- velt verk því bæði var heimilið stórt og svo var þar afar gestkvæmt. „Mamma, ég ætla aldrei að fara að heiman,“ sagðist Nunna hafa sagt á níunda ári við móður sína og fengið það svar að heimskt væri heimaalið barn. Kannski átti þetta svar ein- hvern þátt í því að snemma fór Nunna út fyrir landsteinana. Fyrst til Skot- lands 1937 og svo til Kaupmannahafn- ar. 1940 var hún með í för í síðustu skipaferð frá Norðurlöndum heim til Íslands áður en stríðið hindraði ferða- lög í mörg ár. En strax að stríði loknu fór hún aftur til útlanda 1945 og þá til Bandaríkjanna á hótelskóla. Þar með lagði hún grunn að starfsferli sínum í hótel- og veitingahúsarekstri og gest- gjafahlutverk varð hennar hlutskipti í lífinu. Og það var eins og henni væri það í blóð borið. Okkur krökkunum þótti einstaklega gott að koma í boðin hjá Nunnu í Hafnarfirði. Hún gerði alla hluti svo fyrirhafnarlaust og var alltaf lífleg og hress. Hún heilsaði okkur gjarnan með því að þakka okkur fyrir að hafa komið. Okkur þótti líka mikið koma til manns hennar, Jóns yfir- löggu, sem okkur fannst stjórna Hafnarfirði. Margar góðar minningar eigum við systkinin um Nunnu frá uppvaxtarár- um okkar.Og fleiri bættust við þegar við vorum orðin eldri komin með okk- ar fjölskyldur. Það eru ljúfar minn- ingar um skemmtilega og óvenjulega frænku. Árni Indriðason. Mér er ljúft að minnast Steinunnar Hafstað föðursystur minnar, Nunnu, eins og hún var gjarnan kölluð. Fá- tækleg orð verða að duga til að kveðja elskulega frænku en þau orð duga skammt til að lýsa þeirri stórbrotnu konu sem Nunna hefur ávallt verið í mínum huga. Ég á margra ánægjulegra stunda að minnast með henni frá því fyrst ég var drengur í heimsókn hjá henni með pabba og mömmu og bræðrum og þangað til fyrir skömmu þegar ég hitti hana í síðasta sinn þar sem hún dvaldi á Sólvangi í Hafnarfirði. Það er sama hvaða minningar um Nunnu rifjast upp fyrir mér, allt sem tengist henni er meira eða minna sveipað aðdáun minni og virðingu fyr- ir henni sem manneskju og því sem hún áorkaði í lífinu. Nunna var dugn- aðarforkur og hörkutól, glæsileg fyr- irmynd þeirra sem meta frumkvæði einstaklingsins og viljann til athafna. Hún lærði hótelrekstur í Bandaríkj- unum og rak hótel á ýmsum stöðum hér á landi, oftast ein og óstudd. Lengst af rak hún eigið hótel á Sel- fossi en þar auðnaðist mér að kynnast henni vel. Þegar fór að líða að prófum eða tímafrekum verkefnum í kennara- námi mínu fyrir tæpum þremur ára- tugum hlotnaðist mér að dvelja nokkrum sinnum á hóteli hennar í notalegu umhverfi þar sem gott var að ná áttum með sjálfan sig og lesa þess á milli. Þar náði ég líka að kynnast Nunnu við þær aðstæður sem hún mótaði sjálf. Það var skemmtilegt að spjalla við hana um málefni líðandi stundar. Hún var mjög fróð um ís- lensk málefni og hafði skarpa sýn á samferðafólk sitt og tíðaranda. Hún talaði þetta hljómmikla mál sem slíp- ast hefur frá kynslóð til kynslóðar norður í Skagafirði. Að hlusta á hana segja frá var eins og að heyra fallega tónlist úr horfnum tíma. Meitlað tungutak hennar lyfti hversdagsleg- ustu viðburðum á æðra plan. Og það var enn þannig þegar ég hitti hana í haust. Þrátt fyrir aldurinn og veikind- in sem hafa hrjáð hana var jafn- ánægjulegt að hitta Nunnu og forð- um, málfarið enn jafnfallegt og tungutakið jafnmergjað og þegar hún var upp á sitt besta; glæsileg rösk kona, hjálpsöm og elskurík, geislandi af jákvæðum krafti og sterkum vilja. Ég