Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 55

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 55 DAGBÓK Um þessar mundir eru liðin tíu ár fráfrumsýningu kvikmyndarinnar umtónskáldið Jón Leifs; Tár úr steini.Af því tilefni hefur verið gefinn út vandaður tveggja diska pakki sem inniheldur DVD-disk með kvikmyndinni ásamt fjölbreyttu ítarefni og CD-disk með tónlistinni úr kvik- myndinni. Myndin kom út á VHS-spólum á sín- um tíma, en er löngu uppseld. Íslensk tón- verkamiðstöð gaf út geisladisk með tónlistinni úr kvikmyndinni; en hann hefur einnig verið ófáanlegur undanfarin ár. Þessi nýja tvöfalda út- gáfa er samstarfsverkefni Kvikmyndafélagsins Tónabíós og Tónverkamiðstöðvarinnar. Leikstjóri myndarinnar var Hilmar Oddsson og framleiðandi Jóna Finnsdóttir. Hvers vegna er ráðist í þessa endurútgáfu nú? „Okkur fannst einfaldlega kominn tími til. Við höfum verið að fá fyrirspurnir um hvar hægt sé að fá myndina, ekki síst frá útlöndum, þar sem Jón Leifs á orðið mikið af aðdáendum,“ segir Hilmar. Hvað er í pakkanum? „Þetta er tveggja diska pakki. Það er annars vegar DVD-diskur með kvikmyndinni Tár úr steini og skýringartexta á þremur tungumálum. Á þessum diski er einnig vönduð heimildamynd um gerð myndarinnar og alls kyns annars konar ítarefni, eins og stiklur og skyggnur. Svo má heyra leikstjóra og aðalleikara rifja upp minn- ingar frá samstarfinu og fjalla um vinnubrögð sín og annað tengt gerð myndarinnar.“ Geturðu metið hvaða þýðingu hún hafði fyrir tónlist Jóns Leifs? „Þegar við Hjálmar H. Ragnarsson byrjuðum að rannsaka ævi Jóns með tilliti til kvikmynda- gerðar var til eitt verk, Requiem, á geisladiski. Lítið hafði verið gefið út á hljómplötum þannig að það var fremur erfitt að fá ekki að heyra nema hluta höfundarverksins. Tíu árum síðar hef ég verið að gera það að gamni mínu að fara í hljómplötuverslanir í Evrópu, Norður- og Suð- ur-Ameríku og einnig í Asíu og í öllum stærstu og metnaðarfyllstu verslununum hef ég ekki að- eins fundið Jóns Leifs-diska heldur heila rekka. Það segir ýmislegt um útbreiðslu tónlistarinnar. Ég veit að við áttum þátt í þessu öllu ásamt Sin- fóníuhljómsveit Íslands og fjölmörgu íslensku sem og erlendu tónlistarfólki og áhugafólki um tónlist.“ Hvaða þýðingu hafði myndin fyrir þinn kvik- myndaferil? „Mjög mikla. Hún fékk einstaklega góðar við- tökur hér heima og einnig erlendis. Ég fann eftir hana að til mín voru gerðar meiri kröfur, sem ég reyni auðvitað sífellt að verða við. Einnig hafði hún margs konar önnur áhrif á líf mitt, en of langt mál yrði að fara hér út í þá sálma.“ Kvikmyndir | Tár úr steini, myndin um Jón Leifs, komin á DVD með tónlist og ítarefni Á aðdáendur um allan heim  Hilmar Oddsson fæddist í Reykjavík. Hann er menntaður kvikmyndagerð- armaður frá Kvik- myndaháskólanum í München. Hann hefur gert fjórar leiknar bíó- myndir ásamt fjölda sjónvarps- og heim- ildamynda. Hilmar vinnur nú að heim- ildamynd um Dieter Roth, auk þess sem hann undirbýr næstu kvikmynd sína. Hugleiðingar fyrir jólin EITT tímabilið tekur við af öðru í líf- inu. Árin þjóta áfram og áður en var- ir eru sumir orðnir