á Nunnu frænku margt að þakka. Mér eru stundirnar með henni mjög kærar og varðveiti þær. Guðmundi, Sigríði Foss og börnum, Hauki, Siggu, Halldóri og Völu votta ég mína dýpstu samúð við andlát Nunnu. Árni Árnason. Það er mikill ljómi í kring um minn- ingu þeirra föðursystkina minna sem nú eru látin. Það á ekki síst við um Steinunni eða Nunnu frænku eins og hún var ævinlega kölluð. Það var ein- hvern veginn aldrei nein lognmolla í kringum hana, hún var kvenskörung- ur eins og þeir gerast bestir. Rak hót- el með myndarbrag á mörgum stöð- um á landinu og einhvern veginn finnst manni að hún hljóti að hafa stjórnað þar öllum hlutum sjálf. Það hefði til dæmis verð fráleitt að innan- hússarkitekt hefði ráðið einhverju um húsbúnaðinn eða litina á veggjunum eða myndirnar. Hvað þá að kokkurinn hefði sett saman matseðil án þess að spyrja hana fyrst. Hún var örugglega allt í öllu sjálf. Nunna var engin venjuleg kona, hún fór sínar eigin leiðir, var sérstök, stóð upp úr. Glæsileg og óvenjulega vel klædd á sinn sérstaka hátt án þess þó að vera eitthvað að sýnast. Jafnvel bílamálin hennar voru líka sérstök. Hér áður fyrr voru bílar ekki jafnal- gengir og nú, en Nunna var alltaf á bíl og skipti oft um og fékk sér nýjan, en ég minnist þess ekki að hún hafi nokk- urn tímann átt aðra tegund en Opel og hún var jafnframt sú eina sem maður þekkti og ók um á þeirri sort. Annað sérkenni hennar voru sígaretturnar sem hún reykti meðan slíkt var enn leyfilegt. Þær hétu Hellas og ég veit ekki um neinn annan, hvorki fyrr né síðar, sem leit við þessari tegund. Manni dettur helst í hug að þær hafi verið fluttar inn handa henni einni og það hefði ekki komið manni sérstak- lega á óvart þá, þótt svo hefði verið. Kannski var hætt að framleiða þær þegar hún hætti að reykja fyrir mörg- um árum. Af þessum sígarettum var svo sérstök lykt að maður þekkti hana langar leiðir. Þegar maður fann Hell- as-lyktina gat ástæðan ekki verið önn- ur en sú að Nunna frænka var komin. Og svo heyrði maður fljótlega hlátur- inn, þennan óviðjafnanlega dillandi hlátur sem var engu öðru líkur. Nunna var ein af þessum hláturmildu manneskjum sem lífga upp á allt í kringum sig. Hún hreif alla með sér í gáska sínum og lífsgleði. Sérstaklega voru það eftirminnilegar stundir þeg- ar þær systurnar, hún og Erla, voru báðar á staðnum. Þá urðu öll mál skemmtileg og setningarnar varla kláraðar án þess að húsið fylltist allt af hlátri. Ég get ekki kvatt Nunnu frænku án þess að minnast á frændrækni hennar og höfðingsskapinn sem hún smitaði síðan Guðmund son sinn svo rækilega af. Hún bauð oft til veislu og hún bauð mörgum í einu. Eitt skiptið er mér sérstaklega minnisstætt, en þá bauð hún öllum barnabörnum afa í Vík ásamt viðhengjum til fagnaðar. Þetta var þegar hún var með hótelið á Selfossi. Ég veit ekki hvað þarna var margt fólk saman komið, kannski 60 manns, kannski enn fleira og það var ekki nóg með að gestum væri haldið uppi í mat og drykk heldur fylgdi með gisting fyrir alla þannig að veislan stóð í tvo daga og kannski enn lengur. Hún var í einu orði sagt höfðingi eða öllu heldur og miklu frekar Höbbð- ingi, svo notaður sé hennar framburð- ur á þessu orði. Blessuð sé minning Nunnu frænku. Ég votta Guðmundi, Siggu og börn- unum mína dýpstu samúð. Kolbeinn. Nunna frænka er laus úr viðjum og mig langar að þakka fyrir mig. Það væri í hennar anda að slá upp menn- ingarkvöldi með ljóðalestri og léttum veigum fremur en að skrifa snubbótta minningargrein. Skemmtikvöldið bíð- ur um stund en ég tek mér það bessa- leyfi að pára örfá orð í kveðjuskyni, þess velvitandi að væmni er dauða- synd. Nunna frænka og mamma eru systkinadætur og samband þeirra var mjög náið. Þær voru miklar vinkonur allt frá barnæsku í Skagafirði þrátt fyrir heila tíu kílómetra sem voru á milli Víkur og Sauðárkróks á tímum stopulla samgangna. Seinna voru þær samstarfskonur í hótelrekstri á nokkrum stöðum á landinu. Mér fannst Nunna og Erla systir hennar reyndar alltaf vera systur mömmu. Þær voru svo stór hluti af tilverunni frá því ég man fyrst eftir mér. Nunna sagðist auk þess hafa gengið með mig. Að minnsta kosti helminginn af með- göngunni sem hafi verið töluvert strembið fyrir sig og ætti sem því næmi stóran hlut í mér. Heiðurinn og hamingjan yfir því var öll mín megin. Meðgangan fór hins vegar fram á Hótelinu á Hellu sem þær mamma voru svo stálheppnar að hafa nýtekið á leigu sumarið 1947 þegar Hekla tók uppá því að gjósa og ég að vaxa inn á milli þeirra. Nunna frænka var í raun lítil og grönn kona. En hún var tíguleg, hnar- reist og geislaði af sjálfstæði. Hún var sporlétt og snör í hreyfingum og gat verið snögg uppá lagið og fljótfær en hún var ekki síður snögg að jafna sig. Þegar ég var lítil og útidyrnar flugu upp og hún kom stormandi upp stig- ann leyndi sér ekki hver var á ferð. Það var hóað inn í íbúðina á alveg sér- stakan hátt og tilveran breytti um lit. Undir eins lá eitthvað spennandi í loft- inu. Það fylgdi henni ferskleiki. Rödd- in var mjúk og hláturinn var ómót- stæðilega smitandi. Það var líka stutt í hann og mikið hlógu þær mamma. Ég reyndi af öllu afli að skilja skemmti- legheitin til að geta hlegið með. Nunna frænka var heimskona. Hún sigldi út í heim og lærði að reka hótel í Ameríku á þeim tíma sem nám í út- löndum var ekki innan sjóndeildar- hrings nema örfárra kvenna á Íslandi. Hún gifti sig heldur ekki fyrr en hún fann örugglega þann rétta og var þá farin að halla í 35. Það þótti eldgamalt þá. En Nunna frænka varð aldrei gömul. Hún varð hins vegar ekkja eft- ir stutt hjónaband sem hún ræktaði minninguna um, og hún var örlát að miðla af henni með skemmtilegum sögum. Um tvítugt var ég svo ljónheppin að fá að vinna og búa hjá Nunnu frænku um sumartíma á Selfossi. Upp frá því urðum við vinkonur og jafnöldrur. Það var skemmtilegur tími. Hún fór með vísur og ljóð og ég skrifaði upp eftir henni. Hún hannaði á okkur föt, lá á fjórum fótum á stofugólfinu og sneið skrítnar blússur og pils úr sér- kennilegum efnum, saumaði á meðan hún talaði í símann, lagði kapal, spilaði bridds, réð krossgátur, las heimsbók- menntirnar, skildi eftir logandi sígar- ettur í öllum öskubökkum, sagði mér sögur og færði í stílinn og við flissuð- um okkur til óbóta. Allt í kringum hana var smekklegt og persónulegt og augasteinninn hennar, hann Gvendur, fannst mér líka fallegasta barn á land- inu. Það var stíll yfir hótelrekstrinum. Framreiðslustúlkan sem skrifaði á matseðil dagsins „Lampahrykkur m/ rauðgáli og granum baunum“ skrifaði ekki fleiri matseðla. En lampahrykk- urinn varð samnefnari fyrir þá sem hún lagði alúð við að uppfóstra í starf- inu og kenna og hugsaði um eins og ungamamma á hreiðri. Það var líka stíll yfir hótelstýrunni svo eftir var tekið: „Djöfull er helvítis kerlingin alltaf smart,“ heyrði hún óvart sagt um sig á Kaupfélagströppunum á Sel- fossi eitt sinn og vitnaði í