fimmtugir á með- an aðrir halda upp á sextugsafmælið sitt. Unglingurinn er á öðru máli. Hon- um finnst tíminn oft vera á hraða snigilsins. Unglingurinn bíður eftir einu og öðru sem hinum fullorðna finnst sjálfsagt mál. Enda fyrir löngu búinn að fá bílpróf og engir staðir standa honum lengur lokaður vegna aldurs. Tíminn framundan hefur sinn sérstaka sjarma. Hann er merktur auglýsingum sem hvetja menn til að taka upp veskin og kaupa gjafir sem síðan er pakkað inn í sér- gerðan pappír og lagðar undir jóla- tréð. Jólin í ár eru skárri heldur en í fyrra að því leytinu til að nú má veiða sér rjúpu í matinn og fá rétta bragð- ið sem mörgum finnst tilheyra á jól- um. Í gamla daga var rjúpan kölluð „fátækrakrás“ og höfð á borðum hjá fólki sem ekki hafði efni á að slátra lambi. Svona breytast tímarnir. Eitt sem breytist ekki er Jesús Kristur. Fæðingar hans er minnst á jólum. Hann lifir í dag og um aldir. Amen. Konráð Rúnar Friðfinnsson. Dreifing DV og Frétta- blaðsins í Hveragerði ÉG er áskrifandi að DV og bý við Heiðarbrún í Hveragerði. Erum við íbúar hér við götuna orðnir lang- þreyttir á útburði DV og Frétta- blaðsins. Sem viðmiðun hef ég Morg- unblaðið, sem ég er einnig áskrifandi að, en það er komið klukkan rúmlega sex á hverjum einasta morgni. En í dag, mánudaginn 12. desember, klukkan að ganga fjögur þá er hvor- ugt blaðið komið, DV eða Frétta- blaðið. Og þegar hringt er til að fá skýringu á þessu þá fær maður loðin svör í afgreiðslunni – en það vantar ekki að maður sé rukkaður fyrir blaðið. Ég óska eftir því að þeir sem stjórna útburði þessara blaða hér í Hveragerði fari að taka sig á. Við í Hveragerði erum ekki minni mann- eskjur en fólkið sem býr á höf- uðborgarsvæðinu. Áskrifandi DV. Lágar örorkubætur ENN einu sinni vil ég skrifa um lág- ar örorkubætur. Fer það virkilega illa í mann hversu lágar bæturnar eru. Eins gengur ekki að skattleggja þessar bætur, skilja menn það ekki? Að geta ekki gefið barnabörnum sín- um jólagjafir er bara alltof sárt. Eyða á andvirði sölu eigna okkar landsmanna í m.a. hátæknisjúkra- hús, eru þau ekki fyrir hendi? Hér eru gerðar allar aðgerðir nú orðið. Þetta er orðin tóm vitleysa. Styðjum fólk sem þjáist. Sigríður Björnsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hlutavelta | Systurnar Viktoría Rós og Magdalena Ósk Bjarnþórsdætur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 3.625 kr. Bróðir stúlknanna, Alexander Már, 9 mánaða, fékk að koma með. Hlutavelta | Þrjár bekkjarsystur úr 2.J. í Kársnesskóla söfnuðu flöskum og dósum að andvirði 855 kr. og færðu Kópavogsdeild Rauða krossins. Þetta voru þær Margrét Kristín Kristjáns- dóttir, Ósk Jóhannesdóttir og Ósk Hind Ómarsdóttir. Marimekko flytur um áramót úr IÐU húsinu að Laugarvegi 7. 