þessa um- sögn með dramatískum undirtexta á undan kitlandi flissi. Það var ekki mikið um næturgesti á litlu gistihúsi á Selfossi að vetrarlagi fyrir 20–30 árum. En Nunna sá til þess að rúmin í notalegu herbergjun- um stæðu ekki auð. Um helgar var hó- að í ættbogann. Það var opið hús og mín fjölskylda tók þátt í skemmtileg- um helgarheimsóknum á Hótel Þór- istún. Sami spennandi andinn sveif yf- ir vötnum. Húmorinn, sögurnar og samtölin yfir morgunverði sem gat staðið allan daginn. Mikið áttum við öll gott sem feng- um að njóta hennar Nunnu. Við brosum í gegnum tárin og hugsum hlýtt til þeirra sem hún elsk- aði mest, Guðmundar, Siggu og barnanna þeirra fjögurra. Sigrún Valbergsdóttir. Elsku Steinunn mín, nú er komið að kveðjustund. Margar eru minning- arnar síðan við hittumst fyrst fyrir tæpum fjörutíu árum. Þá kom ég 16 ára að falast eftir vinnu hjá þér á Hót- el Selfoss. Mikið varstu sposk á svip- inn þegar þú spurðir þetta stelpu- skott: „Hvað kanntu?“ Af hreinskilni var svarað: „Skúra, vaska upp og elda hafragraut.“ Ég var ráðin á staðnum. Þau kynni áttu eftir að vera mér og seinna mínum manni og sonum mikið gæfuspor. Alltaf varstu okkur mikil vinkona. Þú kenndir mér svo ótal margt. Til þess að kenna okkur bæði hvernig þjónustufólk ætti að vinna og hvernig viðskiptavinum liði við góða þjónustu, þá bauðstu okkur öllum stelpunum þínum á Naustið. Þvílík upplifun fyrir þær okkar sem aldrei höfðum farið á veitingahús áður. Þarna var maður sem spilaði á fiðlu. Við hlógum oft að því seinna þegar ein í hópnum sagði að þetta væri alveg eins og í bíómynd, það vantaði bara að fiðluleikarinn kæmi að borðinu okkar. Hvað þú gerðir veit ég ekki, en hann kom og við þessar yngri urðum rjóðar í kinnum, en hæstánægðar. Ekki var heimferðin í rútunni með þér og Erlu systur þinni síðri. Sungið og spaugað alla leið á Selfoss. Síðan er lagið Erla góða Erla í miklu uppáhaldi hjá mér, enda ef ég man rétt samið um Erlu systur þína. Minningarnar streyma fram. Að- fangadag eftir vinnu, við tvær á leið heim. Þú í Hafnarfjörðinn og ég til foreldra minna í Kópavoginn. Steinn kom í framrúðuna í Ölfusinu, sem varð öll einsog úr perlum svo ekki sást út. Ekkert vandamál, þú keyrðir og við settum bara hausinn út um hlið- arrúðurnar til skiptis og komumst þannig að Geithálsi. Þá hrundi rúðan í fangið á okkur sem vorum báðar í pils- um og fóðruðum leðurstígvélum. Það liðu margir dagar þar til við vorum búnar að losna við glerbrotin úr skón- um. Steinunn mín, ég kveð að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð gefi Guðmundi, Sigrid, börnunum og öðr- um aðstandendum styrk á erfiðri stund. Valey Guðmundsdóttir. Steinunn Hafstað fór ævinlega sín- ar eigin leiðir. Hafði sinn eigin stíl, þannig að eftir var tekið. Hún var sjálfstæð kona sem lét til sín taka – og lét líka verkin tala. Auk þess að hafa verið hótelstjóri um árabil var hún einnig með sinn eigin rekstur á þeim vettvangi. Hún gat verið hörð í horn að taka, ef því var að skipta. Gat verið orðhvöss, ef sá gállinn var á henni. En húmorinn aldrei langt undan. Og um leið ástkær móðir og síðar tengda- móðir og amma. Ætíð góður vinur vina sinna og ættingja og umhyggju- söm í garð náungans – ekki síst þess sem höllum fæti stóð. Allt þetta og svo margt annað bjó í Steinunni Hafstað, sem lést á Sól- vangi í Hafnarfirði á dögunum, 86 ára gömul. Margir gætu ætlað sem stiklu- kenndar lýsingarnar hér að framan væru mótsagnakenndar. Það getur vel verið. En svona var Steinunn Haf- stað í raun og sann. Margbreytileg og engum lík. Ógleymanleg og verður sárt saknað. Ég átti þessk kost að kynnast Steinunni fyrir tæpum 50 árum, þegar fjölskyldur okkar urðu nágrannar á Arnarhrauninu í Hafnarfirðinum. Ég bast traustum vinaböndum við Guð- mund, einkason Steinunnar og Jóns Guðmundssonar þáverandi yfirlög- regluþjóns í Hafnarfirði. Við vorum þá báðir þriggja ára gamlir, við nafn- arnir, og náðum strax vel saman og höfum ræktað og treyst okkar vina- bönd allar götur síðan. Vorum heima- gangar hvor hjá öðrum og höfum æv- inlega haldið okkur við þann sið og yfirfært á okkar eigin fjölskyldur. Fjölskyldurnar á Arnarhrauninu forðum daga, mín nr. 42 og Steinunn- ar, Jóns og Guðmundar nr. 40, náðu vel saman strax í upphafi og aldrei bar þar skugga á. Það var mikið áfall fyrir þau mæðg- in, Steinunni og Guðmund, sem þá var aðeins fjögurra ára, þegar Jón féll frá langt fyrir aldur fram. En Steinunn var ekki þeirrar gerðar að leggja árar í bát – hvorki þá né síðar. Guðmundur átti hug hennar allan og hann naut umhyggju hennar og ástríkis, en um leið var Steinunn á fullu í atvinnulífinu – á fullu um allan bæ, um allt land. Hún var gjarnan í hótelrekstri á sumrin, t.d. á Blönduósi. Síðar meir keypti hún húseign á Selfossi, sem hún gerði að afar aðlaðandi hóteli, Hótel Þóristúni, sem hún rak síðan um árabil. Dugnaðarforkur hún Steinunn í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þúsundir hótelgesta hafa notið gestrisni hennar í áranna rás. Steinunn vildi að allt stæði upp á punkt og prik og að allt væri á sínum stað, smátt og stórt. Þessir eiginleikar hennar og fleiri gerðu það að verkum að sem hótelstjóri og hótelhaldari var Steinunn rétt kona á réttum stað. Eftir að hún seldi hótelið austur á Selfossi flutti Steinunn aftur í hýra Hafnarfjörðinn. Guðmundur sonur hennar var einnig fluttur í Fjörðinn með sína fjölskyldu. Þau voru aldrei lengi langt frá hvort öðru móðirin og einkasonurinn. Seinustu árin var heilsa Steinunnar farin að bila, en hún lést á Sólvangi aðfaranótt 8. desember síðastliðins – með einkasoninn sér við hlið. Steinunn átti ættir að rekja í Skagafjörðinn. Hún ræktaði vel sam- bandið við sitt fólk þar fyrir norðan – var ættrækin og naut sín sjaldan bet- ur en í góðum og stórum hópi ætt- menna og vina. Það gustaði af Steinunni Hafstað. Fólk tók eftir henni, þar sem hún átti leið um, með grásprengt hárið, fas- mikil og glæsileg. Ég á Steinunni Hafstað mikið að þakka. Góðmennska hennar og um- hyggja í minn garð og minnar fjöl- skyldu var algjör og takmarkalaus alla tíð. Ég bar virðingu fyrir þessari góðu konu og naut þess að vera sam- vistum við hana og eiga við hana orð- ræðu um fjölbreyttustu mál. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni – hvaða málefni sem til umræðu voru hverju sinni. Missir vina minna, Guðmundar og Siggu, er mikill. Börn þeirra, Laufey, Steinunn, Þór og Jón Foss, hafa misst elskaða ömmu. Ég bið þess að góður Guð blessi þau og veiti þeim styrk. En minning um merka konu, sem setti svip á samtíð sína, sem spannaði lang- an tíma, mun ylja og búa í hjarta þeirra um ókomna tíð. Við Jóna Dóra og börnin okkar þökkum fyrir það að hafa átt vináttu Steinunnar Hafstað. Þau góðu kynni eru dýrmæt í sjóði minninganna. Guðmundur Árni Stefánsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 45 MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.