30-40% afsláttur af öllum fatnaði til jóla. Vönduð jólagjöf á góðu verði. STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Um er að ræða eignarland, 2 ha spildu nefnd Veðramót í landi Úlfarsfells, sem áður tilheyrði Mosfellsbæ en tilheyrir nú Reykja- vík. Á umræddri spildu eru tvö hús, annars vegar einbýlishús á einni hæð byggt 1974 og hins vegar sumarhús sem búið hefur verið í allt árið. Eignir sem gefa mikla möguleika. Verðhugmynd fyrir landið, íbúðarhúsið og sumarhúsið 50 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM í síma 550 3000. Sjá einnig fmeignir.is. Tilvísunarnúmer: 11-0394. Úlfarsfell - Einbýli/sumarhús A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Lið-a-mót FRÁ 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. g3 e5 4. Bg2 d6 5. d3 Rc6 6. e4 h5 7. h3 Be6 8. f4 exf4 9. gxf4 f5 10. Rf3 fxe4 11. Rg5 Dd7 12. Rd5 0–0–0 13. dxe4 Bd4 14. Hb1 He8 15. b4 Dg7 16. Kf1 Rd8 17. Hb3 Bxd5 18. cxd5 Rh6 19. Hd3 Bb6 20. Bf3 Hhf8 21. Kg2 Dd7 22. a4 a6 23. Dc2 Kb8 24. Bd2 Hg8 25. a5 Ba7 26. Hc1 He7 27. Hc3 Hf8 28. b5 axb5 29. a6 c5 30. dxc6 bxc6 31. Dd3 Bc5 32. Be3 Bxe3 33. Dxe3 Da7 34. Dd3 Dc7 35. Hxc6 Rxc6 36. Dxb5+ Ka7 37. Hxc6 Db8 38. Dd3 Db2+ 39. Hc2 Db6 40. Dc3 Hb8 41. Df6 Rg8 42. Dxg6 Dd4 43. Re6 Dd3 44. Hf2 h4 45. f5 Dc3 46. Dg5 Rf6 47. Df4 De1 48. Dxd6 Hg8+ 49. Bg4 Staðan kom upp á heimsbikarmóti FIDE sem fer senn að ljúka í Khanty- Mansyinsk í Rússlandi. Teimour Radjabov (2.704), svart, hafði framan af átt í vök að verjast í skák sinni gegn Diego Flores (2.479) en nú snerist tafl- ið heldur betur við. 49. … Dxf2+! og hvítur gafst upp þar sem eftir 50. Kxf2 Rxe4+ vinnur svartur drottninguna til baka með dágóðum vöxtum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Samkirkjuleg guðþjónusta á þýsku Samkirkjuleg guðþjónusta verð- ur haldin í Dómkirkjunni 4. sunnu- dag í aðventu, 18. desember og hefst kl. 15. Séra Gunnar Kristjánsson pró- fastur og séra Jürgen Jamin halda guðsþjónustuna sameiginlega. Mar- teinn H. Friðriksson og Bergþór Pálsson sjá um tónlistarflutning. Eftir guðþjónustuna er söfnuðinum hjartanlega boðið í jólamóttöku þýska sendiherrans, í sendi- herrabústaðinn, Túngötu 18, Reykjavík. Ökumenischer Gottesdienst zu Advent und Weihnachten. AUCH in diesem Jahr findet ein deutschsprachiger ökumenischer Advents- und Weihnachtsgottes- dienst statt. Diesmal am 4. Advent, den 18. Dezember 2005, um 15.00 Uhr in der Dómkirkja. Propst Gunnar Kristjánsson und Pfarrer Jürgen Jamin werden den Gottesdienst gemeinsam leiten. Die musikalische Ausgestaltung liegt in Händen von Marteinn H. Frið- riksson und Bergþór Pálsson. Im Anschluß an den Gottesdienst ist die Gemeinde herzlich zu einem Weihnachtsempfang in der Resi- denz des deutschen Botschafters, Túngata 18, eingeladen. ÚT ER komin á vegum Skruddu Söng- bók Gunnars Þórðarsonar sem hefur að geyma nótur og söngtexta laga eft- ir Gunnar. Gunnar Þórðarson hefur um ára- tugabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og tónskálda. Hann var meðal annars forsprakki og aðal- lagasmiður hljómsveitanna Hljóma og Trúbrots og er höfundur margra ást- sælustu dægurlaga þjóðarinnar. Hann hefur samið og hljóðritað yfir fimm hundruð lög. Einnig hefur hann útsett og stjórnað upptökum á fjölda hljómdiska. Undanfarið hefur Gunnar unnið að því að velja lög úr öllum þeim fjölda dægurlaga sem eftir hann liggur og hefur nú afraksturinn litið dagsins ljós í söng- og nótnabókinni góðu. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.